Morgunblaðið - 14.11.2001, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 14.11.2001, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 25 UNDANHALD talibana fráKabúl er mikill hernaðar-legur sigur fyrir Banda-ríkjamenn en sú ákvörð- un Norðurbandalagsins að senda hermenn sína í afgönsku höfuðborg- ina gæti torveldað tilraunir Banda- ríkjanna og fleiri ríkja til að fá leið- toga hinna ýmsu fylkinga og þjóðflokka Afganistans til að mynda nýja ríkisstjórn. Þúsundir hermanna Norðurbanda- lagsins streymdu inn í höfuðborgina í gær þótt George W. Bush Banda- ríkjaforseti og stjórn hans hefðu lagt fast að bandalaginu að halda kyrru fyrir utan borgarmarkanna þar til hægt yrði að mynda stjórn sem Past- únar, stærsti þjóðflokkur landsins, gætu sætt sig við. Bandarískir embættismenn viður- kenndu í gær að þeir hefðu enga stjórn á afgönsku stríðsherrunum og hermönnum Norðurbandalagsins. Pólitískir leiðtogar bandalagsins tóku einnig að streyma inn í höfuðborgina eftir óvænt undanhald talibana. Einn af forystumönnum Norður- bandalagsins, Younis Qanooni, sagði að það hefði ekki í hyggju að vera eitt við stjórnvölinn í Afganistan. Banda- lagið hafði áður samþykkt að taka þátt í stjórnarmyndun undir forystu fyrrverandi konungs Afganistans, Mohammeds Zahirs Shah, og Qan- ooni sagði að bandalagið myndi standa við það samkomulag. „Við er- um hér til að halda uppi öryggisgæslu og koma í veg fyrir að glæpamenn hrelli borgara okkar,“ sagði hann. „Eftir 22 ára átök, hörmungar og ógæfu viljum við koma á friði í Afgan- istan.“ Einn af helstu samstarfsmönnum konungsins fyrrverandi, sem er í út- legð í Róm, sakaði hins vegar Norð- urbandalagið um að hafa brotið sam- komulag um að senda ekki hermenn inn í höfuðborgina. Sameinuðu þjóðirnar sendi friðargæslusveitir Stjórn Pakistans hvatti til þess að Sameinuðu þjóðirnar sendu friðar- gæslusveitir til Kabúl í því skyni að afstýra blóðsúthellingum og ringul- reið í borginni eins og á árunum 1992–96. Þetta tímabil einkenndist af grimmilegri valdabaráttu stríðs- herra, sem margir hverjir eru nú í Norðurbandalaginu, eftir hernám Sovétmanna á árunum 1979–89 og fall stjórnar sem naut stuðnings stjórnvalda í Moskvu. Pakistanar voru helstu stuðnings- menn talibana þegar þeir komust til valda í Kabúl árið 1996 og hafa illan bifur á Norðurbandalaginu. Þeir segja að stjórn undir forystu Norður- bandalagsins myndi valda mikilli óánægju meðal Pastúna í Afganistan og Pakistan. Flestir hermenn Norð- urbandalagsins eru Tadsjikar og Úsbekar en talibanar hafa aðallega notið stuðnings Pastúna, sem eru um 40% íbúa Afganistans. Hægt miðar í pólitísku viðræðunum Tilraunirnar til að fá leiðtoga þjóð- flokkanna til að mynda bráðabirgða- stjórn hafa borið lítinn árangur til þessa, meðal annars vegna ágrein- ings um hlutverk konungsins fyrr- verandi og andstæðra hagsmuna grannríkja, m.a. Pakistans og Írans, sem styður Norðurbandalagið. Pólitísku viðræðurnar hafa gengið mjög erfiðlega og nú þegar höfuð- borgin er fallin er orðið mjög brýnt að þær beri árangur. Náist ekki sam- komulag á næstu dögum er hætta á að nýtt borgarastríð blossi upp í Afg- anistan og að landið leysist jafnvel upp. Talibanar segjast hafa hörfað frá Kabúl til að heyja skæruhernað frá fjöllum og hellum Afganistans. Fréttaskýrendur segja að þótt þessi aðferð hafi gefist vel gegn sovéska her- námsliðinu á árunum 1979–89 kunni að reyn- ast erfitt fyrir talibana að halda uppi skæru- hernaði þar sem þeir njóta ekki stuðnings annarra ríkja eins og skæruliðarnir sem börðust gegn Sovétmönnum. Talibanar virðast hafa hörfað yfir á landsvæði sem einkum eru byggð Pastúnum. „Stríð er ekki háð í borgum og bæj- um Afganistans,“ sagði heimildar- maður fréttastofunnar AFP úr röð- um talibana. „Úrslit stríðsins ráðast í fjöllunum og hellunum sem eru á valdi okkar. Við höfum þegar flutt vopn og matvælabirgðir á öruggari staði í fjöllunum og þaðan ætlum við að berjast.“ Riffat Hussain, forseti herfræði- deildar Quaid-e-Azam-háskóla í Ísl- amabad, sagði að þessi aðferð hefði gert afgönskum skæruliðum kleift að binda enda á tíu ára hernám Sovét- manna árið 1989. „Undanhald talib- ana frá Kabúl markar upphaf nýs tímabils í þessu stríði og það verður mjög langt.“ Hussain kvaðst einnig telja að með undanhaldinu vildu talibanar vinna tíma í von um að innbyrðis deilur blossuðu upp að nýju innan Norðurbanda- lagsins. Afgönsku skæru- liðarnir, sem börðust gegn Sovétmönnum, nutu stuðnings Banda- ríkjanna og fleiri ríkja, en talibanar eru einir á báti að þessu sinni. „Þetta verður erfitt fyrir þá vegna þess að þeir berjast gegn öllum heiminum,“ sagði Shanawaz Tani, sem var hers- höfðingi í Afganistan þegar kommún- istar voru þar við völd. „Afgönsku skæruliðarnir fengu vopn og aðstoð frá öðrum ríkjum gegn Sovétmönn- um. Þannig er því ekki farið núna og erfitt er að spá um hversu lengi talib- anar geta haldið velli án stuðnings annarra.“ Talibanar njóta ekki lengur stuðn- ings Pakistana sem gerði þeim kleift að ná mestum hluta Norður-Afgan- istans og Kabúl á sitt vald á árunum 1994–98. Kandahar er „höfuð- borg talibana“ Talibanar litu ekki á Kabúl sem sérlega mikilvæga borg. Allar mikil- vægustu ákvarðanirnar voru teknar í Kandahar, höfuðvígi talebana, þar sem leiðtogi þeirra, múllinn Mo- hammed Omar, sat við stjórnartaum- ana. Ráðuneytin, opin- beru byggingarnar og embættismennirnir voru í höfuðborginni en völdin í Kandahar. Donald H. Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði á sunnudag að stjórn talibana myndi ekki líða undir lok þótt Norðurbandalagið næði Kab- úl á sitt vald því „höfuðborg talibana“ væri Kandahar. Talsmaður Norður- bandalagsins sagði í gær að íbúar Kandahar og tveggja annarra borga í suðurhlutanum, Helmand og Uruzg- an, hefðu boðist til að hefja samstarf við bandalagið. Andstæðingar talib- ana voru sagðir hafa náð flugvelli um 50–70 km frá Kandahar á sitt vald. Framrás Norðurbandalagsins hef- ur aukið svigrúm Bandaríkjamanna til að þjarma að talibönum og al- Qaeda, samtökum hryðjuverkafor- ingjans Osama bin Ladens. Banda- rískar hersveitir geta nú notað mik- ilvæga þjóðvegi og flugvelli til að herða árásir sínar og flytja hjálpar- gögn til sveltandi Afgana. Yfirráð Norðurbandalagsins í norðurhlutan- um geta einnig auðveldað Banda- ríkjamönnum að afla sér mikilvægra upplýsinga um hugsanleg fylgsni bin Ladens og annarra forystumanna al- Qaeda. Embættismenn bandaríska varn- armálaráðuneytisins viðurkenna þó að erfiðara verði að ráða niðurlögum talibana í suðurhlutanum en í Norð- ur-Afganistan. Talibanar hafa aðal- lega notið stuðnings Pastúna í suður- hlutanum og ekki mætt þar skipu- lagðri andstöðu eins og í norður- hlutanum. Aðgerðir Bandaríkjamanna í suð- urhlutanum hafa einkum miðað að því að reyna að fá leiðtoga Pastúna til að snúa baki við talibönum og líklegt er að hröð framrás Norðurbanda- lagsins sannfæri marga Pastúna um að talibanar geti ekki farið með sigur af hólmi í stríðinu. „Árangur hefur náðst í þessum efnum,“ sagði hátt- settur embættismaður í bandarísku leyniþjónustunni CIA. „Hann er ekki eins sýnilegur og í norðurhlutanum en við höfum séð merki þess að þeir séu tilbúnir til samstarfs gegn talib- önum.“ Skiptar skoðanir um landhernað Embættismenn varnarmálaráðu- neytisins í Washington hafa ekki úti- lokað að bandarískar hersveitir verði sendar inn í suðurhluta Afganistans. Fréttaskýrendur sögðu þó að það gæti tekið nokkra mánuði að skipu- leggja stórsókn með þátttöku þús- unda hermanna. Svo virðist sem ekki komi til greina að láta hermenn Norðurbandalagsins halda framrásinni áfram suður fyrir Kabúl þar sem það myndi kynda und- ir þjóðflokkasundrungunni og grafa undan pólitísku viðræðunum. Nokkrir bandarískir hermálasér- fræðingar hafa hvatt til þess að bandarískar hersveitir verði sendar inn í suðurhluta Afganistans. „Við verðum að fara þangað fyrr eða síð- ar,“ sagði Dan Goure, við Lexington- stofnunina. „Jafnvel þótt okkur takist að kynda undir einhvers konar and- stöðu við talibana óttast ég að helstu leiðtogar Pastúna haldi áfram að styðja talibana.“ Aðrir sérfræðingar sögðu að Bandaríkjamenn ættu að láta á það reyna hvort hægt væri að fá Pastúna til að rísa upp gegn talibönum. „Það er of snemmt að draga þá ályktun að aðgerðir okkar í suðurhlutanum hafi ekki borið árangur,“ sagði Robert Killebrew, bandarískur ofursti á eft- irlaunum. „Og verði bandarískar her- sveitir sendar þangað endar það með ósköpum.“ Embættismenn í Bandaríkjunum óttast að hermenn Norðurbandalags- ins hefni sín á stuðningsmönnum tal- ibana úr röðum Pastúna í Kabúl eða Mazar-e-Sharif og það verði til þess að Pastúnar neiti að taka þátt í stjórnarmyndun. Lakhdaar Brahimi, sendimaður Sameinuðu þjóðanna, kveðst ætla að efna til viðræðna á næstu dögum milli leiðtoga hinna ýmsu fylkinga og þjóð- flokka um myndun bráðabirgðaborg- arstjórnar í Kabúl og hugsanlega fleiri borgum. Bandarískir embættismenn sögðu að Sameinuðu þjóðirnar myndu bjóða borgarstjórninni aðstoð við að sjá borgarbúunum fyrir nauðsynlegri þjónustu. Sameinuðu þjóðirnar kynnu einnig að senda hermenn til að halda uppi lögum og reglu í borginni. Embættismenn bandaríska utanríkis- ráðuneytisins hafa rætt við tyrk- neska stjórnarerindreka sem beita sér fyrir því að Sameinuðu þjóðirnar sendi friðargæslusveitir til Afganist- ans. Tyrkland, Bangladesh, Indónes- ía og fleiri múslímaríki hafa boðist til að senda hermenn til friðargæslu á vegum Sameinuðu þjóðanna í Afgan- istan. Falli Kabúl fylgja pólitískir annmarkar Flótti talibana frá Kabúl gæti auðveldað Bandaríkjamönnum að ráða niðurlögum hryðjuverkasamtaka Osama bin Ladens í Afganistan. En sá böggull fylgir skammrifi að Norðurbandalagið hefur sent hermenn sína inn í borgina og það gæti torveldað til- raunirnar til að tryggja myndun þjóðstjórn- ar og afstýra nýju borgarastríði í landinu. Reuters Hermenn Norðurbandalagsins á skriðdreka á leið inn í Kabúl eftir að talibanar flúðu þaðan í gær. Brýnt að viðræður um samsteypu- stjórn beri skjótan árangur Bandarískar hersveitir hugs- anlega sendar til S-Afganistans t mjög stöðu di það stitog- era að r hins- landi ér mat fskurð. í jafn- þó svo Gunn- msey dóttir, ir eyj- ttkast- enginn tunduð „Fólk ð trúa, að að a raun- r. Það é eng- aftur í og til velta punum and og lta eða ugum aritari ttkast- rð við- mikið sínum heyrt fæstir að það hætti m. Það sé sér- fiskinn r eng- mynd- nn sak- n til að Við sjómennina að sakast Ágúst Blöndal, fréttaritari í Neskaupstað, segir marga þar í bæ þeirrar skoðunar að brottkast- myndirnar séu sviðsettar. „Hvort sem það á við rök að styðjast eða ekki, þá eru menn dálítið slegnir og margir haft orð á því hvað þarna var verið að henda stórum fiski. Menn vilja þá sakast við sjó- mennina sjálfa og þeir verði að taka afleiðingum gjörða sinna. Hinsvegar ber að hafa í huga að flestar útgerðir hér í Neskaup- stað hafa yfir kvóta að ráða og fáir að gera út á leigukvóta og kannski markast viðhorf manna af því.“ Myndirnar meira eða minna sviðsettar Sigurður Mar Halldórsson, fréttaritari á Hornafirði, segir brottkastmyndirnar mikið rædd- ar manna á meðal og sitt sýnist hverjum. Einn telji sögur af brott- kasti stórlega ýktar á meðan ann- ar segi að kvótakerfið beinlínis neyði menn til að henda fiski. „Brottkast varð ekki til í gær og sjómenn hafa sagt mér bæði gamlar og nýjar sögur af því. Ég hef hitt útgerðarmenn sem segj- ast koma með fisk að landi sem þeir hentu fyrir daga kvótakerf- isins. Aðrir segja að kvótakerfið sé þannig uppbyggt að þeir komi aðeins með verðmætasta fiskinn í landi. Þeir sem ég hef rætt við eru hins vegar sammála um að mynd- irnar sem hafa birst í fjölmiðlum séu meira eða minna settar á svið til að skapa andstöðu við kvóta- kerfið eða til að vekja upp um- ræðu um það,“ segir Sigurður. Eðli brottkastsins kemur á óvart Ásmundur Friðriksson, frétta- ritari í Vestmannaeyjum, segir myndirnar staðfesta það sem rætt hafi verið manna á meðal lengi, að brottkast hafi verið stundað um áraraðir. „Það þarf ekki annað en að skoða hvernig fiskur kemur inn á fiskmarkaðina til að sjá að brott- kastið er umtalsvert. Eðli brott- kastsins á myndunum virðist samt koma öllum í opna skjöldu, hvað það er kerfisbundið og hversum stórum fiski er hent. Ég verð hins vegar ekki var við að fólk telji brottkastið á myndunum sviðsett. Það kenna margir kerf- inu um brottkastið og segja að sjómönnum sé nauðugur þessi kostur.“ Líkja má brottkasti við skattsvik Jón H. Sigurmundsson, frétta- ritari í Þorlákshöfn, segir brott- kast lengi hafa verið rætt manna á meðal í bænum en myndirnar hafi hleypt nýju blóði í umræðuna svo um munar. „Margir hafa brott- kast í flimtingum en undir niðri held ég að kraumi reiði. Hún bein- ist bæði að fiskveiðistjórnarkerf- inu en alveg eins að þeim sem stunda brottkast. Þá er fólk ekki endilega að dæma þá sem einstak- linga sem eru í umræðunni ein- mitt núna, heldur alla sem henda fiski yfirhöfuð. Ég verð mjög var við að fólki finnst eins og verið sé að kasta auðæfum þjóðarinnar á glæ, mönnum sé treyst fyrir þess- um auðæfum en þeir fari síðan með þau á þennan hátt. Margir hafa engu að síður skilning á brottkasti og segja að kerfið knýi sjómenn til að henda fiski. Það má líkja brottkasti við skattsvik, það líður enginn að svikið sé undan skatti þó svo að kerfið bjóði upp á slíkt. Sumir vilja því auka eftirlit með sjómönnum og líta þannig á að fyrir andvirði þess sem kastað er væri hægt að fjölga eftirlits- mönnum margfalt,“ segir Jón. ottkasti mynd- nn í efa ki í og ni s í ra ið m, og- ð/RAX koma ofan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.