Vísir - 11.04.1980, Blaðsíða 2
2
vísm
Föstudagur IX. aprll 1980
tJtvarp Reykjavík
hyggst hefja stereóút-
sendingar á dagskrá
sinni i árslok. — Telur
þú að það verði til mik-
illa bóta?
Páll ólafsson, kennari:
Já, eflaust og þá sérstaklega upp
á tónlistina.
Hallgrimur Sæmundsson, yfir-
kennari:
Já, þaö vona ég fastlega. Maöur
hefur oft meiri áhuga á að spila
plötur, af þvi útvarpið getur ekki
sent út i stereó.
Áslaug Grétarsdöttir, hjúkrunar-
kona:
Abyggilega, ég er fylgjandi öllum
framförum.
Jósafat Sigurðsson, fisksaii á
Siglufirði:
Ég er ekki dómbær á þetta mál,
ég held samt að það verði til
nokkurra bóta — það er ekkert að
marka mig ég er oröinn svo gam-
all.
Rúni Busi, eilifðarstúdent i M.H.:
Égtelþað „selvfölgelig” til feiki-
lega mikilla úrbóta fyrir allan
landslýö, hvort heldur það er....
Æ. skrifaðu bara eitthvaö fyrir
mig.
Selnes er eign tsskips hf. og er þetta stærsta skip flotans, 3.645 brúttólestir að stærð.
VIKURINN GETUR FÆRT
OKKUR ÓFÁA MILLJARDA
Flutningaskipið Selnes, stærsta skip islenska
flotans, hefur að undanförnulestað vikur i Sunda-
höfn i Reykjavik. Þessir flutningar eru á vegum
N BM Vallá og fer vikurinn til Danmerkur.
„Skipið er i flutningum fyrir Járnblendifélagið
á Grundartanga, en kom hingað til Reykjavikur
til að taka vikur frá Hekluhafi svokölluðu fyrir
Steypustöðina og flytja hann yfir til Álaborgar.
| Selnes lestaði 6650 rúmmetrum af vikri, sem er
i| eins mikið og skipið getur tekið’’, sagði Viglundur
Þorsteinsson forstjóri steypustöðvarinnar BM
I Vallá hf. i samtali við Visi.
Hvaö fáið þiö fyrir tonnið af
vikri?
„Viö fáum eitthvaö rúmlega
40 dollara fyrir tonniö, sem eru
svona um 17.000 islenskar krón-
ur.
Við byrjuöum vikurútflutning
áriö 1978 og höfum aöallega flutt
vikurinn út til Danmerkur, Svi-
þjóðar og Noregs, en þar höfum
við fasta viöskiptavini”, sagði
Viglundur. „Vikurútflutningur-
inn er I haröri samkeppni. Viö
erum ekki þeir einu sem hafa
vikur. Helstu keppinautar okkar
eru Italir, Grikkir og Portúgal-
ir”.
Er mikil eftirspurn eftir
vikri?
„Já, það er mikil eftirspurn
eftir vikri á réttu verði, en okk-
ar vikur er töluvert dýrari en
vikur frá Italiu, Grikklandi og
Asóreyjum. Vikurinn okkar er
langt upp I landi og það er dýrt
að koma honum til hafnar. Það
er þvi ekki hægt aö lækka þenn-
an kostnaö nema fá eldgos ein-
hvers staöar á ströndinni.
Vikurinn sem við flyt jum út er
eingöngu notaöur I skorsteins-
einingar. Þessi vikur okkar
hefur betri gæði en vlöa annars
staðar og I vissa framleiöslu
hentar hann betur. Þaö er þvl
réttlætanlegt, aö hærra verö sé
borgað fyrir hann. En á heims-
markaðnum erum við ekki sam-
keppnisfærir. — Meiningin er nú
samt aö flutningaskipiö Selnes
fari nokkrar ferðir út i ár með
vikur fyrir okkur”, sagði Vig-
lundur.
—H.S.
Vikrinum dælt um borð I skipið. (Vísism. BG.).
Fyrsta ralí-cross keppnl
sumarslns veröur á morpun
A morgun kl. 14.00 gengst Bif-
reiðaiþróttaklúbbur Reykjavik-
ur fyrir fyrstu rali-cross
keppni sumarsins. Siðastliðið
sumar hélt klúbburinn fimm
keppnir af þessu tagi við frá-
bærar undirtektir áhugamanna
um bifreiðaiþróttir, og má nú
segja að rall-cross hafi unnið
sinn sess meðal hefðbundinna
keppnisgreina bifreiðaiþrótta
hér á landi. Rall-cross raenn
sátu ekki auðum höndum 1 vet-
ur, frekar en aðrir bifreiða-
áhugamenn, þeir kepptu tvisvar
I svokölluðu is-crossi á Leirtjörn
viö tHfarsfell, viö góðar undir-
tektir. Ástæðan fyrir þvi hve
rall-cross nýtur mikilla vin-
sælda áhorfenda er væntanlega
hversu auðvelt er aö fylgjast
meö keppninni, áhorfandinn
hefur yfirsýn yfir alla brautina
meðan keppni fer fram.
Rall-cross er eins konar
kappakstur á lokaöri, hringlaga
braut og meö hólum og beygjum
I brautinni er reynt aö draga úr
hraðanum, auk þess sem akst-
urinn veröur erfiðari og meira
reynir á hæfni ökumannsins.
Brautin sem nú er keppt á er
860 m löng og fara fjórir bllar I
brautina I senn. Eknir eru fimm
hringir og komast tveir fyrstu
bilarnlr i úrslitariðla. Bilar þeir
sem keppt er á I rall-cross eru
óskráðir og er búið að breyta
þeim eftir ákveðnum reglum.
Oryggiskröfur eru mjög strang-
ar, m.a. öryggisbúr, 4 p. belti,
hjálmar, andlitshlifar og eld-
fastur búningur. Meöfram
brautinni eru slökkvitæki með
ákveönu millibili og menn þar
hjá, sem með sérstökum merkj-
um geta stöövað keppnina ef
þörf krefur. Þaö sýndi sig slö-
astliðið sumar, að þessi ör-
yggisbúnaður er ekki út I bláinn,
þvl þrátt fyrir pústra og veltur
hlaut enginn ökumaður skrámu
I keppni.
Bifreiðaiþróttaklúbbur
Reykjavlkur mun á þessu sumri
halda fimm til sex rall-cross
keppnir, og óskar klúbburinn
keppendum og áhorfendum
góðrar skemmtunar.