Vísir - 11.04.1980, Side 3
vísnt
Föstudagur 11. april 1980
Símaeinokun Ericson á enfla:
NU ERU KEYPT
MUN ÖDÝRARI
SÍMTÓL
„Viö höfum undanfarin ár gert
verðsamanburð á ýmsum gerð-
um talfæra og tilboð L.M.Ericson
hafa verið hagstæðust til þessa”,
sagði Þorvaröur Jónsson, yfir-
verkfræðingur hjá Pósti og sima.
„Að visu var nokkuð matsatriði
i fyrra hvort við ættum aö taka
tilboði frá Siemens eða Ericson,
en þeir síðartöldu buöu nýja gerð
talfæra. Viö völdum Ericson enda
verðmunurinn ekki mikill og eru
tækin að koma á markaðinn þessa
dagana. 1 ár var tilboð Siemens
hins vegar lang hagstæðast, og
þvi keyptum við frá Siemens”.
— ATA
Póstur og simi hefur
gert samning um kaup á
fimm þúsund talfærum
frá Siemens, en i 40 ár
hefur Póstur og simi
ekki lagt inn stórar
pantanir á simum hjá
öðrum fyrirtækjum en
L.M.Ericson. Verðtil-
boð þýska fyrirtækisins
reyndist hagstæðast,
verðið var aðeins um
56% af verði þvi sem
L.M.Ericson bauð.
Siemens-slmar, af sömu gerð og Póstur og slmi hefur nú pantað, eru til
I nokkrum mæii á landinu nú þegar. Þeir eru meðal annars notaðir I
Landsbankanum I Austurstræti. A myndinni er Anna ólafsdóttir,
bankaritari, með einn slikan. — (Visismynd: JA)
„Jú, það er rétt að það á að
loka frystihúsinu 1. april 1981.
Þetta hefur verið mikið rætt að
undanförnu og þessi lokun hefur
ávallt verið yfirvofandi, en nú
er semsagt búið að dagsetja
ákvörðunina um að rifa húsið”,
sagði ólafur Gunnarsson verk-
stjóri Sænsk-islenska frysti-
hússins við Ingólfsstræti.
„Ætlunin er aö Seölabankinn
byggi á lóðinni, en húsiö er i
eigu Reykjavlkurborgar. —
Frystihúsið var reist árið 1927
og er þvi dálitið illa farið, en þaö
er ein ástæða’.i fyrir þvi aö rifa á
húsið. Hin ástæðan, sem er
kannski enn veigameiri, er sú
að Seölabankinn er aö byggja.
Ekki er '.iægt að byggja hús á lóö
þar se.n annaö hús er fyrir”,
sagði Ólafur.
óiafur Gunnarsson, verkstjóri
„Starfsmenn frystihússins
eru 4 til 5 aö jafnaði, nema á
haustin, þá fjölgum við aðeins
starfsmönnum. — Það er
náttúrulega ekki gott að vita
hvað verður um starfsfólkið.
Einhverja vinnu veröur það að
fá i staöinn. — Helsta starfsemi
frystihússins hefur veriö Is-
framleiösla, en hún hefur
minnkað mjög mikið þar sem
togararnir eru komnir með
isvélar. Aöalstarfsemin hérna
nú er geymsla á frosinni mat-
vöru, fyrirverelanir, sláturhús,
mötuneyti, hótel, fisksala og
ýmis önnur fyrirtæki”, sagði
ólafur.
— H.S.
Harmar
hægagang
Sambandsstjórnarfundur
Alþýöusambands Vesturlands,
sem haldinn var á Stykkishólmi
nýlega, harmaöi aö ekki skyldi
betur ganga að ieiðrétta kjör
launafólks I landinu. Taldi fund-
urinn, að ekki væri mikiu iengur
hægt að una við óbreytt ástand.
Stjórnin minnti á, að kröfur
heildarsamtakanna miðuðust
fyrst og fremst við að ná fram
bættum kjörum til handa þeim
sem lægst laun hafa. Það mætti
gera með öðrum hætti en einungis
með beinum krónutöluhækkun-
um, þvi það er kaupmátturinn
sem skiptir máli.
Kaupmenn
mðimæia
Fundur i fulltrúaráði Kaup-
mannasamtaka Is'lands, haldinn
9. april 1980, mótmælir harðlega
siaukinni skattheimtu hins opin-
bera, nú siöast með hækkun sölu-
skatts.
Fundarmenn telja að hagræði i
rikisbúskap sé brýnt, nú þegar sé
gengið á ystu nöf i skattheimtu.
FJÖLVA ÚTGÁFA
Klapparstig 16 U Sími 2-66-59
Göfugustu fermingargjafirnar
Listaverkabækur sameina fegurð og menningargildi
Fjölvi hefur mikið úval islenskra listaverkabóka
-¥- Stóra alheimslistasagan í 3 bindum og gjafaöskju
+ Nútimalistasagan í einu stóru bindi
Ævisaga Leonardós da Vinci
4- Ævisaga Rembrandts
4- Ævisaga Goya
Ævisaga Manets
4- Ævisaga Van Goghs
4- Ævisaga Matisses
4- Ævisaga Duchamps, brautryðjanda nútímalistar
Bækur og ritraðir eru varanlegar fermingargjafir.
En listaverkabækur Fjölva eru i sérflokki, þar sem þegar
er sýnt, að þær munu vaxa mjög i verði, er timar liða