Morgunblaðið - 10.11.2001, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN
44 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
UMSJÓNARMAÐUR hefur
verið spurður um nafnið Darri, en
vinsældir þess hafa farið vaxandi
nú hin síðari árin. Þegar ég heyri
þetta nafn, detta mér fyrst í hug
Darraðarljóð sem varðveitt eru í
Njáluhandritum. Það var orustu-
kvæði, enda merkir darraður =
(kast)spjót, og sömuleiðis orðið
darr, hvorugkyns. Líklega er þetta
skylt sögninni að derra sig, og
kemur þá að þeirri niðurstöðu sem
algeng er á nöfnum karla, að þau
merkja hermaður.
Darri kemur ekki fyrir eitt sér í
fornum heimildum og ekki í bók
Þorsteins hagstofustjóra um ís-
lensk skírnarnöfn 1921–50. En í
þjóðskrá voru komnir 25 1982, og í
sams konar skrá 1989 51. Þetta var
síðara nafn þrjátíu og tveggja í
þeim hópi.
Þegar ég var unglingur, þótti
nokkur búningsbót að því, að eign-
ast mansjettuskyrtu. Í fræðibók-
um stendur að mansjetta sé „hand-
stúka, ermalín á skyrtu“. Leið
þessa orðs til Íslands var nokkuð
löng, en það er talið hafa verið tekið
hér upp á 19. öld og þá úr dönsku.
Þetta orð er leitt af latneska orð-
inu manus sem þýðir hönd. Tunica
hjá Rómverjum merkti einhvers
konar skyrtu eða blússu. Þessi flík
gat verið með mjög mislöngum
ermum, en hét tunica manicata, ef
ermarnar náðu alveg til handar. Í
frönsku varð manus að manche
með smækkunarendingu manch-
ette, sbr. t.d. sígaretta og casetta
sem strangt tekið merkir lítið hús.
Úr frönsku barst orðið manchette
til Dana og síðan til okkar.
Sigfríður sagan kvað:
Þeir sögðu af Snæbirni snáða
að snarpur væri ekki til dáða,
en lærði þó skjótt
í leikjum um nótt
að láta Vilfríði ráða.
Oss kemur stundum í hug um þau
verk sem vér vinnum, að vonir séu
til að þau haldi sér, geymist og
standi. „Um aldur skal þetta mikla
tak haft í minnum“ kvað maurinn –
hann var að rogast með strábút í
sandi.
(Jón Helgason til Steinunnar
Hafstað.)
Svo segja bækur að heilög guðs-
móðir væri Jóakimsdóttir, og skal
nú aðeins hyggja að nafninu
Jóakim. Það er hebreska og merkir
„drottinn reisir við“ eða eitthvað
þvílíkt. Jochum er þýsk-dönsk um-
myndun úr Joachim, og einnig var
til gerðin Jochim. Í sumum manna-
nafnabókum greinir að Jochum og
Jeremías merki hið sama. Oft tóku
menn forliðinn Jó framan af, t.d.
var Achim von Arnim rómantískt
skáld í Þýskalandi. Jóakim komst í
dýrlingatölu, og dagur hans er 16.
ágúst.
Óvíst er hversu gamalt manns-
nafnið Jóakim er hér á landi, en
elstu heimildir um það eru frá 16.
öld. Í manntalinu 1703 voru sex,
norðan og vestan. Síðan hafa þeir í
flestum manntölum verið milli tíu
og tuttugu.
Í þjóðskrá 1989 voru þeir 26, og
hétu þrír Jóakim síðara nafni.
Vilfríður vestan kvað:
Sr. Ólafur, auðkenndur Z,
kann aðalbraut dygðanna að feta
og allt niður í glans
slær góðvilja hans,
sem Kyngunnur (Kunigund) kann vel að
meta.
Á þann himinháa Glym,
hver sem hvimar lengi,
fær í limu sundl og svim,
sem á Rimum gengi.
Þórir Haraldsson menntaskóla-
kennari og bjarndýrafræðingur
(ursolog) kenndi mér, en hver
skyldi vera höfundurinn?
„Heill og sæll Gísli.
Flest greinarmerki eiga sér ís-
lensk nöfn. Þó man ég ekki eftir að
hafa heyrt annað orð yfir merkið – ;
– en semikomma, sem hlýtur að
vera einhver útlenska og – , – er að
vísu oftast nefnt komma sem er
hálfgert ónefni en broddur er víst
líka til yfir þetta merki. En það
sem ég vildi sagt hafa er að merkið
@ sem alltaf er notað við sendingar
á tölvupósti er jafnan kallað – att –
upp á ensku og nú hefur glöggur
maður bent mér á að það mætti
sem best heita – hjá –. Þá gæti
maður t.d. sagt: Æ, ég gleymdi
hjáinu. Hvernig líst þér á?
Spurning: Nákvæmnismaður
sagði mér að ég mætti ekki tala um
að fara á stað eða leggja á stað þeg-
ar um væri að ræða ferð til ein-
hvers óákveðins staðar, t.d. ætti
ekki að taka svo til orða að e–r hafi
farið á stað til leitar, þá ætti tví-
mælalaust að segja að hann hefði
farið af stað. Af er allt annað en á,
sagði maðurinn og er það að vísu
rétt. Ég er hins vegar vanur því, ég
held frá barnæsku, að nota þessar
forsetningar – af – og – á – jöfnum
höndum um upphaf ferðar, á lík-
lega öllu frekar, og benti raunar á
að notkun forsetninga í íslensku
væri hreint ekki alveg rökrétt, t.d.
væri varla kórrétt að stelpa væri á
rauðum kjól, en það væri áreiðan-
lega gott og gilt mál. Hver er þín
skoðun?
Með kveðju.
Tryggur lesandi.“
Umsjónarmaður hefur borið
fyrra atriði bréfsins undir valin-
kunna sæmdarmenn og þeir eru
hjá-inu meðmæltir. Ég fer eftir
þeim.
Um síðara atriðið: Ég held af
stað og á stað hvort tveggja jafn-
rétthátt. Svo segir sá gagnvandaði
fræðimaður Jón Hilmar Jónsson í
bókinni Orðastaður. Og ef ég fer af
einhverjum stað, er trúlegast að ég
fari á annan stað.
Auk þess var það maðurinn sem
sagðist taka sér einn dag í viku til
þess að „þaga“.
ÍSLENSKT MÁL
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
1.135. þáttur
Á SÍÐASTA þingi fluttu 5 þing-
menn Sjálfstæðisflokksins frumvarp
til laga um breytingu á lögum um
verslun með áfengi og tóbak.
Samkvæmt frv. skal ÁTVR fram-
selja einkaleyfi sitt til smásölu áfeng-
is til matvöruverslana sem uppfylla
eftirtalin tvö skilyrði:
Rekstraraðili mat-
vöruverslunar þarf að
hafa fengið leyfi sveitar-
stjórnar til rekstrar
áfengisútsölu samhliða
annarri starfsemi og
það hillurými sem nýtt
er undir áfengi skal að
hámarki nema 5% af
heildarhillurými við-
komandi verslunar.
Í greinargerð segir:
„Öll þróun íslensks
samfélags á síðustu ára-
tugum bendir til þess að
núverandi fyrirkomulag
smásöluverslunar með
áfengi sé orðið tíma-
skekkja.“ Hvaða þróun er átt við?
Þróun áfengismála og þó einkum
áfengisvandamála er þvert á móti á
þá leið að full ástæða er að vera ekki
að flagga freistingum af þessu tagi í
matvöruverslunum. Er það líklegt til
að draga úr unglingadrykkju að
áfengi sé stillt upp í matvöruversl-
unum þar sem ungt fólk sem ekki
hefur aldur til að versla í ríkinu hafi
það fyrir augunum í hvert sinn sem
það fer í matvörubúðina? Telja menn
að með þessari tilhögun sé best kom-
ið til móts við þann aukna fjölda fólks
sem á við áfengisvanda að stríða?
Unglingadrykkja og vaxandi áfeng-
isvandi fólks á öllum aldri eru a.m.k.
ekki hlutar af þeirri „þróun íslensks
samfélags á síðustu áratugum“ sem
bendir til þess að núverandi fyrir-
komulag sé tímaskekkja, a.m.k.
bendir þróunin ekki til þess að nauð-
syn beri til að fylla 5% af vörurekkum
matvöruverslana með áfengi.
Því er mun eðlilegra að um sér-
verslanir í eigu ríkisins, eins og nú er,
sé að ræða þar sem þeir sem vilja
kaupa sér áfengi geti farið þangað og
valið þar úr því mikla úrvali sem þar
er til staðar.
Þá segir í greinargerðinni: „Nú er
svo komið að viðskiptavinir gera sí-
fellt harðari kröfu um eðlilegan að-
gang að vörunni, enda er neysla
áfengis fyllilega lögleg þegar tilskild-
um aldri er náð og innan þess ramma
sem áfengislög eða önnur lög setja.“
Hvaða kröfur gerir fólk þegar það fer
að kaupa áfengi? Ég geri a.m.k. mikl-
ar kröfur. Ég vil fá góða þjónustu,
vita hvað ég er að kaupa og hafa úr
góðu vöruúrvali að velja. Það angrar
mig alls ekki að söluhagnaðurinn af
þessum viðskipum fari til ríkisins, ég
tel það mjög gott fyrirkomulag og get
engan veginn séð hvers
vegna hann eigi frekar
að fara í vasa þeirra
sem sem eru allsráð-
andi á matvælamark-
aðinum í dag.
Yfirburðir ÁTVR
Ég tel mig vera
ósköp venjulegan við-
skiptavin ÁTVR og
matvöruverslana. Við-
skiptavin sem vill fá
góða þjónustu og gott
vöruúrval þegar ég vel
mér mína drykki og
minn mat.
Í ÁTVR fæ ég betri
þjónustu en í nokkurri
matvöruverslun sem ég þekki. Í
ÁTVR fæ ég alltaf góðar upplýsingar
hjá því ágæta starfsfólki sem þar
starfar um þá vöru sem þar er á boð-
stólum. Ég hef getað fengið bækling
með upplýsingum um allar vöruteg-
undirnar sem þar eru til og hvað þær
kosta, það er meira en ég fæ í nokk-
urri annarri verslun. Það heyrir til al-
gjörra undantekninga að verðmerk-
ingar á vöruhillum í ÁTVR séu ekki
réttar og það er líka nokkuð annað en
fram hefur komið í þeim könnunum
sem gerðar hafa verið á verðmerk-
ingum í matvöruverslunum. Í ÁTVR,
versluninni minni sem er í Keflavík,
get ég valið úr u.þ.b. 400 vörutegund-
um. Þar eru u.þ.b. 100 tegundir af
bjór, 200 af léttum vínum og 100 teg-
undir af öðrum drykkjum. Allt tekur
þetta mikið pláss. Sú verslun sem
ætlaði að vera með slíkt vöruúrval á
5% af hillurými sínu þyrfti því að vera
ansi stór. Því liggur í augum uppi að
vöruúrvalið verður verulega skert.
Það tel ég ekki æskilegt og alls ekki
bætta þjónustu við mig sem við-
skiptavin. Auk þess get ég farið inn á
heimasíðu ÁTVR til að afla mér upp-
lýsinga, látið sérpanta fyrir mig ef ég
vil og svona mætti áfram telja þá frá-
bæru þjónustu sem þar er veitt.
Þetta tel ég mikilvægara fyrir mig
sem viðskiptavin en að láta einhverja
miskunnuga innkaupastjóra í mat-
vöruverslunum ákveða nokkrar teg-
undir sem ég má velja úr ætli ég að
kaupa mér vín. Þeir menn hljóta að
vita lítið um starf ÁTVR sem halda
því fram að einhver matvöruverslun
veiti þjónustu sem er í námunda við
það sem ég hef talið upp hér að fram-
an. Það er því alveg ljóst að það er
ekki með hagsmuni okkar neytenda í
huga sem frumvarp um framsal
ÁTVR á einkaleyfi sínu er lagt fram.
Þar virðast því aðrir hagsmunir
liggja að baki.
Höfnum áfengi í
matvöruverslunum
Jóhann Geirdal
Höfundur er bæjarfulltrúi
í Reykjanesbæ.
Þjónusta
Í ÁTVR fæ ég betri
þjónustu, segir Jóhann
Geirdal, en í nokkurri
matvöruverslun sem
ég þekki.
Borgarfulltrúar R-
listans hafa ranglega
haldið því fram í fjöl-
miðlum að undanförnu
að fasteignaskattar
verði lækkaðir á Reyk-
víkinga á næsta ári. Var
ekki nema von þótt
ýmsir sperrtu eyrun
enda hafa menn vanist
flestu öðru en skatta-
lækkunum í stjórnartíð
R-listans. Þrátt fyrir
hátíðleg loforð um að
hækka ekki skatta á
Reykvíkinga hefur
Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir aukið skattaálög-
ur, nánast á hverju ári frá því hún
varð borgarstjóri.
Lóðaskortur leiðir til
hærra fasteignamats
Að undanförnu hefur lóðaskorts-
stefna R-listans leitt af sér verð-
sprengingu á fasteignum í Reykjavík
og þar með stórhækkað fasteigna-
mat. Þegar sýnt þótti að hækkað
fasteignamat myndi að óbreyttu
leiða til skattahækkana á fasteigna-
eigendur í Reykjavík lögðu sjálf-
stæðismenn til að Reykjavíkurborg
myndi ekki nýta sér umrædda
hækkun til tekjuaukningar. Í fyrstu
máttu borgarfulltrúar R-listans ekki
heyra á það minnst en féllust síðar á
þetta sjónarmið sjálfstæðismanna
þegar í ljós kom hve hækkun fast-
eignamatsins varð mik-
il.
Á borgarráðsfundi sl.
laugardag var sam-
þykkt að leggja til við
borgarstjórn að álagn-
ingarprósenta fast-
eignaskatta yrði lækk-
uð úr 0,375 í 0,32 til
þess að breytt fast-
eignamat leiddi ekki til
aukinnar skattbyrði
reykvískra fasteigna-
eigenda á næsta ári.
Þannig er stefnt að því
að fasteignaskattar
hvorki hækki né lækki
heldur að fasteignaeig-
endur greiði því sem næst sömu upp-
hæð og áður þrátt fyrir að skattstofn-
inn hækki. Hefðu borgaryfirvöld
hins vegar ákveðið að nýta breytt
fasteignamat til að hækka skattana
hefði skattbyrði Reykvíkinga aukist
um samtals 275 milljónir.
Með sama hætti er lagt til að
álagningarhlutfall holræsagjalds
verði lækkað úr 0,15% í 0,115%.
Hefði hlutfallið verið óbreytt hefðu
Reykvíkingar þurft að sjá á eftir um
140 milljónum króna til viðbótar í
skattahít R-listans.
Nú er það út af fyrir sig jákvætt að
R-listinn skuli ekki nýta hækkun
fasteignamats til að skattpína Reyk-
víkinga enn frekar en orðið er. Ekki
skal þó efast um að viljinn sé fyrir
hendi en líklegt er að borgarstjóri
treysti sér ekki til þess að demba enn
einni skattahækkuninni á Reykvík-
inga rétt fyrir kosningar.
Borgarstjóri blekkir fjölmiðla
Hins vegar er það afar ógeðfellt
svo ekki sé meira sagt að R-listinn
kýs að færa þá tímamótaákvörðun
sína, um að láta tækifæri til skatta-
hækkunar í eitt skipti fram hjá sér
fara, í blekkingarbúning og heldur
því að fjölmiðlum og almenningi að
um beina skattalækkun sé að ræða.
Í fréttatilkynningu sem borgar-
stjóri hefur sent frá sér segir að
breyting á álagningarhlutfalli fast-
eignaskatta feli í sér 275 milljóna
króna tekjumissi fyrir borgarsjóð en
lækkun álagningarhlutfalls holræsa-
gjalds jafngildi 262 milljóna króna
tekjulækkun. Að sjálfsögðu er afar
óeðlilegt að nota orðin „tekjumissir“
varðandi fasteignaskattinn enda
missir borgin þar einskis í tekjum
sínum. Hvergi var um það getið í til-
kynningunni að með lækkun álagn-
ingarhlutfallsins væri í raun um
óbreytta skattheimtu að ræða.
Því miður tókst borgarstjóra með
umræddri fréttatilkynningu að af-
vegaleiða fjölmiðla enda sögðu marg-
ir þeirra frá tillögu borgarráðs eins
og um raunverulegar skattalækkanir
væri að ræða. Einn fjölmiðill sagði
t.d. frá því að meirihluti borgar-
stjórnar vildi lækka skatta borgar-
innar um ríflega hálfan milljarð á
næsta ári. Annar fjölmiðill bætti við
þennan hálfa milljarð þeim tekjum
sem borgarsjóður hefði fengið með
því að hækka útsvarsprósentuna um
0,33% og sagði að með því að draga
úr álögum á borgarbúa með þessum
hætti yrði borgin af rúmlega 1.100
milljóna króna tekjum. Greinilegt er
að fjölmiðlamenn og borgarbúar
þurfa að taka upplýsingum frá borg-
arstjóra um skattamál borgarinnar
með miklum fyrirvara.
Umrædd fréttatilkynning er hluti
af þeim blekkingarvef sem R-listinn
spinnur stöðugt um fjármál Reykja-
víkurborgar. Ekki er hikað við að
hafa endaskipti á hlutunum eins og í
tilkynningunni þar sem umræddar
breytingar verða að 537 milljóna kr.
skattalækkun þótt slíkt sé fjarri
sanni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri er greinilega orðin svo
vön því að hækka skatta við öll tæki-
færi, að í hennar huga jafngildir það
skattalækkun þegar brugðið er út af
vananum á kosningaári.
Borgarstjóri spinnur blekkingar-
vef um fjármál Reykjavíkurborgar
Kjartan Magnússon
Skattamál
R-listinn heldur því
ranglega fram að verið
sé að lækka fasteigna-
skatta, segir Kjartan
Magnússon, þegar
raunin er sú að þeir
standa í stað.
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.