Vísir - 16.02.1980, Page 5
, Laugardagur 16. febrúar 1980.
5
sem ég tel vera einn af bestu
þjálfurum i Bandarikjunum”.
Fari svo aö Pétur komist i at-
vinnumennskuna i Bandarfkjun-
um, þá á hann fyrir höndum aö fá
ágætis laun sem leikmaöur þar.
Leikmenn liöanna hafa frá 40
milljónum og upp I 200 milljónir
Islenskra króna I árslaun og eru
engir iþróttamenn I heiminum
nema toppmenn i golfi og tennis
meö hærri laun. En Pétur á langa
leiö fyrir höndum og erfiöa en
vonandi gengur honum vel I bar-
áttu sinni fyrir þvi aö gerast at-
vinnumaöur i þessu höfuövigi
körfuknattleiksins I heiminum.
„Ég spuröi Wilkens hvort hann
teldi aö bestu landsliö Evrópu i
körfuknattleik ættu einhvern
möguleika I keppni viö atvinnu-
mannaliöin I Bandarikjunum. Þá
brosti hann breitt og sagöi, aö
þetta væri hlutur, sem ekki þyrfti
aö ræöa. Hann benti mér á, aö
landsliö Júgóslaviu heföi nýlega
veriö á keppnisferö I Banda-
rikjunum, en JUgóslavarnir eru i
fremstu röö I Evrópu. Þeir léku
marga leiki I Bandarikjunum
gegn háskólaliöum, og töpuöu
þeim öllum meö nokkrum mun.
Wilkens taldi aö þaö væri tilum 40
háskólaliö I Bandarfkjunum, sem
gætu unniö bestu landsliö Evrópu
auöveldlega og aö atvinnu-
mannaliöin, sem leika i NAB
deildinni væru mörgum gæöa-
flokkum fyrir ofan þessi háskóla-
liö.
,,Ég baö þennan þekkta þjálf-
ara aö gefa ungum körfuknatt-
leikspiltum á Islandi ráölegging-
ar.
„Þaö veröur enginn góöur
körfuknattleiksmaöur nema meö
þrotlausum æfingum. Aöalatriöið
er að vera alltaf meö bolta I hönd-
unum, það á aö „dribbla” bolta á
undan sér á leiðinni I skólann á
meöan veriö er aö reikna heima-
dæmin og reyndar alltaf þegar
hægt er aö koma þvi viö. Þaö þarf
ekki mikinn eöa dýran útbúnaö og
nægir aö minna á, aö flestir bestu
leikmenn I bandariskum atvinnu-
körfuknattleik hafa komið úr fá-
tækrahverfum. Þá er mikið atriöi
aö æfa báöar hendur jafnt og
strax og piltur hefur náö leikni I
þvi að „dribbla” boltanum, á
hann aö æfa sig I aö gera þaö meö
bundiö fyrir augun. Og ég mæli
eindregiö meö þvi aö ungir leik-
menn séu óhræddir viö aö reyna
eitthvaö nýtt meö boltanum, gefa
Einar Bollason, landsliösþjáfari tslands I körfuknattler; i góöum
mundssonar hjá University of Washington, i miöið er Lenny Wilkens
sem er tekin á æfingu hjá Seattle Supersonics.
féiagsskap. Lengst til vinstri er Marv Harsman, þjálfari Péturs Guö
þjálfari Seattle Supersonics og Einar er lengst til hægri á myndinni,
hann afturfyrir sig og fleira i
þeim dúr”.
Pétur vinsæll
Einar heimsótti einnig Univer-
sity of Washington og dvaldi hjá
körfuknattleiksliði skólans þar i
nokkra daga i boöi Marv Hars-
man þjálfara en meö þessu liöi
leikur Pétur Guömundsson eins
og kunnugt er viö góöan oröslir.
„Aöstaöan hjá þessu liöi
stórkostleg, enda er þetta 4.
Þetta eru þrir af körfuknattleiksþjálfurunum hjá University of Washington, þar sem Pétur Guömunds-
son leikur. Frá vinstri eru Bob Johnson, þá Marvi Harsman aöalþjálfari og til hægri er Denny Houston,
en hann stýröi einmitt islenska landsiiöinu i siöasta Noröuriandamóti i körfuknattleik.
stærsti háskóli i Bandarikjunum
meö 37 þúsund nemendur. Ein-
hverjir tugir starfsmanna vinna
eingöngu I kring um körfuknatt-
leiksliö skólans, þaö eru þjálfar-
ar, nuddarar, skrifstofufólk,
búningaveröir, læknar, áhalda-
veröir og fleira og fleira fólk sem
vinnur eingöngu aö þvi að sjá um,
aö málefni liösins séu i lagi.
Leikmenn liösins eru nánast
hetjur i hópi annarra nemenda
skólans og á þeim leikjum, sem
ég sá meö liöinu varö ég var viö
aö Pétur er i hópi þeirra allra vin-
sælustu enda oröinn geysisterkur
leikmaöur.
Þaö var mjög lærdómsrlkt fyrir
mig _aö fylgjast meö æfingum
liösins. Þjálfararnir voru á fullri
ferö um allan völl og ef menn
voru ekki inni á vellinum aö æfa
sig máttu þeir ekki setjast niöur
fyrir utan. Ef þeir geröu þaö þá
gilti þaö sama og aö viökomandi
væri oröinn þreyttur og hann var
þá sendur I baö. Barátta leik-
mannanna á æfingum kom mér
einnig mjög á óvart, þaö er ekkert
gefiö eftir, enda samkeppnin um
stööur I liöinu hörö og óvægin”.
„Samskipti Péturs og Harsman
þjálfara hafa ekki alltaf gengiö
árekstralaust. Þaö vakti til
dæmis mikla athygli i fyrra en
Pétur lýsti þvi yfir i hádegis-
veröarboði meö blaöamönnum,
aö hann fengi ekki aö spila nógu
mikiö meö liöinu og vildi hann
kenna Harsman um þaö aö nota
sig ekki nógu mikiö. Þetta kom
sem sprenging þvi aö yfirleitt
leyfa leikmenn sér ekki aö gagn-
rýna þjálfara sina en Harsman
haföi svar á reiöum höndum og
setti Pétur út úr liöinu I þremur
næstu leikjum!”
Einar tjáöi Helgarblaöinu aö
þessi ferö sin heföi verið geysi-
lega lærdómsrik og hann myndi
búa lengi aö þeirri reynslu og
kunnáttu, sem feröin aflaöi hon-
um. Okkur þótti hinsvegar fróö-
legt I lok þessa spjalls aö spyrja
hann hvort hann heföi ekki rekist
á Flosa Sigurösson I feröinni, en
hann leikur meö menntaskólaliöi
I Seattle og hvort hann hygðist
ekki nota þá Pétur og Flosa I Is-
lenska landsliöinu á Norður-
landamótinu i vor.
„Ég sá einn leik meö liöi Flosa,
Olympic High school og lék hann
meö I þeim leik. Hinsvegar var
hann veikur I þessum leik og ekki
mikiö aö marka það sem hann
sýndi. En það er ekki vafamál
aö ef hann leggur rækt viö körfu-
boltann þá á hann eftir aö veröa
styrk stoö i landsliöinu. Honum
hefur fariö mikiö fram en hvort
hann veröur meö landsliöinu I vor
er ekki hægt að segja til um I dag.
Pétur mun hinsvegar leika
lykilhlutverk i landsliöinu á
Noröurlandamótinu I vor, þaö
mun allt snúast um aö nýta hina
miklu hæö hans — 2.17 metra. —
Ég sá hvernig hann er notaður
hjá sinu liöi og vona aö þaö eigi
eftir aö koma sér vel. Pétur kem-
ur heim um miðjan mars og ef til
vill Flosi lika og munu þá strax
leika meö landsliðinu gegn lands-
liöi Sovétrikjanna hér”, sagði
Einar.
gk-