Vísir - 21.02.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 21.02.1980, Blaðsíða 23
23 Fimmtudagur 21. febrúar 1980 Umsjón: Hannes Sigurðsson Benedikt Árnason leikstjóri. Oddur Björnsson rithöfundur. utvarp kl. 21.15: LeikriliD ..Kvintett" . Leikritið ,,Kvintett”, eftir Odd Björnsson, verður flutt i kvöld i út- varpinu og er leikstjóri þess Bénedikt Árnason. Leikritið segir frá rithöfundi, sem kemur heim og hittir fyrir ókunnan mann í herberginu sínu. Hann neyðist til að segja þessum óboðna gesti frá þvi sem á daga hans hefur drifiö, hvort sem það er satt eða logið, eða einhver- staðar þar mitt á milli. Þetta mun vera mjög óvenju- legt leikrit i sakamálastll, er skilur eftir margar spurningar. Ef til vill verður þeim ekki öllum svarað, að minnsta kosti ekki I fljótu bragöi. I hlutverkum eru Þorsteinn Gunnarsson, Róbert Arnfinnsson, GIsli Alfreösson, Margrét Guð- mundsdóttir og Þórhallur Sig- urösson. Flutningur leikritsins tekur 40 minútur. H.S. utvarp kl. 20.00: HEFUR LEIKID IHÁLFA ÖLD „1 þessum fyrra þætti af tveimur, þar sem ég spjalla viö Þóru Borg, leikkonu, mun ég ræða við hana um æsku hennar I bænum”, sagði Ásdis Skúladóttir, félagsfræðingur, spyrill þáttar- ins, en auk þess mun Sigurður Karlsson lesa tilvitnanir. Þóra Borg hefur alla tið veriö mikið tengd leikhúslifinu, þar sem móðir hennar var frú Stefa- nía Guðmundsdóttir, leikkona og faðir Borgþór Jósefsson, bæjar- gjaldkeri. Þau voru miklir fram- ámenn hjá Leikfélagi Reykjavlk- ur og voru I þeim hópi sem stofn- aði þaö félag. Þóra byrjaði barn- ung að leika. Hún átti mörg syst- kin, sem öll léku meira og minna, og komu á einhvern hátt á sviö. I fyrsta þættinum segir Þdra frá ýmsum atburðum I leikhúsinu og úr lífinu heima hjá sér. Einnig verður komið inn á bæjarllfiö á þessum tima. Sagði Asdis að rætt yrði um leikferil og llf leikkon- unnar fram og til baka. Þóra hefur leikið dálltið I kvik- myndum upp á slðkastið, og má þar nefna Brekkukotsannál og nú síðast Paradlsarheimt. Þóra Borg f hlutverki sinu I Brekkukotsannál. Otvarp kl. 19.35: dagiega mál Okkar „Þátturinn snýst um islensk- una sem talað mál og meðferð hennar”, sagði Helgi Tryggva- son, fyrrum yfirkennari, sem flytur þáttinn Daglegt mál I kvöld. Helgi sagði að það væri mjög mikilvægt að æskan lærði að koma fram og tala frjálslega, og myndi hann gera þaö að aðalum- talsefni þáttarins. Sagði hann að unga fólkið ætti að bera sig vel og vera ófeimið I framsögn sérhvers málefnis. Auk þess sagði hann að við sinntum framburðarkennslu minna en aörar þjóðir-sem kæmi fram á ýmsan hátt, m.a. I þvl hve stúdentum og unglingum væri ósýnt um aö taka til máls. Leggja yrði rlkari áherslu á góðan fram- burð, allt frá barnaskólum og upp skólabrautina. Helgi hafði I mörg ár á hendi formlegar framsagnarfæringar, fyrir bæöi stúdenta og aðra, hjá Freysteini Gunnarssyni I Kennaraskólanum. Hefur hann áöur fjallaö um framburö I út- varpinu og skrifaö um hann fjöl- margar greinar. — H.S. Helgi Tryggvason fyrrum yfir- kennari. útvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tónleikasyrpa. Léttklassísk tónlist, dans- og dægurlög og lög leikin á ýmis hljóö- faeri. 14.45 Til umhugsunar. Karl Helgason og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fjalla um á- fengismál. 15.00 Popp. Páll Pálsson kynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Tónlistartlmi barnanna. Egill Friöleifsson sér um tímann. 16.40 Otvarpssaga barnanna: „Ekki hrynur heimurinn” eftir Judy Blume. Guðbjörg Þórisdóttir lýkur lestri þýð- ingar sinnar (10). 17.00 Síðdegistónleikar. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi Tryggvason fyrrum yfir- kennari flytur þáttinn. 19.40 tslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 20.00 Leikkona I meira en hálfa öld. Þóra Borg segir frá lifi sinu og starfi I viðtali viö Asdísi Skúladóttur. Sig- urður Karlsson les tilvitn- anir. Fyrri þáttur. 20.30 Tónleikar Sinfónlu- hljómsveitar tsiands 21.15 Nýtt, islenskt útvarps- leikrit: „Kvintett” 21.55 Einsöngur I útvarpssal: John Speight syngur lög eftir Gabriel Fauré og Maurice Ravel. Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir leikur á pianó. 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.30 Lestur Passiusálma (16). 22.40 Reykjavikurpistill. Egg- ert Jónsson borgarverk- fræðingur flytur. 23.00 Kvöldhljómleikar. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. HÖNDLAÐ MEÐ MENNINGUNA Samtök nefnast Lif og land, sem voru að enda við að þinga um menninguna. Aðalhvata- maður að stofnun þessara sam- taka var Jón Óttar Ragnarsson, matvælafræöingur, en á stofn- unartima skildist manni helst að samtokin ætluðu að gera eitthvað i manneldismálum og náttúruvernd. Nú hefur menn- ingunni bætst þessi stóri liös- auki, og hefur ekki skort stórar ræður henni til fagnaöar. Undir- búningurinn hófst raunar I Morgunblaðinu með greinaröö um menninguna eftir Jón óttar. Þá hafa fjölmiölar varla I annan tlma tckiö annan eins menningarkipp og á meðan á menningarþinginu stóö, og stóö fjölmiölum opið að tala við hina og þessa spekinga um styrkja- málin og heildarfjárhag menn- ingarinnar með tiiliti til þjóðar- tekna. Allt voru þetta þarflegir hlutir á sinn hátt, en engu að sföur svolitiö undarlegir, þegar þess er gætt, að enn er ekki búiö að ganga frá sjálfsögðustu höfundarréttindum i landinu. Hafa félagasamtök höfunda yfirleitt haft þann háttinn á að leita eftir fjárframlögum út á menningarstofnanir, og þá sem nota verk með höfundarrétti, en siðan staöið I þvi meö reglu- gerðum að hindra að höfundar- rétturinn nái fram að ganga nema að hluta vegna þess að nota þarf höfundarféö til úthlut- unar ýmiskonar. Ekki var eðli- legt að þeir sem um þessi mál fjölluðu á þinginu undir stjórn Jóns Óttars, vikju svo mjög að þessum málum. Þeir hafa mest hagræöi af reglugerðunum. Nú er alveg ljóst af þvi sem fram hefur komið frá menningarþingi matvælafræö- ingsins, að enn vantar mikið af styrkjum til menningarinnar svo allir megi verða ánægðir. Hið mikla styrkjatal leiðir væntanlega til þess, að eitthvaö rýmkist hagur menningarinnar I framtlðinni, einkum þegar nú situr rlkisstjórn, sem hefur heit- iömenningunni stuðningi. Má ef til vill vænta þess, að þegar styrkir hafa veriö fengnir og þeim hefur veriö útdeilt til hinna^hávaðasömu og þurfandi, fari binir aö geta notið höfundarréttar slns I friöi. Mundu þá skapast friðartlmar og atvinnuleysi hjá óratorum. Vilmundur Jónsson sagði: Látið listina I friöi. Eftir menn- ingarþingiö á Kjarvalsstöðum er séð, að listin verður ekki látin I friði meöan styrkjapólitlkin stendur. Nú heyrir það undir at- vinnurétt að ástanda listir en ekki guösgáfu, og þeir sem fólkið I landinu vili hafa inni á gafli hjá sér I listum eru oftar en hitt lltils metnir af reglugeröa- fólkinu og þeim sem halda menningarþingin. Enda sást enginn listamaður á þessu menningarþingi, sem nú var haldiö, sem hefur náð umtals- veröum vinsældum. En það seg- ir auðvitað ekkert um listgildið eins og sagt er. Það snertir heldur ekki atvinnuréttinn til listsköpunar, sem gengur fyrir öllu, jafnvel listinni sjálfri. Styrkjapólitlk listamanna er hvimleiö. A sllkum þingum er ekki talaö um höfundarrétt, enda er hann ekki mál sem þingað er um alla jafna. Hann heyrir ekki til at- vinnurétti, heldur mannrétti, og þá er nú skörin farin að færast upp I bekkinn ef á að fara halda menningarþing um mannrétt- indi. Hér eru árlega hirtar stórar fjárhæöir af höfundum með reglugeröum þeirra, sem krefjast atvinnuréttar til list- sköpunar, hvort sem sú list- sköpun skiptir nókkru máli eða ekki. Félög höfunda og höfundarréttarstofnanir láta sig ekki miklu skipta hvernig um þau mál fer. Meðan réttir menn eiga félögin og ráða reglugerð- unum og geta komið saman til mannþinga til að ræða styrkja- málin, horfir þetta allt til betri vegar I þeirra augum. Og viðmiðunin i listinni er slfk, að þótt hver einasti maöur I land- inu hæfi strax I dag einhverja listsköpun samkvæmt atvinnu- rétti, myndi hvergi sjást mis- munur. Svona er þetta gott. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.