Morgunblaðið - 14.11.2001, Page 21
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 21
GERHARD Schröder, kanslari
Þýskalands, boðaði í gær óvænta
atkvæðagreiðslu í þýska þinginu
um vantrauststillögu á
stjórn Jafnaðarmanna-
flokksins og Græn-
ingja. Atkvæðagreiðsl-
an mun fara fram á
föstudag, á sama tíma
og greidd verða at-
kvæði um tillögu rík-
isstjórnarinnar að
senda 3.900 þýska her-
menn til aðstoðar við
hersveitir Bandaríkja-
manna í Afganistan.
Schröder sagðist í
gær sannfærður um að
stjórnin myndi bera
sigur úr býtum í at-
kvæðagreiðslunni á
föstudag. Stjórnmála-
skýrendur segja kanslarann hafa
tekið þessa ákvörðun til að þagga
niður í óánægjuröddum er hafa
heyrst úr herbúðum stjórnarflokk-
anna. Þar er aðallega um að ræða
friðarsinna í flokki Græningja en
nokkuð hefur þó einnig borið á
óánægju í flokki Schröders sjálfs,
Jafnaðarmannaflokknum.
Fullvíst er talið að meirihluti
þingmanna á þýska þinginu styðji
þá tillögu, að senda hermenn til
Afganistan, enda mun stjórnin þar
án efa njóta liðsinnis margra
stjórnarandstöðuþingmanna.
Schröder er hins vegar sagður hafa
viljað fá staðfest að ákvörðunin
nyti einnig stuðnings meirihluta
þingmanna stjórnarflokkanna
sjálfra.
Stjórnmálaskýrend-
ur sögðu í gær að ef
vantrauststillagan,
sem tengd verður at-
kvæðagreiðslunni um
3.900 manna herliðið,
yrði samþykkt ætti
Schröder þann kost
að mynda nýja ríkis-
stjórn með miðhægri-
flokknum Frjálsum
demókrötum í stað
Græningja. Slíkt
myndi að mörgu leyti
gera honum hægar
um vik að heyja kosn-
ingabaráttu vegna
þingkosninganna, sem
fram eiga að fara á næsta ári, enda
væri hann þá laus úr samstarfinu
við Græningja, sem á tíðum hefur
reynst erfitt.
Mun Schröder raunar hafa sagt
við þingmenn eigin flokks að
greiddu þeir ekki atkvæði um her-
liðið í samræmi við vilja stjórn-
arinnar þá myndi hann segja af sér
kanslaraembættinu. Sögðu þing-
menn stjórnarandstöðunnar í gær,
að úr því að tillagan um að senda
herlið til Afganistan væri nú orðin
að vantrauststillögu, þá myndu
þeir vitaskuld greiða atkvæði gegn
stjórninni.
Óvænt útspil kanslara Þýskalands
Boðar atkvæða-
greiðslu um van-
trauststillögu
Gerhard Schröder
Berlín. AFP.
AP
LEST, sem flutti kjarnorkuúrgang
1.400 km leið frá endurvinnslustöð
í Frakklandi til urðunar í Þýska-
landi, kom loks á áfangastað í
bænum Donnenberg síðdegis í
gær, sólarhring á eftir áætlun.
Mótmælendur höfðu tafið för lest-
arinnar, en 15 þúsund manna lög-
reglulið tryggði að hún kæmist á
leiðarenda.
Mótmælendur, þar á meðal úr
Greenpeace-hreyfingunni, fullyrða
að slíkur flutningur kjarnorku-
úrgangs skapi hættu á miklu um-
hverfisslysi. Að minnsta kosti
1.000 manns tóku þátt í mótmæl-
unum við Donnenberg í gær og
brugðu sumir á það ráð að hlekkja
sig við lestarteinana en aðrir sett-
ust einfaldlega á þá. Lögregla fjar-
lægði mótmælendurna jafnóðum.
Í sérsmíðuðum gámum á lestinni
voru samtals 80 tonn af geislavirk-
um úrgangi frá endurvinnslustöð-
inni í La Hague í Frakklandi. Úr-
ganginn á að urða í Gorleben, í um
20 km fjarlægð frá Donnenberg.
Reuters
Mótmæli
trufla
flutning
kjarnorku-
úrgangs
Dannenberg. AFP, AP.
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu-
sambandsins lýsti því í gær yfir að allt
að tíu ríki gætu gert ráð fyrir að fá að-
ild að sambandinu árið 2004. Sagði í
skýrslu sem framkvæmdastjórnin
gerði opinbera að ríkin tíu hefðu öll
hrint ýmsum þeim umbótum í fram-
kvæmd, sem ESB telur nauðsynlegar
eigi aðild að koma til álita. Því ætti að
vera hægt að ljúka aðildarviðræðum
við þau ríki sem lengst væru komin
seint á næsta ári, og ganga síðan frá
inngöngu þeirra í sambandið 2004.
Um er að ræða Eystrasaltslöndin
þrjú, Litháen, Lettland og Eistland.
Einnig Ungverjaland, Pólland, Tékk-
land, Slóveníu, Slóvakíu, Kýpur og
Möltu. Öll hafa ríkin sótt um aðild að
ESB fyrir margt löngu en óvissa
hefur verið um hvort framkvæmda-
stjórnin teldi þau hafa náð settum
markmiðum, og hvort umsóknarlönd-
unum yrði skipt í hólf ríkja sem ann-
ars vegar fengju inngöngu innan tíð-
ar, og hins vegar þeirra sem þyrftu að
bíða enn um stund.
Búlgaría, Rúmenía og
Tyrkland þurfa enn að bíða
Í skýrslu sinni varar framkvæmda-
stjórn ESB þó við því að vandi steðji
að í ýmsum þeirra ríkja, er sótt hafa
um aðild. Er m.a. varað við hugsan-
legri kreppu í stærsta umsóknarland-
inu, Póllandi.
Hins vegar segir framkvæmda-
stjórnin að hagvöxtur í Mið-Evrópu
hafi verið meiri en í löndum Evrópu-
sambandsins og að í flestum landanna
í Mið- og Suður-Evrópu, sem sótt
hafa um aðild, sé að finna virkt mark-
aðshagkerfi. Eru Rúmenía, Búlgaría
og Tyrkland þó undanskilin í þeirri
upptalningu en tvö fyrstnefndu ríkin
eiga nú þegar í viðræðum um aðild.
Geta þau ekki vænst að komast inn
um leið og ríkin, sem áður voru nefnd.
Sagði síðan í skýrslunni að þó að
tyrknesk stjórnvöld hefðu stigið skref
í umbótaátt hefði ekki nóg verið gert
til að hægt væri að hefja aðildarvið-
ræður við Tyrki en þeir hafa verið
mjög áfram um að komast í slíkar við-
ræður. Var þar m.a. verið að vísa til
lýðræðisþróunar í landinu, nýlegs
fjármálaöngþveitis og framferðis
stjórnvalda í garð minnihlutahópa.
Ennfremur voru tyrknesk stjórnvöld
áminnt um að þau yrðu að stuðla að
lausn Kýpur-deilunnar.
Tíu ríki inn í ESB árið 2004?
Brussel. AP.