Morgunblaðið - 14.11.2001, Síða 23
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 23
„ÞESS bera menn sár...“ stendur
þar. Fátt getur betur átt við sorglegt
líf Ritu Vogt (Bibiana Beglau), eftir
að þessi vinstrisinni, byltingarmaður
og síðar hryðjuverkamaður, rústar
framtíðinni með vanhugsuðu athæfi.
Hún er aðalpersónan í Þögninni eftir
skotið, nýjustu mynd Þjóðverjans
Volkers Schlöndorffs, og einu jafn-
besta verki þessa frumkvöðuls þýsku
nýbylgjunnar, síðan Die Blechtrom-
mel (’79). Á öndverðum áttunda ára-
tugnum er Rita ung, róttæk og ást-
fanginn af Andi (Harald Schrott),
öfgafullum byltingarsinna með
drauma um alheimskommúnisma og
fall kapítalismans. Með illu. Rita og
vinahópur þeirra Andi, þróast útí fé-
lagsskap skyldan Baader-Meinhoff
úrhrakagenginu; fyrr en varir eru
þau farin að ræna banka, brjótast
inní fangelsi og drepa saklaust fólk í
skjóli hinna miklu byltingardrauma.
Rita verður að skjóta franskan lög-
reglumann til að komast undan rétt-
vísinni og leitar í framhaldinu skjóls í
Austur- Þýskalandi, sem þá var
kunnur griðastaður slíkra óþokka.
Árin líða, dulargervið og nýja
ímyndin, sem flokksbræðurnir Aust-
ur-þýsku veita Ritu, heldur illa,
skuggaleg fortíðin brennur jafnan
undir fótum hennar og breytist í
eldsvoða við fall Berlínarmúrsins,
1989.
Eðlilega fær áhorfandinn skömm
á persónu Ritu og ógeðugum skoð-
anabræðrum hennar í upphafi mynd-
arinnar. Smám saman fer Rita að sjá
villu síns vegar og Schlöndorff dreg-
ur upp trúverðuga mynd af því auma
skálkaskjóli sem Austur- Þýskaland
veitti misindismönnum að vestan og
hryggðarmyndinni sem þetta
„draumaríki“ byltingarinnar, var í
raun. Samstiga kynnumst við per-
sónunni á bak við grímuna, undir
niðri er Rita vegvillt og hrædd stúlka
með sínar þrár, hlýju tilfinningar og
réttlætiskennd. Við sögu koma fleiri,
vel skrifaðar persónur, líkt og Tatj-
ana, vonlaus vinátta þeirra Ritu er í
raun tilfinningalegur púls myndar-
innar. Tengill hennar austan járn-
tjaldsins er einnig vel unnin, leikin
og sannfærandi persóna.
Heimur Ritu heldur áfram að
hrynja, frá fyrstu mistökunum til
þagnarinnar eftir skotið. Átakanleg
mynd um lítt meðaumkunarverða
persónu sem galdramaðurinn
Schlöndorff og leikkonan Beglau
megna að hertaka hug manns allan
með.
„Átakanleg mynd um lítt meðaumkunarverða persónu sem galdramað-
urinn Schlöndorff og leikkonan Beglau megna að hertaka hug manns allan
með,“ segir Sæbjörn Valdimarsson um Die Stille Nach dem Schuss.
Jörðin
brennur
R e g n b o g i n n
Leikstjóri: Volker Schlöndorff.
Handritshöfundar: Volker Schlön-
dorff og Wolfgang Kohlaase. Aðal-
leikendur: Bibiana Beglau, Richard
Kropf, Martin Wutke. Þýsk. 1999.
ÞÖGNIN EFTIR SKOTIÐ
(DIE STILLE NACH DEM
SCHUSS) 1 ⁄2
Sæbjörn Valdimarsson
KVIKMYNDA-
HÁTÍÐ
BRESKA leikstjórann Ken Loach
má ef til vill auðkenna sem meistara
natúralismans í kvikmyndagerð sam-
tímans. Kvikmyndir hans fjalla á
næman og raunsannan hátt um fólk
og tilvistarbaráttu þess, oft í fremur
harðneskjulegu umhverfi og notar
leikstjórinn sérstakar aðferðir, sem
margar hverjar eiga nokkuð sameig-
inlegt með dogma-stefnunni dönsku,
til að ná fram veruleika mynda sinna.
Í Brauð og rósir fer Loach úr þeim
gráa veruleika bresks verkamanna-
lífs, sem fjölmargar mynda hans fjalla
um, yfir í réttindabaráttu ræstinga-
kvenna í Los Angeles í Bandaríkjun-
um. Flestir þessara starfsmanna eru
innflytjendur, sem strita fyrir lúsar-
launum, án þess að njóta nokkurra
lögverndaðra atvinnuréttinda.
Í frásögn sinni fer Loach sér í engu
óðslega, söguþráður myndarinnar er
ekki ýkja flókinn en það eru smáatriði
hins lifaða lífs, óttinn og vonin sem
takast á í brjósti fólksins sem flúið
hefur heimaland sitt í von um betra
líf, sem er uppspretta og þungamiðja
myndarinnar. Loach birtir grámyglu-
legt líf þessa ósýnilega verkafólks
með næmi og samúð og gerir frásögn-
ina ekki aðeins áhugaverða heldur
framreiðir hana á máta sem er gríp-
andi og skemmtilegur. Í bakgrunni
má þó greina harða pólitíska afstöðu
leikstjórans og handrithöfundarins,
Paul Laverty, en tvíeykið vinnur hér
saman að sinni þriðju kvikmynd.
Það eru ekki margir þekktir leik-
stjórar sem líklegir væru til þess gera
kvikmynd um þann ósýnilega þjóð-
félagshóp sem þrífur skrifstofur við-
skiptamustera og háhýsa í stórborg-
um heimsins. En líkt og sjá má í
þessari kvikmynd er Loach fyrst og
fremst umhugað að fjalla um hluti
sem máli skipta, og eru apaplánetur
og hasarheimar því víðsfjarri þar sem
kvikmyndir hans eru annars vegar.
H á s k ó l a b í ó
Leikstjóri: Ken Loach. Handrit:
Paul Laverty. Aðalhlutverk: Pilar
Padilla, Adrien Brody, Elpidia Car-
rillo, o.fl. Sýningartími: 110 mín.
Evrópsk samframleiðsla, 2000.
BREAD AND ROSES
(BRAUÐ OG RÓSIR) ÉG var eiginlega hissa að sjá
ítalska mynd sem gerist í nútíman-
um, þegar ég fór að sjá Brauð og túl-
ípana. Mynd um venjulega ítalska
húsmóður, og það rómantíska gam-
anmynd í þokkabót.
Þannig er að Rosalba hefur í tvo
áratugi verið gift manni sem treður á
henni. Og þegar hann skilur hana
óvart eftir á umferðarmiðstöð á
ferðalagi, húkkar hún sér far heim,
en stoppar í Feneyjum, þangað sem
hún hefur aldrei komið. Þar taka síð-
an örlögin í taumana.
Þessi mynd er ósköp lítil og sæt,
og líka fyndin. Þetta er sneið á
ítölsku karlrembuna, sýnist mér, og
ekki er verra að draumaprinsinn er
einmitt íslenskur. Þetta er sagan af
hinni ítölsku Thelmu, þótt vinkona
hennar sé ekki beint nein Louise.
Saga um að láta drauma sína rætast,
standa með sér og þora að opna þeg-
ar hamingjan bankar upp á. Myndin
hrífur mann með sér strax í upphafi
því aðalleikkonan, Licia Maglietta,
er sérlega hrífandi. Ekki er það
verra að Bruno Ganz birtist og beitir
sínum dempaða sjarma.
Þetta er mannleg og skemmtileg
mynd sem allir ættu að geta haft
gaman af, og ekki síst fullorðið fólk
sem vill njóta kvikmyndahátíðar.
H á s k ó l a b í ó
Leikstj.: Silvio Soldini. 107 mín.
Ítalía/Sviss 2000.
BRAUÐ OG TÚLÍPANAR /
(PANI E TULIPANI) Hildur Loftsdótt ir
Í SINNI nýjustu kvikmynd er Alf-
onso Cuarón kominn á heimaslóðir í
Mexíkó og hefur sagt skilið við
Hollywood um tíma. Í myndinni, sem
er spónný, og kom út á þessu ári,
segir af gamansamri vegferð tveggja
ungra manna og eldri konu í leit að
strönd sem ekki er til.
Frásagnarmáti myndarinnar er
allsérstakur, sögumaður er notaður
á óhefðbundinn en afar skemmtileg-
an hátt og næst þar fram hárná-
kvæmt jafnvægi milli kímni og
dramatíkur. Þeir bræður, Alfonso og
Carlos Cuarón, eru höfundar hand-
ritsins, sem vann m.a. til verðskuld-
aðra verðlauna sem besta handrit á
kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.
Og mamma þín líka mun hafa vak-
ið athygli og nokkra hneykslan í
kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum,
þar sem kvikmyndin fjallar um kyn-
ferðislegt samaband sem þróast milli
piltanna tveggja og konunnar sem er
mun eldri en þeir (og vekur slíkt
samneyti iðulega óhug meðal fólks).
Þetta samband skipar jafnframt
dramatíska þungamiðju myndarinn-
ar, en auk þess er kynlíf, bæði í
óhlutbundnum og áþreifanlegum
skilningi, helsti drifkraftur myndar-
innar sem þeysist áfram milli klám-
fenginnar orðræðu og kynlífsatriða.
Innsýnin sem gefin er í efristétt-
arlíf í Mexíkó gefur myndinni líka
aukið gildi en hún er ansi frábrugðin
fátæktinni og eymdinni sem jafnan
einkennir birtingarmyndir þjóðar-
innar í bandarískum kvikmyndum.
R e g n b o g i n n
Leikstjóri: Alfonso Cuarón. Hand-
rit: Alfonso og Carlos Cuarón. Aðal-
hlutverk: Gael Garcia Bernal,
Diego Luna og Maribel Verdú. Sýn-
ingartími 105 mín. Mexíkó/
Bandaríkin, 2001.
OG MAMMA ÞÍN LÍKA
(Y TU MAMÁ TAMBIÉN)
Heiða Jóhannsdótt ir
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Stefáni
Baldurssyni þjóðleikhússtjóra:
Í tilefni fullyrðingar í leikdómi
Soffíu Auðar Birgisdóttur í Morg-
unblaðinu í gær um sýningu Þjóð-
leikhússins á Karíusi og Baktusi
óskar Þjóðleikhúsið eftir því að eft-
irfarandi staðreyndir komi fram:
Soffía Auður bendir réttilega á að
ráðgert sé að fara með sýninguna í
skóla jafnframt sýningum á Smíða-
verkstæðinu en segir svo: „og mun
það vera í fyrsta sinn sem Þjóðleik-
húsið rær á mið, sem hinir frjálsu
leikhópar einir hafa hingað til róið á
…“
Þetta er ekki rétt. Það er löng
hefð fyrir slíkum farandsýningum á
vegum Þjóðleikhússins. Margar af
vinsælustu sýningum leikhússins
hafa beinlínis verið unnar til sýn-
inga í skólum og má þar nefna
Furðuverkið, Ínuk, Grænjaxla,
Lofthrædda örninn og síðast en
ekki síst Næturgalann, sem sýndur
var 213 sinnum fyrir nánast öll
börn á grunnskólaaldri á landinu
enda sáu þá sýningu yfir 40 þúsund
börn.
Athugasemd
við leikdóm
KANGAKVARTETTINN heldur
tónleika í Friðrikskapellu við Vals-
heimilið á Hlíðarenda annað kvöld,
fimmtudagskvöld, kl. 20. Kanga-
kvartettinn skipa fjórar stúlkur,
Agla Marta Sigurjónsdóttir, Heið-
rún Kjartansdóttir, Helga Vilborg
Sigurjónsdóttir og Ólöf Inger
Kjartansdóttir sem allar hafa dval-
ið í Afríku um lengri eða skemmri
tíma. Kvartettinn hefur sérhæft
sig í flutningi afrískrar tónlistar
en auk þess munu á efnisskrá tón-
leikanna vera negrasálmar og
sálmar á íslensku. Allur ágóði af
starfi kvartettsins rennur til
kristniboðs og hjálparstarfa á veg-
um Sambands íslenskra kristni-
boðsfélaga í Eþíópíu og Kenýa.
Það á einnig við um aðgangseyrinn
að tónleikunum sem rennur
óskiptur til starfsins.
Tónleikar Kanga
á Hlíðarenda
Requiem for a Dream Cradle Will Rock 1⁄2
Shadow of the Vampire 1⁄2
Twin Falls Idaho Center of the World Goya Stjörnugjöf
„Ed Harris stígur með þessari kvikmynd fram sem mjög hæfur leik-
stjóri,“ segir Heiða Jóhannsdóttir um Pollock.
Heiða Jóhannsdótt ir
JACKSON Pollock er líklegast
einn af þekktustu málurum banda-
rískrar nútímalistar, en hann kom
fram á sjónarsviðið um það leyti sem
Bandaríkin voru að skapa sér sess
sem leiðandi afl í samtímalistum, fyr-
ir miðja síðustu öld. Þar átti sér m.a.
stað kröftug endurnýjun afstrakt ex-
pressjónismans og má segja að Pol-
lock hafi markað hápunkt þessarar
þróunar með því að hreinlega
sprengja upp málverkið, bæði form-
rænt og aðferðafræðilega séð.
Það er bandaríski leikarinn Ed
Harris sem leikstýrir myndinni, og
leikur sjálfan Pollock í henni. Mun
myndin hafa verið í framleiðslu í fjöl-
mörg ár og er ljóst að hér er um mik-
ið ástríðuverkefni að ræða af hálfu
Harris. Í kvikmyndinni er fjallað um
hinn stutta og stormasama feril lista-
mannsins, sem var nokkurs konar
„enfant terrible“ bandarísks list-
heims. Einkum er þar sjónum beint
að hinum stormasömu sköpunar-
hæfileikum listamannsins, sem
glímdi við þunglyndi og óstöðuglyndi
sem birtist hvað skýrast í ofsafengn-
um drykkjuköstum hans. Þó svo að
tilvera Pollocks hafi verið mjög í
anda hugmyndarinnar um hinn róm-
antíska listamann og bóhema, fellur
kvikmyndin engan veginn í þá gryfju
að upphefja Pollock sem slíkan. Frá-
sögnin staldrar til dæmis aðeins við
þau tímabil í lífi listamannsins, þar
sem hann var í nægilega miklu and-
legu jafnvægi til að vinna að list sinni
og þróa hana. Þegar hann fellur í
drykkju, eigingirni og niðurrif, er
hins vegar klippt og tekinn upp þráð-
urinn þegar botninum er náð og enn
ein upprisan hefst. Þá tekur kvik-
myndin á mjög næman hátt á hlut-
verki eiginkonu Pollocks sem sá í
eiginmanni sínum hæfileikaríkan
listamann, og gerði honum ljósa þá
kosti sem hann varð að velja um, vildi
hann geta nýtt hæfileika sína til ein-
hvers. Einna áhugaverðustu hlutar
myndarinnar eru einmitt þeir sem
fylgjast með listrænu sköpunarferli
Pollocks, og eru atriðin einkar vel
unnin.
Ed Harris stígur með þessari
kvikmynd fram sem mjög hæfur
leikstjóri, með sterkt næmi fyrir
sjónrænum og frásagnarlegum þátt-
um. Leikarar eru einnig mjög góðir,
og er samleikur þeirra Ed Harris og
Marciu Gay Harden bæði jarðbund-
inn og magnaður.
L a u g a r á s b í ó
Leikstjóri: Ed Harris. Handrit: Bar-
bara Turner og Susan Emshwiller.
Byggt á bókinni Jackson Pollock:
An American Saga eftir Steven
Naifeh og Gregory White Smith.
Kvikmyndataka: Liza Rinzler. List-
ræn stjórnun: Peter Rogness. Aðal-
hlutverk: Ed Harris og Marcia Gay
Harden. Sýningartími: 122 mín.
Bandaríkin, 2000.
POLLOCK Heiða Jóhannsdótt ir