Vísir - 01.04.1980, Blaðsíða 7

Vísir - 01.04.1980, Blaðsíða 7
7 vísm „Þetta yngip oKkur udd - viðial við Guðrúnu Sæmundsdöttur „Við lærðum Helgakver og ég á það ennþá. Viö lærðum mikið ut- anað — sérstaklega sálma. Það var nú ekki svo erfitt. Ég kann þá flesta utanað ennþá”. Þannig sagðist Guðrúnu Sæmundsdóttur frá. „Hjá fósturforeldrum minum voru reglulegir húslestrar og kirkjugöngur alltaf þegar messað var. Það er auðvitað stundum erfitt að vera stillt en þetta varð að vana. Ég hélt áfram að sækja kirkju meðan ég átti heima á Stokkseyri. Þetta breyttist töluvert eftir að við fluttum til Reykjavikur. Hér fer ég ekki eins oft i kirkju en ég hlusta gjarnan á messur i útvarp- inu”. Var fermingin mikill atburjijur? „Já, fermingin var mikill áfangi, timamót. Nú varð að bera fulla ábyrgð á orðum og gjörðum. Það hefur nú gengið allavega. — En það er ekki fósturforeldrum m'Inum blessuðum að kenna þótt mér kunni aö hafa orðið fóta- skortur á tungunni. Nú varð að haga sér eins og fullorðið fólk. Bernskan var að baki. Ég fór að vinna fyrir mér hjá öðrum. Nú tók alvara við. Fermingin var al- vörustund. Við tókum þetta al- varlega”. Var þetta erfiður dag- ur? „Þetta var i einlægni gert — án hiks eða efasemda. Gjafir voru hóflegar en ég fékk falleg föt, sem mér þótti vænt um. Svo fekk ég peninga en ekki neinar stórar gjafir. Veislan var látlaus en há- tið var á heimilinu, fögnuður en alvara. Skömmu seinna var svo altarisganga i kirkjunni að kvöld- lagi. Þetta rifjaöist allt svo vel upp I haust þegar við fórum aftur til altaris saman”. Hafið þið komið svona saman áöur? „Nei, en við gáfum bikara til kirkjunnar”. Hvaða áhrif hefur þetta haft á ykkur siðar? „Það var mikið gaman og við vorum reglulega hamingjusöm. Við hittumst oftar eftir þetta. Það endurnýjast gömul kynni. Þetta yngir okkur upp”, sagði Guörún og lyftist öll upp og lagöi mikla áherslu á að fá að koma á framfæri þökkum til prestsins, organistans og allra Stokkseyr- inga, sem tóku svo vel á móti fermingarbörnunum frá árinu 1923 og samferöafólkinu. Altarisganga hjá sr. Valgeiri Astráössyni. Veggkorktafla kr. 6.900 TuiumdiHduunmi m. * Hornhillur Ármúla 1A Simi 86112 Húsgagna- og heimilisdeild stærri kr. 10.800- minni kr. 7.200 — Segulband fyrir rafhlöður. Innbyggöur hljóðnemi. Verð kr. 54.560.- Utvarpstæki LB og MB Aðeins fyrir rafhlöður. Verð kr. 14.217,- Sambyggt útvarp og segulband, fyrir rafhlöðu og rafmagn. LB, MB og FM. Innbyggður hljóðnemi. Verð kr. 134.704.- Hárblósari — 400 Wv Verð kr. 23.323,- Segulband fyrir bæði rafhlööur og rafmagn. Innbyggður hljóðnemi. Verð kr. 62.240.- Rakvél með 2, 12 blaða hnífum Verð kr. 48.231.- Plötuspilari með innbyggðum magnara. Hótalarar fylgja. Verð kr. 120.215.- Morgunhani með LM, MB og FM. Gengur alveg hljóðlaust. Verð kr. 37.780.- HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 — SÆTUN 8 - 15655 Útvarpstæki LB MB og FM. Bæði fyrir rafhlöður og rafmagn. Verð kr. 36.336.- Hárburstasett meö 4 fylgihlutum. 800 W. Verð kr. 33.596.-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.