Vísir - 05.03.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 05.03.1980, Blaðsíða 24
Miðvikudagur 5. mars 1980 síminneiðóóll HbBBBHBH . Spásvæði Veöurstofu tslands eru þessi: 1. Faxaflói, 2. Breiðafjörö- ur, 3. Vestfirðir, 4. Norður- land, 5. Noröausturland, 6. Austfirðir, 7. Suðausturland, 8. Suövesturland. veðurspá dagsins Um 700 km SSA af Vest- mannaeyjum er 980 mb. lægð á hreyfingu A i stefnu á Skot- ’land . önnur lægö, einnig 980 mb, er nú 700 km A af Ný- fundnalandi og fer sennilega i slóð hinnar. Hiti breytist litiö. Suövesturland til Vestfjarða: S gola og siðar V kaldi i dag, en lægir i nótt. Snjó- eða slydduél. Noröurland: S gola i dag en V kaldi i nótt, snjóél vestan til. Norðausturland og Austfiröir: Hægviðri og skýjað, en þurrt að kalla i dag, léttir til i nótt með golu eða kalda. Suðausturland: S gola og él i dag, V kaldi og él vestan til og á miöum i nótt. veðrið hér og har Klukkan sex: Akureyri snjóél, Bergen skýjað 2, Helsinki snjóél 13, Khöfn skýjað 4-3, Osló létt- skýjað 4-8, Reykjavikúrkoma 4-1, Stokkhólmur skýjað 4-9, Þórshöfn rigning 4. Klukkan átján: Aþena léttskýjaö 14, Berlfn léttskýjað 4-1, Frankfurt al- skýjað 4, Nuuk alskýjaö 4-10, London skýjað 7, Las Palmas léttskýjaö 18, Mallorcka skýjað 12, New Yorkskýjað 5, Parisheiörikt 4, Rómheiðrikt 13, Vln léttskýjað 4-1, Winni- pegalskýjað 4-20. Loki segir Ljóst er að samkeppnin um tónlistarverðlaun Noröur- landaráðs fer að verða mjög hörð úr þessu, þar sem allir þeir, sem kunna á bflflautur, koma nú til greina, ef marka má tónverk það cftir siðasta verðlaunahafann, sem leikið var f Háskólanum — og rfkis- útvarpinu — i gærkvöldi. Hæstiréttur hratt dóml borgardóms Reykjavíkur: Rlklsvaldlö má nú skatlleggja skattl Rikiö slapp við tugmilljónakröfur er Hæstiréttur hratt dómi Borgardóms Reykjavikur um að embætti tollstjóra hefði ekki notað réttar aöferöir við útreikninga á sköttum á aögangseyri kvikmynda- og sam- komuhúsa. Dómur Hæstaréttar var kveðinn upp á föstudaginn en málið náði 10 ár aftur i timann. Það var Þórshöll hf., er rak veitingahúsið Þórscafé sem fór i mál við menntamála- og fjár- málaráðherra fyrir hönd rikis- sjóðs. Krafiát var endurgreiðslu á ofgreiddum skemmtanaskatti og menningarsjóð.sgjaldi að upphæð liðlega sjö milljónir króna. Féll dómur Þórshöll i hag I Borgardómi og rikinu gert að endurgreiða þessa upphæð. Málið náöi allt aftur til ársins 1970 þegar lög um skemmtana- skatt voru sett og sá skattur inn- heimtur af aðgöngumiðum kvikmyndahúsa og samkomu- húsa. Fyrir Borgardómi lagöi stefnandi fram dæmi, sem skýr- ir málavexti. Veitingahús telur sig þurfa •271-krónu á hvern miða til að rekstur þess beri sig. Ofan á þá fjárhæð beri að leggja 20% skemmtanaskatt og 3% Menn- ingarsjóðsgjald — og veröa þetta þá samtals 333 krónur. Það sé söluskattstofninn sem 20% söluskattur sé reiknaður af og þá sé aðgöngumiðinn seldur á 400 krónur. Samkvæmt aðferð tollstjóra var tekin til viðmiðunar upp- hæðin, sem viðskiptavinurinn greiðir/400 krónur, og bakreikn- að frá henni, skattur reiknaður af skatti og öfugt og i hlut húss- ins komu þá aðeins 245 krónur. Með þessari aðferð greiddi Þórshöli á árunum 1971-1976 sjö milljónum króna of mikið i þessi gjöld og öll bióin voru skattlögð á sama hátt. Dómi Borgardóms var áfrýj- að af hálfu rik'issjóðs og var dóminum hrundið i Hæstarétti eins og áður segir. Hæstiréttur féllst ekki á það að umrædd gjöld hefðu verið ofreiknuð og segir meðal annars svo i dómi Hæstaréttar: ,,Er það eðlilegastur skilning- ur á orðunum „brúttóverð að- göngumiða” i lögum nr. 58/1970, að með þeim sé átt við söluverð aðgöngumiða að meðtöldum skemmtanaskatti og menning- arsjóðsgjaldi, svosem þau gjöld eru greind á aðgöngumiðanum, án alls frádráttar vegna ann- arra opinberra gjalda eða kostnaðar”. Menntamála-og fjármáiaráð- herra fyrir hönd rikissjóðs voru þvi sýknaðir af kröfu Þórshallar en Þórshöll gert að greiða 1,1 milljón i málskostnað. Mál þetta dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Björn Sveinbjörnsson, Magnús Þ. Torfason og Þór Vil- hjálmsson, Gaukur Jörundsson prófessor og Halldór Þorbjörns- son yfirsakadómari. —SG Sara Lidman ræöir við Pelle Guðmundsen Holingien eftir afhendingu bókmennta- og tónlistarverðlauna Noröurlandaráös I gær. Sjá viðtal við Söru á bls. 2. Visismynd: J.A. „Eg ráðfærði mlg vtð alla” segir Steingrímur Hermannsson um áKvörOun sfna um auknar loðnuveiðar ,,Já, ég ráðfærði mig við alla” sagði Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra þegar Visir spuröi hann i morgun hvers vegna hann hefði skipt um stefnu og leyft 2000 tonna viðbót á loðnu- veiöi og hvort hann hefði ráðfært sig við fiskifræðinga áður en hann tók þess ákvörðun. ,,Ég var áður búinn að segja að ég teidi ekki óeðlilegt að taka 50- 60 þúsund lestir i frystingu og hrognatöku og þetta verður svipaö magn. Það sýndi sig, aö reglurnar um aö taka ekki nema 200 tonn i skip eins og var búið að ákveða áður, stóðust ekki. Menn hlýddu þeim ekki, köstin geta orðið þaö stór að þeir fá miklu meira og hvað eiga menn þá að gera við afgangsmagnið? Þetta var þvi ekki raunhæft. Við þetta bætist, að þaö er komin töluverð loöna viö Suöausturland, til dæmis við Ingólfshöfða, og með þvi að ákveöa þetta svona má gera ráð fyrir, að þær stöðvar sem hafa farið illa út úr vertið- inni, fái eitthvað af loðnu til að taka af sárasta broddinn. Mönnum er lika frjálst hvernig þeir gera þetta. Þar sem frysti- húsin eiga bátana. geta þau ákveðið hvort þau taka loðnu i frystingu, hrognatöku eða bræðslu, sem viö viljum nú helst ekki”. — JM Skákin: Rússinn enn efstur Norðmaðurinn Knut Helmers hætti þátttöku á Reykjavikur- skákmótinu I gær og flaug heim til Noregs. Hann hafði aðeins teflt sex skákir, vegna veikinda , og enduðu allar með jafntefli, en þessar skákir veröa ekki taldar með i úrslitum mótsins. . Staðan eftir níu umferðir er sú að Kupreichik er efstur með 6,5 vinninga og þeir Browne og Sosonko koma næst með 5,5. Keppendur eiga fri i dag en á morgun hefst siðan lokahrinan og verður 13. og siðasta umferöin tefld á sunnudaginn. — SG Aðlld Færeyinga að Norðurlandaráði er ekkl llóklð mál: „Það er ekkert llðknara að vera Eriendur Patursson en Anker Jðrgensen” ,,Þaö vantar bara herslumun- inn á, að Færeyingar fái sjálf- stæöaaöiíd að Norðuriandaráði, en auðvitaö er ég óánægður með að málið fæst ekki afgreitt á þessu þingi”, sagði Erlendur Patursson, lögþingsmaður frá Færeyjum, I samtali við VIsi. Tillaga Ankers Jörgensen um sjálfstæða aðild Færeyja og Grænlands að Norðurlandaráöi, verður ekki á dagskrá þingsins að þessu sinni og hefur umfjöllun um hana veriö frestað. Akvörðun þessi var tekin á fundi forsætis- nefndar ráðsins i fyrrakvöld. „Anker Jörgensen segir, að þessi mál'séu flókin i meðförum en i þvi sambandi við ég benda á að við Færeyingar höfum barist fyrir þessari aöild I tiu ár og það hafa fariö fram umræður um það á slðustu þremur Norðurlanda- ráðsþingum, þannig að öllum ætti aö vera oröið nokkuð kunnugt um það. Ég taldi þvl, aö málið væri útrætt og varöandi það hvort þetta sé flókiö vil ég segja, að það er ekki flóknara að vera Færey- ingur en aö vera Dani og ekki heldur flóknara að vera Erlendur Patursson en að vera Anker Jörgensen”, sagði Erlendur. „En aöalatriöiö i sambandi við þetta er, aö Danir skuli nú vera fylgjandi sjálfstæðri aðild okkar að ráöinu og að nú vantar bara herslumuninn á aö svo verði.” — Heldur þú aö hægt verði aö ganga formlega frá þeirri aðild fyrir næsta Norðurlandaráðs- þing? „Það er ómögulegt aö segja um þaö, mín reynsla er nú sú, að það taki sinn tima aö afgreiða mál hér I Norðurlandaráöi. Þetta hefur allt þokast I rétta átt frá þvi að ráðið tók máliö fyrst upp 1977, þaö er bara að vera ákveöinn og eigi að vikja”. — P.M. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.