Vísir - 16.04.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 16.04.1980, Blaðsíða 24
Miðvikudagur 16. apríl 1980 símiiinerðóóll Spásvæöi Veöurstofu Islands eru þessi: 1. Faxaflói, 2. Breiöafjöröur, • 3. Vestfiröir, 4. Noröurland, 5. | Noröausturland, 6. Austfiröir, 7. Suöausturland, 8. Suövest- urland. veðurspá | dagsins i Yfir austanveröu landinu er ; 992 mb. lægöardrag, sem ■ hreyfist austur. Háþrýsti- 11 svæöi yfir Bretlandseyjum og B Skandinaviu. Svalt veröur I I fyrstu en f dag hlýnar dálítiö ‘ vestanlands og siöar á Austur- I landi. Suövesturland til Vestfjaröa: ' NV-kaldi i fyrstu en SV-gola slödegis, smáskúrir eöa l slydduél. Noröurland: NV-stinnings- I kaldi og slydda f fyrstu, ' NV-kaldi og slydduél í dag en 1 V-gola og vföast bjart veöur meö kvöldinu, smáél á miöun- | um. Noröausturland: NV-stinn- | ingskaldi eöa kaldi. en gola og «. dálitil slydduél I dag, V-gola | og léttskýjaö I kvöld og nótt. . Austfiröir, Suöausturland: | NV-stinningskaldi og siöar ■ kaldi og léttskýjaö I dag, 1 V-gola og léttskýjaö I nótt. m veðpið hér ogpar Klukkan sex I morgun: Akureyri alskýjaö 1, Bergen alskýjaö 11, Heisinkiskýjaö 6, Kaupmannahöfn látzþoku- blettir 6, Osló þoka 0, Reykja- vfk alskýjaö 2, Stokkhólmur léttskýjaö 3, Þórshöfn skýjaö 7. Klukkan átján i gær: Aþena léttskýjaö 13, Berlfn heiöskfrt 17, Feneyjar þoku- móöa 13, Frankfurt heiösklrt 21, Nuuk skafrenningur +1, London léttskýjaö 18, Luxem- burgheiöskirt 18, Las Palmas léttskýjaö 19, Mallorca létt- skýjaö 15, Montreal skýjaö 7, Parls skýjaö 15, Bóm þoku- móöa 14, Malaga skýjaö 17, Vfn heiösklrt 13, Winnipeg léttskýjaö 4. Loki seglr Óli Jó sló sér upp meö ólafs- lögum, sem hann samdi i eld- húslnu heima hjá sér. En þingmenn neituöu aö drekka kokkteilinn, sem hann bland- aöi meö Frydenlund I Helsinkl á dögunum. Áhöfninni bjargað um borð í annað skip: SELtfEWISKIP FÚRST NORÐUR AF ÍSLANDI Norska selveiöiskipiö Polar- fangst sendi út neyöarkall um klukkan tvö I nótt, en skipiö var þá aö sökkva um 200 sjómfiur noröur af tslandi. Hjálparbeiöni barst vil varnarliösins, en ann- aö norskt selveiöiskip kom á- höfn Polarfangst, 10-12 manns, til bjargar. Björgunarstööin I Bodö I Norö- ur-Noregi sendi hjálparbeiöni til varnarliösins um klukkan tvö I nótt, þar sem greint var frá neyöarkalli Polarfangst. Leki haföi komiö aö skipinu og þar viö bættist vélarbilun. Skipiö var þá statt 69 gráöur, 26 mlnút- ur norður og 18 gráður og 27 minútur vestur. Varnarliöiö geröi Slysavarna- félaginu aðvart og iét félagiö boöin ganga áfram til Land- helgisgæslunnar og strand- stööva Landsimans. Skömmu sföar tilkynnti loft- skeytastööin á Jan Mayen, aö hún heföi náö sambandi viö tvö norsk selveiðiskip, sem ekki væru langt frá Polarfangst. Slö- an komu þau boö frá Bodö, aö annað skipiö væri komiö á staö- inn og væri aö bjarga 10-12 manna áhöfn Polarfangst. Voru þá allar fyrirhugaöar björgun- araðgeröir afturkallaöar, en þetta gekk allt svo fljótt, aö eng- in björgunarvél var komin I loft- ið. —HS Enginn skyldi kippa sér upp viö þaö, þótt hann rekist á hóp skartbúinna ungmenna I dag, sem fara um götur og syngja. Þaö er nefnilega peysufatadagurinn svokaiiaöi I Verslunarskólanum I dag og þá hafa verslunarskólanemar fyrir siö aö dubba sig upp I föt af afa og ömmu og spranga um bæinn, syngjandi. Þessir giaöbeittu herrramenn eru meöal þeirra. (Vfsism. GVA) f i/, . Hratt landris við Kröflu ,,Landris hefur veriö mun hraö- ara siöan eftir gos en nokkurn tima áöur”, sagöi Guömundur Sigvaldason, jaröfræöingur, I samtali viö VIsi I Reynihlfö I morgun. „Landiö hefur þegar náö 2/3 af þeirri hæö, sem þaö var I fyrir gos”, sagöi Guömundur. „Þaö er sama sagan aö endurtaka sig, nema hvaö þetta gerist miklu hraöar núna. Það er erfitt aö segja til um hvenær landið hefur náö fullri hæö, en meö sömu þróun veröur þaö I næsta mán- uöi”. G.S. Sampykkt horgarráðs: Kaupa 20 VOlVO 09 3-5 ikarus Hin umdeildu strætisvagna- kaup komu fyrir borgarráö i gær og var þar felld tillaga frá Sigur- jóni Péturssyni um aö ganga aö tilboöi Ikarus, meö fjórum at- kvæöum gegn einu. Þá var borin upp tillaga um kaup á 20 vögnum frá Volvo, sem byggt yröi yfir hjá Nýju bila- smiöjunni og var hún samþykkt meö fjórum atkvæöum, en Sigur- jón sat hjá. Fulltrúar meirihlutaflokkanna báru loks fram tillögu um kaup á 3-5 Ikarus-vögnum og var hún samþykkt. Endanleg afgreiösla málsins fer fram I borgarstjórn. —SG „LIT SVO A M> AGREIN- IN6URINN SÉ LEYSTUR" seglr Eggert Haukdal um deiiurnar innan Slálfstæðisfiokkslns á Suðurlandl „Ég lft svo á, aö meö þessari samþykkt kjördæmisráösins, sé Agreiningurinn um framboösmál- in i Suöurlandskjördæmi leyst- ur”, sagöi Eggert Haukdal, al- þingismaöur, þegar Vfsir spuröi hann álits á niöurstööu aöalfund- ar kjördæmisráös Sjálfstæöis- flokksins, sem haldinn var f Vest- mannaeyjum um siöustu helgi. A fundinum voru samþykktar lagabreytingar f sambandi viö framboösmálin, þannig aö nú þarf listi aö hljóta 3/4 hluta at- kvæöa I kjördæmisráöi til aö skoöast samþykktur, aö öörum kosti skal fara fram prófkjör. Fundurinn samþykkti siöan, aö meö þessum lagabreytingum „hafi sá ágreiningur veriö jafn- aöur, sem reis I kjördæmisráöi vegna framboös viö slöustu Al- þingiskosningar”. Þingflokkur Sjálfstæöisflokks- ins mun taka afstööu til þess I dag hvort Eggert Haukdal skuli veitt innganga I þingflokkinn I kjölfar samþykktar kjördæmisráösins. Þingflokkurinn hefur hingaö til beöiö meö ákvaröanatöku I þeim efnum á þeirri forsendu, aö máliö væri óafgreitt I héraöi. „Eg mun aö sjálfsögöu gangia inn I þingflokkinn, ef til þess kem- ur, enda hefur þaö legiö fyrir allt frá kosningunum”, sagöi Eggert Haukdal. —P.M.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.