Vísir - 11.04.1980, Page 1

Vísir - 11.04.1980, Page 1
S]ávarútvegsraöherra mun stöðva þorskveiðar 1. maí frá stykkishúlmi til Veslmannaeyja: ■ „MISMUNUN SEM STENST! EKKI SAMKVÆMT LðGUM 'i L „Það er ekki búið að ganga endanlega frá þessu, en ég reikna með að niðurstaðan verði sú, að þorskveiðar verði stöðv- aöar 1. mai á svæöinu frá Stykkishólmi til Vestmanna- eyja, en ákvörðun um aðra landshluta verði látin ráðast af aflabrögðum, það sem eftir er mánaðarins”, sagði Stein- grímur Hermannsson, sjávar- útvegsráðherra, i samtali við Visi I morgun. Steingrlmur sagöist hafa talið - segir Kristján Ragnarsson vafasamt aö loka samtimis á allt landið, þó aö aflinn væri kominn fram úr viðmiðunar- mörkunum, þar sem aflaaukn- ingin væri eingöngu á svæöinu frá Stykkishólmi til Vestmanna- eyja. Aörir landshlutar heföu ekki enn náð sama afla og i fyrra og þvi yrðu aðrar reglur að gilda fyrir þá. Að sögn Steingrims er óhjá- kvæmilegt að breyta þeim aö- feröum, sem nú tiðkast við veiðitakmarkanir og hefurhann farið fram á það viö þingflokk- ana, að þeir tilnefni fulltrúa I nefnd, sem skila á tillögum um hvernig þessum málum skuli háttað á næstu vertiö. ,,Ef um stöövun þorskveiða á að vera að ræöa, verður eitt yfir alla að ganga og ég er þvi alger- lega andvigur þessum aðgerð- um ráöherra”, sagði Öskar Vig- fússon, forseti Sjómannasam- bands íslands, þegar Visir spurði hann álits á ákvörðun ráðherra. „Ég hélt satt að segja, að ráö- herra hefði tekiö skoðanir okk- ar til greina, þannig að þetta kemur mér mjög á óvart”, sagði Óskar. „Það er ótækt aö mismuna sjómönnum og Utgerðarmönn- um á þennan hátt og stenst ekki samkvæmt lögum”, sagöi Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri LIO. „Það eru engar sllkar aðgerð- ir heimilar og ég trúi þvi ekki, að þær veröi aö veruleika”, sagði Kristján. Brutust inn í 4 fyrirtæki Brotnar voru upp huröir á fjór- um fyrirtækjum I Borgartúni 29 I nótt. Dyraumbúnaöur er nokkuö illa farinn, en engu viröist hafa veriö stolið. Þau fyrirtæki, sem brotist var inn i, eru Lögfræöiskrifstofa Stefáns Hirst, E.S. Teiknistofan, Tölvuskólinn og Reykvisk endur- trygging. —H.S. Trimmiö er góð heilsubót sem allir geta stundað án nokkurs tilkostnaðar. (Visism. JA). Hættir eftir 37 ára starf „Það er rétt, ég er búinn að segja upp enda hef ég unnið viö útvarpiö I 37 ár og er búinn aö skila minu starfi”, sagöi Siguröur Sigurösson, varafréttastjóri hljóövarpsins. „Samkvæmt gömlu 95 ára regl- unni hefði ég getað komist á eftir- laun I fyrra, en ég varö sextugur I janúar”. Sigurður sagöist ætla aö slappa af til að byrja með, hægja aöeins feröina, en hann hefði áhuga á að starfa áfram við stofnunina aö einhverju leyti, sem lausamaður, ef um semdist. ,,Ég er I öllu falli allt of ungur til að leggjast i körina”, sagði Sigurður. Sigurður hættir 1. ágúst hjá út- varpinu. —ATA Siguröur Sigurösson FIDE VILL ÞRJflR MILLJÚNIR ISTYRK FRÁ REYKJAVIKURBORG Alþjóöaskáksambandiö hefur fariö þess á leit viö borgarráö, aö Reykjavikurborg veiti samband- inu fjárstyrk aö upphæö 3 milljón- ir króna til reksturs skrifstofu FIDE á tslandi. Máliö var tekið upp á fundi borgarráös 2. april slðastliðinn, en hlaut þá ekki afgreiðslu. Reiknað er meö að endanleg á- kvöröun verði tekin á fundi borgarráös næstkomandi þriöju- dag. „Þetta mál verður aö skoðast i ljósi þess, að Friðrik ólafsson, forseti FIDE, hefur um skeið verið á hálfum kennaralaunum hjá borginni, og ef til þessarar styrkveitingar kemur, falla þær launagreiðslur jiiður”, sagði Björgvin Guðmundsson, borgar- ráösmaður, I samtali við VIsi I morgun. Aö sögn Björgvins hafa þær raddir komiö upp innan borgar- ráös, að það kunni að vera óeöli- »legt aö Reykjavikurborg styrki alþjóöleg samtök á borö viö FIDE og að ekki væru fordæmi fyrir sliku. Albert Guömundsson mun hafa látið þessa skoöun I ljós og jafnframtbentá þá hættu, sem er þvi samfara að skapa slikt for- dæmi. Þess má geta að FIDE fær 19,3 milljónir króna I styrk úr rikis- sjóði á þessu ári. —P.M.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.