Morgunblaðið - 10.11.2001, Blaðsíða 67
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 67
Hunang
Vesturgötu 2, sími 551 8900
Vegna fjölda áskorana
Smaladrengirnir
Tónleikar í kvöld
Ath. síðast var húsfyllir frá miðnætti
sími 562 6470
Sveitarfélög - verktakar - fyrirtæki
Ýmsir möguleikar við
rýmis- og lagerlausnir.
Kynntu þér möguleikana.
Getum með stuttum
fyrirvara afgreitt
gámahús frá
eftir þínum óskum.
FLESTAR rokksveitir leitast við
að spegla þá strauma sem viðgang-
ast hverju sinni í dægurtónlistinni.
En svo eru til hljómsveitir sem láta
það vera að stressa sig yfir þess
háttar hlutum. Sitja sælar og glað-
ar í neti gamalla tíma og una sér
þar vel, skeyta engu um vindana
nýju sem blása um tónlistarlands-
lagið og yrkja sín tímans föstu
kvæði í friði og spekt (ef þetta er
pínku upphafið þá er það með vilja
gert).
Pär Lindh Project er sannarlega
ein af slíkum sveitum. Hljómsveitin
spilar einungis tónlist í líkingu við
þá sem King Crimson, Yes, Genes-
is, Van Der Graaf Generator og
Emerson, Lake og Palmer voru að
fremja upp úr 1970, hið svokallaða
framsækna rokk (e. progressive
rock eða eða einfaldlega prog
rock). Einkanlega eru áhrifin frá
E.L.P greinileg, gnægð af tíu mín-
útna orgelsólóum að hætti meist-
ara Emerson og plöturnar, sem nú
eru orðnar sex talsins, bera heiti
eins og Mundus Incompertus,
Rondo og Bilbo (sem er að sjálf-
sögðu samin undir áhrifum frá
sögu J.R.R. Tolkien, The Hobbit).
Lagatitlar eins og „Mirkwood –
Suite“ (sem innheldur kafla eins og
„In the palace of the Elven King“
og „Laketown Fuge“), „Allegro
Percussivo Flumeriso“ og „Baroq-
ue Impression No. 1“ ættu að gefa
einhverja hugmynd um hvað er í
gangi hér. En ef þið haldið að þetta
sé eitthvað grín þá er það fjarri
sanni.
Tilraun til að toppa Pepper
Það er full ástæða til að grafast
fyrir um rætur þeirrar stefnu sem
Pär Lindh og kappar hans leggja
svo listilega fyrir sig. Flestir rekja
upphaf framsækna rokksins til
meistarverks Bítlanna frá 1967,
Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club
Band, sem var byltingarkennd
plata á ýmsan hátt. Bítlarnir voru
brautryðjendur í því að toga og
teygja rokkformið og kom því inn á
nýjar brautir og er Pepper mjög
skýr birtingarmynd þess. Þar er
rokkið orðið eitthvað meira en
dægurfóður, það er orðið „list-
rænt“.
Í kjölfarið fóru lögin að lengjast,
textar urðu djúphugsaðir og öll
umgjörð stærri og meiri. Fyrsta
plata King Crimson, In the Court
of the Crimson King (1969) var
með fyrstu „alvöru“ progplötunum
og næstu fimm ár einkenndust af
tuttugu mínútna trommusólóum,
klassískum minnum og þegar verst
lét sneru nef upp í loft og allt-
umlykjandi alvarlegheitin urðu
nær óþolandi. En vissulega voru
kostirnir líka til staðar; menn voru
leitandi og uppáfinningasemin
hjálpaði til við almenna framþróun
rokksins.
Er áttundi áratugurinn var tæp-
lega hálfnaður var formið þó orðið
afar uppskrúfað og upphafið.
Jethro Tull gáfu út plötu árið 1972
sem innihélt eitt LANGT lag í
tveimur hlutum (’72 var ár „progs-
ins“) og árið 1974 gáfu Yes út Tal-
es from Topographic Oceans (nafn-
ið segir í raun allt sem segja þarf),
plata sem bjó yfir öllu því besta/
versta í framsækinni rokktónlist
þessa tíma. Platan var um leið eins
konar jarðarfararsálmur stefnunn-
ar, menn voru orðnir þreyttir á öll-
um heilagleikanum í kringum þetta
og tveimur árum síðar kom pönkið
og gekk endanlega frá forminu.
Allt í einu hafði það hundrað sinn-
um meira vægi að heyra Ramones
öskra „Hey, Ho; Lets Go!“ í stað
þess að leggja sig eftir línum eins
og „Plato’s spawn cold ivyed eyes/
Snare truth in bone and globe/
Harlequins coin pointless games/
Sneer jokes in parrot’s robe“? (á
In the Wake of Poseidon með King
Crimson ’70.)
Saga Pär Lindh
Pär Lindh Project var stofnuð
árið 1995 eftir að þau Jocke Rams-
ell, Nisse Bielfeld, Magdalena
Hagberg og Pär Lindh höfðu unnið
saman að plötunni Gothic Impress-
ions. Fyrstu tónleikarnir voru svo
haldnir árið eftir á Gothenburg
Art-Rock Festival (hvar annars
staðar?).
Pär Lindh stofnaði samfélag
framsækinna rokktónlistarmanna í
Svíþjóð árið 1991 (The Swedish Art
Rock Society). Í kjölfarið varð ein-
hvers konar „prog“-rokk vakning
þar í landi og nýjar sveitir spruttu
upp. Áhugi fólks á „proggi“ hefur
reyndar alltaf verið allnokkur, þó
flestir læðist meðfram veggjum
vegna þessa, svo hallærisleg hefur
stefnan þótt. Hagur þessa hóps
hefur þó vænkast nokkuð hin síðari
ár.
Lindh hóf feril sinn um 1977 og
leiddi tríó á tíma sem lagði fyrir
sig sinfónískt rokk, ekki ólíkt því
sem sveit hans í dag gerir. Á þess-
um árum var jarðvegurinn fyrir
þess háttar þó fremur slæmur og
Lindh sneri sér að öðru; starfaði
sem kirkjuorganisti, píanóleikari,
trommari, „harpsichord“-leikari og
djassisti m.a.
Um 1988 fór Lindh þó aftur að
pæla í rokkinu. Hann hlustaði á
gamlar E.L.P. plötur og fékk inn-
blásturinn aftur, dröslaði gamla
hammondinum út úr geymslunni
og kom P.L.P. á laggirnar,
Í dag hefur sveitin nóg á sinni
könnu og ferðast um allan heim til
að spila á hinum ýmsu hátíðum og
tónleikum. „Proggið“ lifir því góðu
lífi í dag, svei mér þá.
Hljómleikar (með skrautflúruðu
H-i) Pär Lindh Project verða
tvennir og fara fram í dag, í hátíð-
arsal MH. Fyrri tónleikarnir hefj-
ast kl. 16 en þeir síðari kl. 20 og er
miðaverð 2.200 kr. Dúndurfréttir
hita upp og því ekki seinna vænna
að fara að dusta rykið af King
Crimson-plötunum sem liggja lík-
ast til niðri í kjallara.
Glæst, stórt
og mikið
Keith Emerson úr Emerson, Lake & Palmer.
Pär Lindh úr Pär Lindh Project.
arnart@mbl.is
Hljómsveitin Pär Lindh Project frá Svíþjóð
einbeitir sér að framsæknu rokki því
sem tíðkaðist í byrjun áttunda áratugarins.
Arnar Eggert Thoroddsen
kynnir hér sveitina, auk þess sem hann
skoðar sögu „proggsins“.
Framsækna rokksveitin Pär Lindh Project á Íslandi
Framsæknar rokkplötur
sem allir verða að eiga:
King Crimson – In the Court of the
Crimson King (1969)
Genesis – Foxtrot (1972)
ELP – Trilogy (1972)
Yes – Tales from Topographic
Oceans (1974)
Pär Lindh Project –
Mundus Incompertus (1997)