Vísir - 03.03.1980, Page 4

Vísir - 03.03.1980, Page 4
Mánudagur 3. mars 1980 4 DEN FYNSKE TRIO heldur tónleika í Norræna húsinu MÁNUDAGINN 3. MARS KL. 20.30 Á efnisskrá veröa m.a. verk eftir Hartmann, Holmboe, Beethoven og Schumann. Aðgöngumiðar seldir í kaffistofu hússins og við innganginn. Verið velkomin NCRRÆNA RÚSID IS 17030 REYKJAVIK Nauðungaruppboð sem auglýst var i 106 og 109. tbl. Lögbirtingablaðsins 1979 og 2. tbi. Lögbirtingablaðsins 1980 á fasteigninni Máva- braut 11 b, 3. hæð i Keflavik, þinglýstri eign Sigurbjargar Gisladóttur, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Ólafs ' Axelssonar hdl., fimmtudaginn 6. mars 1980 kl. 11.30. Bæjarfógetinn I Keflavík | Nauðungaruppboð s?m auglýst var i 106. og 109. tbl. Lögbirtingablaðsins 1979 og 2. tbl. Lögbirtingablaðsins 1980 á fasteigninni Noröur- garður 1 i Keflavik, þingiýstri eign Guðmundar Kagnars- sonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Lifeyrissjóðs verslunarmanna, — fimmtudaginn 6. mars 1980 kl. 13.00. Bæjarfógetinn í Keflavík. Nauðungaruppboð annað og siðasta á fasteigninni Hafnargata 91, (fiski- i mjölsverksmiðja), þinglýstri eign Fiskiðjunnar hf„ fer fram á eigninni sjálfri, að kröfu Einars Viðars hrl„ I fimmtudaginn 6. mars 1980 kl. 11.00 I Bæjarfógetinn i Keflavik. í Nauðungaruppboð sem auglýst var I 106. og 109. tbl. Lögbirtingablaösins 1979 og 2. tbl. Lögbirtingablaðsins 1980 á fasteigninni Nýibær (jarðeign) Vogum, Vatnsleysustrandarhreppi, þinglýstri eign Guðlaugs Aðalsteinssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Garöars Garðarssonar hdl„ miövikudaginn 5. mars 1980 kl. 15.00. Sýslumaöurinn f Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýstvar I 100., 103. og 108. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1979 á eigninni Trönuhraun 2, Hafnarfiröi, þingl. : eign Vélsmiðjunnar Kára h.f. fer fram eftir kröfu Inn- I heimtu rikissjóðs og Axels Kristjánssonar, hrl„ á eigninni j | sjálfri fimmtudaginn 6. mars 1980 kl. 4.00 eh. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. ; { : l_______________________________________:-----! Nauðungaruppboð sem auglýst vari 100., 103. og 108 tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1979 á eigninni Hellisgata 35, jarðhæð, Hafnar- firði, þingl. eign Ævars Lúövíkssonar fer fram eftir kröfu i Innheimtu rikissjóðs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 6. mars 1980 kl. 2.00 eh. , Bæjarfógetinn f Hafnarfirði. j Nauðungaruppboð sem auglýst var I 100., 103. og 108. tölublaöi Lögbirtinga- blaðsins 1979 á eigninni Norðurbraut 29, kjallara, Hafnar- firði, þingl. eign Jónasar A. Simonarsonar, fer fram eftir kröfu Innheimtu rikissjóðs, á eigninni sjálfri fimmtudag- inn 6. mars 1980 kl. 3.00 eh. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. 14. febrúar hófst stórbrotin vikingasýning I London, þar sem sýndar eru minjar frá vikingaöld, en meðal annars eru þar gripir úr Þjóðminjasafninu héðan. Helstu viObupðlp febrúar „Hitinn i alþjóðamálum hefur færst nær oliusvæðunum og mikill hiti of nærri oliu getur oröið hættulegur,” sagði Ahmed Zaki Yamani, oliuráöherra Saudb-Arabiu, um innrás Sovét- manna i Afganistan. Eins og i janúar bar Afganistanmálið hæst i febrúar og hvarf aldrei af fréttasiöum blaðanna, þótt ýmsir viðburðir, eins og ólympiuleikarnir i Lake Placid dagana 14. til 24. febrúar tækju kannski meira rúm um hrið. Þegar litiðer yfir febrúar rifj- ast fyrst upp frá mánaöamótun- um, þegar Júliana Hollands- drottning tilkynnti, að hún ætl- aði aö leggja niður völd og rýma hásætiö fyrir dóttur sinni, Beat- rix krónprinsessu. Formlega mun það gerast 30. april á 71 árs afmæli Júliönu, sem rikt hefur I 31 ár. I byrjun mánaðarins kynnti landstjórn Grænlands kröfur um 200 milna fiskvei.ðilögsögu til handa Grænlandi, sem snert- ir hagsmuni tslendinga og Norömenn. Landhelgismál Grænlendinga bar aftur á góma, þegar leiö á febrúar. 1 Bretlandi vakti mikið hneyksli, þegar uppvist varð, að breska stjórnin haföi haldið uppi i fjölda ára simahlerunum og njósnum um verkalýðsleiö- toga landsins, og hugsanlega einnig hlerað sima erlendra sendiráða i London. 2. febrúar samþykkti italska þingiö lög, sem veita lögregl- unni frjálsari hendur i barátt- unni gegn hryöjuverkaöflunum meö heimild til tveggja sóla- hringa varöhalds án dómsúr- skuröar, og um leið voru einnig þyngdar refsingar við hryðju- verkum. 4. febrúar bárust fréttir af þvi, að Sakharov-hjónin sættu áreitni, þarsem þau dvelja i út- legö i Gorky, og hafði Skaharov verið hótað með skammbyssu. — Aftur bárust svo fréttir af þvi 18. febrúar, aö Sakharov heföi veriö fluttur á lögreglustööina i Gorky og sætt þar hrottalegri barsmið. 1 fyrstu viku mánaðarins komu fyrst fram fréttir af mútugildru, sem bandariska al- rikislögreglan (FBI) hafði egnt fyrir opinbera embættismenn, og ollu þær miklu fjaðrafoki. I hartnær 2 ár hafði FBI gildr- una spennta og gerði út Libana einn i gervi oliufursta með gnægð gulls. 6 þingmenn og nokkrir minniháttar embættis- menn létu egnast. 5. febrúar bárust loks fréttir af grimmilegum fjöldamorðum stjórnarhers Afganistans og sovéskra hernaðarráögjafa frá þvi 20. april I fyrra. Allir karl- menn bæjarins Kerala (5000 ibúar) höföu verið teknir af lifi. Þar þykir Afganistan hafa eign- ast sitt My Lai. Óvenju mildur vetur á megin- landi Evrópu olli miklum flóð- um i Rin i byrjun annarrar viku febrúar, og tepptust skipaferðir um ána, enda komst vatnsborð- iö fimm metra yfir eðlileg flóða- mörk. Tjón varð gifurlegt. — Um miðjan mánuð gekk mikiö óveöur yfir Kaliforniu með úr- hellisrigningum, sem ollu flóð- um. Varð að flytja fólk brott úr heilum borgarhlutum og mikið tjón varð á mannvirkjum. aðutan Umsjón: Guðmundur Pétursson Stálverkfallið i Bretlandi virt- ist nú um mánaðamótin enn ekki ætla að taka neinn endi. Þvert á móti fór það harðnandi, eftir þvi sem leið á mánuðinn og kom til átaka milli lögreglu og aðkomuverkfallsvarða, sem vildu aftra starfsfólki stáliöju- vera i einkaeigu aö mæta til starfa. Samúð með verkfalls- mönnum virtist fara þverrandi. 8. febrúar var ákærður fyrr- verandi húskarl Joy Adamson þeirrar, sem skrifaði „Borin frjáls” um ljónynjuna sina, Elsu. Adamson hafði fundist i janúar látin af áverkum, sem i fyrstu voru ætlaðir af ljónavöld- um, en sönnuðust svo vera af mannavöldum. Hinn grunaði hafði verið rekinn úr starfi hjá frú Adamson. 11. febrúar bar kjarnorkuna enn á góma, þegar Bretar lok- uöu kjamorkuveri i grennd við London, en fundist höföu sprungur I kjarnaofni þess. Er þaö annað kjarnorkuverið á Englandi, sem lokað er af sömu ástæðu. — Samtimis bárust fréttir af nýjum leka geisla- virkra efna úr kjarnorkuverinu i Harrisburg, þar sem slysiö varö I fyrra. 11. febrúar voru forkosningar hjá demókrötum I Maine og sigraöi Carter þar Ted Kennedy með litlum mun,en i forkosning- unum i New Hampshire 26. febrúar var sigur hans hinsveg- ar meiri. — Þau úrslit þykja hafa gert aö engu vonir Kennedys um að hljóta útnefn- ingu demókrata til forsetafram- boös, þótt hann hafi sjálfur ekki gefist upp enn. 13. febrúar samþykkti alþjóö- lega ólympiunefndin, að sumar- leikarnir 1980 skyldu fara fram i Moskvu, eins og gert haföi verið ráð fyrir. Þar með var haínað tilmælum Carters Bandarikja- forseta um að flytja leikana frá Moskvu vegna innrásarinnar i Afganistan. Bandarikjastjórn gerir sér þó vonir um,aö 50 lönd fylgi fordæmi þeirra, og snið- gangi Moskvuleikana. Flokkur Ian Smith, fyrrum forsætisráðherra Ródesiu, vann öll 20 þingsæti hvitra i kosning- um 15. febrúar, en þá var um leiö að komast i algleyming undirbúningur kosninganna um þingsæti 80 blökkumanna. Bar á ofbeldis- og ógnunaraðgerðum til þess aö hræða blökkumenn til fylgis við flokk Mugabes, leið- toga kæruliða þjóðernissinna. — Kosningarnar fóru siöan fram dagana 27.-29. febrúar með góö- um friði og mikilli kjörsókn. Pierre Trudeau, leiðtogi frjálslyndra i Kanada, vann mikinn kosningasigur, þegar flokkur hans fékk 146 þingsæti af 281 i kosningunum 19. febrú- ar. Voru úrslitin túlkuð sem mikill persónulegur sigur Trudeaus. 21. febrúar viðruöu Danir hugmynd um að leggja fram til- lögu um aðild Færeyja og Græn- lands aö Norðurlandaráði. Til- lagan er enri i smiðum, og verö- ur ekki lögð fram á þingi Norðurlandaráðs, sem hefst i Reykjavik i dag. 22. febrúar var send á vegum Sameinuðu þjóðanna nefnd til íran til þess að rannsaka meint- ar misgjörðir keisarastjórnar- innar fyrrverandi. Meginmark- mið nefndarskipanarinnar var þó að undirbúa samninga um lausn gislanna 49 i bandariska sendiráðinu i Teheran, en febrú- ar rann siðan út, án þess að nokkuð örlaði á endi prisundar þeirra. Allan mánuðinn fylgdust menn með þvi, hvernig liöan Titós Júgóslaviuforseta hrakaði stöðugt og er honum ekki lengur ætluö lifsvon, þegar lungna- bólga lagðist ofan á önnur veik- indi hans upp úr miðjum mán- uðinum og læknar fóru að finna bilun hjartans. Siðustu vikurnar hefur Titó verið tengdur við nýrnavél, sem treint hefur I honum lifið. Æ ofan i æ bárust fréttir af hertöku sendiráða i ýmsum löndum S-Ameriku. I byrjun mánaðarins tóku smábændur i Guatemala sendiráð Spánar, en áhlaupi lögreglunnar lyktaöi sorglega og kostaði á fjórða tug mannslifa. Spndiráð Danmerk- ur og Belgiu voru hertekin I Mexikó 18. febrúar, en þvi máli lyktaði farsællega eftir mein- leysislega hert(8cu. 27. febrúar var sendiráö Dóminikanska lýö- veldisins hertekiö af 124 skæru- liðum i Kólombia, og hafa þeir enn á valdi sinu 50 gisla, þar af 15 sendiherra.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.