Morgunblaðið - 10.11.2001, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 10.11.2001, Blaðsíða 59
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 59 Kæra tengda- mamma, þín er sárt saknað. Að geta ekki skroppið til þín í kaffi- bolla og spjall finnst mér fráleitt og á það eftir að taka mig langan tíma að sætta mig við að þú sért farin frá okkur. Við Stella þekktumst löngu áður en ég kynntist syni hennar, en hún vann hjá Jazzballettskóla Báru í af- greiðslunni og var mikið rabbað þar fyrir og eftir tíma. Það má segja með sanni að hún tengdamamma mín varð aldrei uppiskroppa með um- ræðuefni og var því alltaf mjög hressandi að hitta hana. Nú, ég kynnist Ólafi og er auðvitað boðið í kvöldmat til kynningar, dyrnar opn- ast á Rauðalæknum og þar stendur Stella. Við skellihlæjum báðar og hún segir: Ert þetta þú, nú drífðu þig inn, maturinn bíður. Frá fyrsta degi leið mér eins og einni úr fjöl- skyldunni á heimili hennar, hún tók þannig á móti fólki. Hún Stella gat allt, í orðsins fyllstu merkingu, og mest hafði ég gaman af því að hún dreif sig í list- nám aðeins fyrir nokkrum árum. Ekki má gleyma handavinnunni, en hún var einnig listamaður á þeirri braut. Kæra Stella, ég þakka fyrir allar góðu stundirnar. Þín tengdadóttir, Ása Gíslason. Stella mágkona mín, sem hafði aldrei kennt sér meins, greindist síð- sumars með krabbamein í öðru lung- anu. Þessi banvæni sjúkdómur herj- ar nú eins og plága á mannkynið og hlífir engu. Engin lækning virðist enn vera gegn þessu meini nema hnífurinn. Ég heimsótti mágkonu mína þar sem hún lá banaleguna á Landspítalanum. Dapurlegt var að sjá þessa fallegu konu þar sem hún lá tengd við fjöldann allan af slöng- um. Stella ólst upp í Sogamýrinni, sem þá var sveit með búfé á beit og fið- urfé á vappi, í faðmi lítillar fjöl- skyldu. Að loknu gagnfræðaprófi hleypti hún heimdraganum og hélt til bæjarins í atvinnuleit. Í þann tíma HRAFNHILDUR JAKOBSDÓTTIR ✝ Hrafnhildur(Stella) Jakobs- dóttir fæddist í Reykjavík 1. nóvem- ber 1928. Hún lést á Landspítalanum 30. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkj- unni 9. nóvember. var ekki heiglum hent að hefja langskólanám, eins og hugur Stellu hefur vafalaust staðið til. Þá voru engin námslán. Stella kynnt- ist Magnúsi, tilvonandi eiginmanni sínum, lífs- glöðum strák á síðari hluta 5. áratugarins, þegar síldin óð í sund- unum við Reykjavík. Þá var Reykjavík ver- stöð með ljúfa peninga- lykt. Stella flutti nú fljótlega inn á heimili foreldra okkar, og sleppti ekki hendinni af Magnúsi upp frá því. Gengu þau í hjónaband skömmu síðar, hjónaband sem hefur enst í yfir 50 ár, enda hvorugt þeirra hjóna mátt af öðru sjá. Áður en börnin fjögur fóru að koma starfaði Stella hjá Landssímanum. Allir kostir, sem á þeirra tíma mæli- kvarða voru aðalsmerki góðra kvenna, prýddu Stellu. Hún var góð móðir, trygg og trúföst eiginkona og afburða góð og smekkleg húsmóðir. Stella var hvers manns hugljúfi í fjölskyldu okkar enda glaðleg og þægileg í allri umgengni. Aldrei heyrði maður Stellu baktala eða hæðast að nokkrum manni, eins og landlægt er hér hjá okkur mörlönd- unum. Líf Stellu og Magnúsar var ekki alltaf dans á rósum fremur en annarra af þeirra kynslóð á þessum oft erfiðu tímum. Í rúm fimmtíu ár hafa þau staðið saman í baráttunni og komið á legg fjórum mannvæn- legum börnum. Ég kyssti mágkonu mína að skiln- aði þar sem hún mókti á dánarbeðn- um og komst ekki hjá því að sjá fal- legu hringana sem prýddu hönd hennar sem hvíldi ofan á sænginni. Mikill harmur er nú kveðinn að fjöl- skyldu Magga og Stellu, en harmur og söknuður Magga þó mestur. En „það er tími til að lifa og tími til að deyja“. Fyrir hönd fjölskyldu minn- ar votta ég Magnúsi bróður mínum, fjölskyldu hans og systur Stellu inni- lega samúð okkar. Ingvi. Kæra mágkona, nú skilur leiðir í bili og kveð ég þig með þökk og virð- ingu eftir 55 ára vinskap. Blessuð sé minning þín. Guð gefi þér huggun Maggi minn og fjölskyldu þinni í sorg ykkar. Elín. Hún Stella er dáin. Þó að við vitum að þetta sé okkar allra leið að hverfa að lokum frá þessu jarðlífi er eins og það geti allt- af komið okkur á óvart og við erum einhvern veginn aldrei viðbúin þegar hoggið er skarð í ástvinahópinn. Elsku Stella mín, ég þakka þér öll árin sem þú vannst hjá mér í skól- anum svo trygg og trú og allt var í svo öruggum höndum hjá þér og um- hyggja þín fyrir mér og velferð skól- ans var svo einlæg. Ég reyndi líka að halda í þig eins lengi og ég gat og fékk þig tvisvar til að hætta við að hætta eins og þú manst. En þú sagð- ir alltaf „það kemur maður í manns stað“ og hlóst þínum smitandi hlátri. Nú ert þú ekki bara farin úr skól- anum heldur úr þessu jarðlífi og minningarnar hrannast upp a.m.k. frá því að ég var lítil stelpa á Lauga- veginum, þar urðum við „vinkonur“. Já, það voru alltaf sérstök tengsl á milli okkar frá því snemma í æsku minni; það var svo gott að koma til þín og tala við þig um allskonar mál sem hvíla á litlum telpum og þú gafst þér alltaf tíma til að tala við mig eins og ég væri fullorðin manneskja. Og eftir að ég varð ung manneskja og byrjaði lífið var líka gott að koma og tala við þig og trúa þér fyrir málum sem maður talar ekki um við alla. Að þú skyldir seinna á æviskeiðinu fara að vinna hjá mér voru vitaskuld for- réttindi sem ég er mikið þakklát fyr- ir. Aldrei bar skugga á okkar vin- skap né trúnað, þökk sé þér fyrir allt og allt. Kæra frændfólk, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Bára. Örfáar línur til að minnast tengdamóður minnar Hrafnhildar eða Stellu eins og hún var kölluð af öllum. Það eru allmörg ár síðan við kynntumst en það var svo í vor að Stella veiktist alvarlega og lést á krabbameinsdeild Landspítala 30. október síðastliðinn. Stella var amma brúna eins og yngsta dóttir mín kallaði hana. Hún var einstök manneskja, sjálfstæð og dugmikil. Allt sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún listavel. Hún var mikill listamaður í matargerð, saumaskap eða listmálun sem hún tók til við að læra fyrir ekki svo löngu. Nokkrar myndir hennar prýða heimili okkar. Það er notalegt til þess að hugsa að margs er að minnast og margar góð- ar samverustundir. Skíðaferðir þar sem allt gekk á afturfótunum. sum- arferðir, ferðir í bústað o.fl. o.fl. Ekki má gleyma jólunum. Jóladegi þar sem öll börnin og barnabörnin komu saman á heimili hennar og afa og snæddu jólamatinn hennar ömmu framborinn á glæsilegan hátt. Sumir sem voru innundir gátu pantað pláss í sófanum eftir matinn. Mig langar til að þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og okkur öll. Megi góður Guð geyma þig. Þinn tengdasonur, Benedikt Einar. þegar smalastúlkan gekk inn í hulduheima, úr dimmum þokusudd- anum í leit að búsmala, og upplifði sólskinsbjarta aldingarða og fugla söng, að koma inn til Kristínar. Þá var maður ekki lengur staddur inn í miðri Reykjavík, heldur langt, langt í burtu í miðjum ævintýrum æsku- stöðva hennar í Vatnshlíð á Vatns- skarði í A.-Hún., þegar þær systur hún og Þurý, tóku sér ullar vött á hönd og fóru að veiða silungs brönd- ur í Botnalæk. Fyrst þurftu þær að grafa upp ósinn svo silungurinn gæti gengið í lækinn og nokkrum dögum seinna lágu þær á maganum við læk- inn og þreifuðu undir bakkann, gripu bröndurnar og komu oft held- ur hróðugar heim með fullar fötur í matinn. Svo renndu þær sér á skaut- um á ísilögðu vatninu. Pabbi þeirra setti á sig skautana á hlaðinu og renndi sér niður svelluð túnin niður á vatn og svo að vestur enda vatnsins til að gefa á beitarhús- unum. Það var um hálfrar annarrar stundar gangur vestur yfir Botna- staðafjall, til kirkju í Bólstaðarhlíð, til spurninga eða í skóla. Lengra var á böll niður í Varmahlíð, en þangað fóru þær nú oft ríðandi. Kristín fór líka oftast ríðandi að sækja kýrnar upp í Selhaga en þang- að sóttu þær mikið því þar er kjarni í grasi í tóftabrotunum. Með kúnum gekk þarfanautið, sem ekki var alltaf í blíðu skapi og átti það til að hnoða Mósa gamla. Hann lét sér ekki bregða mjög en var þó hálf illa við slíkar aðfarir. Svo var það Robbi, sem gelti að froðunni í vatnsborðinu, og þegar hann var orðinn gamall og átti að fara að reka fé með Kristínu var hann svo haltur, á öllum fótum og skælandi og átti svo bágt og hún kraup niður hjá honum og strauk honum og sagði að hann mætti fara heim. Þá spratt hann á fætur og þaut heim illa þjáður af heyrnarleysi, þegar Stína skipaði honum til baka. „Auminginn“ sagði Kristín eftir söguna með angurværð og hlýju í róm. Kristín var snilldar sagnakona. allar sögur, sem hún sagði, voru gæddar hennar eðlislægu glettni blöndnu hlýju og kærleika til alls, sem er. Hvort sem hún sagði frá blindfullum róna, er ruddist með hótunum inn á heimili hennar eða álftunum sem hreiðruðu sig við vatn- ið. Einnig gat maður gengið inn í ið- andi líf heimsmenningarinnar í Grænuhlíð 14. Þar komu oft skáld og rithöfundar, leiklistar, og tónlistar- fólk. Sjálf settist hún oft við píanóið eða með gítarinn og sló strengi og fékk gesti til að syngja með og söng líka oft til að radda. Kristín var haf- sjór af tækifærisvísum, kvæðum og lögum og óðara en hún heyrði kvæði var hún búin að finna lag sem pass- aði við. Líklega gat Kristín ekki reiðst. Hún átti það til að segja, ef hún heyrði um einhver hrópleg rangindi, að hún væri alveg fjúkandi vond, en ekki hvarf þó hlýjan og glettnin úr svipnum og þegar hún sá að enginn tók hana alvarlega, sagði hún „nei í alvöru ég er reið, þetta er ekki hægt,“ svo tók hún upp léttara hjal. Þessi milda glettni Kristínar virðist hafa erfst til allra hennar afkom- enda. Foreldrar Kristínar, Herdís Grímsdóttir frá Syðri- Reykjum í Biskupstungum, fínleg kona og fríð sýnum og Pétur Þ.Guðmundsson frá Vatnshlíð, bjuggu rausnar búi í Vatnshlíð. Þar var mikil snyrti- mennska og myndarbragur á öllu, úti sem inni. Tildæmis átti Pétur aldrei fleiri hross en svo að hann gæti tekið þau öll inn á gjöf að vetri, sem hann og gjörði alltaf og máva- stellið hennar Herdísar var oft flutt á klakki, vel inn pakkað, niður í sveitir því oft var það lánað á bæi er mikið stóð til. Mávastellið það er enn til og vantar engann hlut í. Herdís var lærð saumakona, sem kom að sunnan til að vinna við saumaskap. Margir fóru um hlað í Vatnshlíð og þar var engum synjað um húsaskjól. En föt þeirra sem þekktir voru af að bera með sér óværu, þvoði Herdís gjarna að kvöldi og skilaði þurrum að morgni. Sængurföt voru alltaf þvegin er ferðamaðurinn var farinn. Snyrtimennska Vatnshlíðarfólks- ins var vel þekkt, eins og eftirfarandi saga ber með sér. „Tveir vinnumenn, annar frá Vatnshlíð voru á ferð á Vatnsskarði og sótti þá þorsti. Er þeir komu að polli er skartaði hrossataðs hrúgu í miðju lagðist annar niður og svalg en Vatnshlíðar vinnumaðurinn vildi ekki drekka úr pollinum. Varð þá hinum að orði „þú hefur lært bölvaðan tepruskapinn af Vatnshlíðar pakkinu“. Pétur í Vatnshlíð var hávaxinn maður og beinn í baki, teinréttur til hinstu stundar. Hann varð 99 ára gamall, organisti og kenndi mörgum á orgel. Er þau hjón brugðu búi og fluttust á Sauðárkrók flutti Kristín alfarin til Reykjavíkur og átti þar heimili síðan. Árið 1965 fór Kristín á sjóinn og gerðist skipsþerna og ölduna steig hún svo þar til hún var sjötíu og tveggja ára. Einu sinni varð henni þó fótaskortur, er hún var á leið upp brattan stiga með matarbakka í höndum. Þá var skipið statt í Reykjanesröst og fékk á sig hnút. Kristín hélt sér ekki í og féll niður og brotnaði illa. En aftur fór hún á sjó- inn og sagðist vera fæddur sjóari. Þó Kristín væri komin undir ní- rætt, var ekki mikið mál að gefa fólki að borða. Ef gesturinn var ungur og sprækur og bauðst til, þótti henni ágætt að fá ýmislegt smálegt frá Bjössa, sem verslaði í Suðurveri. Hún hélt mikið upp á Bjössa, sem reyndist henni vel. Alltaf lagði hún á borð inni í stofu og skreytti bæði borð og mat. Sumir, sem ná háum aldri, eins og daga uppi. Vinir og kunningjar deyja frá þeim. Þannig var það ekki með Kristínu. Hjá henni endurnýjaðist vinahópurinn alltaf sjálfkrafa því hún var alltaf sí- ung og vinsæl. Ekki eru margar vikur síðan Kristín var í heimsókn norður á Ak- ureyri og sat þá og spilaði á gítar fram á nótt. Fram á síðasta dag gekk hún upp hin mörgu bröttu þrep, upp á 3. hæð í íbúð sína, hnarreist, rösklegum skrefum. Þannig gekk hún alltaf. Það eðlilegasta af öllu sem til er er dauðinn. Það væri vanþakklæti að vera ekki glaður fyrir hönd kærs vinar er nær 88 ára aldri við góða heilsu og aldeilis óbilaða hugsun og fær svo að fara fljótt og sársauka- laust, en samt – það er mannlegt að sakna og skarð eftir Kristínu verður ekki fyllt. Kristín kenndi mér vísu, sem ég man ekki eftir hvern er eða til hvers er ort en engan á hún betur við en Kristínu: Alltaf flý ég í þitt skjól undan éli og skuggum, það er eins og sífelld sól sé í þínum gluggum. Er þetta ekki fallegt sagði Kristín. Þór Sigurðarson. Þegar ég kom á fæt- ur laugardaginn 13. október sl. og leit út um gluggann hafði náttúran breytt um svip frá deginum áður. Jörðin var orðin alhvít. Sölnuð laufin sem þakið höfðu grasflötina sunnan við húsið kvöldið áður sáust ekki leng- ur. Þau voru hulin hvítri blæju. Birkitrén og mispillinn stóðu ber í næðingnum. Veturinn var tekinn að minna á veldi sitt og hina eilífu hringrás náttúrunnar. GÍSLI INGIMUNDARSON ✝ Gísli Ingimund-arson fæddist á bænum Hvamms- dalskoti í Saurbæjar- hreppi í Dalasýslu 3. október 1923. Hann lést á líknardeildinni í Kópavogi 12. októ- ber sl. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna fimmtudaginn 18. október. Stundu seinna þegar ég leit í Morgunblaðið sá ég að góðvinur minn og fyrrum sveitungi hafði látist daginn áð- ur. Hann hafði um nokkurt skeið kennt þess sjúkdóms sem lagði hann að velli. Gísli Ingimundarson var frá gamla kirkju- setrinu Hvoli í Saur- bæjarhreppi í Dala- sýslu. Þar lifði hann bernsku sína og þar átti hann heima langt frameftir ævi. Sumir ganga gegnum lífið með hávaða og fyrirgangi, aðrir með hæglæti og prúðmennsku, nánast án þess að eftir þeim sé tekið. Þeir skila dagsverki sínu af trúmennsku og samviskusemi, vel látnir af sam- ferðamönnum og án óvildarmanna. Slíkrar gerðar var Gísli á Hvoli eins og hann var gjarnan kallaður af vin- um og kunningjum. Fermingarárið varð hann fyrir þeirri lífsreynslu að missa föður sinn. Uppfrá því varð hann stoð og stytta móður sinnar við búrekstur- inn og uppeldi yngri systkina. Var til þess tekið í sveitinni hversu vel það fórst honum úr hendi. En mikil var sú ábyrgð sem lögð var á ungar herðar. Seinna meir þegar yngri systkinin voru vaxin úr grasi flutti fjölskyldan suður eins og kallað var. Þar starfaði Gísli lengi hjá Olíufé- laginu Esso í Borgartúni og eign- aðist þar marga kunningja úr hópi samstarfsmanna og viðskiptavina. Eins og víðast til sveita á fjórða áratugnum var lífsbaráttan í Saur- bænum erfið. Mikið var unnið. Vél- væðingin var almennt ekki komin. Það bjargaði þó miklu fyrir unga manninn sem orðinn var fyrirvinna hjá móður sinni að á Hvoli voru vél- tækar engjar. Ingimundur hafði ráðist í að kaupa hestasláttuvél áð- ur en hann féll frá. Létti það vissu- lega undir við heyskapinn. En lífið var ekki eingöngu strit og púl. Á unglingsárum Gísla var margt ungt fólk í Saurbænum. Þar var líflegt ungmennafélag og íþrótt- ir stundaðar af kappi, einkum knattspyrna. Gísli þótti liðtækur miðvallarspilari eins og það er kall- að nú til dags. Tvö sumur dvaldi skoski presturinn Róbert Jack í Saurbænum og kenndi knatt- spyrnu. Hann var á ungaaldri landsliðsmarkvörður Skota. Á mót- um ungmennafélaganna á Laugum keppti Gísli árum saman og vann til verðlauna. Án efa munu margir eldri Saurbæingar minnast Gísla fyrir hve góður klettamaður hann var. Í Saurbænum eru há fjöll og brött með syllum og grasgeirum sem sauðkindin sækir í og lendir þá stundum í sjálfheldu. Þegar slíkt gerðist var ekki ónýtt að hafa við höndina mann sem var óragur við klettana og laginn að ná þaðan kindum. Við Gísli vorum æskufélagar úr sveitinni, jafnaldrar og nánast ná- grannar. Síðan skildu leiðir eins og gengur og hvor fór sína leið. Kynni okkar endurnýjuðust síðustu árin að ég hygg báðum til ánægju. Við hjónin nutum ómetanlegrar aðstoð- ar hans mörgum sinnum. Þær voru margar ferðirnar haust og vor að Flúðum við flutning og frágang á hjólhúsi okkar hjóna. Fyrir það allt og ótalmargt fleira viljum við þakka nú þegar leiðir skilja. Kristján Benediktsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.