Morgunblaðið - 10.11.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.11.2001, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 35 EVA Dögg Þorsteinsdóttir opnar málverkasýningu í Hár- og sýning- arhúsinu „Unique“, Laugavegi 168, (Brautarholtsmegin) í kvöld kl. 20. Þetta er önnur málverkasýning Evu en fyrsta sýning hennar var í Halldórskaffi í Vík í Mýrdal sum- arið 2000. Eva Dögg er fædd og uppalin á Vatnskarðshólum í Mýr- dal en býr nú í Vík. Eftir að Eva lauk barnaskólanámi frá Ketils- staðaskóla og síðar Vík fór hún í Menntaskólann á Laugarvatni. Fór þar á námskeið hjá Helgu Árnadótt- ur myndmenntakennara. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi þaðan hóf hún nám í fornámsdeild Myndlista- og handíðaskólans og var þar einn vetur. Þá lá leið hennar í Þroska- þjálfaskólann en þaðan útskrifaðist hún 2001. Jafnframt námi þar hefur hún verið í myndlistarnámi hjá Bjarna Jónssyni listmálara. Myndirnar sem Eva sýnir núna eru unnar á síðastliðnum tveimur árum. Sýningin er sölusýning og mun standa fram í desember. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Eva Dögg Þorsteinsdóttir með eina af myndum sínum. Eva Dögg sýnir í „Unique“ Fagradal. Morgunblaðið. MAGNÚS Diðrik Baldursson heim- spekingur flytur fyrirlestur í Listahá- skóla Íslands, Laugarnesvegi 91, kl. 12.30 á mánudag. Fyrirlesturinn ber heitið „Dvöl. Hugleiðingar um fagur- fræðilega reynslu, tíma og hamingju“. Jóhannes Þórðarson arkitekt flytur fyrirlestur á miðvikudag kl. 12.30 sem hann nefnir „Svona gerum við“. Námskeið í vefsíðugerð hefst í Skipholti 1 á mánudag. Kennari er Katrín Sigurðardóttir myndlistar- maður. Þá verður námskeið ætlað byrjendum sem vilja kynna sér eig- inleika efnis, lita og pappírs og hefst það 27. nóvember. Kennari er Hrafn- hildur Sigurðardóttir myndlistarmað- ur. Þá hefst námskeið í búningahönn- un 27. nóvember. Námskeið er samvinnuverkefni Þjóðleikhússins og Listaháskólans. Kennari er Þórunn María Jónsdóttir búningahönnuður. Fyrirlestur og námskeið í LHÍ HÁTÍÐARSÝNING á kvikmynd Ágústs Guðmundssonar Mávahlátri verður í Bæjarbíói í Hafnarfirði í dag kl. 15, en kvikmyndin var öll tekin upp í Hafnarfirði. Hátíðarbíó LEIKNAR, íslenskar þáttaraðir í sjónvarpi, hafa oft valdið vonbrigðum, þó ljós sé að finna í myrkrinu, sbr. Heilsubælið á sínum tíma. Af og til dregur ský frá sólu og þremenning- unum, leikstjóranum Óskari Jónas- syni og handritshöfundunum Árna Þórarinssyni og Páli Kristni Pálssyni, tekst laglega upp í sakamálamynda- röðinni 20/20, sem flutt var sunnu- dagskvöldin 14., 21., 28., okt., og lau. 4. nóv. U.þ.b. 4 x 20 mín., og slagaði því hátt upp í styttri kvikmyndasýn- ingartíma. Árni og Páll sviðsetja morð í tæt- ingslegri mannlífsflóru Kolaportsins þar sem ekki síst ægir saman fólki sem búið er að missa af farseðlinum á fyrsta farrými lífsins, tekið að snjást og lýjast líkt og varningurinn sem þar er á boðstólum. Persónurnar tengjast flestar mannhrakinu sem endar auma ævi sína með rýting í hjartastað. Þó svo þær þekkist, og sumar vel, sjá flestar persónurnar hver aðra í nýju ljósi undir framvindunni; lengi má manninn reyna. Í fyrstu þremur þáttunum sáum við atburðarásina frá jafnmörgum sjón- arhornum, persónurnar rokka úr að- al- í aukahlutverk, og öfugt. Þetta er sundurleitur hópur úr hversdagsleik- anum; hafa misstigið sig margir hverjir, horfið á náðir skransölu og flóamarkaðshyggju, ekki allir með hreint mjöl í pokahorninu. Þarna er lögreglumaður (Sigurður Skúlason) og vafasamur kaupsýslumaður, bróð- ir hans (Júlíus Brjánsson), ásamt móður þeirra (Margrét Ólafsdóttir). Þeir eru að leita að sjónvarpi handa gömlu konunni. Auk þess þarf hún á nýjum gleraugum að halda, þaðan fá þættirnir nafn sitt (20/20 = fullkomin sjón), sem höfðar einnig til þess að ekki er allt sem sýnist í þessum heimi. Dóttir nýbúa, (Lára Thuan Hansdótt- ir), er að undirbúa giftingu sína og ungs manns (Halldór Gylfason), móð- ir hennar átelur stúlkuna fyrir að þekkja ekki manninn nógu vel til að bindast honum, sem kemur á daginn. Þarna eru nýuppþurrkaðir dópistar og brennivínsfólk í baráttu við fíkn- ina, kvensemina, afbrýði og öfund. Dópsalinn X (Jóhann Hauksson), birtist á svæðinu og kemur róti á mannskapinn, hann er hættulegri lífs en liðinn; því fer sem fer. Óskar heldur vel utanum morðgát- una, mannræfillinn er myrtur í fyrsta þætti og grunurinn beinist að velflest- um aðalpersónunum. Höfundunum tekst mæta vel að leyna þvíhver er morðinginn uns málið skýrist á loka- mínútunum. Sá sem einn veit lausnina er Lilli (Hjalti Rúnar Jónsson), ungur strákur sem hefur verið að væflast með fimmþúsundkall á milli hand- anna út alla þættina; skýring fæst einnig á því í lokin. Gátan leysist um leið og þetta lokaða rými, sjúskað og marsipan-, hákarls-, kleinuhringja-, rikklingsþefjandi Kolaportið, opnast út í sólskinið. Gátan er í sjálfu sér ekkert yfir- máta flókin en dugar vel til síns brúks; heldur áhuga áhorfandans vakandi, auk þess sem hún minnir á að ekki er allt sem sýnist í grámósku hversdagsins. Sú tilraun Árna og Páls að fjölga sjónarhornum, víkka sjón- arsviðið á breiddina frekar en lengd- ina, er nýstárleg, kröfuhörð og geng- ur í alla staði vel upp. Persónurnar vakna til lífsins í óaðfinnanlegum leik- hóp, sá sem stjórnaði honum og valdi saman á sannkallaðan heiður skilinn. Haddi G. og Jón Sigurbjörnsson eru kannski fremstir meðal jafningja, en í rauninni er ekki veikan punkt að finna í leiknum. Á sama máta er umhverfið, Kolaportið, skemmtilega nýtt sem rammi utan um válega atburðarásina. Kolaportið er hálfgert einskismanns- land, að vissu leyti utan laga og réttar viðskiptalífsins og normsins í mannlíf- inu. Óskar samhæfir kjaftinn skelinni. Myndavélin dregur upp vel við eig- andi hliðar og portrett úr þessu gall- eríi almúgans og KK slær undir hár- réttu tónana. Farið er með okkur í skoðunarferð inní áreitna, framandi veröld, sem þó er í hjarta borgarinn- ar. Morð á markaðnum SJÓNVARP S a k a m á l a m y n d Leikstjóri: Óskar Jónasson. Hand- rit: Árni Þórarinsson og Páll Krist- inn Pálsson. Kvikmyndataka: Karl R. Lilliendahl. Hljóðupptaka: Einar Sigurðsson. Leikmynd og munir: Gunnar Baldursson, Atli Geir Grét- arsson. Tónlist: Barði Jóhannsson og KK. Aðalleikendur: Sigurður Skúlason, Júlíus Brjánsson, Mar- grét Ólafsdóttir, Hjalti Rúnar Jóns- son, Védís Hervör Árnadóttir, Har- ald G. Haralds, Ragnheiður Steindórsdóttir, Hafdís Huld Þrastardóttir, Ingvi Mng Van Le, Lára Thuan Hansdóttir, Edda Thu Thi Nguyen, Jóhann Hauksson, Halldór Gylfason, Linda Sif Þor- láksdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Sigurveig Jónsdóttir, Guðrún Stephensen, Jón Sigurbjörnsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Sjónvarpið, okt.– nóv. 2001 20/20 Sæbjörn Valdimarsson MARGRÉT Jónsdóttir listmálari opnar einkasýningu í Listasafni ASÍ í dag kl. 16. Hún sýnir í báðum sölum safnsins, Ámundarsal og Gryfjunni. Sýningin nefnist In memoriam og er tileinkuð nýlátn- um ættingjum Margrétar sem höfðu áhrif á hana sem listamann, þeim Jóhönnu Hannesdóttur móður hennar og Guðmundi Benedikts- syni myndhöggvara, föðurbróður hennar. Margrét hefur verið afkastamikil á sýningarvettvangi og haldið margar einkasýningar og fjölda samsýninga bæði hér og erlendis í þau 27 ár sem hún hefur starfað sem listamaður. Margrét sýndi síð- ast árið 1999 og var þá með tvær stórar einkasýningar í Gerðarsafni og Hafnarborg á sama árinu. Sagt er að verk hennar séu mikil um- fangs, víðfeðmir flekar sem jaðri við yfirstærðir og að hún fari ekki troðnar slóðir í listsköpun sinni né hlaupi á eftir tískustraumum, held- ur þrói persónulega tjáningu og glími við einfaldleikann. Undanfarin fjögur sumur hefur hún dvalist í París við listsköpun. Verkin sem hún sýnir að þessu sinni eru afrakstur Parísardvalar henn- ar. Verkin eru unnin út frá hugleið- ingu um lífið og verðmætamat okk- ar og eru unnin með eggtemperu og olíulit á pappír. Sýningin stendur til 25. nóv. frá kl. 14–20. Lokað mánudaga. Margrét Jónsdóttir í Listasafni ASÍ. Hugleiðingar um lífið ORÐ handa Megasi í Nýló er yfir- skrift málþings í Nýlistasafninu í dag kl. 14. Viðburðurinn er liður í listþinginu Omdúrman: Margmiðl- aður Megas í Nýló, samstarfsverk- efni Kistunnar (kistan.is) og Nýlista- safnsins. Þeir sem leggja til orð eru: Birna Þórðardóttir, Gunnar Her- sveinn, Jón Proppé, Óttar Guð- mundsson, Kristín Ómarsdóttir, Þórunn Valdimarsdóttir, Skafti Þ. Halldórsson, Vigdís Grímsdóttir og Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir. Í fyrirlestrum verður m.a. fjallað um tengsl Megasar við aðra höfunda, ís- lenskar viðtökur á verki Megasar, ljóðagerð Megasar og ýmislegt fleira. Leiðsögn um sýninguna Geir Svansson, annar tveggja sýn- ingastjóra sýningarinnar, verður með leiðsögn um sýninguna á morg- un, sunnudag, kl. 15. Safnið er opið frá 12-17 og er að- gangur ókeypis. Orð handa Megasi í Nýló SIGRÚN Ögmundsdóttir opnar sýn- ingu í sal félagsins Íslenskrar graf- íkur, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, í dag kl. 16. Sýningu sína nefnir hún Verndarenglar 20x20. Þetta er önnur einkasýning Sig- rúnar en á henni eru 50 smámyndir, unnar með blandaðri tækni. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14–18 og stendur til 3. desember. Smámyndir hjá Íslenskri grafík ALÞÝÐUSPILARARNIR Menn frá Kleifum halda söngkvöld í Vest- urporti v/Vesturgötu í kvöld kl. 23. Menn frá Kleifum eru sjö frændur ættaðir frá Kleifum í Ólafsfirði. Þeir halda uppi áralangri söng- og tónlist- arhefð, sem þaðan er runnin. Flutt verða íslensk alþýðulög og nokkur eftir þá félaga. Söngkvöld í Vesturporti Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Leiðsögn verður um sýningu Kristjáns Guðmundssonar í Lista- safni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum á morgun, sunnudag, kl. 15., en það er jafnframt lokadagur sýningarinn- ar. Á sýningunni eru verk eftir Kristján sem spanna allan feril hans, allt frá upphafi Súm-tímabilsins til dagsins í dag. Listasalurinn Man, Skólavörðustíg Málverkasýningu Guggu, Guð- bjargar Hákonardóttur, í Listasal Man, Skólavörðustíg 14, lýkur á morgun. Sýningin er opin á opnunar- tíma verslunarinnar Man, og laug- ardaga og sunnudaga frá 14-18. Sýningarlok og leiðsögn BIRGIR Sigurðsson myndlistar- maður opnar sýningu í Listamið- stöðinni Straumi, sunnan Álversins, í dag kl. 16. Sýningin ber yfirskriftina Ástin og lífið og samanstendur af þremur þáttum: Ljósmyndum, ljós- verki og póstkortum. Verkið er til- raun höfundar til að dýpka skilning sinn og annarra á ástinni og lífinu. „Verkið byrjaði sem lítil hugmynd fyrir fjórum árum. Það hefur verið að vaxa og þróast síðan og mun end- anlega öðlast sjálfstætt líf þegar sýning mín verður opnuð,“ segir Birgir. Sýningin stendur til 25. nóvember. Við opnuna mun Skrokkabandið leika lög af óútgefnum geisladiski. Bandið skipa þeir Kristján Pétur Sigurðsson og Haraldur Davíðsson. Listsýning í þremur þáttum Í PAKKHÚSINU á Höfn stendur nú yfir ljósmyndasýning. Sýningin nefnist Kaldal – aldarminning en þar eru um 60 ljósmyndir eftir Jón Kal- dal. Sýningin kemur frá Þjóðminja- safni Íslands. Hún er opin laugardag og sunnudag kl. 14–18. Kaldal á Höfn VETRARSÝNING Listasafns Sig- urjóns Ólafssonar, sem opnuð er í dag er tvískipt. Annars vegar eru tímamótaverk Sigurjóns Ólafssonar frá ýmsum skeiðum á listferli hans og hins vegar frjáls verk þar sem listamaðurinn gaf ímyndunaraflinu lausan tauminn. „Í neðri sal safnsins eru sýnd þekkt öndvegisverk sem veita sýn- ingargestunum góða innsýn í hin fjölbreyttu viðfangsefni listamanns- ins, svo og ólík vinnubrögð, sem réð- ust af þeim efniviði sem notaður var í hvert skipti. Þannig vann Sigurjón af sömu snilld hvort sem hann mót- aði andlitsmynd í leir, hjó í stein eða tálgaði í tré,“ segir Birgitta Spur, forstöðumaður listasafnsins. „Síðustu tíu ár ævinnar vann Sig- urjón fjölda verka í tré, bæði í reka- við, límtré og harðvið. Mörg þessara verka eru talin meðal lykilverka hans, og hafa oft verið á sýningum, bæði hér á landi og erlendis. Aðrar trémyndir mætti flokka sem skemmtilegar hugmyndir og hug- dettur, sem listamaðurinn útfærði í efni sem hendi var næst: trjáboli, greinar, rekavið. Það eru slíkar myndir sem nú má sjá á efri hæð safnsins undir heitinu Kynlegir kvistir. Hið prímitíviska myndmál er áberandi og má rekja það til fyrstu formtilrauna Sigurjóns á fjórða áratugnum sem var liður í leit framúrstefnulistamanna að nýju myndmáli. Það má eflaust flokka efniviðinn í mörgum myndanna und- ir heitinu objet trouvé eða fundinn hlutur, en þó bera þessi verk sterk höfundareinkenni listamannsins.“ Fram til 25. nóvember er safnið opið um helgar milli kl. 14 og 17. Safnið er lokað í desember og jan- úar. Tekið er á móti hópum utan þess tíma sem opið er samkvæmt beiðni. Vetrarsýning í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Sigurjón Ólafsson: Ellin, tré, 139 x 60 x 58.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.