Vísir - 26.02.1980, Page 5

Vísir - 26.02.1980, Page 5
VÍSIR Þriöjudagur 26. febrúar 1980 Kosningar í Rðdesíu Salisbury og aðrar borgir i Ródeslu minna þessa dagana helst á rammgirt virki vegna mikil viðbilnaðar til að hindra ofbeldisaðgerðir næstu þrjá daga meöan kosningar fara fram I Ródesiu, en þær hefjast á morg- un. Herflokkar eru á stöðugum eftirlitsferðum um stræti, settir hafa verið götutálmar I úthverf- um og á aðliggjandi þjóðvegum og vopnaöir lögreglumenn eru á hverju horni. Flest er gert til þess aö reyna að uppfylla skilyröi vopnahlés- samkomulagsins f London sem batt I bili endi á sjö ára skæru- hernaðinn I Ródesfu, en þar var gert ráö fyrir frjálsum kosn- ingum. 1 Soames lávarður og landstjóri hefur bannað alla stjórnmála- Ifundi eftir að kjörstaðirnir opna i fyrramálið og þar til úrslitin hafa verið gerð kunn. Hann mun i kvöld flytja útvarps- og 'sjónvarpsræðu, þar sem búist er 'viö þvi, að hann hvetji landsmenn til ab neyta atkvæðisréttarins og fullvissi þá um, að kosningin sé algjörlega leynileg. Hann hefur skorað á alla framboðsaðila að láta af tilraunum til þess að reyna að hræða kjósendur til þess að greiða þeim atkvæði. Rannsaka misgjörðir keisara- Fórnardýr SAVAK, leyniþjón- ustu keisarastjórnarinnar fyrr- verandi i lran, munu I dag koma fyrir sérstaka nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna, en hún er stödd I Teheran til þess aö kanna misgjörðir keisarastjórnarinnar. Vitnaleiðslurnar fara fram fyrir luktum dyrum, en nefndin hefur kannað skjöl og eldri stjórnskýrslur, sem yfirvöld lrans hafa látið henni i té. I gær fengu nefndarmenn til viðtals einn af mannréttindabar- áttumönnum írans úr tið keisara- stjórnarinnar og báðu hann um að leggja fram skýrslu um mann- réttindi, meðan keisarastjórnin var viö lýöi. Nefndin er skipuð fulltrúum frá Alslr, Frakklandi, Sri Lanka, Sýrlandi og Venezúela — að til- hlutan Kurts Waldheim framkvæmdastjóra. Nefndar- skipunin er liöur i milligöngu S.Þ. til þess að koma á sáttum milli Irans og USA I viðleitni til þess að fá gislana I bandariska sendi- ráöinu I Teheran látna lausa. Hinn nýkjörni forseti lrans, Bani-Sadr, var i gær hylltur af tugum þúsunda manna, sem marséruðu framhjá sendiráðinu, en þar stóð forsetinn uppi á múrnum. Avarpaði Bani-Sadr fjöldann, en vék ekki orði að gislunum. Khomeini æðstiprestur hefur falið þingi trans að semja um skilmála fyrir lausn gislanna, en Bani-Sadr, forseti trans, ó múrnum vib bandariska sendiráðið f Veheran, þar sem hann var hylltur af tugum þúsunda Irana I gær. kosningar til þingsins eru fyrir- aö vænta að þingiö komi saman hugaðar I næsta mánuöi, og ekki fyrr en fyrstu vikuna i april. stjórnarinnar Könnun meðal staliðnaöar- manna Forsvarsmenn bresku rikis- stáliðjuveranna hafa ákveöið að gera könnun meðal starfsmanna verksmiöjanna, sem eru I verk- falli, hvort til atkvæöagreiðslu skuli koma um sfðasta sáttatilboð atvinnurekenda, en stéttarfélags- forystan haföi hafnaö tilboðinu. Bill Sirs, leiötogi eins stærsta stéttarfélagins, sem að verkfallinu stendur, kallaði þessa fyrirhuguðu skoðanakönnun „lúmska” og skoraði á félagana að leiða hana hjá sér. Verkfalliö hefur staðiö i 55 daga, en ýmissa merkja andstöðu við afstööu stéttarfélagaforyst- unnar er nú farið að gæta. Starfsmenn tveggja stáliðjuvera i einkaeign hættu I gær samúðar- verkfalli sfnu og hefja vinnu að nýju I dag. Kolanámumenn, sem herskáastir hafa verið á vinnu- markaönum i Bretlandi -greiddu þvi atkvæði á laugardaginn að leggja ekki niöur vinnu til stuðn- ings stáliðnaðarmönnum. -Þó þykir fyrirsjáanlegt, aö fyrir- hugaður samdráttur i stáliönað- inum muni kosta 7.500 kolanámu- menn vinnu vegna minni eftir- spurnar eftir kolum. ðiymoíuiið usa í noði hjá Carter Carter Bandarfkjaforseti fagn- aði bandarfska ólympluliöinu eins og hetjumiHvita húsinu f gær. — Mebal Iþróttafólks virðist þó fara vaxandi andstaöa við áskorun hans um að sniðganga sumarleik- ana I Moskvu. Eftir á sagði Eric Heiden, skautahlauparinn, sem hreppti fimm gullverölaun á leikunum i Lake Placid, viö blaðamenn, að nær allir i landsliðinu hefðu skrif- aö undir plagg, sem lýsti and- stööu við hugmyndina um að sniðganga Moskvuleikana. „Ég held ekki, að hundsun sé rétta aðferöin,” sagöi Heiden. „Mér lfkar ekki við pólitik i Iþróttum. Það kemur grimmi- lega niöur á fólkinu, sem hefur veriö aö þjálfa sig allt sitt lif. Carter áréttaði i gær áskorun sina til íþróttafólks um að snið- ganga Moskvuleikana vegna inn- arásar Rússa f Afganistan. Dustin Hoffman og átta ára dóttir hans, Jenna. 1 fjórba sinn hefur Dustin Hoffman verib tilnefndur sem verðugur Óskarskvikmynda- verðlaunanna, en hann og Sally Field sem nú er tilnefnd I fyrsta sinn, þykja við fyrstu sýn öðrum liklegri til þess að hreppa hnossiö. Hoffman er tilnefndur vegna túlkunar sinnar á fráskilda fööurnum I myndinni „Kramer gegn Kramer”. Hann hefur þrfvegis áður verið tilnefndur, án þess þó nokkurn tima aö hljóta viðurkenninguna, en það var fyrir leik hans i myndunum „The Graduate”, „Lenny” og „Midnight Cowboy”. Sally Field er tilnefnd vegna hlutverks suöurrikjastúlkunnar I myndinni „Norma Rae”, sem byggð er á sannri sögu um verkalýðsbaráttuna. Karlhlutverkin Kvikmynda-, lista- og vis- indaakademian I Hollywood hefur nú lagt fram lista sinn yfir þá, sem til greina þykja koma til Óskarsverðlauna, en verð- laununum verður ekki úthlutað fyrr en 14. april. Sem fyrr þykir mikill viöurkenningarvottur aö hafa komið til greina til Óskar- verðlauna, hverjum sem þau siðan falla svo i skaut. Aðrir, sem nefndir eru i sömu andránni og þessi frægustu verölaun kvikmyndanna, eru Roy Scheider fyrir leik sinn i „All That Jazz”, sem að nokkru er byggö á ævi leikstjóra myndarinnar, Bob Fosse, ...Peter Sellers fyrir hlutverk garöyrkjumannsins I „Being There”... Jack Lemmon fyrir „The China Syndrome” og A1 Pacino fyrir túlkunina á lögfræðingnum i „... and Justice For All”. Jane Fonda og barnastjðrnur Fyrir kvenhlutverkin eru tilnefndar auk Sally Field, Jane Fonda fyrir „The China Syndrome”, en hún fékk Óskarinn I fyrra.... Jill Clayburgh fyrir „Starting Over”... Bette Midler fyrir leik hennar I „The Rose” og Marsha Mason fyrir ,, Chapter Two”. Fyrir aukahlutverk eru til- nefndir hinn 8 ára gamli Justin Henry, sem leikur barnið I „Kramer gegn Kramer”, Mickey Rooney og Melvyn Douglas. Tvær leikkonur úr „Kramer gegn Kramer” eru til- nefndar, en þær eru Jane Alexander og Neryl Streep. Þær kvikmyndir, sem helstar þykja koma til greina til Óskarsverðlauna sem „ besta myndin”, eru „All That Jazz”, „ Apocalypse Now”, „Kramer gegn Kramer”, „ Norma Rae” og „ Breaking Away”. Jane Fonda ásamt föður slnum, Henry Fonda, en hún er tilnefnd til óskarsverðlauna þetta árið og fékk þau í fyrra. „Kramer gegn Kramer” liklegust til ðskars- verðlauna petta árið

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.