Morgunblaðið - 14.11.2001, Side 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Fyrirlestur um íslenska vita
Enn er talin
þörf fyrir ljós-
merki vitanna
EINHVER dulúð ogleyndardómur hef-ur lengi sveipað
vita hjúp sínum. Þessir út-
verðir á ströndum vekja
hvarvetna athygli, en
ástæður umræddrar dulúð-
ar kunna að vera af ýmsum
toga og eiga jafnvel rætur
að rekja til kvikmynda, en í
þeim hafa mörg myrkra-
verkin verið framin og vof-
ur dansað í vitum. Kristján
Sveinsson sagnfræðingur
hjá Siglingastofnun heldur
fyrirlestur í Sjóminjasafni
Íslands, Vesturgötu 8, í
Hafnarfirði í kvöld klukkan
20.30. Fyrirlesturinn nefn-
ir Kristján „Vitar og vita-
rekstur á Íslandi“ og er
hann í boði Rannsóknar-
seturs í sjávarútvegssögu og Sjó-
minjasafns Íslands. Öllum er
heimill aðgangur sem auk þess er
öllum að kostnaðarlausu. Morgun-
blaðið ræddi í vikunni við Kristján,
sem starfar nú við rannsóknir á
sögu vitamála á Íslandi á vegum
Siglingastofnunar.
Segðu okkur nánar frá efni fyr-
irlestursins?
„Ég mun fjalla nokkuð vítt og
breitt um uppbyggingu og þróun
íslenska vitakerfisins. Ég ætla að
segja dálítið frá byggingu fyrsta
vitans á Íslandi sem byggður var á
Reykjanesi árið 1878. Þeim vita
var einkum ætlað að leiðbeina
millilandaskipum, ekki síst póst-
skipinu, en fiskimenn við Faxaflóa
komust fljótt upp á lag með að not-
færa sér vitann og smám saman
efldist vitund þeirra um að þarna
væri komið mikilvægt öryggis-
tæki. Það leiddi til þess að útgerð-
armenn og sjómenn við Faxaflóa
komu upp smávitum á eigin vegum
og úr þessari viðleitni spratt svo
opinber vitastofnun síðar meir. Ég
mun svo greina frá því helsta sem
hún hefur fengið áorkað og einnig
minnast á mismunandi gerðir vita
og vitatækja.“
Hvenær fórst þú að garfa í vita-
málum og hvers vegna?
„Ég er búinn að vera að fást við
sögu íslenskra vitamála í tæp tvö
ár ásamt Guðmundi L. Hafsteins-
syni arkitekt, en hann fjallar um
byggingarlist í vitum og ýmislegt
sem snertir vitatækni. Ástæðan er
sú að Siglingastofnun Íslands, sem
nú hefur með vitareksturinn að
gera, áformar að gefa út bók um
vitana. Hún er nú langt komin.“
Hvað eru margir vitar við Ís-
landsstrendur?
„Siglingastofnun Íslands á og
rekur 104 vita. Því til viðbótar eiga
sveitarfélög einhvers staðar á milli
20 og 30 innsiglingarvita.“
Hvað veldur þeirri dulúð sem
vitum fylgir?
„Jú, sumum vitum að minnsta
kosti fylgir einhver dulúð og sama
má segja um vitavarðarstarfið.
Mér finnst líklegast að það stafi af
því hve afskekktir
margir vitar eru og dul-
úðin birtist bæði í nei-
kvæðum og jákvæðum
myndum. Til eru sögur
erlendis frá um drama-
tíska atburði á vitastöðum og ýms-
ar sögur ganga um vitaverði sem
hálfbrjálaða sérvitringa sem
hvergi þrífast nema úti í auðninni.
En ekki kannast ég nú við það hér
á landi. Geðfelldari dulúðarhjúpur
er sá sem tengist leiðsöguhlutverki
vitanna. Þeir eru leiðarljós, eðli
málsins samkvæmt og ætli vita-
verðirnir birtist þá ekki sem heim-
spekilega og trúarlega þenkjandi
ljósberar og mannvinir og vitinn í
hlutverki þess er vísar rétta leið.“
Erlendis eru víða gefnar út heilu
ritraðirnar um vita. Stefnir í eitt-
hvað slíkt hér á landi?
„Það veit ég nú ekki. Við ætlum
að koma út þessari bók sem ég
nefndi áðan og hugsum ekki til
annars. En það er tvímælalaust
hægt að búa til og gefa út margs-
konar efni um íslenska vita og
miklu meira en gert hefur verið
fram til þessa.“
Að hvaða leyti hefur hlutverk
vita breyst samfara breytingum á
leiðsögutækni?
„Árhundruðum saman voru vit-
ar og sjómerki nánast einu leið-
sögutækin. Það er gerbreytt nú á
tímum. Nú hafa skipstjórnarmenn
ratsjá, GPS, og ýmis önnur tæki.
Vitarnir eru því að sjálfsögðu alls
ekki eins mikilvægir og þeir eitt
sinn voru.“
Er fyrirsjáanlegt að vitar verði
óþarfir einn góðan veðurdag og
standi áfram sem fortíðartákn,
jafnvel sem söfn?
„Einn góðan veðurdag kannski
því vel má vera að radíó- og raf-
eindatæknin sem nú er beitt geri
vitana algerlega óþarfa. Enn er þó
talin þörf fyrir ljósmerki þeirra og
líklegt að það verði eitthvað áfram.
Já, ég tel fulla ástæðu til að sýna
vitunum sóma. Þeir eru
hluti af menningararfi
okkar og sumar vita-
byggingarnar eru sér-
stæðar og setja svip á
umhverfi sitt. Vonandi
verður fundin leið til að vernda þá
frá eyðileggingu í framtíðinni. Það
hefur gerst víða erlendis að vitum
hefur verið breytt í söfn og vafa-
laust væri hægt að gera það hér
einnig. Ég er á því líka að það
mætti laða ferðafólk að vitunum.
Það er víða alveg upplagt að gera
hlé á ferð sinni við vita, borða nest-
ið sitt og skoða vitann og umhverfi
hans.“
Kristján Sveinsson
Kristján Sveinsson fæddist á
Blönduósi 21. apríl 1960 og ólst
upp á Tjörn á Skaga. Kristján
varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Hamrahlíð vorið 1980
og lauk síðan B.A.-prófi í sagn-
fræði við Háskóla Íslands 1990 og
M.A.-prófi í sömu grein við HÍ
1996. Mag.art.-prófi lauk hann
svo við Árósaháskóla 1999. Síðan
1990 hefur hann ýmist starfað við
sagnfræði og ýmis ritstörf eða
numið hana. Fyrir háskólanámið
starfaði hann mest hjá Sjómæl-
ingum Íslands. Eiginkona Krist-
jáns er Anna Þórðardóttir, lög-
giltur endurskoðandi, og börn
þeirra tvö eru María og Eyvind-
ur, fædd 1984 og 1986.
Siglingastofn-
unin á og
rekur 104 vita
Þú verður að hætta þessu jólaföndri, húsbændur vilja fá
alvöru pappalöggur í hvern bát, góða.
Á FUNDI umhverfis- og heilbrigð-
isnefndar Reykjavíkur í síðustu
viku lagði Guðlaugur Þór Þórðar-
son fram fyrirspurn um framhald
slátrunar í sláturhúsinu á Hellu í
ljósi nýlegs úrskurðar Samkeppn-
isstofnunar um málefni Móa og
Reykjagarðs. Í bókun nefndarinnar,
sam samþykkt var samhljóða, seg-
ist nefndin lýsa furðu sinni á því að
Samkeppnisstofnun úrskurði að
slátrað skuli í húsi sem hafi verið
lokað af heilbrigðisástæðum.
Mikill árangur hafi náðst í bar-
áttunni við sýkingu í kjöti á mark-
aði. „Lokun sláturhússins á Hellu
er liður í að tryggja þann árangur,
sem náðst hefur enn frekar. Það að
samkeppnisyfirvöld fari fram á að
slátrun hefjist aftur í húsinu er
vægast sagt sérkennileg ráðstöfun,“
segir í bókun nefndarinnar.
Undrast úrskurð
Samkeppnisstofnunar
SJÓPRÓF vegna bilunarinnar í
togaranum Örfirisey verða haldin í
næstu viku.
Skipverjar á Snorra Sturlusyni
björguðu togaranum á síðustu
stundu frá því að reka upp í stór-
grýtta fjöru undir Grænuhlíð í mynni
Jökulfjarða á laugardagsmorgun.
Örfirisey liggur nú við bryggju í
Reykjavík en Rúnar Þór Stefánsson,
útgerðarstjóri Granda, bjóst við því
að togarinn héldi til veiða í kvöld.
Sjópróf í
næstu viku