Vísir


Vísir - 16.04.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 16.04.1980, Blaðsíða 16
vísm Miðvikudágur 16. aprfl 1980 16 Umsjón: Axel Ammendrup Reykdælir sýna Jðrund Ungmennafélag Reykdæla sýn- ir um þessar mundir hiö vinsæla leikrit Jónasar Arnasonar, „Þið munið hann Jörund", sem sam- kvæmt leikskrá er „ósögulegt leikhúsverk með inyndum, tali, söngvum og dönsum frá liöinni tiö". 23 leikarar koma fram i sýning- unni og fara peir meö 31 hlutverk. Leikstjóri er Walesbúinn Nigel Watson.sem er íslendingum að góöu kunnur. Hann hefur áður sett upp ,„Hamlet" á vegum Há- skóla Islands, „Kaspar" fyrir Þjóðleikhúsið, „Fröken Júlia al- veg óð" meö eigin leikflokki og útvarpsleikritið „Gotcha", sem flutt var i janúar. Mjög góð aðsókn héfur verið að fyrstu fimm sýningunum og eru næstu sýningar fyrirhugaðar á fimmtudagskvöldið og á laugar- dagskvöldið klukkan 21. Sýnt er að Logalandi en miðapantanir eru i gegnum Reykholt. —ATA WBm&rJt ^\S^Mmm Söngtríóiö i uppfærslu Reykdæla á „Þiö muniö hann Jðrund". Þórunn Reykdal leikur Mary, Þórður Stefánsson Johnny og Þorvaldur Jónsson Paddv. Asgeir Lárusson við eina mynda sinna á Mokka. Vfsismynd: GVA Ásgeir Lárusson sýnir ð Mokka: Sýningin unnin upp úr einu keriingabiaði! „Allar myndirnar á þessari sýningu, utan ein, eru unnar upp úr einu þýsku kerlingarblaði", sagði Ásgeir Lárusson, sem sýnir þrettán myndir á AAokkakaffi þessa dag- ana. „Ég tók kerlingarblaðið og skar siðurnar úr þvi og teiknaði svo og málaði inn á þær. Það má segja að þessi still sé sambland af grafik og collage". Þetta er fjórða einkasýning Asgeirs, auk þess sem hann tók þátt i samsýningu á Kjarvals- stöðum árið 1978. Siðast sýndi Asgeir i Galleri Suðurgötu 7 og seldust þá allar myndirnar á sýningunni. Myndirnar á sýningunni á Mokka eru allar til sölu og er verðinu mjög stillt i hóf, kosta flestar 25 þúsund kronur. „Sýningin hefur sérstök eink- unnarorð, og eru þau tilvitnun i Oscar Wiíde: Some do it with a bitter look — some do it with a flattering word". Sýningin mun standa fram yfir næstu mánaöamót. —ATA Meðal gesta við opnunina á laugardaginn voru forsetahjönin, sem sjást hér skoða stærsta verkiö á sýn- ingunni. NORRÆN VEFJALIST AÐ KJARVALSSTÖÐUM Sýningin „Norræn vef ja- list 11." va.r opnuð að Kjar- valsstöðum um helgina. Þetta er í annað sinn sem slík sýning er sett upp hér á landi, fyrri sýningin var einnig að Kjarvalsstöðum, I janúar og febrúar 1977. Sýningin er ávöxtur samstarfs vefara og textilhönnuða & Norð- urlöndunum, en árið 1974 kom fyrst saman vinnuhópur veflist- armanna i Danmörku til þess að leggja drög að umfangsmikilli sýningu sem gæti gefið hugmynd um þaö, sem væri aö gerast I vefj- arlist á Norðurlöndunum. Eftir mikla undirbúningsvinnu var svo fyrsta Norræna vefjarlistsýning- in opnuð i Listasafninu I Alaborg 1976, sem slðan fór um öll Norður- löndin. t upphafi var ákveðið að stefna að þvi að koma upp sllkri sýningu þriðja hvert ár og var önnur sýn- ingin opnuð I Röhsska listiðnað- arsafninu I Gautaborg I fyrra sumar. Þá var sá háttur hafður á að skipuð var dómnefnd I hverju landi, sem valdi siðan verkin á sýninguna. 1 Islensku dómnefnd- inni eru Hrafnhildur Schram, Hörður Agústsson og Magnús Pálsson. 29 islensk verk bárust og voru 8 af þeim valin til sýningar. Sýningin, sem opnuð var i Röhsska I fyrrasumar, hefur nú farið um öll Norðurlöndin og lýk- ur ferðinni hér að Kjarvalsstöð- um. A sýningunni eru 93 listaverk eftir 87 listamenn. Sýningin fyllir báða sali Kjarvalsstaða og alla ganga. Kennir margra grasa á sýningunni, þar á meðal mynd- vefnaður, textilþrykk, batik, Isaumur, rýavefnaður, ofinn skúlptúr og ýmiss blönduð tækni. Undirbúning og uppsetningu að Kjarvalsstöðum önnuðust þær Asgerður Búadóttir, Asrún Krist- jánsdóttir, Guðrún Gunnarsdótt- ir, Ragna Róbertsdóttir og Þor- björg Þórðardóttir. Eva Knardahl í Norræna húslnu Norski pianóleikarinn Eva Knardahl heldur tónleika i Nor- ræna húsinu I kvöld klukkan hálf niu. Eva er meðal bestu pianóleikara Noregs, hlaut meðal annars norsku tóniistargagnrýnenda- verðlaunin árið 1968. Hún hefur farið i tónleikaferðir um Evrópu, Sovétrlkin og Bandarikin, og var fastur einleikari meö Minnea- polis-sinfóniuhljómsveitinni i mörg ár. Eva Knardahl, sem nú er sex- tug að aldri, kom fyrst fram opin- berlega með Filharmonisk Sel- skap, þá aðeins ellefu ára gömul. A tónleikunum I Norræna hús- inu I kvöld leikur Eva norska og sænska tónlist, meðal annars Hol- berg-svftuna eftir Grieg, og pianósónötu opus 7, mesta pianó- verk Griegs. —ATA íslenskir snillingar! „Islenskir snillingar" er fyrir- sögnin á grein I „Sænska dag- blaðinu" um tónleika Manuelu Wiesler og Helgu Ingólfsdóttur fyrr I þessum mánuði. Fer blaðamaðurinn fögrum orðum um snilli Manuelu og Helgu — auk þess sem hann er hrifinn af tónlist þeirra Hjálmars Helga Ragnarssonar og Jóns Þór- arinssonar. 1 greininni segir meftal annars: Það er undarlegt, að lsland, en þar búa næstum engir innflytj- endur, skuli laða til sin svo marga tónlistarmenn frá Austurrlki og' Suöur-Evrópu. Ef til vill eru möguleikarnir & þvl að slá f gegn meiri I litlu þjóðfélagi en fyrir flautuleikra á borð við Manuelu Wiesler ætti aUur heimurinn að liggja opinn. Um Helgu segir blaðamaður- inn: Helga Ingólf sdóttir er frábær semballeikari og hún er greini- lega vön þvi að leika með Manu- elu. Hún er örugg og fljót að hugsa. Þvf miður glamraði I hljóðfæri hennar, en það hafði Helga fengið lánað a sfðustu stundu. Að lokum segir: Það er öruggt að I framtiðinni merkir maður við það hjá sér f almanakinu þegar von er á islenskri tónlist eða is- lenskum tónlistarmönnum. —ATA