Morgunblaðið - 14.11.2001, Síða 17

Morgunblaðið - 14.11.2001, Síða 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 17 Besti stuðningur húðarinnar T R Ú Ð U Á F E G U R Ð RÉNERGIE CONTOUR LIFT Í tilefni opnunar stórglæsilegrar HYGEU snyrti- vöruverslunar á 1. hæð í SMÁRALIND bjóðum við viðskiptavinum LANCÔME, þetta glæsilega veski að gjöf. Smáralind, sími 554 3960 Gjöfin þín Þegar þú kaupir tvær LANCÔME vörur, þar af eitt krem. SAMTÖK iðnaðarins hafa farið þess á leit við iðnaðar- og viðskiptaráð- herra að opinberum hlutlausum aðila verði falið að gera athugun á þróun munar á inn- og útlánsvöxtum ís- lenskra lánastofnana undanfarin átta til tíu ár. Þorsteinn Þorgeirsson, hag- fræðingur Samtaka iðnaðarins, segir í samtali við Morgunblaðið að SI óski eftir því að kannað verði hvort bank- arnir séu að gera út á óeðlilega hátt vaxtaálag, hugsanlega vegna minnk- andi samkeppni þeirra á milli. Að hans sögn hefur ráðherra tekið vel í beiðni Samtaka iðnaðarins. Samtök iðnaðarins nefna vaxta- mun og þjónustugjöld álagningu bankanna fyrir veitta þjónustu og telja þá þjónustu hafa hækkað í verði undanfarin misseri. „Miðað við þær tölur sem við höfum er ljóst að mun- ur á innláns- og útlánsvöxtum bank- anna hefur aukist verulega undan- farin misseri. Opinber gögn um hver hinn raunverulegi vaxtamunur er liggja ekki fyrir og slík gögn þarf að leggja fram,“ segir Þorsteinn. Í útreikningum sínum áætla Sam- tök iðnaðarins fyrrnefndan vaxtamun hafa aukist úr 3–4% í byrjun síðasta áratugar í um 8% nú. Grunnvextir í bankakerfinu eru þá dregnir frá meðalvöxtum al- mennra útlána. „Þar fyrir utan er vaxtamunur hérlendis sögulega hærri en í nágrannalöndum okkar. Eitthvað útskýrir það og við viljum vita hvað það er,“ segir Þorsteinn og bætir við að núverandi ástand sé erf- itt félögum í Samtökum iðnaðarins. „Við vitum að það eru einhverjar forsendur fyrir aukningu í vaxtaálagi síðustu misseri og það er þá vegna vaxandi áhættu í útlánum og hærri verðbólgu. Jafnframt eru vísbend- ingar um að sú samkeppni sem ein- kenndi bankakerfið fyrir nokkrum árum hafi minnkað. Það er vel þekkt að skortur á samkeppni getur leitt til óeðlilegra verðhækkana. Það sem við erum að biðja stofnanir á borð við Fjármálaeftirlitið eða Seðlabankann að kanna er hvort bankarnir séu að gera út á óeðlilega hátt vaxtaálag.“ Eftirfarandi er úr bréfi Samtaka iðnaðarins til iðnaðar- og viðskipta- ráðherra: „Samkvæmt þeim upplýsingum sem Samtök iðnaðarins hafa getað aflað sér hefur munur inn- og útláns- vaxta íslenskra lánastofnana aukist verulega og þóknanir fyrir veitta þjónustu hækkað að sama skapi á undanförnum misserum. Með öðrum orðum hefur álagning lánastofnana hækkað verulega. Okkur sýnist að þessi þróun hafi fylgt miklum vaxta- hækkunum hér innanlands en ber auk þess vitni um minnkandi sam- keppni á þessu sviði. Hagræðing vegna aukinnar tækni og samþjöpp- unar í fjármálaþjónustu virðist okkur ekki skila sér til viðskiptavina þess- ara fyrirtækja. Haldgóðar upplýs- ingar um þessa þróun liggja hins vegar ekki á lausu, hvorki hjá Seðla- banka Íslands né hjá Fjármálaeftir- litinu.“ Samtök iðnaðarins gagn- rýna álagningu bankanna Þorsteinn Þorgeirsson SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ efnir til fyrirspurnaþings (public hearing) dagana 16. og 17. nóv- ember næstkomandi. Efnt er til fyrirspurnaþingsins í kjölfar þess að Hafrannsóknastofnunin komst sl. vor að þeirri niðurstöðu að hún hefði ofmetið verulega stofnstærð þorskstofnsins. Var þetta annað ár- ið í röð sem stofnunin komst að nið- urstöðu í þessa átt og hefur ráðu- neytið minnkað leyfilegan hámarks- afla á þorski mikið frá því sem áður var. Á fyrirspurnaþinginu á að ræða forsendur og aðferðir vísindamanna á sviði stofnstærðarmats fiskstofna frá ýmsum sjónarhornum og er til- gangurinn að stuðla að opinni, gagnrýnni og rökstuddri umræðu um þetta mikla hagsmunamál allra Íslendinga. Þungamiðja þingsins verður umræða um aðferðir sem beitt er við líffræðilegan þátt fisk- veiðistjórnunarinnar, en jafnframt eru tekin til umræðu atriði þar sem hagfræði snertir viðfangsefnið. Fyr- irspurnaþingið er öllum opið. Fyrirspurnaþing um hafrannsóknir REKSTUR Delta hf. skilaði 497 milljóna króna hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn 166 milljón- um króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, EBITDA, nam rúmum einum milljarði á fyrstu níu mánuðunum og er það 32% af rekstr- artekjum tímabilsins. Delta tók við rekstri Pharmamed Ltd. á Möltu í júlí sl. og er sá rekstur nú í fyrsta sinn tekinn inn í uppgjör félagsins auk reksturs söluskrifstofu Medis Ltd. á Mön. Rekstrartekjur samstæðunnar námu rúmum 3,3 milljörðum króna en voru á sama tíma í fyrra tæpir 1,5 milljarðar, hafa því ríflega tvöfald- ast. Rekstrargjöld námu 2,5 millj- örðum en voru 1,2 milljarðar í fyrra og hafa því einnig tvöfaldast. Veltufé frá rekstri nam 923 milljónum króna. Eigið fé félagsins hafði í lok sept- ember aukist um 569 milljónir króna frá áramótum og var rúmur 2,1 millj- arður króna. Arðsemi eigin fjár reyndist 36,6% en var 14,6% um ára- mót. Tíföldun útflutnings frá 1998 Útflutningur Delta á árinu 2001 stefnir í að verða tífalt meiri en árið 1998, að því er segir í fréttatilkynn- ingu. Tvö ný lyf fóru á markað í Þýskalandi á árinu, samkvæmt til- kynningunni. Annars vegar ofnæm- islyfið lóratadín og hins vegar sýkla- lyfið ciprófloxaxín, sem m.a. er notað gegn miltisbrandi. Sala þessara lyfja er sögð hafa farið verulega fram úr áætlun og horfur fyrir síðasta árs- fjórðung eru jafnframt sagðar góðar. Þá eru horfur einnig sagðar góðar fyrir árið 2002. Delta úr 15% í 37% arðsemi ekki vegna þess að FÍB viti þetta ekki. Það er bara vegna þess að þeir vilja ekki segja frá þessu. Og það er málflutningur sem við kunnum ekki að meta, vegna þess að þessir afslætt- ir myndu lækka meðalálagninguna um þó nokkrar krónur.“ Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, gagnrýndi verðlagningu olíufé- laganna harðlega á aðalfundi samtak- anna í byrjun mánaðarins og vísaði m.a. til mun lægra olíuverðs sem út- gerðum byðist fyrir skip sín í Fær- eyjum og taldi ástæðu til opinberrar rannsóknar á verðmyndun á olíu hér á landi. Útsöluverð oft mörgum krónum lægra en listaverðið Tvö olíufélög eru starfandi Fær- eyjum, hið danska Shell og norska ríkisolíufélagið Statoil, og hafa þessi fyrirtæki háð mikla samkeppni sín á milli, að sögn Kristins. „Í gegnum tíð- ina höfum við orðið varir við sam- keppni frá þeim, þó ekki hérna á mið- unum eða gagnvart íslenskum skipum. Nema þegar verið er að veiða fisk í bræðslu og hann liggur þá eitthvað nálægt Færeyjum. Þá höf- um við stundum orðið varir við að heiftarleg undirboð hafa viðgengist og þá sérstaklega frá Statoil,“ segir Kristinn. Að sögn Kristins fór kannski mest fyrir brjóstið á stjórnendum Skelj- ungs að formaðurinn hafi tekið undir það með Útvegsbændafélaginu í Vestmannaeyjum að einkum þyrfti að skoða verðmyndun hjá olíufélög- unum með hliðsjón af olíuverðinu í Færeyjum. „Þeir eru alltaf að bera saman verð í Færeyjum við listaverð hjá íslensku olíufélögunum, en sá listi er miklu fremur viðmiðunarlisti heldur en nokkru sinni verðlisti. Síðan takast samningar við okkar viðskiptavini og það fer bæði eftir umfangi og öryggi viðskiptanna hvaða kjör við bjóðum viðkomandi. Þetta veit jafnreyndur maður og formaður LÍÚ mætavel og betur en flestir aðrir. Engu að síður fer hann út í að bera saman verðið í Færeyjum og þetta listaverð okkar.“ Hver getur þá breytingin orðið á raunverði á olíu til skipa frá lista- verði? „Það er mjög misjafnt en ég get al- veg sagt að þegar best lætur getur munurinn á útsöluverði og listaverði, eins og það er á hverjum tíma, numið mörgum krónum á lítra. Í flestum til- fellum höfum við hjá Skeljungi í nokkurn tíma boðið upp á tengingu við heimsmarkaðsverð. Þá semjum við um fastan kostnað til okkar en viðskiptavinurinn eltir verðið sem er hverju sinni á heimsmarkaði. Teng- ing við heimsmarkaðsverð er mjög gegnsæ verðlagning og við höfum einmitt verið að hvetja okkar við- skiptavini til að gera þetta, ekki síst til að losna við tortryggnina. Þetta er það sem ég kalla nútímaleg vinnu- brögð og nútímalega samningatækni. Að auki höfum við boðið viðskipta- vinum að kaupa tryggingu, þ.e. tryggingu fyrir því að verðið fari aldrei upp fyrir ákveðna upphæð. Viðskiptavinurinn nýtur þess þá allt- af þegar verðið lækkar en þarf aldrei að fara yfir ákveðið verðþak. Ef tryggingin miðast t.d. við 110 dollara hámarksverð hækkar verðið aldrei meira þó svo heimsmarkaðsverðið fari í t.d. 200 dollara. Til að fá slíka tryggingu þarf að borga ákveðið ið- gjald og þetta gerum við með því að kaupa slíka samninga erlendis og bjóða okkar viðskiptavinum.“ Kristinn segir það hafa vakið at- hygli sína í ræðu formanns LÍÚ að hann hafi lokið máli sínu með því að segja að verð á skipaolíu hafi lækkað um 3 krónur þennan dag og það hefði gerst þannig að fyrst hefðu tvö félög lækkað um 3 krónur og eitt félag um 2 krónur, en það hefði síðan einnig lækkað um 3 krónur. „Og þetta kallar hann samráð hjá olíufélögunum. Ef þetta er að hans mati dæmi um sam- ráð, þá held ég að hann verði að lesa sér betur til, því þetta er einmitt lýs- andi dæmi um hörku samkeppni. Menn eru að elta þann sem er lægst- ur vegna þess að þeir vita að annars geta þeir ekki selt,“ segir Kristinn. Varðandi kröfu um opinbera rann- sókn á verðlagningu olíufélaganna, sem fyrst kom fram hjá Útvegs- bændafélagi Vestmannaeyja, segist Kristinn ekki fyrst hafa áttað sig á því hvers konar rannsókn gæti verið um að ræða og hvort verið væri að ásaka félag eins og Skeljung um glæp sem taka þurfi til rannsóknar hjá lög- reglu eða efnahagsbrotadeild ríkis- ins. Að sögn Kristins hefur honum síðan skilist að þarna væri átt við rannsókn Samkeppnisstofnunar. „En menn verða hins vegar að muna hvað sú stofnun á að gera. Hún á að skera úr um það hvort eitthvað sé ólöglegt í gangi í samkeppni á milli fyrirtækja og hvort menn séu að beita með ólögmætum hætti aðferð- um til að afla sér viðskipta. Sam- keppnisstofnun hefur ekkert að gera með verðákvarðanir hjá okkur eða neinum öðrum.“ Mikil samkeppni kemur í veg fyrir hækkun Þá hafa Samtök iðnaðarins skorað á iðnaðarráðherra að flýta skoðun sem væri í gangi hjá Samkeppnis- stofnun á verðlagningu hjá olíufélög- unum. Kristinn segir að enginn viti hjá Skeljungi hvers vegna Samtök iðnaðarins hafi talið nauðsynlegt að koma þessari áskorun á framfæri, enda hafi samtökin ekki haft fyrir því að beina athugasemdum sínum til Skeljungs. „Við vitum nokkurn veginn hvert umkvörtunarefnið er hjá LÍÚ og FÍB. En þetta þykja mér ekki mjög rismikil vinnubrögð, að senda bréf til opinberra aðila og krefjast skoðunar en segja ekki aukatekið orð við okkur hjá Skeljungi. Við höfum ekki hug- mynd um það ennþá í dag hvert um- kvörtunarefnið er. Ég hélt bara að svona ynnu menn ekki í svona virðu- legum samtökum.“ En myndi fyrirtæki eins og Skelj- ungur ekki fagna rannsókn Sam- keppnisstofnunar á því hvernig þið standið að verðlagningu? „Veistu hvað það er búið að gera það oft? Svo oft að ég hef hreinlega ekki tölu yfir það. Sannleikurinn er nefnilega sá að samkeppnin á ís- lenska olíumarkaðinum er svo mikil að verðuppbyggingin hefur sáralítið breyst og raunálagning ekki hækkað. Með hliðsjón af þjóðfélagsaðstæðum hjá okkur, þar sem íslenska krónan hefur lækkað að verðgildi yfir 20% á árinu, væri svo sem eðlilegt að álykta að álagning fyrirtækja í innflutningi þyrfti að hækka, ekki síst vegna krónunnar og hækkandi kostnaðar almennt. Þó eru dæmi um annað, eins og í olíugeiranum, þar sem sam- keppni kemur í veg fyrir það,“ segir Kristinn.                        ! "   # $% &' "   ()  $ (  $ ("     *+,*- .   ) "   (  /!! "                  01213  324                                  352  023                           epj@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.