Morgunblaðið - 14.11.2001, Síða 10
FRÉTTIR
10 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
PÁLL Pétursson (B) félagsmálaráð-
herra upplýsti á Alþingi í gær að
sama fyrirtækið hefði orðið uppvíst
að því að hafa ólöglega erlenda
starfsmenn við byggingu fjölbýlis-
húss í Kópavogi í síðustu viku og varð
uppvíst að því að hafa erlent verka-
fólk án atvinnuleyfis sl. vor í Gufu-
nesi. Sagði Páll að verkamennirnir,
allir frá Eystrasaltslöndunum, hefðu
komið hingað sem ferðamenn á veg-
um fyrirtækisins en það síðan leigt
þá út til verktaka við byggingu húss-
ins. Bætti hann því við að fyrirtækið
sætti nú rannsókn lögreglu.
Þetta kom fram í umræðu utan
dagskrár á Alþingi í gær um erlent
vinnuafl. Málshefjandi í umræðunni
var Guðrún Ögmundsdóttir (S). Hún
sagði aðeins einn anga þessa máls
snúa að atvinnuleyfum útlendinga,
miklu fremur væri ber sú staðreynd
að umrætt fólk hefði unnið baki
brotnu fyrir sultarlaun og greinilegt
væri að hluti launanna færi til und-
irverktakans. „Kerfið virðist vera
þetta,“ sagði Guðrún, „undirverktaki
leigir þá út, sér þeim fyrir húsnæði,
skammtar þeim laun sem leigutakinn
greiðir útleigjandanum en ekki fólk-
inu sjálfu og þá veltir maður því fyrir
sér hvort þeir nái 50% af þeim laun-
um sem þeir eiga að fá,“ sagði Guð-
rún.
Endurskoða reglur
um atvinnuleyfi
Hún sagði að hér væri um háalvar-
legt mál að ræða sem ekki gæti geng-
ið. Mörg dæmi væru þess að fólk
væri ekki sjúkratryggt og hefði ekki
getað notið læknisaðstoðar þegar
þurfti.
Velti Guðrún því upp hvort endur-
skoða bæri þær reglur að atvinnu-
leyfi væri í höndum vinnuveitenda
sjálfra og lyti fremur miðlægri
vinnumiðlun sem starfi í nánu sam-
starfi við slíkar miðlanir í nálægum
löndum.
Þá benti hún á að mjög væri til
vansa í þessum málaflokki að at-
vinnuleyfi útlendinga heyrði undir
tvö ráðuneyti, þ.e. dómsmála- og fé-
lagsmálaráðuneyti, og ótal undir-
stofnana. Með því skorti á heildarsýn
og allt yrði þyngra í vöfum.
Páll Pétursson sagði að með til-
komu Schengen-samstarfsins væri
ekkert eftirlit lengur með komu fólks
innan svæðisins og því væri litlum
vandkvæðum bundið fyrir útlend-
inga að koma hér og hefja störf án at-
vinnuleyfis. Með því hætti þeir þó á
brottvísun af öllu Schengen-svæðinu.
Óréttlát samkeppnis-
staða fyrirtækja
Almennt má segja að innflutning-
ur ólöglegs vinnuafls erlendis frá hafi
verið fordæmdur af þeim þingmönn-
um sem tóku þátt í umræðunni, eink-
um þó þáttur þeirra atvinnurekenda
sem hefðu bágindi fólks með þeim
hætti að féþúfu.
Steingrímur J. Sigfússon (Vg)
sagði þannig brýnt að auka eftirlit
með aðbúnaði erlendra starfsmanna
þar sem litlar líkur væru til þess að
Íslendingar, fremur en aðrir, slyppu
við tilraunir til svartrar atvinnustarf-
semi.
Arnbjörg Sveinsdóttir (D) sagði
óþolandi fyrir erlent vinnuafl að það
nyti ekki leikreglna íslensks sam-
félags, varðandi launa- og trygginga-
mál. Þá væri óviðunandi sú óréttláta
samkeppnisstaða fyrirtækja sem
stunduðu það að ráða til sín vinnuafl
sem ekki nyti fullra réttinda á ís-
lenskum vinnumarkaði gagnvart
þeim fyrirtækjum sem ræktu skyld-
ur sínar.
Umræða á Alþingi um erlent vinnuafl án atvinnuleyfis á Íslandi
Ekki sjúkra-
tryggt og á
sultarlaunum
Morgunblaðið/Þorkell
Karl Matthíasson, Svanfríður Jónasdóttir og Katrín Fjeldsted fylgdust með umræðum á Alþingi.
GUNNAR
Smári Egilsson
hefur tekið við
ritstjórn
Fréttablaðsins
af Einari Karli
Haraldssyni
sem hyggst að
eigin sögn snúa
sér að öðrum
verkefnum.
Fréttastjórar
blaðsins eru áfram Pétur Gunnars-
son og Sigurjón M. Egilsson. Gunn-
ar Smári vann að undirbúningi
Fréttablaðsins sem kom fyrst út
23. apríl sl. og hefur síðan þá starf-
að sem fulltrúi útgefanda.
Einar Karl var spurður hvernig
starfslok hans hjá Fréttablaðinu
hefði borið að.
„Þegar útgáfa Fréttablaðsins
kom til var ég að vinna sem ráðgjafi
í almannatengslum. Kom ég sem
slíkur að því að undirbúa útgáfu
Fréttablaðsins. Síðan fannst mér
það áhugavert þegar það stóð til
boða að taka að mér ritstjórn og
reyna að framkvæma þessa tilraun.
Ég réð mig til sex mánaða í upphafi
og kom þar aðallega til áhuginn á
að reyna að koma þessu á legg
fremur en sannfæringin fyrir því að
þetta væri minn framtíðarvett-
vangur. Síðan, eins og komið hefur
fram, leiddist mér að fá ekki launin
mín um tíma en það verður vænt-
anlega leyst með góðum friði.“
Gunnar Smári rit-
stýrir Fréttablaðinu
Gunnar Smári
Egilsson
STURLA Böðvarsson (D) sam-
gönguráðherra mælti í gær fyrir
frumvarpi um breytingu á lögum
um loftferðir, en með því er brugð-
ist við þeirri gagnrýni og umræðu
sem spannst í kjölfar flugslyssins í
Skerjafirði fyrir rúmu ári.
Ráðherra gat þess að í kjölfar
skýrslu rannsóknarnefndar flug-
slysa um flugslysið sem varð í
Skerjafirði 7. ágúst 2000, hefði
hafist víðtæk umræða hérlendis
um flugöryggismál og stöðu þeirra
og ástand. „Ein af niðurstöðum
rannsóknarnefndarinnar laut að
því að brestir hefðu verið í skipu-
lagi þess flugrekstrar sem flug-
vélin sem fórst tilheyrði. Fram
kom að Flugmálastjórn teldi sig
ekki hafa yfir nægum úrræðum að
ráða til að eftirlit stofnunarinnar
bæri tilætlaðan árangur,“ sagði
hann og gat þess að bent hefði
verið á að stofnunin hefði í nokkr-
um tilfellum verið gerð afturreka
af dómstólum þegar fyrirsvars-
menn hennar hefðu leitast við að
koma í veg fyrir það sem þeim
virtist fífldirfska og glannaskapur
í flugi.
Verið að efla eftirlitsstarf
stofnunarinnar
„Með frumvarpi þessu er ætl-
unin að fjölga þvingunarúrræðum
stofnunarinnar og efla hana þann-
ig til eftirlitsstarfsins með það að
markmiði að auka flugöryggi,“
sagði ráðherrann ennfremur.
Hann lét þess getið að nýleg
hryðjuverk í fluginu ýti undir að
ákvæði laganna um flugvernd séu
styrkt, auk þess sem með frum-
varpinu sé lagt til að lögfest verði
ýmis ákvæði sem horfi til aukins
öryggis flugfarþega og almennings
á jörðu.
Í frumvarpinu er það nýmæli að
allir flugvellir og flugstöðvar á Ís-
landi verði leyfisskyld og sett und-
ir opinbert eftirlit Flugmálastjórn-
ar.
Varla afgreitt
fyrir áramótin
Í stuttri umræðu um frumvarp
samgönguráðherra kom m.a. fram
í máli Kristjáns L. Möller (S), að
barátta tvímenninganna Jóns
Ólafs Skarphéðinssonar og Frið-
riks Þórs Guðmundssonar, sem
misst hefðu ættingja sína í hinu
hörmulega slysi, hefði án nokkurs
vafa skilað sér í auknu öryggi ís-
lenskra flugfarþega og leitt til
þess að ýmir þættir í flugöryggi
hafi verið teknir til endurskoðun-
ar. Gat hann þess að frumvarp
ráðherra væri afar víðtækt og því
tæki tíma að afgreiða það í sam-
göngunefnd, ekki síst vegna þess
að gefa yrði fjölda aðila kost á því
að koma með athugasemdir við
frumvarpið eða einstakar greinar
þess. Hann taldi því ekki líklegt að
tækist að afgreiða það úr nefnd-
inni fyrir jólafrí eða áramótin.
Samgönguráðherra sagði af
þessu tilefni að þetta væru „ekki
góð skilaboð“ frá samgöngunefnd.
Þvert á móti sagðist hann leggja
mjög ríka áherslu á að frumvarpið
næðist að afgreiða fyrir jólin og
rannsókn erlendra aðila og lög-
reglunnar á flugslysinu í Skerja-
firði ætti ekki að þurfa að hafa
áhrif þar á. Taldi hann afgreiðslu
frumvarpsins ekki geta beðið og
hvatti samgöngunefnd til að hraða
vinnu sinni eftir kostum.
Stjórnarfrumvarp um loftferðir
Þvingunarúrræð-
um Flugmála-
stjórnar fjölgað
SIV Friðleifsdóttir (B) umhverf-
isráðherra sagði á Alþingi á mánu-
dag að íslenska ákvæðið í tengslum
við Kyoto-bókunina um losun gróð-
urhúsalofttegunda feli í sér 1,6 millj-
ónir tonna af koldíóxíði á ári í fimm
ár og ekkert vit hafi verið í öðru en
að samþykkja það. Gagnrýni kom
fram á undanþágu íslenskra stjórn-
valda og íslenska ákvæðið í máli
Kolbrúnar Halldórsdóttur (Vg).
Umhverfisráðherra sagði að „all-
ar þjóðir heims nema Vinstri grænir
og Samfylkingin“ hafi séð skynsemi
ákvæðisins og fallist á að það væri
umhverfisvænt með því að draga
hnattrænt úr losun gróðurhúsa-
lofttegunda.
Upplýsti ráðherrann að í framtíð-
inni muni tonnið verða selt á 1–2
þúsund krónur, þannig að íslenska
ákvæðið gefi svigrúm upp á 8–16
milljarða kr. á fimm ára tímabili.
„Við getum ekki selt það, en við
getum nýtt það í ákveðin verkefni
með ákveðnum takmörkunum,“
sagði Siv og og benti á að íslenska
ákvæðið væri ákaflega mikilvægt,
því heimsbyggðin kallaði nú á
endurnýjanlega orku sem við byggj-
um nú yfir.
Íslenska ákvæðið
við Kyoto-bókunina
Svigrúm upp á
8–16 milljarða
Þverpólitísk tillaga til þingsályktunar
Hjólreiðar verði
raunhæfur kostur
TÍU þingmenn úr öllum þingflokk-
um á Alþingi – allir þeir sem skipa
umhverfisnefnd Alþingis – hafa lagt
fram tillögu til þingsályktunar um
skipan nefndar um hönnun og
merkingar hjólreiðabrauta. Nefnd-
inni er ætlað að marka opinbera
stefnu í málefnum hjólreiðamanna
og hönnun og merkingar hjólreiða-
brauta í þéttbýli og dreifbýli. Tekið
verði tillit til hjólreiðamanna við
hönnun nýrra mannvirkja og stefnt
að því að hjólreiðar verði raunhæf-
ur kostur í samgöngumálum á Ís-
landi.
Ísólfur Gylfi Pálmason (B) er
fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Í
greinargerð með henni kemur fram
það markmið, að vekja athygli á
hjólreiðamönnum í umferðinni, en
einnig að auka öryggi þeirra og
fækka slysum.
„Hjólreiðar eru ódýr, skemmti-
legur og heilsusamlegur ferðamáti
og vinsæl fjölskylduíþrótt. Fjöl-
mörg dæmi eru um að fólk í þétt-
býli noti reiðhjól til þess að ferðast
milli áfangastaða og ef aðstæður til
hjólreiða væru betri væru þær mun
vinsælli,“ segir ennfremur í grein-
argerð með tillögunni. Þar kemur
einnig fram að um 16 þúsund reið-
hjól hafi verið flutt inn árlega til
landsins á síðustu ellefu árum, eða
um 176 þúsund reiðhjól til viðbótar
við þau sem fyrir voru. Tekið er
fram að of sjaldgæft sé að fyrirtæki
og stofnanir hafi sérstakar reið-
hjólagrindur við fyrirtæki sín þó að
það hafi batnað nokkuð á síðustu
árum. Sérstök athygli er vakin á
því að slíkar grindur séu ekki við
Alþingishúsið eða skrifstofur Al-
þingis.
Yfirlýsing frá
forseta Alþingis
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Halldóri
Blöndal forseta Alþingis:
Að gefnu tilefni skal tekið fram
að það er misskilningur að forsæt-
isnefnd Alþingis hafi beðið um
stjórnsýsluendurskoðun á Flug-
málastjórn. Hið rétta er að þing-
flokkur Samfylkingarinnar sendi
forsætisnefnd beiðni um slíka
stjórnsýsluendurskoðun í maí sl.
Forsætisnefnd tók erindi Samfylk-
ingarinnar fyrir á fundi sínum 20.
ágúst sl. og framsendi það Ríkis-
endurskoðun skv. 3. gr. laga nr. 86,
1997, um Ríkisendurskoðun.