Morgunblaðið - 10.11.2001, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 10.11.2001, Blaðsíða 63
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 63 Sölusýning - sölusýning á nýjum og gömlum, handhnýttum austurlenskum gæðateppum á Grand Hóteli við Sigtún gsm 861 4883 Ný sending af teppum á mjög góðu verði 10% staðgreiðsluafsláttur Í dag, laugardag 10. nóv. kl. 12-19 og á morgun, sunnudag 11. nóv. kl. 13-19 MÉR er ljúft að fjalla lítillega um erindi sem Gísli Óskarsson bar upp í stuttu bréfi til blaðsins á sunnudag- inn. Helsta umkvörtunarefni hans var að dýrara væri að fljúga héðan frá Íslandi til Bangkok en bæði frá Seattle og Brussel. Um það þarf ekki að fjölyrða því þó Gísli fari rangt með flugtíma, verð, breytinga- gjald og beri saman ólíka hluti þá er það rétt hjá honum; það er hægt að finna ódýrari fargjöld frá þessum borgum. En er samanburðurinn sann- gjarn? Þessar milljónaborgir eru annars vegar ein helsta miðstöð stjórnmála og viðskipta í Evrópu og hins vegar ein helsta samgöngumið- stöðin milli Asíu og Norður Amer- íku. Þeir sem ekki búa í heimsborg- unum þurfa allir greiða eitthvað fyrir að komast þangað. Við Íslend- ingar hikum sjaldan við að bera flugsamgöngur hér samann við það sem best gerist í London, París eða New York (eða Seattle eða Brussel). Hollt væri stundum að bera okkur saman við ámóta fámenna staði og afskekkta. Hvernig eru t.d. flugsamgöngur frá Þrándheimi í Noregi eða St. Johns á Nýfundnalandi, en þær eru báðar um 150 þúsund manna borgir í drjúgri fjarlægð frá stórborg? Það eru næstu „sambærilegir markaðir“ við Ísland til austurs og vesturs. Frá þessum stöðum er hreint ekki þægilegra og ódýrara að komast til Bangkok en héðan. Frá Reykjavík er reglulegt áætlunarflug til Óslóar, Kaupmannahafnar, Stokkhólms, Amsterdam, Parísar, Frankfurt, London, Glasgow, New York, Bost- on, Minneapolis, Baltimore og Or- lando. Frá Þrándheimi er flogið til Kaupmannahafnar auk innanlands- flugs. Sömu evrópsku samkeppnisregl- ur gilda hér á Íslandi og í nágranna- löndunum, en þær þýða að öllum flugfélögum er frjálst að fljúga milli Íslands og annarra landa en engu ber skylda til þess. Valið er frjálst líkt og hjá farþegunum. Flugleiðir nýta þetta frelsi til að bjóða Íslend- ingum hagkvæmar flugsamgöngur allt árið. Aðrir gera það ekki. Í fluginu gilda lögmál framboðs og eftirspurnar og Flugleiðir reyna eins og önnur fyrirtæki stöðugt að finna rétta meðalveginn í verð- lagningu – að hafa verðið nægilega lágt til að laða fólk að þeirri þjón- ustu sem fyrirtækið býður, en nægi- lega hátt til að greiða útlagðan kostnað. Verðið tekur því breyting- um frá einum tíma til annars en meðalverð fargjalda hjá Flugleiðum hefur lækkað mjög á undanförnum árum á meðan kostnaður hefur hækkað. Sjálft flugið verður stöðugt lægra hlutfall af ferðakostnaði fólks, eins og allir þekkja. Ísland er mikilvægasti markaður Flugleiða, en samt eru Íslendingar minnihluti þeirra 1,5 milljóna far- þega sem Flugleiðir flytja árlega. Starf félagsins á alþjóðavettvangi skapar meirihluta tekna þess og er sá grunnur sem stendur undir mik- illi tíðni ferða til og frá Íslandi. Til að sýna hversu ótrúlega vel við Ís- lendingar stöndum þegar kemur að flugsamgöngum vil ég biðja Morg- unblaðið að birta mynd þar sem bor- ið er saman umfang flugrekstrar í Evrópulöndum. Hún segir allt sem segja þarf um það afrek sem starfs- fólk Flugleiða hefur unnið á und- anförnum árum og áratugum við að byggja upp þessa atvinnugrein – og um leið ánægjulega sögu um að landsmenn kjósa að skipta við okk- ur. En því miður segir hún einnig hvers vegna samdráttur í flugi og ferðaþjónustu í kjölfar hryðjuverk- anna getur haft miklu alvarlegri af- leiðingar fyrir Ísland en önnur lönd Evrópu. Við höfum svo langtum meiru að tapa en aðrir. GUÐJÓN ARNGRÍMSSON, upplýsingafulltrúi Flugleiða. Um Flug- leiðir Frá Guðjóni Arngrímssyni: C1/'&6>)1 !0!) ##!0 ,!BBB 9 *// 7-66 #$ 9 6 #$ " 16 #$ "6%&  ''6 #$ ' #$# *& ./1. &' +0## 4L/' 6 #$ 91 6& *+! !$ *-   *./0, *1 /  , *# ) 12) 3 #04, *- $ , *1 + 5$, *-1-, *1  1! $ , *-6   */ , *1! ! , FIHGB!')!0!) ## AIAD!')!0!) ## HIEDE!') DIBE3!') I33E!') IEG3!') IA3E!') IAG!') IF!') IG3!') IG!') AE3!') 9 *+! 7! , 6-%# !/C1/'&6>)1 !0!* #!&8? ! &'/ Á ALÞINGI okkar eru nú of fáir menn sem vilja breyta þjóðfélaginu, og of margir sem vilja breyta sínum eigin aðstæðum. Þú hefur sýnt það á þínum þingmannsferli að þú vilt breyta þjóðfélaginu, og það í átt til frelsis. Þín kynslóð er alin upp í landi þar sem beinasta leiðin að auði hefur verið í gegnum einhverskonar for- réttindi, svo sem innflutningsleyfi, hermang, apótekaraleyfi og gjafa- kvóta. Fáir hafa þó saknað þeirra forréttinda sem afnumin hafa verið. Núna, undir lok þíns þingmanns- ferils, hefur þú loks tækifæri til að gera tilraun til að afnema seinustu foréttindin, gjafakvótann. Þú ert frumkvöðull, stofnandi Kaupþings, og veist að í frjálsum löndum eins og Bandaríkjunum eru það slíkir menn sem keyra áfram hagvöxt. Engir frumkvöðlar komast inn í útgerð á Íslandi nú. Það er mikil fórn því Ísland er þó eitt af fáum löndum í heiminum þar sem útgerð er eitthvað annað og meira en tóm- stundagaman. Nýliðar væru líkleg- astir til að gera þá miklu þekkingu sem hér er til staðar að útflutnings- vöru. Að óbreyttri stjórnarskrá mun ekki vera hægt að færa eignarhald gjafakvótans varanlega til handhafa hans, það hefur Hæstiréttur stað- fest. Í kerfi gjafakvótans mun út- gerðin því sífellt búa við þá óvissu að næsta ríkisstjórn taki af þeim gjafa- kvótann. Það gerir alla útgerð mun óhagkvæmari. Það er til lausn á þessum vanda. Með fyrningarleið opnast útgerð fyr- ir nýliðum og óvissa minnkar stór- lega, því næsta ríkisstjórn mun ekki geta tekið kvóta sem leigður hefur verið á markaði. Þetta mun stórlega auka hagkvæmni í rekstri. Samkvæmt stjórnarskrá ert þú sem þingmaður aðeins bundinn af þinni sannfæringu. Við sem kusum þig, og það sem þú stendur fyrir, vit- um hver hún er. Því spyr ég. Hvort verður að víkja, stjórnarskráin eða samþykkt lands- fundar Sjálfstæðisflokksins? Og, hvernig mun sagan dæma gjafakvót- ann? Hvernig mun sagan dæma þig? GUÐMUNDUR ÖRN JÓNSSON, Laugalind 1, Kópavogi. Opið bréf til Péturs Blöndal Frá Guðmundi Erni Jónssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.