Vísir - 11.04.1980, Qupperneq 22

Vísir - 11.04.1980, Qupperneq 22
vísm .Föstudagur 11. aprll 1980 |Úr pokahorninu Póstpoki yfirmannanna Flugleiöir buöu tveimur af yfirmönnum póstþjónustunnar 1 Reykjavik til London ekki alls fyrir löngu. Var þaö gert I fram- haldiaf blaöaskrifum er uröu dt af þvi aö póstur sem öllu jöfnu á aö njóta forgangs I flutningi, var skiiinn eftir á flugvöllum er- lendis. Ytra var þeim Árna Þór og Siguröi sýnt hvernig gengiö væri frá póstinum, aiveg frá þvf aö hann barst inn á pósthús og þangaö til hann var fluttur út f flugvélar Flugleiöa á Heathrowflugvelli. Þar sem þeir félagar voru staddir úti á Heathrow og virtu fyrir sér póstinn sem átti aö fara tii islands, datt þeim þaö snjallræöi I hug aö rita nöfn sfn á merkimiöa eins pokans. Siöan var flogiö meö þá heim og þeir félagar komu skömmu seinna. Þegar heim var komiö spuröu þeir Árni og Siguröur sam- starfsmenn sina hjá póstinum hvort þeir heföu ekki fengiö kveöjuna, en enginn kannaöist viö þaö. Nokkru seinna kom I Ijos aö af einhverjum undarleg- um ástæöum haföi hinn áritaöi poki veriö skilinn eftir úti 1 Bret- landi. Töluöu gárungarnir um aö ekki heföi för þeirra oröiö til aö flýta fyrir póstinum... Ragnhildur Helgadóttir. Ragnhiidur á spítala Ragnhildur Helgadóttir fyrrv. alþingismaöur var eins og kunnugt er nýlega I heimsókn f Bandarikjunum. Skömmu eftir aö hún kom heimog fór aö sinna húsverkum stóö til aö skipta um gluggatjöld. Þurfti hún aö standa upp á stól og vildi þá svo slysaiega til aö hún hrasaöi til og skall á gólfiö meö þeim af- leiöingum aö tveir hryggjaiiöir brotnuöu. Ragnhildur liggur nú rdmföst á Borgarspitalanum Fogeti borinn út? Illa hefur gengiö aö finna hús- næöi fyrir embætti borgar- fógeta, en langt er siöan Spari- sjóöur Reykjavíkur sagöi em- bættinu upp þvi plássi sem þaö hefur hjá Sparisjóönum. Sagt er aö Jón G. Tómasson, stjórnarformaöur Sparisjóös- ins, hafi ioks gengiö upp I dóms- málaráöuneytiö og hótaö lít- buröi á embætti fógetans. Þeir i ráöuneytinu kipptu sér litt upp viö þetta og sögöu aö þaö væri borgarfógetinn sem lögum sam- kvæmt ætti aö kveöa upp úr- skurö I svona málum. Jón á þá aö hafa hótaö þvi aö fá skipaöan setudómara i máliö til aö losna viö fógetaskrifstof- urnar. Pétur Sveinbjarnarson Kosningastjðri fyrir Aibert Albert Guömundsson er um þessar mundir aö hefja skipu- iega kosningabaráttu. Skrif- stofa hans veröur i hinni nýju byggingu viö Lækjartorg, og formaöur kosningastjórnar eöa stuöninga mannanefndar er Steingrimur: Nýtt skuttogara- flóö. Steingrímur og nýju togararnir Steingrfmur Hermannsson, sjávarútvegsráöherra mun nú eiga úr vöndu aö ráöa varöandi togaraúthlutun, eftir aö hann breytti reglunum um lánveit- ingar fiskveiöasjóös til kaupa á nýjum fiskiskipum. órólegir útgeröarmenn á öil- um iandshornum eru sagöir liggja i honum meö aö liöka tii fyrir kaupum á nýjum skut- togurum og margir, sem höföu hugsaö sér aö láta smlöa slfk skip hér innanlands eru sagöir ætla aö kaupa skuttogara er- lendis frá i þess staö. Má þvi búast viö aö enn fjölgi nýjum skuttogurum á næstu mánuöum. Þíngmenn vildu ekki ráð Tómasar Tómas Sveinsson, formaöur Félags isienskra bifreiöaeig- enda ritaöi alþingismönnum opiö bréf I Vfsi fyrir hálfum mánuöi þar sem hann fjallaöi um skattheimtu hins opinbera af bifreiöaeigendum og ástand vegamálanna. Þar kom hann á framfæri þeirri hugmynd, aö sá lúxus- skattur, sem nefndur er Inn- flutningsgjald á bifreiöar yröi látinn renna beint tii vegasjóös. Á móti kvaöst hann hafa tillögu um þaö, hvar hægt væri aö draga saman seglin I bákninu um samsvarandi upphæö, tii þess aö ekki þyrfti á nýrri skatt- lagningu aö haida. Bauö Tómas alþingismönnum aö hringja i sig til þess aö fá þessar tillögur ef þeir heföu áhuga á. Þaö er gott dæmi um áhuga ■ leysi þingmannanna 60 á niöur- skuröi báknsins, aö enginn hef- ur hringt I Tómas. Indriöi G. Þorsteinsson. Sagan segir hinsvegar aö Pétur Svein- bjarnarson veröi kosningastjóri Alberts, svo þaö má búast viö mikiili leiftursókn úr þeirra röö- um. Rækjubvottur hjá K. Jónsson Kristján Jónsson eigandi K. Jónsson á Akureyri er þessa dagana aö hefja stórþvott ásamt starfsliöi sfnu. Þaö er ekki húsnæöiö, sem á aö þvo heldur rækjan, sem seld var frá fyrirtækinu til Þýska- lands og var þar hafnaö. Nú veröa dósirnar, sem komnareru heim, skornar upp, rækjan tekin úr þeim og þvegin, og sósunni kastaö. Svo er ætlun- in aö setja gömlu rækjuna f nýjar dósir, meö nýrri sósu og sjóöa hana niöur i annaö sinn. Margir undrast eflaust þessa fyrirhöfn og þann kostnaö sem þessu er samfara. Heföi ekki veriö ódýrara og hagkvæmara aö henda gömlu rækjunni út f Þýskalandi og sjóöa hreinlega niöur nýja rækju eftir nýju for- múiunum fyrir Þjóöverjana? Flutningskostnaöur og endur- vinnslukostnaöur hefur ekki fengist uppgefinn i sambandi viö þetta mái, en grunur leikur á aö kaup á nýrri rækju heföu oröiö mun ódýrari en flutn- ingurinn á gömiu rækjunni heim aftur. En þaö er nú svo margt skrýtiö i sambandi viö fslensk lagmetismál. Kristján: Er aö endurvinna Þýskala ndsrækjuna. Heyrnarlaus á vinstra Fyrir skömmu var hér á ferö f boöi félags frjálshyggjumanna hagfræðingurinn og heimspek- ingurinn Hayek, en hann hefur um áratugaskeiö veriö einn helsli málsvari og boöberi markaöslögmála og frjáls- hyggju og aö sama skapi mikill andstæöingur sosialisma. Hayek er heyrnarlaus á vinstra eyra og aöspuröur um hvaö vaidi, hefur hann svar á reiöum höndum i gamansömum tón: Ég er búinn aö heyra svo mikiö af viliukenningum frá vinstri, aö eyraö er oröiö ónæmt. Telex ráðu- neytís tyrir Ikarusmenn Miklar deilur hafa staöiö i borgarstjórn Reykjavfkur al undanförnu um fyrirhugut strætisvagnakaup. Deilt er um hvort kaupa skuÚ nýja vagna frá Volvo I Sviþjóö eöa Ikarus Ungverjalandi. Sagt er af stuöningsmönnum Volvo aö ráöabruggiö um vagnakaupin frá Ungverjaland séu af pólitiskum toga spunnin Sii saga gengur nú fjöllunum hærra, aö svo langt hafi þeir Ál þýöubandalagsmenn gengiö aö þeir hafi fengið einn sinna manna, sem starfar i viöskipta ráöuneytinu til aö nota telex ráöuneytisins i þágu væntan legra viöskipta viö Ikarus Þessari pólitfsku misnotkun innan ráöuneytisins hefur ekk veriö alltof vel tekiö af ráöa mönnum þar. Ragnar: Óhress meö formann- inn. „Vitiaus formaður” Spenna varö á aðalfundi Starfsmannafélags rfkisstofn- ana á dögunum á milli Einars Ólafssonar, sem endurkjörinn var formaöur félagsins, og Ragnars Stefánssonar, jarö- skjálftafræðings og leiötoga Fylkingar byitingarsinnaöra kommdnista. Ragnari þótti hægt ganga baráttan fyrir bættum kjörum og hvatti til ódeigari framgöngu i þvf efni, en formaöurinn taldi ýmis tormerki á þvi aö efnt yröi til verkfailsátaka i skyndi. Ræöa formannsins fór mjög fyrir brjóstiö á Ragnari, og hélt hann enn i ræöustól og fór mik- inn og kiykkti út meö þessari yfirlýsingu: ,,Ég heid aö þaö sé ljóst, aö viö höfum kosiö okkur vitlausan formann”. Væringar hjá Trygg- ingastofnun Margir sóttu um stööu skrif- stofustjóra Tryggingastofnunar rikisins þegar hún var auglýst iaus og meö umsækjenda voru nokkrir af starfsmönnum stofn- unarinnar. Eftirfarandi saga komst á kreik f vikunni: Ólafur Björgvinsson, sem vann hjá stofnuninni hreppti stööuna. Hann taldi sig þurfa aö stækka skrifstofu sina eftir þessa breytingu en þaö varö ekki gert nema taka i burt kvennaklósett þar viö hliðina. Einn af keppinautum ólafs um stööuna, sem einnig starfar f Tryggingastofnunni, þótti mjög draga úr hæfilegu salernisrými meö þvi aö rýma kvennaklósett- in og kæröi til heilbrigöis- nefndar sem nú hefur máliö til meöferöar. - HHH.I ... \ro.‘;v;<\v 26 Sjónarbopn GlOtt ðrnóifs Arna sonar Má ég sem frómur, litillátur og löghlýöinn borgari, vafalit- iö skattgreiöandi i ofanálag, spyrja: var hann örnólfur aö glotta þegar hann i sjónvarpi um daginn sagöi frá dagskrá fyrirhugaörar listahátiöar eöa var hann bara aö brosa af þvi hann er svo ánægöur meö lif- iö? Sérlega hló örnólfur fram- ani mig þegar hann skýröi frá leikiistarhliö hátiöarinnar og láir honum enginn — þetta var bráösniöugt, þannig.... Þaö kom sumsé f ljós aö viö fáum heimsókn frá nokkrum heimsfrægum listamönnum frá Finniandi sem ætla aö segja okkur hvaö er aö gerast i leikhúslifi heimsins. Viö fáum Lilla Teatren, Vasa Teatren (held ég, nema þaö sé í Sviþjóö) og guö veit hvaöa Teatren. Og svona til aö vera kórónan á kónginum ætla þessir heimsfrægu leikhús- frömuöir aö sýna okkur Hamlet. Mennirnir sem heita Matti, Pekki og ég veit ekki hvaö ætla aö leika Hamlet á þvf tungumáli sem gefur tilefni til nafna eins og Matti og Pekki. Ekki var kyn þó örnólfur væri brosmildur. Ég vissi þaö ekki aö höfuö- borg leikhússins væri nútii- dags i Helsinki, eöa guö veit hvaöa litlu útborg frá Helsinki. Þaö var þvf mjög fróölegt aö frétta þaö loks og efunarlaust tfmi tii kominn. Vfstnokk heyröi ég lika aö örnólfur sagöi von á útileik- flokki frá Spáni, þaö llfgar þó altént upp á miöbæinn, ha? — en þetta meö heimsfrægu list- amennina frá Finnlandi, þaö var aideilis makaiaust. Ekki svo aö skilja aö þaö skipti nokkru einasta máli — en hvaö kom fyrir hinar gömiu leikhúsborgirnar? Þú veist, örnólfur, London, og Njú Jork og Paris og ég veit ekki hverj- ar fleiri. Auövitaö hlutu þær aö vfkja þegar Helsinki tók völdin i sfnar hendur, en af hverju fékkstu ekki Hamlet annars stabar frá, til dæmis frá Englandi? Strákarnir þar eru aö visu fjarri þvi jafn- prógressivir og Matti og Pekki en taia þó fjandakorniö ensku. Og af hverju fekkstu ekki bara eitthvaö annab? Matti og Pekki aö leika Hamlet uppá finnsku meö skandinavisku ivafi — Ææææææ! _ jj

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.