Vísir - 03.03.1980, Page 20

Vísir - 03.03.1980, Page 20
Umsjón: Katrin Pálsdóttir VÍSIR Mánudagur 3. mars 1980 Lauren Bacall og Humphrey Bogart Þrlár mynflír fornar Háskólabió: The Big Sleep Leikstjóri: Howard Hawks Handrit byggt á sögu Raymond Chandler Aðalhlutverk: Humphrey Bog- art og Lauren Bacall Bandarisk, árgerð 1946. Háskólabió hefur nú hafið endursýningar á myndum Humphrey Bogarts. Þær virðast bera aldurinn nokkuö vel, a.m.k. sú fyrsta, sem tekin hef- ur verið til sýningar, „The Big Sleep”. Leikstjórinn er heldur ekki af lakari endanum, Ho- ward heitinn Hawks. Hawks varö aldrei jafn þekkt- ur og t.d. Hitchcock og DeMille. Hann hlaut ekki Óskarsverð- laun fyrir myndir sinar fyrr en 1975, fimm árum eftir aö hann gerði þá siðustu. Hawsk vakti ekki neina umtalsverða athygli i heimalandi sinu, Bandarikjun- um, fyrr en á sjötta áratugnum, þegar franskir kvikmynda- gagnrýnendur kváöu upp úr um kvikmyndir afburða hæfileika hans til leik- stjórnar. Hawks gerði einar fjörutiu kvikmyndir á löngum og starfssömum ferli. Af þeim má nefna „Red River”, „Rio Bravo”, „Scarface”, „Gentle- men Prefer Blondes” og „Twentieth Century”. „The Big Sleep” var gerö 1946, en Howard Hawkes leikstýrði fyrstu mynd sinni 1926 og þeirri siðustu 1970. 1 „The Big Sleep” fer Hump- hrey Bogart með hlutverk einkaspæjarans Philip Mar- lowe. Spæjarinn hefur i mörg horn aö lita, enda umkringdur friðu liði kvenna, sem ýmsu leynir undir fögru skinni. Karl- persónur myndarinnar eru upp til hópa hið mesta illþýði og skotglaðir með afbrigðum. „The Big Sleep” ber öll merki framleiðslutima sins, hvað varðar meðferð efnis og per- sónusköpun, en hefur þaö fram yfir margar jafnöldrur sinar, að samtölin eru bráðfyndin. Leikur Bogarts stendur svo auðvitað alltaf fyrir sinu. Auk „The Big Sleep” hyggst Háskólabió sýna „The Big Shot” frá 1951, leikstjórar Win- dust og Walsh, en Bogart leikur aöalhlutverkiö i myndunum báðum. Háskólabió gefur aðdá- endum Bogarts nú kost á að rifja upp gömul kynni. Þeir, sem ekki hafa séð þennan nafntogaða leikara á hvita tjaldinu áður, ættu ekki að sleppa þessu einstæöa tækifæri. —SKJ NIu nemendur Menntaskólans á Akureyri fara með hlutverk I Týndu teskeiöinni. Með þeim á myndinni er Steinunn Jóhannesdóttir leikstjóri. Týnfla teskeiðin á Akureyri Leikfélag Menntaskólans á Akureyri frumsýnir leikrit Kjart- ans Ragnarssonar Týndu teskeið- ina i kvöld i Samkomuhúsinu á Danskt tríð i Norræna húsinu Den Fynske Trio heldur tón- leika i Norræna húsinu I kvöld klukkan 20.30. Trióiö skipa klari- nettleikarinn Jens Schou, selló- leikarinn Svend Winslöv og pianóleikarinn Rosalind Bevan. Trióið var stofnaö 1973 og gerðu það þrir ungir tónlistarmenn, sem voru kennarar viö Tónlistar- háskólann i Odense og hljóðfæra- leikarar I sinfóniuhljómsveitinni I Odense. Trióið hefur leikið víða i Danmörku, á listahátiðum, I út- varpi og sjónvarpi, einnig hefur það leikið inn á hljómplötur. Mörg þekkt tónskáld hafa sam- ið sérstaklega fyrir tríóið t.d. hef- ur Atli Heimir Sveinsson samið verk, sem frumflutt verður á öðr- um tónleikum triósins, sem haldnir verða I Tónlistarskóla Kópavogs á fimmtudaginn, klukkan 20.30. Akureyri. Týnda teskeiðin var sýnd i Þjóðleikhúsinu við mjög góðar undirtektir áhorfenda og gagn- rýnenda. Æfingar hjá menntaskólanem- um hafa staðið I um mánuð, en leikstjóri er Steinunn Jóhannes- dóttir. Leikendur eru niu, en alls hafa um 25 manns starfað við uppsetn- ingu verksins. Leikmyndina hef- ur einn nemenda skólans gert Þorvaldur Þorsteinsson, og Sverrir Páll Erlendsson kennari. Um þessar mundir eru liðin 40 ár frá stofnun Leikfélags MA, en nær 100 ár eru liðin frá þvi fyrst var leikið i Möðruvallaskóla. Týnda teskeiðin verður sýnd þessa viku, en óráðið er um fleiri sýningar, en þaö fer að sjálfsögðu eftir aðsókn. —TLV. START - ný hllómsveit stofnuð „Við ætlum að vona, að með til- komu meiri samkeppni hefjist nýtt timabil uppgangs I flutningi lifandi tónlistar á skemmtistöð- um. Við höfðum þetta i huga, þeg- ar við gáfum hljómsveitinni okk- ar nafniö START”, sagði Pétur Kristjánsson, sem allir kannast við úr hljómsveitabransanum á undanförnum árum. START leikur framvegis á föstudags- og laugardagskvöld- um I Sigtúni. „Ég hef trú á þvi, að diskóið fari að dala hér eins og erlendis, en þar er rokkið nú mjög vinsælt. Við munum flytja rokk og new wafe tónlist ásamt annarri dans- tónlist. Diskóið verður kannski eitthvað i bland fyrst um sinn”. Pétur sagöi að flutningur á lif- andi tónlist hafi átt erfitt upp- dráttar undanfarið og ástandið I þessum málum bágborið. Meðlimir START eru sex tals- ins. Þrir þeirra eru gamlir I hett- unni, en þeir eru Jón ólafsson, sem leikur á bassa, Nikulás Róbertsson, sem sér um hljóm- boröið og saxófón og Pétur Krist- jánsson, sem syngur. 1 „nýrri helmingi” hljómsveit- arinnar eru þeir Sigurgeir Sig- mundsson (gitar), Eirikur Hauksson (hljómborð og söngur) og Gústaf Guðmundsson (tromm- ur). —KP. Pétur Kristjánsson er einn meö- lima nýju hljóms.veitarinnar START, sem leikur I Sigtúni um helgar. Baltazar hefur opnaö sina niundu einkasýningu að Kjarvalsstöðum. Þar sýnir hann 44 myndir, sem málaðar eru á siðustu þrem árum. Siðast hélt Baltazar sýningu á grafikmyndum i Norræna húsinu. A sýningunni eru m.a. átta myndir, sem Fákar Einar Benediktsson- ar urðu kveikjan að. Sýningin er opin frá klukkan 14 til 22 og stendur til 16. mars. Visismynd BG. Pétur Behrens heldur sýningu á verkum sinum á vesturgangi Kjarvals- staða. Þar sýnir hann 45 verk, teikningar, grafik og vantslita- og oliu- myndir. Verkin eru unnin á sl. tveim árum. Þetta er önnur einkasýning Péturs, og verður hún opin til 16. tnars. Visismynd 3G.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.