Morgunblaðið - 14.11.2001, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 14.11.2001, Qupperneq 18
ERLENT 18 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÍBÚAR í Kabúl tóku hersveitum Norðurbandalagsins fagnandi er þær héldu innreið sína í borgina í gærmorgun. Ljóst var að borgarbú- ar voru fegnir því að ógnarstjórn talibana í borginni væri á enda, þrátt fyrir að óvissa ríki um hvað tekur við. Þúsundir borgarbúa fylgdust með innreið hersveita Norður- bandalagsins í Kabúl og margir ráku upp fagnaðaróp. Konur sáust kasta svonefndum búrkum, sem tal- ibanar neyddu þær til að klæðast, en daginn áður hefðu þær uppskor- ið harða refsingu fyrir. Karlmenn nýttu sér sömuleiðs nýfengið frelsi til að raka skegg sitt og langar bið- raðir mynduðust fyrir utan rakara- stofur. „Ég hataði þetta skegg sem ég var neyddur til að bera. Ég mun kannski safna skeggi einhvern tím- ann seinna, en þá verður það vegna þess að ég kýs það sjálfur,“ hafði AFP-fréttastofan eftir hinum 22 ára gamla Najeeb. Margir karlar tóku einnig ofan hinn svarta vefj- arhött, eða túrban, sem var nokk- urs konar tákn talibana. Föngum hleypt út Eitt skýrasta merkið um þær breytingar sem brotthvarf talibana hefur í för með sér er að tónlist var í gær spiluð á útvarpsstöð í Kabúl í fyrsta sinn í fimm ár, en hljómlist og dans voru meðal þess sem talib- anastjórnin lagði blátt bann við í nafni trúarinnar. Víða um borgina mátti sjá íbúa safnast saman við út- varpstæki til að hlýða á hina for- boðnu tóna á ný. „Þið getið fagnað þessum mikla sigri,“ tilkynnti kven- kyns þulur í útvarpinu, sem þótti einnig tíðindum sæta, því talibanar meinuðu konum að stunda atvinnu utan heimilis og þar með í útvarpi. Brotthvarf talibana frá Kabúl hafði þó fleira en fagnaðarlæti í för með sér. Nokkuð bar á ofbeldis- verkum í borginni, einkum gegn samverkamönnum talibana, og voru nokkrir arabar sem barist höfðu með talibanahernum skotnir til bana. Þá urðu kvikmyndatökumenn á vegum BBC fyrir árás. Borgar- búar réðust inn í höfuðstöðvar lögreglu talibana og hleyptu 360 föngum þaðan út, og fangelsi trú- arlögreglunnar var jafnframt opn- að. Einnig varð vart við gripdeildir eftir að talibanar lögðu á flótta. Fjöldi manna sást til dæmis ráðast inn í byggingu hjálparstofnunar í borginni og hafði fólkið á brott með sér matvæli, tjöld og teppi. Blæjunum lyft í Mazar-e-Sharif Íbúar í Mazar-e-Sharif í norður- hluta Afganistans fögnuðu einnig ósigri talibana, en Norðurbandalag- ið náði borginni á sitt vald á föstu- dag. „Fólk er hamingjusamt,“ hafði The Washington Post eftir íbúa að nafni Zilmai. Talibanar hertóku Mazar-e-Shar- if sumarið 1999. Þar, sem annars staðar, neyddu þeir konur til að klæðast fyrrnefndum búrka-kuflum sem hylja þær frá toppi til táar og eru aðeins með lítilli grisju fyrir vit- unum. Ekki er því að undra að kon- ur hafi þust út á göturnar búrka- lausar um helgina, frelsinu fegnar. Þær fjölmenntu einnig í moskur borgarinnar til að biðjast fyrir, en það var þeim ekki heimilt á meðan talibanar voru þar við völd. Auk þessa hefur talibanastjórnin beitt konur á yfirráðasvæðum sín- um margvíslegri kúgun. Konum hefur til dæmis verið meinað að sækja skóla og stunda atvinnu utan heimilis, en leiðtogar Norðurbanda- lagsins segja að nú verði breyting þar á. Breytingar í frjálsræðisátt „Við munum ekki fara með íbúana á sama hátt og talibanar gerðu,“ sagði Abdurrashid Dostum, herforinginn sem leiddi sveitir Norðurbandalagsins inn í Mazar-e- Sharif, í viðtali við The Washington Post. „Við munum ekki koma í veg fyrir að börn sæki skóla eða að kon- ur stundi vinnu. Afganskar konur eiga að njóta sömu réttinda og kon- ur í öðrum löndum.“ Dostum sagði ennfremur að áformað væri að opna aftur skóla borgarinnar og sjón- varpsstöð, sem hefðu verið lokuð í 27 mánuði. Herforinginn Mohammad Moh- aqiq tók í sama streng og sagði að hér eftir yrði tíðkað umburðarlynd- ara form af íslam í borginni. „Á valdatíma talibana drógust íbúarnir aftur úr þróuninni og lifðu í liðnum tíma. Nú lifa þeir í nútímanum. Við höfum tekið skref í átt til nýs lífs,“ hafði The Washington Post eftir Mohaqiq. Hermenn Norðurbandalagsins keyra inn í Kabúl í gær við mikinn fögnuð íbúanna. Tónlist hljómar á götunum á ný Kabúl. AFP, AP, The Washington Post. Íbúar Kabúl og fleiri borga fagna ósigri talibana AP Afgani lætur skera skegg sitt í Kabúl í gær við mikla athygli nokkurra heimamanna. Í tíð talibanastjórnarinnar máttu karlmenn ekki skerða skegg sitt en talibanar flýðu Kabúl hins vegar í fyrrinótt. TALSMAÐUR Sameinuðu þjóð- anna, Stephanie Bunker, segir að yfir 100 nýliðar í her afgönsku tal- ibanastjórnarinnar í borginni Maz- ar-e-Sharif hafi verið myrtir um helgina en mennirnir munu hafa reynt að fela sig í skólahúsi. Um 200 talibanahermenn eru sagðir hafa búist til varnar í húsinu gegn Norðurbandalaginu sem tók borg- ina á föstudagskvöld. Að sögn sjón- varpsstöðvarinnar CNN er mann- fallið mun meira, allt að 600 manns en flestir hinna föllnu séu pakist- anskir sjálfboðaliðar í her talibana og einnig Kasmírbúar. Skýrt hefur verið frá því að ráðist hafi verið á ættingja tsjetsjneskra skæruliða sem barist hafa með talibönum. Bunker sagði að svo virtist sem liðsmenn Norðurbandalagsins hefðu fellt mennina á laugardag. „Við hvetjum alla málsaðila til að leggja sig fram um að virða alþjóð- leg lög um mannúð og mannrétt- indi,“ sagði Bunker. Er fréttamenn ræddu við fólk í Mazar-e-Sharif í síma gerði það lítið úr mannfallinu en þeim mun meira úr fögnuðinum og léttinum sem hrun talibanaveld- isins hefði haft í för með sér. Vestrænir leiðtogar hafa haft miklar áhyggjur af því að agaleysi í röðum hermanna Norðurbanda- lagsins gæti valdið illri meðferð á föngum og óbreyttum borgurum í þeim borgum sem bandalagið tæki af talibönum. Er bent á að slíkar fregnir myndu æsa upp andstöðu við Norðurbandalagið í suðurhluta landsins þar sem flestir íbúarnir eru Pastúnar eins og þorri talib- ana. Þjófnaðir og aftökur Á mánudag lýstu talsmenn SÞ yfir áhyggjum af frásögnum sem bárust af mikilli óöld í borginni. Þar færu vopnaðir þjófar um og stælu öllu steini léttara, mönnum væri rænt, sumir væru teknir af lífi án dóms og laga. Chulho Hyung, starfsmaður Barnahjálpar SÞ, sagði að liðsmenn Norðurbanda- lagsins hefðu lagt undir sig tíu vöruflutningabíla með hjálpar- gögnum, einnig hefðu talibanar stolið nokkrum bílum frá stofnun- inni. Haji Mohammad Muhaqiq, einn af þrem helstu hershöfðingj- um Norðurbandalagsmanna sem tóku borgina, vísaði þessum lýsing- um á bug. „Engar frásagnir hafa borist af hefndaraðgerðum gegn ættbálkum eða einstaklingum af ákveðnu þjóðerni,“ sagði hann. Íbúar Mazar-e-Sharif eru yfir- leitt Úsbekar, Tadjikar eða Haz- arar. Flestir Norðurbandalags- menn eru Tadjikar eða Úsbekar sem eru mun fámennari þjóðarbrot í Afganistan en Pastúnar nema í nyrstu héruðunum. Bandalagið sagðist myndu kalla flesta her- menn sína frá borginni þegar bar- dögum væri endanlega lokið en eft- ir yrði um 300 manna lið öryggis- sveita. Gengið hefur á ýmsu í stjórn Mazar-e-Sharif síðustu árin en tal- ibanar tóku hana 1998. Hrökklaðist þá Úsbekinn Rashid Dostam frá völdum og flúði til Tyrklands en hann er nú einn hershöfðingja Norðurbandalagsins. Talibanar hófu síðan ofsóknir gegn fólki af þjóðerni Hazara sem er yfirleitt sjíta-múslimar en talibanar eru súnnítar. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch telja að um 3.000 óbreyttir borgarar hafi fallið í átökunum í borginni eftir valda- töku talibana. Voðaverk unnin í Mazar-e-Sharif Islamabad. AFP, AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.