Vísir - 17.04.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 17.04.1980, Blaðsíða 4
vtsm Fimmtudagur 17. april 1980 Félagsmálanámskeið --mfc - —t. ao utan lllPPIIllIIpIIpllIIllpllÍllllllllppppIIII Fimleikasamband Islands og kvennanefnd I.S.I. efna til félagsmálanámskeiðs dagana 2,- 4. mai n.k. ef næg þátttaka fæst. Þátttaka til- kynnist til skrifstofu Í.S.I. sími 83377 fyrir 27. apríl. i Einn mes li hugsuður i Kvennadeild I.S.I. og fimleikasamband Is- lands. i Frakka gi snginn lyrir: AUGLYSING Rannsóknarlögregla ríkisins Auðbrekku 61, 200 Kópavogi Hér meðtilkynnist, að frá og með I4.apríl 1980 er aðalstarfstími rannsóknarlögreglu ríkisins frá kl. 08:00 til kl. 16:10 hvern virkan dag. Kópavogi, 16. apríl 1980 Rannsóknarlögreglustjóri ríkisins. Afgreiðslumoður ÓskQSt í bílavarahlutaverslun strax Tilboð með upplýsingum um oldur og fyrri störf og hvor unnið síðost sendist ougld. Visis merkt „Ðílovorohlutir" ÁSKRHT ER AUÐVELD! / Ég óska eftir að gerast áskrifandi að Visi \ i 1 if. Nafn J T Heimilisfang Sími I / Sendu seðilinn til Vísis Síðumúla 8 eða hringdu í síma 86611 og við sjáum um framhaldið. garö Jean-Paul Sartre, I sem andaðist i fyrri- nótt, mótaði upp úr ör- væntingu og auðmýk- ingu Frakka eftir ósig- urinn i siðari heims- styrjöldinni heimspeki, | sem gerði hann að ein- | um af áhrifamestu ' hugsuðum eftirstriðs- | áranna. INafn hans varð sam- nefnari fyrir heimspeki j „extentialista”, sem Ifærði hinni nýju kyn- slóð menntamanna | nýjar vonir. II leikritum sinum, smásögum og ritgeröum boöaöi Sartre, aö Imeiningarleysi heföarinnar væri skref I átt til vonar og til- gangsmeira llfs. — A þeim tlma, Ísem ungt fólk fannst þaö afkró- aö og ráöþrota, predikaöi ISartre, aö út á eitt kæmi viö hverjar kringumstæöur maöur- Iinn liföi, honum væri frjálst aö gefa tilveru sinni gildi. „Maöurinn er til aö svo miklu leyti sem hann er nógur sér. ■ Hann er þvi ekkert annaö en Iheild geröa sinna, ekkert annaö en ævi hans”, skrifaöi Sartre Iáriö 1946. Trúr slnum boöskap um Isjálfsmeövitund fyrir tilstilli hlutdeildar fylkti Sartre sér Iundir byltingarfána öreiganna, en kom þó einatt þeim á óvart, sem reynt höföu aö draga hann i I pólitlskan dilk. Þrátt fyrir • vinstriafstööu slna var Sartre Ieinstaklingssinna og fór oft ein- förum I skoöunum. Samvisku Isina setti hann I æösta dómara- sæti og slna eigin ratvisi aö Ifinna leiöina til þess aö veröa sér nógur. A hátindi vinsælda sinna og frægöar var veist aö honum af * sovéskum gagnrýnanda 1947, Isem sakaöi hann um aö skrifa „prófessora-bull”, og áriö eftir Isetti Páfagaröur bækur hans bannlista. — Þaö gefur nokkuö Itil kynna, hve umdeildur Jean-Paul Sartre var á báöar - hendur. Hann hallaöist lengst af til vinstri og gagnrýndi stefnu stjórnar De Gaulles og Banda- rikjanna. En þrátt fyrir sam- stööuna meö kommúnistum gagnrýndi hann þá oft beisklega og Sovétstjórnina. Hann for- dæmdi innrásina I Ungverja- land 1956 og Tékkóslóvakiu 1968, sem hann stimplaöi „einskæra og ómengaöa yfirgangsstefnu”. Jean-Paul Sartre. Þrátt fyrir uppreisnarkennt hlutverk Sartres, sem æöi oft var I andstööu viö þorra sam- timamanna sinna, voru þaö fá- ir, sem töldu hann ekki verö- skulda viöurkenninguna, þegar sænska akademian veitti honum bókmenntaverölaun Nóbels 1964. — Landar hans sögöu, aö þrátt fyrir allt fylgdi hann hinni sögulegu frönsku hefö aö vera siögæöispostulinn, sem gagn- rýndi þjóöfélagiö. Þaö var dæmigert fyrir Sartre, aö hann neitaöi aö veita Nóbelsverölaununum viötöku, og sagöist ekki vilja láta gera stofnun úr sér. Jean-Paul Sartre fæddist i Paris 21. júni 19051 borgaralega fjölskyldu, en verömætamati hennar átti hann slöar eftir aö hafna. 1 endurminningum (Les Mots) skrifaöi hann meö fyrir- litningu um miöstéttarvenjur æsku hans. Sartre lauk námi I heimspeki viö Ecole Normale Superieure, en þaöan útskrifuöust margir snillingar Frakka. Hann geröist kennari I heimspeki, meöan hann leitaöi sjálfur slns rétta staöar 1 llfinu. Þvi þroskaskeiöi sinu lýsir hann I fyrstu sögu sinni, sem athygli vakti „La Nausee”, en hún kom út 1938. Þegar strlöiö brautst út 1939, gekk Sartre I herinn. Hann var tekinn höndum af Þjóöverjum 1940, en sleppt aftur næsta ár. Til striösloka tók hann þátt i baráttu andspyrnuhreyfingar- innar samtimis því, sem hann hélt áfram kennslu I heimspeki. Um leiö vakti hann athygli á sér sem leikritahöfundur. Fyrsta leikrit hans „Les Mouches” (Flugurnar), sem sett var á sviö 1942 I þýska hernáminu, geröi hann aö hetju I augum franskra menntamanna. Þar færöi hann I nýjan búning grlsku goösögnina um Orestes, sem hefndi morös fööur sins meö þvi aö drepa móöur slna og elskhuga hennar. 1 höndum Sartres fékk þessi harmleikur gildi fyrir and- spyrnuhugsjón Frakka. Nasist- ar viröast hins vegar ekki hafa skiliö hina duldu meiningu leik- ritsins, og komu ekki I veg fyrir aö þaö væri sýnt opinberlega. Eftir frelsun Parisar hætti Sartre aö kenna og sneri sér al- gerlega aö ritstörfum. Lífsföru- nautur hans, stoö og stytta I ell- inni hefur veriö Simone de Beauvoir, ein af frægustu skáld- konum Frakka. Þau hafa bæði veriö mjög félagsfræöilega sinnuö. Bæöi voru eindregnir andstæöingar og gagnrýnendur Alslrstrlösins. 1960 kröföust þau þess aö veröa handtekin og kærö vegna hlutdeildar þeirra I samningu og undirskrift yfirlýs- ingar, sem studdi þá, er neituðu aö gegna herþjónustu. Aðrir undirskrifendur höföu sætt á- kærum. Viö þeirri áskorun var þó ekki oröiö, og hafa Frakkar fyrir satt, aö De Gaulle forseti hafi sagt, þegar lagt var til viö hann, aö Sartre yröi handtek- inn: „Maður dregur ekki Voltaire fyrir rétt”. ■ Sartre var ákafur gagnrýn- | andi hlutdeildar Bandarlkjanna _ I Vletnamstrlöinu og sat I for- sæti „stríösglæparéttarhald- anna”, sem breski heimspek- I ingurinn Bertrand Russell, I gekkst fyrir I Stokkhólmi 1967. I Fordæmdi hann Bandarikin I fyrir brot á alþjóöalögum. 1979 ■ snerist hann svo gegn kommún- | istum Vletnams, sem hann haföi . lengi stutt. 1 einu af þessu fáu ] skiptum, sem hann kom fram opinberlega fram á slöari árum, var þaö til þess aö biöja Vestur- 1 lönd aö veita viötöku fleira | „bátafólki” eins og flóttafólkið I frá Vietnam hefur oft veriö I nefnt. Slöari árin hrakaöi heilsu ■ Sartre mjög. Hann varö hálf- | blindur og ófær um aö lesa eöa , skrifa. Dró hann sig út úr skarkala llfsins og kom mjög sjaldan fram opinberlega. i Síðasta kæran gegn inflíru Dómari I Nýju Dehlí vísaöl fró rétti máli, sem tekiö var gegn Indiru Gandhi og flmm öörum lyrir meinta misnotkun á jeppum þess opinbera til kosningabaráttu Kongressflokksins 1977. Þetta var sföasta máliö, sem eftir var af þeim, er höföuö voru gegn Indiru eftir aö neyöar- óstandsstjórn hennar heföi veriö feiid I kosningunum 1977. Dómarinn sagöi, aö þaö skorti aliar sannanir til þess aö styöja kæruna um misnotkun jeppanna. Frönsku vfnin Bretar voru stærstir kaupendur aö léttum vinum frönskum ó slö- asta ári, og keyptu létt og sterk vin fyrir alls 1,76 milljaröa franka. Forseti útflutningssamtaka franskra vinkaupmanna sagöi á blaöamannafundi I fyrradag, aö vinútflutningur Frakka heföi numiö 11,2 miiljaröa franka á sfö- asta ári, en þaö eru um 3% af öll- um útflutningi Frakklands. Næststærsti viösklptavinurinn var Vestur-Þýskaland, sem keypti frönsk vln fyrir 1,73 mill- jaröa franka. Sá þriöji stærsti var USA, sem keypti fyrir 1,50 mill- jaröa. Asama tlma fiuttu Frakkar inn útlend vln, létt og sterk, fyrir samtals 2,27 milljaröa franka. Hræringar I Elnu Ynglngarráð Siöustu daga hafa sérfræöingar oröi varir jaröhræringa I eldfjall- inu Etnu. Um ieiö hafa sést reykjahnoörar stlga upp úr einum glgnum. 1 september I vetur létu nlu feröamenn lifiö, þegar þessi sami glgur tók aö gjósa hrauni. Aö þessu sinni þykja hræringarnar svo óverulegar, aö óliklega sé gos i vændum. Engu aö siöur er fylgst vandlega meö þeim. Leikkonan Aii MacGraw, fyrr- um eiginkona Steve McQueen, gefur kynsystrum slnum þaö ráö til þess aö halda sér ungum langt fram yfir þrltugsaldurinn, aö binda trúss sitt viö karlmann, sem er langtum yngri en konan sjáif. Hún telur aö þaö sé á viö tlu andlltslyftingar. Ali getur trútt um talaö, þvl aö hún er sjáif fer- tug, en litur út eins og táninga- stelpa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.