Morgunblaðið - 14.11.2001, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ÓVIÐUNANDI FRAMKOMA
VIÐ ERLENDA LAUNÞEGA
NÝ VINNUBRÖGÐ
HJÁ BYGGÐASTOFNUN
Nýr forstjóri Byggðastofnunar,Theodór A. Bjarnason, boðarí viðtali sem birtist í Morg-
unblaðinu á sunnudag ný og breytt
sjónarmið í lánveitingum stofnunar-
innar. Draga eigi úr lánaáhættu; en
Byggðastofnun afskrifaði á síðasta
ári sem endanlegt tap lán upp á 480
milljónir króna; með því að setja
aukna vinnu í verkefnin og kafa
dýpra í úrvinnslu þeirra lánaverk-
efna sem til afgreiðslu eru hverju
sinni en gert hefur verið til þessa.
„Að auki þyrfti stofnunin að kapp-
kosta að fylgja eftir þeim lánum, sem
greidd eru út, til þess að fylgja eftir
markvissum og ábyrgum vinnu-
brögðum. Metnaður minn liggur í að
ná þessu fram. Annað væri ekki verj-
andi. Eftirfylgni með útlánum stofn-
unarinnar er mjög brýn þar sem við
erum að vinna með skattfé almenn-
ings. Það er því nauðsynlegt að í
ákveðnum skrefum sé fylgst vand-
lega með því hvernig fjármunirnir
nýtast,“ segir Theodór og bætir við
að þessum nauðsynlega þætti hafi
hingað til ekki verið sinnt í neinum
mæli hjá Byggðastofnun.
Óhætt er að fagna þessum nýju við-
horfum hjá Byggðastofnun og von-
andi eiga þau eftir að verða að raun-
veruleika. Afskrifuð lán sem endan-
legt tap upp á 480 milljónir króna er
allt of mikið fé og hafa ber í huga að
hér er um skattfé almennings að
ræða.
Það er nauðsynlegt, hvort heldur
sem um fjármálastofnun í eigu rík-
isins eða einkaaðila er að tefla, að
fylgst sé náið með því hvernig þeim
verkefnum sem lánað er til reiðir af.
Eins að vel sé vandað til verka þegar
lánaumsóknir eru afgreiddar.
Það er hins vegar umhugsunarefni
að rætt sé um að auka það lánsfjár-
magn sem Byggðastofnun hefur yfir
að ráða. Fyrir um þremur árum námu
útlán Byggðastofnunar um einum
milljarði króna en á síðasta ári námu
þau 2,4 milljörðum króna. Forstjóri
Byggðastofnunar telur brýnt að auka
útlánagetu stofnunarinnar enn frek-
ar svo að útlánagetan verði fjórir til
fimm milljarðar árlega.
Það skýtur skökku við, þegar rík-
isvaldið er að draga sig út úr lána-
starfsemi á almennum markaði með
sölu á hlut sínum í viðskiptabönkun-
um, að auka umsvif ríkisins í lánveit-
ingum í gegnum Byggðastofnun.
Atvinnustarfsemi á landsbyggðinni
á að lúta sömu lögmálum og atvinnu-
starfsemi á höfuðborgarsvæðinu, lög-
máli markaðarins og frjálsrar sam-
keppni. Annað er mismunun.
Þær upplýsingar, sem fram hafakomið að undanförnu um mis-
notkun nokkurra atvinnurekenda á
erlendu vinnuafli, sýna að umræðan
um að réttindi erlendra launþega hér
á landi séu illa tryggð, hefur ekki ver-
ið ástæðulaus.
Páll Pétursson félagsmálaráðherra
upplýsti á Alþingi í gær að sama fyr-
irtækið hefði orðið uppvíst að því að
hafa erlent verkafólk án atvinnuleyfis
í Gufunesi sl. vor og að hafa ólöglega
erlenda starfsmenn við vinnu í Kópa-
vogi í síðustu viku. Útlendingaeftir-
litið telur að svipuð brot hafi verið
stunduð hér a.m.k. um árs skeið og að
þau geti verið tengd skipulagðri, al-
þjóðlegri brotastarfsemi.
Ljóst er að erlent fólk, sem hefur
komið hingað í atvinnuleit hefur verið
haft að féþúfu og oft staðið í þeirri
góðu trú að öll þess mál væru í stak-
asta lagi. Í raun hefur fólkið verið án
atvinnuleyfis og atvinnurekandinn
hefur stungið hluta af launum þess í
vasann, oft búið fólkinu slæma að-
stöðu og látið undir höfuð leggjast að
standa skil á greiðslum til opinberra
sjóða, lífeyrissjóða og stéttarfélaga.
Í samtali við Tryggva Marteinsson,
starfsmann stéttarfélagsins Eflingar,
í Morgunblaðinu sl. laugardag kemur
fram að þegar upp komist um mál,
þar sem útlendingar vinni „svarta
vinnu“, þ.e. án atvinnuleyfis, sleppi
atvinnurekandinn. Tryggvi fullyrðir
að atvinnurekandi hafi aldrei verið
beittur sektum vegna brots af þessu
tagi, en starfsfólkið sé látið mæta af-
leiðingunum og rekið úr landi. „Þetta
jafnast á við það að maður væri sjálf-
ur dæmdur fyrir innbrot sem framið
er heima hjá manni,“ segir Tryggvi
og geta vísast margir tekið undir það.
Svona framkoma við erlenda laun-
þega er smánarblettur á íslenzku at-
vinnulífi, sem verður að uppræta. Það
er því jákvætt að þessi mál skuli hafa
verið tekin til umræðu á Alþingi í gær
og að félagsmálaráðherra hyggist
beita sér fyrir því að þeim verði kom-
ið í betra horf.
Hins vegar verður ekki horft
framhjá því að núverandi kerfi ýtir að
sumu leyti undir brot gegn réttindum
erlendra launþega. Morgunblaðið
hefur áður bent á hversu fráleitt það
kerfi sé, að veita tímabundin atvinnu-
leyfi ekki hinum erlendu einstakling-
um, sem ráða sig í vinnu hjá íslenzk-
um fyrirtækjum, heldur vinnuveit-
andanum sjálfum. Þannig hefur
vinnuveitandinn öll ráð starfsmanns-
ins í hendi sér og uppsögn ráðning-
arsamnings jafngildir ákvörðun um
að senda viðkomandi aftur til síns
heima. Þá hafa þeir atvinnurekendur,
sem hlut eiga að máli, misnotað kerfið
og „framleigt“ starfsfólk til annarra
fyrirtækja.
Það hlýtur að vera miklu nær að
gefa tímabundnu atvinnuleyfin út til
ákveðins tíma í senn og á einstak-
linga. Slíkt þyrfti að kynna útlending-
um, sem hingað koma, og gera fólki
ljóst að það verður sjálft að ganga frá
sínu atvinnuleyfi gagnvart stjórn-
völdum þótt sjálfsagt sé að vinnuveit-
andinn aðstoði það. En það er hrein-
lega ómannúðlegt að vísa fólki úr
landi um leið og því er sagt upp vinnu
eða upp kemst að það hefur ekki at-
vinnuleyfi, jafnvel þótt það hafi sjálft
staðið í þeirri góðu trú að svo sé. Jafn-
framt þarf að efla eftirlit með brotum
á réttindum erlendra starfsmanna.
FÁTT hefur verið rættmeira í þjóðfélaginu síð-ustu daga en myndirþær sem sýndar voru í
Sjónvarpinu og birtar í Morgun-
blaðinu af umfangsmiklu brott-
kasti um borð í tveimur íslenskum
fiskskipum fyrir skömmu. Að sögn
fréttaritara Morgunblaðsins í
sjávarbyggðum víðsvegar um
landið hafa myndirnar vakið mikla
athygli og verið ræddar í þaula
hvar sem fólk kemur saman. Skoð-
anir virðast þó skiptar á eðli og or-
sökum brottkastsins. Margir vilja
skella skuldinni á fiskveiðistjórn-
unarkerfið, aðrir kenna sjómönn-
unum sjálfum um slæma um-
gengni við auðlindina og sumir
draga jafnvel í efa trúverðugleika
myndanna sem birtar hafa verið
og segja þær gefa ranga mynd af
umfangi brottkastsins. Allir virð-
ast þó sammála um að brottkast sé
stundað í einhverjum mæli og taka
þurfi málið fastari tökum.
Reynir Sveinsson, fréttaritari í
Sandgerði, segir mikið rætt um
brottkastmyndirnar á öllum
vinnustöðum bæjarins og skoðanir
skiptar eins og gengur. „Það vita
allir að brottkast hefur viðgengist
á Íslandsmiðum um árabil, en í
misjöfnum mæli þó. Samt sem áð-
ur hefur fólk skilning á því að fiski
er hent, það kemur enginn með
verðlausa vöru í land þegar kvót-
inn er rándýr. Þess vegna er
kergja í mörgum og stjórnvöld
gagnrýnd fyrir að horfa ekki raun-
hæfum augum á vandann, enda
felst engin lausn í því að stinga
einum og einum sjómanni í fang-
elsi. Það verður að leita annarra
leiða til lausnar á vandanum,“ seg-
ir Reynir.
Ekki mikið rætt
meðal fólksins
Óskar H. Óskarsson, fréttarit-
ari í Ólafsvík, segist ekki verða var
við mikla umræðu um brottkast í
kjölfar myndanna. Hinsvegar sé
ljóst að það sem myndirnar sýndu
kom mörgum á óvart. „Ég held að
fólk hafi ekki gert sér grein fyrir
því að brottkast væri stundað með
þessum hætti. Þeir eru þó til sem
fullyrða að brottkast sé stundað í
einhverjum mæli. Fólk virðist
hinsvegar hafa ákveðinn skilning á
því hvers vegna sjómenn leiðast út
í slíkan verknað og er því ekki að
dæma þá af því.“
Hallgrímur Magnússon, frétta-
ritari í Grundarfirði, tekur í sama
streng. „Ég get ekki merkt að um-
ræðan hafi aukist eftir að um-
ræddar myndir komu fram,
hvernig sem má síðan túlka það.
Fólk virðist meðvitað um að brott-
kast sé stundað í einhverjum mæli
en virðist ekki mikið ræða það sín
á milli,“ segir Hallgrímur.
Myndirnar sýna ekkert sem
fólk vissi ekki fyrir
Finnur Pétursson, fréttaritari á
Tálknafirði, segir myndirnar ekki
bæta miklu við þá umræðu sem
hafi verið í gangi lengi, þó vissu-
lega hafi það fengið á fólk að sjá
brottkastið með berum augum.
„Myndirnar sem slíkar eru ekki
ræddar neitt sérstaklega, enda
sýna þær ekkert sem fólk vissi
ekki fyrir. Menn halda áfram að
amast við kerfinu og brottkastið
er hluti af þeirri óánægju. Það
sagði mér sjómaður að brottkastið
sem kom fram á myndunum væri
barnaleikur miðað við það sem
hann sjálfur hefur tekið þátt í. Það
tala margir um að núna verði tekið
á þessum málum, þetta geti ekki
viðgengist með þessum hætti
lengur.“
Í sama streng tekur Högni Sig-
urþórsson, fréttaritari á Flateyri.
„Mér virðist sem myndirnar bæti
fáu við það sem allir vissu fyrir.
Brottkast er að verða stærri þátt-
ur í allri útgerð og það er almenn
vitneskja. Auðvitað fer það eftir
aðstæðum en myndirnar eru ekk-
ert einsdæmi,“ segir Högni.
Gunnar Hallsson, fréttarritari í
Bolungarvík, segir umræðu um
brottkast hafa aukist til muna eft-
ir að myndirnar voru birtar í sjón-
varpinu. Skoðanir fólks séu hins-
vegar skiptar, útgerðarmenn sem
hafi yfir aflaheimildum að ráða,
vilji fara varlega í breytingar á
fiskveiðistjórnunarkerfinu og telji
myndirnar ekki gefa rétta mynd
af ástandinu og jafnvel ýktar að
einhverju leyti. Á hinn bóginn sé
meginþorri fólks þeirrar skoðun-
ar að brottkast sé viðvarandi
vandmál og hafi viðgengist lengi.
Gagnrýni fólksins beinist þá að
fiskveiðistjórnunarkerfinu, frem-
ur en að sjómönnunum sjálfum.
„Myndirnar komu í sjálfu sér eng-
um á óvart, það vissu allir af
brottkasti. Menn eru hinsvegar
slegnir yfir því hversu stórum
fiski var þarna verið að henda.
Það er hinsvegar auðvelt að halda
því fram að myndirnar séu svið-
settar og sumir draga trúverðug-
leika þeirra mjög í efa. Þær hafa
engu að síður vakið alla til um-
hugsunar og flestir eru sammála
um að útgerðarmenn og sjómenn
séu betur settir ef þeir láta fiskinn
hverfa aftur í hafið en að koma
með hann að landi. Mér heyrist þó
flestir telja að draga verði þá fyrir
dóm sem brjóta lög, en í hinu orð-
inu segir fólk að lögin séu ekki
réttlát og þess vegna leiðist sjó-
menn út í brottkast. Það er við-
tekin skoðun hér í Bolungarvík að
kvótakerfið hafi farið illa með
byggðarlagið en vissulega má
deila um hvort þar sé illur ræðari
að kenna árinni. Það er hinsvegar
ljóst að byggðarlagið hefur ekki
notið kerfisins, hverjum sem það
er svo um að kenna.“
Gunnar segir brottkastumræð-
una í Bolungarvík tvinnast
saman við umræðuna um
smábáta. „Hér er ríkjand
sjónarmið að til dæmis frys
urum sé flaggað fyrir að be
landi mikil verðmæti. Þeir
vegar komi ekki með að
verðmæti sem aðrir gera sé
úr, svo sem hausa og af
Brottkastið sé því stundað
miklum mæli í togurunum, þ
með öðrum hætti sé,“ segir
ar.
Engum fiski hent í Grím
Helga Mattína Björns
fréttaritari í Grímsey, segi
arskeggja slegna yfir brot
myndunum enda vilji e
kannast við að þar séu st
þess háttar vinnubrögð.
veit ekki hverju það á að
hvort myndunum er ætl
blekkja eða hvort þær sýna
veruleikann eins og hann e
segja mér sjómenn að hér s
um fiski hent, aðeins fari a
hafið verðlaus fiskur, eins
dæmis tindabikkja. Menn
fyrir sér hvers vegna í ósköp
þessi fiskur kemur ekki á la
hann sendur þeim sem svel
búa við bágan kost.“
Trúa ekki sínum eigin au
Áki Guðmundsson, frétta
á Bakkafirði, segir brot
myndirnar hafa vakið hör
brögð í byggðarlaginu og
umtal. „Menn trúðu vart
eigin augum. Það hafa allir
sögur af brottkasti en
gerðu sér grein fyrir því a
væri stundað með þessum
né séð það með eigin augum
er með ólíkindum að notað s
stakt færiband til að flytja f
út í sjó. Engu að síður telu
inn að brottkastið á þessum
um sé sviðsett. Hér vilja men
ast við kerfið, það knýi menn
henda fiskinum,“ segir Áki.
Skiptar skoðanir á myndum af bro
Trúverðugleiki m
anna víða dregin
Myndir sem birtust af brottkasti á fisk
síðustu viku hafa vakið mikla athygli
hörð viðbrögð. Helga Mar Árnasyn
lék forvitni á að vita viðhorf fólksins
sjávarbyggðunum og bað fréttaritar
Morgunblaðsins víðs vegar um landi
um að lýsa umræðum á götuhornum
kaffistofum, eldhúskrókum, hafnarvo
um, beituskúrum, bensínsjoppum
og bryggjusporðum.
Morgunblaðið
Margir hafa skilning á því að sjómenn segist neyddir til að k
aðeins með verðmætasta fiskinn að landi. Myndin hér að
tengist ekki brottkasti.