Vísir - 16.04.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 16.04.1980, Blaðsíða 5
Texti: Guö- mundur Pétursson VÍSIR Miðvikudagur 16. aprll 1980 ■ Mish’al prinsessa eöa öllu heldur Suzanne Abou Taled leikkona i hlutverki hennar. sönnur fyrir þvi, aö þetta sé rétta skýringin eöa réttari en hinar, en hana valdi hann fyrir mynd slna, sem ætlar Saudi Araba alveg aö æra. Mikill hluti myndarinnar var tekinn i Egyptalandi með þar- lendúm leikurum I hlutverkum. Hún þykir gefa nokkuö athyglis- veröa en þtí langdregna mynd af vandamálum i karlariki, sem er undir vestrænum áhrifum Bretar i klfpu Ef ekki væri ægimáttur oliunn- ar, hefðu Bretar naumast kippt sér mikiö upp viö mötmæli Saudi Araba. Né heldur Hollendingar. Bretar gátu ekki komið i veg fyrir sýningu myndarinnar, eða treyst- ust ekki til, og ósýnt aö Hollend- ingar geri þaö heldur. Þó var breska stjórnin i' enn óþægilegri aðstöðu en Hollendingar. Bresk kona, Penny Arnot að nafni, hefur verið dæmd til hýð- ingar i Saudi Arabiu fyrir brot á lögum um bann viö áfengisnotk- un. Flestir kannast við, að Kóran inn bannar mUhammeðstrúar- manninum áfengisneyslu, en fáir vita kannski, að þau lög eru einnig látin ganga yfir útlendinga sem staddir eru 1 Saudi Arabiu. Þó hefur þvi ekki mjög strang- lega verið framfylgt, fyrr en Penny Arnot var dæmd. Astæðan mun sú, að yfirvöldum Saudi Ara- biu mun hafa blöskrað veisluhöld Arnothjónanna, sem leiddu til dularfulls dauðsfalls, þegar einn veislugesta féll fram af svölum i Ibúð þeirra. Hefur jafnvel kvisast, að fleiri vimugjafar hafi verið hafðir um hönd i veisl- unni, en ekkihefur þaö verið stað- fest. í Bretlandi mega menn naum- ast tilþess hugsa að breskur þegn —og það kona — verði leidd undir vönd böðulsins, og er mjög lagt að bresku stjórninni að bjarga kon- unni frá þessum örlögum. Við- ræður hafa ekki leitt til neinnar niöurstöðu, þegar hingað er kom- ið sögu, en þar sem svo stóð á, birtist myndin „Dauöi prinsessu” á mjög óheppilegum tima fyrir bresk yfirvöld. TRUDEAU VARAR QUEREG VIB AB- SKILNABI Pierre Trudeau, forsætisráö- herraKanada, varaöiiræðu I gær Quebekkinga viö þvi, að þeir mundu lenda utangarðs i sjálf- heldu, ef þeir veittu Rene Levesque, forsætisráöherra Quebec, umboð til þess að semja um sjálfstæði fylkisins. Trudeau flutti ræðu sina I þing- inu I Ottawa I gær stuttu eftir að Levesque tilkynnti I Quebec i gær, að gengiö skyldi til þjóöarat- kvæðis i fylkinu 20. mai um spurninguna, hvort leitað skyldi sjálfstæðis. — Var ræöa Trudeaus sú fyrsta, sem hann flytur gagn- gert um þetta grundvallardeilu- mál Kanada, siöan hann kom aftur til embættis fyrir tveim mánuðum. Levesque hvatti kjósendur i Quebec (4 milljónir), sem flestir eru frönskumælandi, til þess að ljá jáyröi viö tillögunni um sjálf- stæöi Quebecs. Lofaöi hann þvi, aö engin breyting yröi gerö á högum Quebecs vegna IAlgert öngþveiti myndast I Tókió, þegar járnbrautarstarfsmenn fara I verkfall, sem hefur skeð áður, og viö það tækifæri var þessi mynd tekin af fólki, sem beið eftir fari. | Stórt strik í ! samgöngur Tókíó Verkfall opinberra starfs- manna I Japan, sem lamaði al- mannasamgöngur i morgun, virt- ist ætla aö leysast upp tveim stundum eftir aö það byrjaöi. Flestir starfsmenn járnbrauta I einkaeigu játtust inn á 6,72% kauphækkun eftir aðeins 100 minútna verkfall, en upphaflega krafan nam 7,34% hækkun. Það er ekki ljóst, hver áhrif þetta muni hafa á þriggja daga verkfall starfsmanna járnbrauta rikisins, sem sömuleiðis hófst I morgun. I Tókió máttu 18 milljónir manna, sem venjulega ferðast með lestunum til vinnu sinnar, finna sér aðrar samgönguleiðir. Viö það bættust svo 3,5 milljónir manna, sem venjulega fara með strætisvögnum, en þeir stöövuö- ust sömuleiðis I verkfallinu. Var umferðarþunginn ægilegur á göt- um borgarinnar og nágrennis. Trudeau varar Quebeckinga við aðskilnaöi og segir þá eiga á hættu að einangrast. nýrra samninga við Ottawa, öðruvisi en þær yröu bornar undir þjóðaratkvæöi fyrst. Viija Rússa í lið með sér gegn Camp David-sátt málanum Mummar Gaddafi offursta, leiötoga Libýu, hefur veriö falið aö leita meiri hernaðaraöstoöar Sovétrikjanna og pólitlsks stuön- ings til handa herskárri araba- leiötogum, sem vilja grafa undan friðarsamningum Egypta og Israel. Um er aö ræða leiðtoga Libýu, Sýrlands, Suöur Jemen, Alsir og Þjóðfrelsishreyfingar Palestinu- araba, sem hafa nú kunngert, að þeir hyggist snúa sér til Moskvu eftir stuöningi I fjandskap þeirra viö friðarumleitanir þær, sem Bandarikin hafa beitt sér fyrir i austurlöndum nær. Sovétrikin hafa hingaö til ekki dregist inn I andstöðuna við Camp David-sáttmálann, en Sovétmenn hafa staðið I nánum tengslum við ýmsa hatrömmustu andstæðinga hans. Þessir fimm arabisku aðilar kunngerðu I gær I lok ráöstefnu þeirra i Trlpóli.aö þeir ætluðu að koma á fót sameiginlegum her- afla, sem staðsettur skal i Sýr- landi. — Þeir skoruðu á Jórdaniu, að leggja skæruliðum Palestinu- araba lið með þvi aö leyfa þeim að fara I gegnum Jórdaniu i árásarleiöangra á lsrael. Ekkert var sagt um nýjar aö- geröir gegn Egyptalandi fyrir aö hafa snúið baki við arababanda- laginu og rofið samstööuna til þess að semja frið við Israels- menn. Læra náiastungu- aðferðlna Kina hefur nd byrjað námskeið fyrir útlenda iækna i nálar- stungulækningum að undan- gengnum samningum viö Aiþjóða heilbrigðisstofnunina (WHO). Um er aðræða þriggja mánaða námskeið i Nanjing, en iæknarn- ir, sem þaö sækja, koma frá Astraliu, Bretlandi, Kanada, V- Þýskalandi, ttaliu, SUdan, Bandarikjunum og Júgósiavfu. Garler ekki lengur milllðnamæríngur Carter er ekki lengur milijóna- mæringur. Eins og flestir landar hans tapaði hann á verðbóigunni og óvissunni I efnahagsmálum I fyrra. Eignir hans, sem metnar voru til 1.000.910 doliara árið 1978. Carter hefur augsýnilega átt erf- itt meö aö láta enda mætast I verðbólgunni. iækkuðu niður f 893.304 dollara 1979, sem er 10% rýrnun. Þetta kemur fram i upplýsing- um, sem Hvfta húsiö birti um skattskýrslu forsetans. Tekjur hans siðasta ár námu 275.136 dollurum. — 200.000 doll- ara fastaiaun, 50.000 dollara risnaafgangur, sem hann nýtti ekki en greiddi skatt af, 22.670 doliarar f vaxtatekjur og 8.081 dollarar I arð af verðbréfum. Eftir að hafa dregið frá 80.000 doliara tap og flelri frádráttariiði námu skattskyldar tekjur 150.733 dollurum, og greiðir Carter af þvf I skatt og útsvar 78.267 dollara. Jean-Paul Sarlre lálinn Jean-Paul Sartre, elnn áhrifa- mesti hugsuður og rithöfundur Frakka eftir sfðari helmsstyrj- öldina, iést á sjúkrahúsi I gær- kvöldi 74 ára að aldri. Hann var iagöur inn á gjör- gæslu Broussais-sjúkrahússins f Jean-Paul Sartre. Parfs fyrir þrem vikum. veikur I lungum. Þaö reyndist banalegan. Nafn Sartres og heimspeki existentialismans tóku menn sér oröiö samtimis f munn á sjötta áratugnum. Sartre var vinstrisinnaöur og fór ekki dult meö téngsl sin vlð franska kommúnista, en gagn- rýndi þó þá og Sovétstjórnina oft beisklega. Gagnrýndi hann harð- iega innrásirnar i Ungverjaland 1956 og Tékkóslóvakiu 1968. I fyrra snerist hann gegn kommún- istum I Vietnam, sem hann haföi lengi stutt. Aukið smygl í Klna Smygi inn i Kfna mun hafa þrefaldast að umfangi, eftir þvf sem fram kom á ráöstefnu yfir- tollþjóna I Peking f gær, og er þá miðað við samanburö af árinu 1978. Tollþjónustan gifmdi viö 13.400 smygimái f fyrra, en það var 41% meira en árið 1978. — Þá hefur heyrst.aösmygi hafi mjög örvast I Guangdong-héraði, sem liggur að Hong Kong.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.