Vísir - 01.04.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 01.04.1980, Blaðsíða 4
VÍSIR „Viö erum öll fermingarbörn I ár — þaö er fjör” Hægt er að fá fomritin send í póstkröfu Núfáanleg: íslendingabók, Landnámabók Ljósvetninga saga Egils saga Skallagrímssonar Borgfirðinga sögur Eyrbyggja saga Vestfirðinga sögur Grettis saga Eyfirðinga sögur Austfirðinga sögur Brennu-Njáls saga Heimskringla I Heimskringla II Heimskringla III Orkneyinga saga / Eg undirritaður óska eftir aðfá eftirtalin fornrit send í póstkröfu BOKAVERSLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR Austurstræti 18, Reykjavík □ Islendingabók, Landnámabók □ Egils saga Skallagrfmssonar □ Borgfirðinga sögur □ Eyrbyggja saga □ Vestfirðinga sögur □ Grettissaga □ Eyf irðinga sögur □ Ljósvetninga saga □ Austf irðinga sögur □ Brennu-Njálssaga □ Heimskringla I □ Heimskringla 11 □ Heimskringla III □ Orkneyinga saga Verð m. sölusk. 16.700.- 15.100.- 15.100.- 15.100.- 15.100.- 15.100. - 15.100, - 15.100, - 15.100, - 16.700.- 16.700. - 16.700, - 16.700,- 15.100, - Nafn____________________________________ Alls krónur m Heimilisfang____________________________ Hvað segja bau um , lerminguna? „Eg fékk ut- aniandslerð hvort sem var...” Viö fórum á stúfana i góöa MÖrinu. Og vildum fá álit fólks á fermingu og öllu umstanginu kring um þær fyrr og nú. Á vegi okkar varö Kristinn Hallsson óperusöngvari og vildi hann gjarnan tjá sig um þessi mál: „Mér finnst fermingar hafa mikiö gildi. Ég man þegar strákurinn okkar fermdist þá kom hann oft til okkar og spuröi okkur spjörunum úr. Þaö voru svo margar spurningar sem vöknuöu i sambandi viö fermingarundirbúninginn. Það sem mér þykir miöur viö fermingarathöfnina eins og ég hef kynnst henni í dag er að athöfninni er skipt í tvennt og altarisgangan er höfö seinna. Mér finnst aö þetta allt ætti aö fylgjast aö. Ekki gátu allir leyft sér að sleikja sólskiniö heldur þurftu að gegna sinum störfum innan- dyra. 1 Arnarhvoli fundum við Guönýju Magnúsdóttur fulltrúa. Hún sagöi m.a. „Fermingin var okkur kær- komin, trúmál voru meira til umræöu um leið. Annars finnst mér aö krakkamir taki þessu ekki nógu alvarlega i dag. Þau þyrftu aö læra meira utanbókar sálma og ritningarvers. Það væri kannski til að auka trúar- lega þátt fermingarinnar.” t Garöabæ hittum viö fyrir ungan mann sem ekki vildi láta ferma sig fyrir tveimur árum. Við spuröum hann hvort hann héldi aö hann heföi fariö á mis viö eitthvaö. „Ég missti ekki af miklu þótt ég fermdist ekki, ég fékk utan- landsferö hvort sem er” sagði Hilmar Vilhjálmsson okkur: „Mamma og pabbi geröu mér það ljóst i upphafi aö hvort sem ég fermdist eöa ekki fengi ég utanlandsferð. Ástæðan fyrir þvi aö ég fermdist ekki er sú að ég trúi ekki á Guö. Krakkarnir ættuaö hugsa sigbetur um áður en þeir ákveða aö fermast. Mér fannst bara gott að losna við fermingartimana, gott að fá fri þegar hin þurftu að lesa. Slöan finnst mér aö fermingarnar ættu aö bjóöast okkur þegar við veröum eldri en 13 ára.” í þann mund sem Visismenn voru aö þakka Hilmari fyrir spjalliö kom til okkar ungur maöur úr hópi 7. bekkinga og spuröi hvort viö værum að fjalla um ferminguna. Þegar við játtum því sagði hann að þá væri upplagt aö taka mynd af heilum bekk fermingabarna sem munu fermast næstu daga. Og það samþykktum við ein- róma. „Mér finnst fermingar hafa mikiö gildi” sagöi Kristinn Hallsson óperusöngvari. Guöný Magnúsdóttir fulltrúi: „Fermingin var okkur kærkomin”. „Ég missti ekki af miklu þótt ég fermdist ekki” sagöi Hilmar Vil- hjálmsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.