Morgunblaðið - 14.11.2001, Page 28

Morgunblaðið - 14.11.2001, Page 28
UMRÆÐAN 28 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Það er óhætt að slá þvíföstu að áhrif gildistökuevrumyntar í aðild-arlöndum Mynt- bandalags Evrópu um næstu ára- mót verði mikil. Þá fyrst verða menn áþreifanlega varir við breyt- inguna þegar seðlar marksins, lír- unnar og fleiri gamalgróinna gjaldmiðla hverfa úr umferð og við tekur sameiginleg mynt evrunnar. Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra sagði á Alþingi nýskeð að gildistaka evrumyntarinnar markaði vatnaskil í þróun Evrópu- sambandsins. Það er áreiðanlega rétt hjá utanríkisráðherra, sem kynnst hefur innviðum Evr- ópusamstarfs- ins af eigin raun síðustu árin og þekkir vel stöðu smá- ríkisins Íslands gagnvart hinu stóra Evrópusambandi gegnum samninginn um Evrópska efna- hagssvæðið, EES. Það var á utan- ríkisráðherra á Alþingi að heyra að hann hefði áhyggjur af þróun mála, ekki síst af samkeppn- isstöðu íslensks atvinnulífs. Í ræðu sinni sagði Halldór kosti evrunnar fyrir evrópska neyt- endur vera augljósa. Vextir muni væntanlega lækka og sam- anburður á verðlagi milli landa verði auðveldari. „Halda menn að það geti staðist til lengdar að stýrivextir hér á landi séu 10,9%, þeir séu 7% í Noregi, 3,75% í evru- löndunum og 2% í Bandaríkj- unum? Hafa menn trú á því að ís- lensk fyrirtæki standist þessa samkeppni til lengdar?“ var lyk- ilspurning annars leiðtoga stjórn- arinnar í umræðunni. Spyr sá sem ekki veit, eða hvað? Í gær bárust þær fréttir frá höf- uðstöðvum Stór-Evrópu í Brussel að Eystrasaltsríkin Eistland, Lettland og Litháen séu öll í hópi 10 ríkja sem fá aðild að Evrópu- sambandinu árið 2004. Undirbún- ingur þeirra allra undir aðild að sambandinu gengur samkvæmt áætlun, að því er fram kemur í ár- legu stöðumati framkvæmda- stjórnar sambandsins. Löndin 10 eru Pólland, Tékk- land, Ungverjaland, Slóvenía, Kýpur, Eistland, Lettland, Lithá- en, Slóvakía og Malta. Þetta eru athyglisverð tíðindi fyrir samrunaferlið í Evrópu og ekki síður okkur Íslendinga. Eftir stækkunina 2004 verða aðildarríkin næstum tvöfalt fleiri en í dag og íbúafjöldi ESB 500 milljónir. Innri markaður þess nær þá frá Íberíuskaga að Svarta- hafi. Í raun réttri verða þá til tvær útgáfur af starfi innan Evrópu- sambandsins, hin stærri og sú minni. Sú stærri felur þá í sér innri markað og sameiginlega mynt, en hin minni sameiginlegan markað án evrunnar. Enn sem komið er hafa ríki innan Evrópu- sambandsins ákveðið að verða ekki með í evrusamstarfinu, alla- vega ekki í upphafi, Bretar þar áhrifa- og atkvæðamestir. Spurn- ingin er hvort sú afstaða þeirra heldur þegar seðlarnir eru komnir í umferð og breskur almenningur finnur óhagræðið af því að halda pundinu á ferðum sínum um þenn- an stóra sameiginlega markað. Sumir segja líklegt að ríkisstjórn Blairs setji innan tíðar allt á fullt í átt að Myntbandalagi Evrópu, aðrir benda á að Bretar aki enn vinstra megin og súpi teið sitt sem aldrei fyrr. Pundinu kasti þeir aldrei. Hvernig snertir þessir þróun Ísland? Eða hvernig snertir þessi þróun ekki Ísland? Á sama tíma og vaxtastig er tvöfalt eða jafnvel fjórfalt hærra hér á landi en í sam- keppnislöndum, verðbólga miklu meiri og hagvöxtur minni, er ekki að undra að efasemdarmenn um ágæti krónunnar sem gjaldmiðils og að Ísland geti staðið eitt og sér utan Evrópusambandsins láti í auknum mæli á sér kræla og spyrji gagnorðari spurninga en fyrr. Í þessum hópi eru forsvars- menn fyrirtækja sem glímt hafa við tugprósenta gengisfall á fáum mánuðum og fá ekki lengur fyr- irgreiðslu í bankanum sínum. Ekki hvað síst í þessu ljósi ber að skoða framkomnar hugmyndir Hannesar Hólmsteins Giss- urarsonar prófessors og fleiri um róttækar breytingar á skattkerfi okkar og fjármálalífi. Sem mót- vægi við kröfur um aðild að ESB. Skattafrumvarp ríkisstjórn- arinnar, sem nú er til umfjöllunar á Alþingi, er skref í þessa átt, en hugmyndir Hannesar ganga þó miklu lengra. Í bók sinni „Hvernig getur Ísland orðið ríkasta land í heimi?“ færir hann sterk og sann- færandi rök fyrir því að kominn sé tími á djarfar skattalækkanir hér á landi í því skyni að laða til lands- ins erlend stórfyrirtæki og auð- kýfinga. Hannes Hólmsteinn hvetur til sáttar allra stjórn- málaafla um þessar aðgerðir sem geti gert Ísland að ríkasta landi í heimi, en um leið orðið undirstaða öflugs velferðarkerfis og velmeg- andi samfélags. Þannig lítur Hannes Hólm- steinn til nálægra smáríkja og reynslu þeirra, Lúxemborgar og Írlands. Aðferðin sé einföld og ár- angursrík – að lækka skattana: „Báðar gera þær allt, sem í þeirra valdi stendur, til að laða til sín fyr- irtæki og fjármagn, og um það er almenn samstaða stjórn- málaflokka í löndunum tveimur. Ráðið til þess hefur reynst einfalt: lágir skattar á fyrirtæki, frjáls ut- anríkisviðskipti og hagstæð skil- yrði til atvinnurekstrar.“ Ekki er ólíklegt að á næstu mánuðum og misserum verði á vettvangi þjóðfélagslegrar um- ræðu tekist nokkuð hart á um þessar leiðir og fleiri, þjóðinni til hagsbóta. Öðrum megin eru evr- usinnar, sem ekki mótmæla því sjálfir að það að ganga evrunni á hönd þýði um leið aðild að Evr- ópusambandinu. Kostum þess og göllum. Á hinum endanum eru svo Hannes Hólmsteinn og fjölmargir aðrir sem sjá í hendi sér að eitt- hvað áhrifaríkt verði að gera til varnar kröfum um Evrópusam- bandsaðild og hvað sé betra í þeim efnum en laða að erlent fjármagn og finna Íslandi stað í alþjóðlegu fjármálaumhverfi, en njóta um leið kosta sjálfstæðisins. Hver er hér sinnar gæfu smiður. Skattar og evran Ekki hvað síst í þessu ljósi ber að skoða framkomnar hugmyndir Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors og fleiri um róttækar breytingar á skatt- kerfi okkar og fjármálalífi. Sem mót- vægi við kröfur um aðild að ESB. VIÐHORF eftir Björn Inga Hrafnsson bingi@mbl.is Í DAG, 14. nóvem- ber, er alþjóðadagur sykursjúkra. Mig lang- ar að hvetja sykursjúka til að fara reglulega í eftirlit. Ég hef nefni- lega í mínu starfi séð hvernig sykursýki, hár blóðþrýstingur og óhagstætt hlutfall blóð- fitna getur smám sam- an skemmt líkamann. Skaðinn er óafturkræf- ur. Það þykir sjálfsagð- ur hlutur að fara árlega með bílinn í skoðun, en hvað um eigin líkama? Ef vel á að vera þarf að fara minnst árfjórð- ungslega í skoðun, læknir ákveður þörfina hjá hverjum og einum allt eftir alvarleika sjúkdómsins. Rannsóknir benda til að sykursýki verði vaxandi vandamál í heiminum í framtíðinni. Orsökin liggur í offitu og nútímalifnaðarháttum. Sykursýki er enn sem komið er ólæknandi en hægt er að halda fólki einkennalitlu með ýmsum ráðum. Við þurfum að þekkja einkenni sykursýki vegna þess að það er stað- reynd að við greiningu sykursýki er stór hluti þegar kominn með fylgi- kvilla sjúkdómsins. Það er lítið mál að greina sykur- sýki, einungis þarf eina blóðprufu. Með henni má skera úr um hvort sykursýki er á ferðinni. Eðlilegur fastandi blóðsykur er 6,1 mmól/l og skilmerki sykursýki er 7 mmól/l. Einkenni sykursýki eru nokkuð mörg, þau helstu eru: þorsti, tíð þvaglát, þyngdartap, óráð (sér- staklega þarf að hafa í huga skyndilegt rugl hjá öldruðum), þrálátar húðsýkingar, kviðverk- ir, uppköst, hröð önd- un, náladofi í fingrum, sinadráttur, roði í and- liti, sérkennileg lykt úr vitum og af þvagi, með- vitundarleysi. Finnir þú fyrir þess- um einkennum þarf að mæla fastandi blóðsyk- ur hið fyrsta. Á þessu stigi nýtir líkaminn ekki lengur sykur til orkubrennslu heldur er far- inn að melta fituna í líkamanum. Við það skapast hættuástand sem leitt getur til sýrudás. Orsökin liggur í því að insúlínmyndandi frumur brissins framleiða ekki lengur insúl- ín eða að frumur líkamans eru af ein- hverjum ástæðum orðnar ónæmar fyrir eigin insúlíni. Insúlín er horm- ón sem virkar eins og lykill fyrir syk- urmólikúlin að frumum líkamans. Ef það vantar geta frumurnar ekki nýtt sykur til brennslu. Sykurinn kemur að læstum dyrum hjá frumunum vanti insúlín. Til að góð stjórnun náist á syk- ursýkinni þarf að vera jafnvægi milli mataræðis, hreyfingar, lyfja, fræðslu og eftirlits. Rannsóknir hafa staðfest að með góðri blóðsykur- stjórn, blóðþrýstingsstjórn og með- ferð við hækkaðri blóðfitu má minnka eða koma í veg fyrir fylgi- kvilla sykursýki. Göngudeild Þeir sem eru með sykursýki njóta þess á nokkrum stöðum hérlendis að hafa göngudeildir ætlaða sykursjúk- um. Þangað kemur fólk í reglulegt eftirlit en það er einstaklingsbundið hve oft þarf að koma. Á göngudeildum er tekist á við fleiri þætti en blóðsykur. Þeir eru blóðfituhækkun, blóðþrýstings- stjórnun og reykingar. Þar er veitt einstaklingsmiðuð fræðsla um sjúk- dóminn, lyf, mataræði, mikilvægi lík- amsræktar og svo mætti lengi telja. Við vitum öll að bíll sem notið hef- ur reglulegs viðhalds endist betur og bilar sjaldnar enn vanhirtur bíll. Það sama gildir um mannslíkamann, nema að þegar líkaminn fer að bila er ekki hægt að skipta honum út fyr- ir nýjan. Höldum vöku okkar, hugsum um heilsuna því máltækið segir: „Betra er heilt en vel gróið“. Ert þú með sykursýki? Sigríður Jónsdóttir Sykursýki Það er lítið mál að greina sykursýki, segir Sigríður Jónsdóttir, einungis þarf eina blóðprufu. Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Húsavík. NÝLEGA var því haldið fram í fjölmiðl- um að mjólk á Íslandi yrði ódýrari ef fluttir yrðu inn fósturvísar úr norskum kúm. Þessi lausn á vanda mjólkurframleiðslu er ekki trúverðug og felst alls ekki í nýjum kúm, en margt má gera til þess að lækka kostnað frá því sem nú er ef vel er á mál- um haldið. Í nýlegum verðlags- grundvelli fyrir kúabú er gert ráð fyrir að meðalbúið stækki, sem þýðir að meðalbóndinn þarf að kaupa sér kvóta fyrir um það bil sextán milljónir miðað við verðlag í dag. Í grundvellinum er ekki gert ráð fyrir þessari upphæð og ekki er hægt að vita hvaðan fólk á að taka þessa peninga. Furðu vekur að engin tilraun hefur verið gerð til þess að leiða búgreinina út úr þessum ógöngum sem kvótakaup eru. Ljóst er að ný- liðun í greininni getur engin orðið þar sem ekkert ungt fólk hefur peninga til þess að kaupa sig inn í stóru búin og þá er heldur engin sérstök fyrirgreiðsla fyrir nýliða. Á undanförnum árum hafa margir stækkað kúabúin með lán- tökum en það hefur engu fjár- magni skilað til fjölskyldnanna sjálfra heldur hefur það allt farið í afborganir af lánum sem og vexti og verðbætur. Verði kröfunni um stórbú haldið áfram liggur það fyrir að kúa- búskapur leggst af á stórum svæðum því enn er mikið af litlum búum í rekstri sem munu ekki geta tekið þátt í kapphlaupinu um kvóta og framkvæmdafé. Í fréttum útvarps í fyrri viku sagði for- maður Bændasamtaka Íslands að það væri markmið að halda byggð og búskap sem víðast á landinu og er það vel, en það stang- ast á við þá stefnu hans að styðja inn- flutning á nýju og af- kastameira kúakyni. Sami formaður lýsti yfir áhyggjum af auknum lántökum bænda í Fréttablaðinu nýverið, en uppbygg- ing stórkúabúa hefur ekki gefið fólki meiri tekjur nettó en venjuleg fjölskyldubú. Mikið af íslenskum kúabúum er vel rekið í dag en það þarf að laga rekstarumhverfið mikið og engar norskar kýr leysa þann vanda sem fyrir er. Íslenska kúakynið hefur reynst vel, margir bændur hafa náð mikilli nyt úr kúnum og sam- kvæmt rannsóknum má enn auka magnið. Því er mikilvægt að eyða meira fjármagni í ræktunarstarfið og hlúa að íslensku kúnni því margt má betur gera. Offramleiðsla á mjólk er landlæg og því ekki þörf á meiri mjólk. Þá ber að athuga að með nýju kúakyni fáum við stærri gripi og ending- arminni sem þýðir enn meira kjöt- fjall. Tekjur af nautakjötsframleiðslu eru ekki meiri en svo að bóndi sem elur grip sinn í 20–24 mánuði hefur minni nettótekjur af gripnum en þeir sem sjá um dreifingu og sölu kjötsins til neytandans og tekur það ferli enga tuttugu mánuði. Athygli vekur að samkvæmt kjötmati eru 34 flokkar nautgripa- kjöts en ekki er að sjá það í versl- unum að kjöt sé flokkað í svo marga flokka til neytenda og oft og tíðum veit afgreiðslufólk ekki úr hvaða flokki nautahakkið er. Á tímum sjúkdóma í nágranna- löndum okkar, svo sem gin- og klaufaveiki ásamt kúariðu, er ábyrgðarhluti að fara í innflutning á erlendu kúakyni. Hafa ber einnig í huga varnaðarorð Sigurðar Sig- urðarsonar dýralæknis því mjólk úr íslensku kúnum er talin hafa meira hollustugildi en mjólk úr kúm af norska kyninu. Íslenska kýrin hefur fylgt þjóð- inni um aldir. Hún er hraust og hentar vel aðstæðum hér á landi. Afkastameiri kúakyn hafa ýmsa kvilla og ólíklegt má telja að hægt verði að lækka dýralækniskostnað sem hér er gríðarlega hár auk þess sem lyfjareglugerð um fúkkalyf er úr takt við allan raunveruleika. Þá er íslenska kýrin merkileg fyrir margbreytileika sinn og lita- flóru sem hefur vakið athygli víða. Á sumarbeitinni er hún prýði á túnum landsins, en verði henni ýtt til hliðar munu enn fleiri kúabú hætta rekstri en orðið er og dreifð- ar byggðir hljóta tjón af. Fyrir nokkrum árum höfnuðu ís- lenskir bændur innflutningi á norskum kúm í skoðanakönnun, en Landssamband kúabænda gerði hana að engu og eyddi milljónum í að undirbúa innflutning. Það var aðför að meirihlutanum og því hvet ég bændur til þess að segja nei í komandi atkvæðagreiðslu og standa vörð um íslensku kúna til framtíðar. Veljum íslenskar kýr Atli Vigfússon Kýr Með nýju kúakyni fáum við stærri gripi og end- ingarminni, segir Atli Vigfússon, sem þýðir enn meira kjötfjall. Höfundur stundar landbúnað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.