Morgunblaðið - 14.11.2001, Side 2
FRÉTTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isKristján leitar réttar síns
eftir uppsögn/C1
Stoke City steinlá
fyrir Wigan/C2
4 SÍÐURBÆKUR
SÉRRIT MORGUNBLAÐSINS UM BÆKUR miðvikudagur 14.nóvember2001
Myndin af skáldinu
Freysteinn
Jóhannsson
ræðir við
Jóhann
Hjálmarsson
GANGANDI ÍKORNI kom út
árið 1987 og var fyrsta prósaverk
Gyrðis Elíassonar sem þá hafði
sent frá sér fimm ljóðabækur og
skipað sér í flokk athyglisverðustu
ljóðskálda á Íslandi. Með Íkornan-
um varð ljóst að Gyrðir var ekki
síðri prósahöfundur en ljóðskáld
og nú þegar hann sendir frá sér
framhald þessa fyrsta prósaverks
telur höfundarverk hans níu prósa-
verk auk margra ljóðabóka.
Í skáldsögum sínum og smásög-
um hefur Gyrði tekist að skapa
sérstæðan heim sem gaman er að
ferðast um. Innbyrðis tengsl bóka
hans eru sterk; á myndmálssviði
þeirra hljóma endurtekin stef og
víða bregður fyrir kunnuglegum
myndum og aðstæðum sem eru líkt
og bergmál úr öðrum verkum
hans, en einn mesti galdur Gyrðis
er að lesandi fær sjaldan á tilfinn-
inguna að höfundur sé að endur-
taka sig, heldur þvert á móti lifnar
þessi „sérheimur“ á nýjan hátt í
hverju nýju verki, stækkar og
þéttist. Höfundareinkenni Gyrðis
eru svo sterk að dyggum lesanda
hans líður óðara vel í hverju nýju
verki, að minnsta kosti ef hann hef-
ur látið heillast af veröld hans á
annað borð.
Í nýju skáldsögunni, Næturlukt-
inni, tekur Gyrðir upp þráðinn þar
sem honum sleppti í lok Gangandi
íkorna. Þau fjórtán ár sem skilja
verkin að í tíma má helst merkja af
fágaðri stíl. Órjúfanlegt samhengi
og samfella er á milli bókanna
tveggja. Reyndar mæli ég með að
lesendur Næturluktarinnar end-
urnýi kynnin (eða frumlesi) Gang-
andi íkorna áður en þeir byrja á
seinni bókinnni (bækurnar eru
báðar tiltölulega stuttar og fljót-
lesnar) því bergmálið á milli bók-
anna er mikið og hvor bókanna
dýpkar og víkkar út heim hinnar.
Báðar bækurnar skiptast í tvo
hluta og mætti lýsa því þannig að
fyrri hlutinn gerð-
ist í mannheimi en
sá síðari í heimi
dýranna. Hér er þó
ekki um að ræða
heim dýranna eins
og hann kemur
okkur fyrir sjónir í
raunheimi eða
dýralífsmyndum –
heldur öllu fremur
er hér um að ræða
þann dýraheim sem
mætir okkur gjarn-
an á síðum barna-
bóka: dýrin hafa
„mannleg“ ein-
kenni og samskipti
þeirra minna á samskipti fólks
blandað ýmsum kunnum þáttum
úr áðurnefndri veröld barnabóka.
Greinilegar tilvísanir eru til barna-
bóka í sögu íkornans, en sú sem
fyrst kemur upp í hugann á við
verkið allt: sagan um drenginn
Sigmar sem „dettur inn í“ heim
dýranna minnir á söguna af stúlk-
unni Lísu sem datt um kanínuholu
niður til Undralands, en sú líking
nær reyndar ekki langt
því heimur Undralands
Lísu er af allt öðrum
toga en dýraheimur
Sigmars.
Í fyrri hluta beggja
bóka er frásögnin lögð í
munn Sigmars sem er í
fóstri hjá hjónunum
Björgu og Ágústi ein-
hvers staðar uppi í
sveit. Ekki er ljós hver
tengsl hans eru við
hjónin, en hann virðist
að einhverju leyti hafa
verið tekinn í fóstur til
að fylla skarð drengs-
ins sem er „horfinn“ og
hefur að öllum líkindum verið son-
ur Bjargar og Ágústs. Við fáum
litlar upplýsingar um Sigmar í
fyrri bókinni, en skynjum einsemd
hans sterkt og þótt frásögn hans sé
látlaus lýsing á hversdagssýsli
hans þá hefur textinn sterka undir-
öldu sem kemur einmanaleika og
vanlíðan drengsins vel á framfæri.
Í Næturluktinni fáum við aðeins
meiri upplýsingar um hann,
Endalok íkornans?
BÓKMENNTIR
Skáldsaga
Næturluktin
Eftir Gyrði Elíasson. Mál og menning
2001, 117 bls.
Gyrðir Elíasson
Ný skáldsaga Vigdísar
Grímsdóttur nefnist Frá
ljósi til ljóss.
Í kynningu segir m.a.:
Meginstef sögunnar er
hin sígilda leit mann-
eskjunnar að ástinni og
hamingjunni, og sú leit
getur tekið á sig ýmsar
myndir í flóknum heimi
þar sem ekkert er gefið.
En leit höfundarins að leiðum til að tjá
margbreytileika lífsins og afhjúpa óvænt
sjónarhorn er ekki síður forvitnileg og
kemur sífellt á óvart.“ Þetta er létt og leik-
andi saga um nútímafólk þar sem allir eiga
sér sín leyndarmál, óskir og drauma. En
undir niðri togast andstæðurnar á, sann-
leikurinn og lygin, lífið og dauðinn. Vigdís
hefur sent frá sér fjölda skáldsagna, en
einnig smásögur og ljóð. Hún hefur hlotið
fjölda verðlauna og viðurkenninga og verk
hennar hafa verið þýdd og gefin út víða er-
lendis.
Útgefandi er Iðunn. Bókin er 196 bls.,
prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Verð:
4.480 kr.
Frá ljósi til ljóss
Vigdís Grímsdóttir
NÝ skáldsaga Ólafs Jó-
hanns Ólafssonar sem
nefnist Höll minning-
anna kemur út í dag hjá
Vöku-Helgafelli. Þetta
er saga Íslendings sem
hvarf að heiman um
dimma nótt frá fjöl-
skyldu sinni og vinum
og endaði sem einka-
þjónn hjá bandaríska
auðkýfingnum William
Randolph Hearst eftir fyrri heimsstyrjöld.
Höll minninganna er sjötta skáldsaga
Ólafs Jóhanns.
Í kynningu frá útgefanda segir: „Höll
minninganna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson er
frásögn um mannleg örlög, ást og að-
skilnað, einsemd og söknuð.“
Bókin er 324 blaðsíður að lengd. Ragnar
Helgi Ólafsson hannar kápu en bókin er
prentuð í Odda.
Höll minninganna
Ólafur Jóhann
Ólafsson
Teikning/Andrés
12 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Með Morgun-
blaðinu í dag
fylgir sérblað
um bækur sem
koma mun út
vikulega til jóla.
LÍNUBÁTURINN Núpur BA-69
var dreginn á flot síðdegis í gær. Að
sögn Sigurðar Viggóssonar, fram-
kvæmdastjóra Odda, sem gerir
Núp út, gekk mjög vel að ná bátn-
um á flot. Núpur er núna við
bryggju á Patreksfirði en skipið fer
væntanlega í slipp síðar í mánuðin-
um.
Það var varðskipið Ægir sem dró
Núp á flot á háflóði um kl. 18 í gær.
Eftir að skipið losnaði úr fjörunni
tók línubáturinn Vestri við og dró
Núp inn í höfnina á Patreksfirði.
Sigurður sagði að talsverður leki
hefði verið kominn að bátnum en
dælur hefðu haft vel undan. Menn
hefðu lagt áherslu á að fara varlega
og fleiri dælur væru tiltækar ef lek-
inn ykist. Hann sagði að unnið yrði
að því að þétta skipið betur, en síð-
an færi það í slipp þar sem
skemmdir yrðu kannaðar betur.
Sigurður sagði ljóst að Núpur
yrði frá veiðum í marga mánuði, en
botn bátsins er stórskemmdur og
sjór komst í vélina. Hann sagði að
ekki væri búið að útvega annað skip
til að veiða fyrir Odda, en Núpur
hefur verið kjölfestan í hráefnisöfl-
un hjá fyrirtækinu. Hann sagði að
búið væri að semja um löndun við
tvo nýja báta. Hráefni til vinnslu
væri því tryggt út vikuna.
Um 20 manns hafa að jafnaði
unnið að því að þétta göt sem komið
hafa á botn bátsins frá því hann
strandaði á laugardag. Þegar mest
var unnu um 30 manns að björg-
unaraðgerðum. Sigurður sagði að
víða hefði verið erfitt að koma log-
suðutækjum að og hefði m.a. þurft
að brjóta steypu upp úr botninum
til að auðvelda logsuðumönnunum
starfann. Þar sem þeir komust ekki
að hefði verið steypt í nokkur hólf.
Morgunblaðið/Sigurbjörn
Ægir dró Núp á flot á háflóði í gær. Eftir að skipið losnaði úr fjörunni
tók línubáturinn Vestri við og dró Núp inn í höfnina á Patreksfirði.
Núpur dreg-
inn af strand-
stað í gær
LITLU munaði að kviknaði í íbúðar-
húsinu á Kvígsstöðum í Borgarfirði í
fyrradag þegar háspennu leiddi inn í
rafmagnsofn sem skemmdist, en við
það kviknaði í gólfteppi. Miklar raf-
magnstruflanir hafa verið á Vestur-
landi síðustu tvo daga og var sum-
staðar rafmagnslaust í sólarhring.
Ástæða rafmagnstruflananna er
að mikil selta hefur sest utan á raflín-
ur og spennivirki. Situr seltan á ein-
angrun og logar yfir með þeim afleið-
ingum að rafmagn fer af línum. Eina
leiðin til að koma í veg fyrir útslátt á
línum er að þvo seltuna af spennum
en það er seinlegt og erfitt verkefni.
Sigurður Ingi Leifsson frá Kvígs-
stöðum sagði að það hefði verið til-
komumikið að fylgjast með þegar
línurnar leiddu út. Það hefði verið
eins og stjörnuljós eða eldingar væru
á ferð. Hann sagði að aðkoman á
Kvígsstöðum hefði hins vegar ekki
verið skemmtileg þegar hann kom
heim í fyrradag. Þá hafði háspenna
farið inn í húsið. Rafmagnsofn hafði
skemmst en við það hafði kviknað í
teppi á gólfinu. Eldur hafði hins veg-
ar slokknað af sjálfu sér. Sigurður
Ingi sagði að miðað við hvað teppið
væri mikið brunnið væri það með
ólíkindum að eldurinn skyldi ekki ná
sér á strik. Þá væri hann ekki að leita
sér að nýju teppi á gólfið í dag heldur
að leita sér að nýju húsnæði.
Sigurður Ingi sagði að tjón hefði
orðið á rafmagnstækjum víðar í
Borgarfirði í gær. T.d. hefði sprung-
ið út úr rafmagnstöflu á Heggstöð-
um, sem er næsti bær við Kvígsstaði.
Skemmdir í tengivirki
á Vatnshömrum
Miklar annir hafa verið hjá starfs-
mönnum RARIK á Vesturlandi síð-
ustu daga. Þeir unnu allan mánudag-
inn við að þvo seltu af staurum og
spennum, en rétt fyrir miðnætti
sprakk 66 kw eldingarvari í tengi-
virkinu á Vatnshömrum með þeim
afleiðingum að rafmagn fór af öllu
Vesturlandi og komst ekki á aftur
fyrr en klukkan tvö um nóttina.
Vinnuflokkar frá RARIK unnu
sleitulaust í fyrrinótt við að koma
rafmagni aftur á dreifilínur í Borg-
arfirði.
Björn Sverrisson, umdæmisstjóri
RARIK á Vesturlandi, sagði að þessi
bilanatörn væri búin að vera mjög
erfið enda langt síðan eins mikil selta
hefði borist inn á landið. Síðdegis í
gær hefðu flestallir bæir verið komn-
ir með rafmagn. Þrír eða fjórir staur-
ar við Grundarfjörð hefðu brunnið en
gert hefði verið við til bráðabirgða.
Hann sagði að eftir væri að kanna til
fullnustu tjónið sem varð í tengivirk-
inu á Vatnshömrum en flest benti til
að það væri verulegt.
Truflanir hafa orðið á rafmagni
vegna seltu víðar á landi. Erfiðleikar
voru bæði á Vestfjörðum og Suður-
landi. Í gær fór að rigna og er vonast
eftir að við það dragi úr vandræðum
af völdum seltu.
Áfram rafmagnstruflanir á Vesturlandi í gær vegna seltu
Litlu munaði
að eldur kæmi
upp í húsi
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í
gær að verða við tilboði Mannrétt-
indadómstóls Evrópu um að skila
inn greinargerð vegna málflutnings
Sophiu Hansen en Mannréttinda-
dómstóll Evrópu ákvað hinn 18.
október sl. að taka kæru Sophiu á
hendur tyrkneska ríkinu til fyrstu
skoðunar. Ákvörðun um framhald
málsins verður síðan tekin á grund-
velli þeirrar skoðunar.
Björg Thoroddsen, skrifstofu-
stjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir
það fastan lið í málsmeðferð Mann-
réttindadómstólsins að bjóða
stjórnvöldum í heimalöndum máls-
aðila að senda inn greinargerð um
mál sem tekin eru til efnismeð-
ferðar. Greinargerð íslenskra
stjórnvalda þarf að berast til dóm-
stólsins fyrir 11. desember.
Samkvæmt upplýsingum Bjargar
kærði Sophia tyrknesk stjórnvöld
fyrir það árið 1997 að fullnægja
ekki 8. grein mannréttindasátt-
málans þar sem kveðið er á um
verndaða friðhelgi einkalífs, heim-
ilis og fjölskyldu. Þá segir hún
mörg fordæmi fyrir því að umrædd
grein sé túlkuð þannig að stjórn-
völdum beri að vernda rétt forræð-
islausra foreldra til að ungangast
börn sín.
Erindi Mannréttindadómstóls Evrópu
Tekur kæru Sophiu Han-
sen til fyrstu skoðunar
EKKERT bendir til annars
en að Flugleiðir haldi áætlun
og fljúgi til New York í dag
að sögn Guðjóns Arngríms-
sonar, upplýsingafulltrúa
Flugleiða. Flugi var aflýst á
mánudag eftir að flugvél Am-
erican Airlines fórst við JFK-
flugvöllinn í New York en
rúmlega 100 farþegar áttu þá
bókað far með umræddri vél
Flugleiða vestur um haf. Um
helmingur þeirra nýtti sér
boð Flugleiða um að fljúga
þess í stað til annarra áfanga-
staða í Bandaríkjunum, þ.e.
til Boston, Minneapolis og
Orlando. Hinir eru líklegir til
að fljúga með vél Flugleiða til
New York í dag. Ekkert áætl-
unarflug var til New York í
gær og því féll flug Flugleiða
til New York einungis niður á
mánudag vegna flugslyssins
við JFK-flugvöllinn.
Flugleiðir
Flogið til
New York
í dag
RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært
rúmlega tvítugan karlmann fyrir
birtingu og dreifingu á klámi með því
að hafa veitt almenningi aðgang að
heimasíðu sinni á Netinu.
Í ákærunni kemur fram að á síð-
unni sé að finna klámmyndir og
tengla inn á erlendar vefsíður þar
sem einnig er að finna klámmyndir.
Heimasíðan leit dagsins ljós í
ágúst í fyrra.
Málið var þingfest á mánudag en
hinn ákærði mætti ekki fyrir dóm-
inn. Brotið sem maðurinn er ákærð-
ur fyrir varðar sektum eða fangelsi
allt að sex mánuðum.
Ákærður fyrir
að veita að-
gang að klámi
ÓVÍST er hvort reynt verður að
ná hjólaskóflunni, sem rann út
af veginum um Kambanesskrið-
ur í fyrradag, á þurrt. Stjórn-
anda vinnuvélarinnar tókst að
kasta sér út úr vélinni augna-
bliki áður en hún steyptist niður
þverhnípi og hafnaði ofan í fjöru
um 120 metrum neðar.
Þór Konráðsson, einn af eig-
endum Arnarfells hf., sem á vél-
ina, var á leiðinni austur þegar
Morgunblaðið hafði tal af hon-
um í gær. Hann hugðist ásamt
fleirum kanna aðstæður og
leggja mat á hvort það svaraði
kostnaði að bjarga vélinni. Að-
stæður væru erfiðar undir
Kambanesskriðum og í raun
væri alls ekki víst að björgun
væri yfirleitt möguleg. Til lítils
væri að leggja í björgunaræfing-
ar ef þær leiddu aðeins til þess
að fleiri vinnuvélar skemmdust.
Lögreglan á Fáskrúðsfirði
taldi einnig ljóst að björgun yrði
erfið enda væri snarbratt fram í
fjöru á þessum stað. Þá gæti
reynst erfitt að koma böndum á
vélina enda flæddi sjór upp á
stýrishúsið og vélin stæði ekki á
þurru í fjöru.
Þorsteinn Ragnar Leifsson,
tvítugur starfsmaður Arnar-
fells, var við vinnu í hjólaskófl-
unni þegar hún drap á sér sem
varð til þess að hún fór að renna
stjórnlaust niður 40 metra langa
brekku neðan við veginn. Þor-
steinn slapp ómeiddur úr óhapp-
inu, en hann kastaði sér úr vél-
inni skömmu áður en hún fór
fram af brúninni.
Erfitt verður
að ná hjóla-
skóflunni
á þurrt