Vísir - 18.04.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 18.04.1980, Blaðsíða 22
26 vísrn Föstudagur 18. aprll 1980 Forseta- framboð á móti hernum A einhverjum fundi herstööva- andstæðinga fyrr I vetur mun hafa verið samþykkt aðleitaað forsetaframbjóðenda af hálfu samtakanna. Slðar mun hafa komið fram tillaga um að lýsa yfir stuðningi við ákveðna frambjóðendur, sem þegar hafa tilkynnt framboð sitt. Mun vfst ekki fara milli mála að hvaða frambjóðanda áhuginn beinist fyrst og fremst. Dr. Gunnar G. Schram Gunnar strangur Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða er sagður hafa verið tregur til að mæta á sáttafundi með flugmönnum i vikunni. Dr. Gunnar G. Schram, sátta- semjari I deilunni. erþá sagður hafa tilkynnt Sigurði að hann yrði sóttur ef hann kæmi ekki sjálfviljugur og lét Sigurður þá undan. Magnús Skúlason Auðveld leiö gegnum borgarkerfið Arkitektarnir Magnús Skúla- son og Sigurður Harðarson, sem rekið hafa sameiginlega stofu um tima hafa nú flutt i nýtt og stærra húsnæði. Verkefni munu hafa aukist verulega hjá þeim undanfarna mánuði og umsvif öll, og er skýringin meðal annars sögö sú, að teikningar og skipulags- breytingar eigi mun greiöari gang gegnum borgarkerfið, ef þær séu með stimplum fyrir- tækis þeirra, en unnar af öðrum aðilum. Þess má geta, að Magnús er formaður byggingarnefndar borgarinnar og Sigurður for- maður skipulagsnefndar. Siguröur Haröarson Tómas Arnason, viðskiptaráðherra formaður sendinefndarinnar. Skeyflnu svarað með senúínefnfl Eins og flestum mun kunnugt, voru I siðustu viku undirritaðir samningar um oliukaup frá breska fyrirtækinu BNOC. Þeg- ar búið var að ganga frá öllum atriðum samningsins, sendu bretarnir skeyti til Islands hon- um til staðfestingar og bjuggust við samsvarandi skeyti frá hin- um islensku viðsemjendum sín- um. Mörlandanum þótti hins veg- ar ekki nógu rausnarlega staðið að málum með þvi móti og til- kynnti bretunum að ekkert stað- festingarskeytiyrði sent, heldur kæmiheil sendinefnd frá islandi til að undirrita samninginn. Bretarnir samþykktu þessa tilhögun, en skrýtið þótti þeim, að þar sem eitt litið skeyti átti að duga, þurftu íslendingar að senda einn viðskiptaráðherra, einn ráðuneytisstjóra og þrjá forstjóra oliufélaga til aö undir- rita einn litinn samning. Úr Fellahelli I Breiöholti Breiðhyltlngum geflð gott orð Unglingar I Breiðholti hafa undanfarið lagt áherslu á aö má af þann stimpil, sem ýmsir hafa viljaö koma á Breiöholtið vegna fámennra hópa skemmdar- varga og uppivöösluseggja. Þykir unga fólkinu hart að allir skuli settir á einn bás að þessu leyti sem skiljanlegt er. 1 þessu sambandi hafa ungling- arnir bent á aö fjölmiðlar þurfi aðvekja athygliá þvisem vel er gert f hverfinu, ekki siöur en hinu.sem aflaga fer. Vfsir hefur lagt sitt aö mörkum I þeim efn- um að undanförnu, en nú má bæata þvi við, að nýlega fékk einn skólanna f Breiöholti bréf frá einum skemmtistaðanna f borginni, þar sem nemendum skólans, sem þar höfðu haldiö árshátið sina, var sérstaklega hælt og þeim þakkað fyrir góða umgengni. Kínaferð borg- arstlörnar Meirihluti borgarstjórnar Reykjavfkur á úr vöndu að ráða. Kínverjar hafa boðið 4ja manna sendinefnd til Peking, og af þessum fjórum telur Sjálf- stæðisflokkurinn sig eiga rétt á tveim mönnum. Þar sem meiri- hlutaflokkarnir eru þrir vantar þvi sæti fyrir einn þeirra, og er bitistum sætið. Til greina hefur komið að biðja Kinverja að bjóða 5 f stað 4, en meirihlutinn mun þó vera hikandi að fara fram á slikt, enda kostar það engan smápening, að kosta för til Klna. Boðið inniheidur ekki feröakostnað, heldur aðeins uppihald. Guðrún Hallgrimsdóttir Guðrúntæriðn- tæknistofnun A næstunni mun eiga að skipa nýja stjórn I Iðntæknistofnun ís- lands. Formaður þar hefur ver- iðBragi Hannesson, bankastjóri I Iðnaðarbankanum sem á sfn- um tima var skipaður af þáver- andi iðnaðarráðherra Gunnari Thoroddsen. Nú mun Hjörleifur Guttormsson hafa hug á að skipta um formann og koma „sinum”, að, og er Guðrún Hall- grimsdóttir matvælafræðingur nefnd i þvf sambandi. Guðrún situr nú á þingi sem varaþing- maður Alþýðubandalagsins. Heimdaltur í vinnumiðlun Heimdallur, félagungra sjálf- stæðismanna auglýsti nýlega atvinnumiðlun fyrir skólafólk. Hugmyndin mun vera sú, að hæna þannig ungt fólk að félag- inu, með þvi aðhafa uppi fyrir- greiöslu um atvinnu i sumar. Sagan segir að mikill fjöldi um- sókna eða fyrirspurna hafi bor- ist um atvinnu, en sárafáir at- vinnurekendur eða fyrirtæki hafi óskað eftir vinnukrafti. Ef svo fer, er ekki ólfklegt aö vænt- anlegar vinsældir snúist upp f óánægju. Hðrður fékk neitun Fyrir nokkru fór Hörður Ólafsson hrl. fram á það að fá að setja upp sjálfstæða útvarps- og sjónvarpstöð. Erindi Haröar var visað til Rfkisútvarpsins og menntamálaráöuneytis. Um- sagnir frá þessum aðilum l.afa nú borist, og þar mælt gegn leyfinu, og visað til lagaákvæða um einkarétt Rikisútvarpsins til reksturs útvarpsstöðva. Sjónarhorn Texti: Gísli Sigur- geirsson, blaða- maður Margf er Hlöðar- böllð Það er margt þjóðarbölið. Við kveinkum okkur yfir óða- verðbólgu, skattpfningu, ört hækkandi bensinverði og hver má vita hvað. Oft erum við lika úrill út i veðrið, teljum þá er þar ráða misbjóða okkur frekiega. Við fáum hins vegar engu ráðið um veðrið, en ættum hins vegar að geta haft ein- hver áhrif á efnahagslif þjóð- arinnar með samstilltu átaki. Ekkiverður þósagt um okkur, að við sýnum viljan i verki. Við erum að visu tilbúin að viðurkenna að ástandið sé slæmt: það þurfi endilega að gera eitthvað. En það nær heldur ekki lengra. Af og til, jafnvel oftar en heilbrigt getur talist, kjósum við fulltrúa á Alþingi. Allir lofa þeir paradfs á Islandi, greinir aðeins lltillega á um hvernig á að skapa hana. Sumir vilja fara f spor þess al- máttuga og skapa paradfs með ieiftursókn á sex dögum, en hvfla sig síðan þann sjö- unda. Aðrir vilja vinna til sæl- unnar með hægðinni, fara fet fyrir fet. Meirihluti okkar vildi fara fetið. Þeir pólitikusar sem það vildu eru lagöir af stað. Að visu nota þeir flis úr leiftur- sókninni fyrir hækju, en miöar hægt á leiö. Siðan er sunginn sami gamli söngurinn, en texti hvers og eins fer eftir hvort hann er f stjórn eða stjórnarandstöðu. Leiðin er vörðuð af fulltrúum okkar, sem syngja viölagið með þrýstingi. En viðlagið er sungið falskt og þrýstingurinn verður til þess að stjórnvöld reyna við millirödd. Þeir ná henni ekki og týna laginu og missa taktinn f göngunni. Allt situr siðan við það sama, gangan verður til einskis, jafnvel þó farið sé fetið. Svona hefur þetta gengiö dag eftir dag, viku eftir viku og stjórn eftir stjórn. AUir eru sammála um að það þurfi að gripa til harkalegra aðgeröa, en þeg- ar tilá að taka vill enginn axla býrðarnar. Við virðumst vera farin að sætta okkur við 50% verðbólgu, eöa þar yfir. Við reiknum ósjálfrátt með henni þegár við hugsum aðeins fram i timann. Þetta er sá eini hugsanaháttur sem uppvax- andikynslóð þekkir. Siðan hún man eftir sér hefur ailt verið á heljarþröm — en alltaf bjarg- ast þetta einhvernveginn. En hvað lengi?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.