Morgunblaðið - 14.11.2001, Side 30

Morgunblaðið - 14.11.2001, Side 30
UMRÆÐAN 30 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Tilboðsdagar Ferbox Zenith hurðir og hliðar Handklæðaofnar Hvítir og krómaðir Handlaugar IFÖ-IDO-Sphinx Einnar handar tæki Neve - Feliu - Kludi Mora-Grohe Hitastillitæki Huber - Mora - Grohe WC Ifö - Ido Macro Heilir klefar Macro Rúnnaðar hurðir Ferbox - Adria Sturtuhorn Hert gler - segullokun Hurðir, stærðir 70-112 cm Tilboð frá kr. 17.666 Hliðar, stærðir 68-90 cm Tilboð frá kr. 9.692 Hæð 76.5-120-181 Breidd 50 og 60 cm Tilboð frá kr. 10.896 Sturtutæki frá kr. 9.206 Baðtæki frá kr. 12.557 Handl.tæki frá kr. 5.270 Eldhústæki frá kr. 6.036 Rúnnaðir eða hornopnun 72x92, 82x82, 82x92, 92x92 Rúnnaðir Tilboð frá kr. 56.482 Hornopnun Tilboð frá kr. 45.893 M. hurð að framan 82x82, 92x92 Tilboð frá kr. 49.031 Hert gler - segullokun Stillanleg stærð 70-80 cm Tilboð frá kr. 18.774 80-90 cm Tilboð frá kr. 19.596 Á vegg - tilboð frá kr. 4.446 Í borði - tilboð frá kr. 8.359 Hert gler - segullokun 70x90, 80x80, 80x90, 90x90 Tilboð frá kr. 36.755 Rúnnaðir botnar m. svuntu Tilboð frá 15.127 • WC IFÖ án setu • frá kr. 19.752 • WC setur • frá kr.1.527 til 7.563 • WC IDO gólfstútur með • setu kr. 24.929 Ármúla 21 - sími 533 2020 Einnig tilboð á öðrum klefum og hreinlætis- tækjum. • Baðkör frá kr. 10.973 • Sturtubotnar frá kr. 4.385 • Stálvaskar frá kr. 4.777 HINN 14. og 15. nóvember verða Starfsdagar haldnir í Háskóla Íslands í annað sinn en þeir voru fyrst haldnir fyr- ir ári. Starfsdagar eru samstarfsverkefni At- vinnumiðstöðvar stúd- enta og atvinnulífs- nefndar Stúdentaráðs HÍ. Tilgangurinn með þeim er að fá fyrir- tæki af sem breiðust- um vettvangi til að koma í Háskólann og kynna starfsmanna- stefnu sína, menntun- arsamsetningu starfs- fólksins og hvernig þau sjá fyrir sér framtíðarstarfsmenn fyrirtæk- isins. Tengsl Háskólans og atvinnulífsins Mjög mikilvægt er að nemendur sem stunda háskólanám fái snemma tækifæri til að kynna sér þær kröfur sem atvinnulífið gerir til menntunar starfsmanna sinna og fylgjast með þeirri þróun sem sífellt á sér stað í þessum efnum. Þann- ig geta háskólanemar fengið tækifæri til að haga samsetningu námsins að einhverju leyti eftir þörfum at- vinnulífsins. Í því sambandi má nefna að þverfaglegt nám inn- an skólans hefur sí- fellt verið að aukast og því eiga stúdentar greiðari aðgang að valkúrsum, jafnvel við aðrar skorir og deildir og geta þannig frekar sniðið námið að þeim hugmyndum sem at- vinnulífið setur fram. Fyrirtæki gera sífellt meiri kröf- ur til menntunar starfsfólks síns. Mikilvægt er fyrir stúdenta að sjá hvernig ólík menntun getur nýst í starfi og eru Starfsdagar í Háskóla Íslands til þess fallnir að veita nemendum tækifæri á þessari sýn. Sjáumst á Starfsdögum Fyrirkomulag Starfsdaga er þannig að haldnir eru stuttir há- Starfsdagar í Háskóla Íslands Kolbrún Benediktsdóttir Í DAG, 14. nóvem- ber, er alþjóða sykur- sýkisdagurinn. Alþjóða sykursýkissambandið hefur ákveðið að til- einka þennan dag bar- áttu gegn hjarta- og æðasjúkdómum hjá sykursjúkum. Það eru ríkar ástæður fyrir þessari ákvörðun. Hjarta- og æðasjúk- dómar eru algengasta dánarorsök fólks með sykursýki. Nýlegar rannsóknir frá Bret- landi sýna að hjarta- sjúkdómur var dánar- orsök hjá sykursjúkum í meira en helmingi tilfella. 15% þeirra sem dóu vegna kransæða- sjúkdóms voru með sykursýki. Tíðni sykursýki eykst jafnt og þétt í heiminum og nálgast óðfluga 200 milljónir. Spáð er geigvænlegri aukningu á næstu 25 árum og er tal- að um að nefna megi sjúkdóminn faraldur 21. aldarinnar. Nokkrar ástæður eru tilgreindar svo sem betri greining sjúkdómsins, langlífi og óæskilegur lífsstíll sem hefur leitt til verulegrar þyngdaraukningar hjá íbúum flestra þjóða á síðustu áratug- um. Er svo komið að víða er meira en helmingur íbúa í yfirþyngd. Nýlegar rannsóknir frá Hjartavernd sýndu 6-7 kg þyngdaraukningu á 20 ára tímabili hjá fólki á aldrinum 45-65 ára. Sykursýki er aðal- lega skipt í 2 flokka sem eru: Tegund 1 sem byrjar oftast á unga aldri og er þessum ein- staklingum insúlin lífs- nauðsynlegt. Tegund 2 sem greinist yfirleitt eftir miðjan aldur og vex tíðnin mjög eftir 65 ára aldur. Oft eru einkennin hjá þessum hópi lítil og stundum greinist ekki sjúkdómurinn fyrr en komnir eru fylgikvillar sjúkdómsins. Með vax- andi ofþyngd er sykur- sýki, tegund 2, nú farin að greinast í vaxandi mæli hjá ungu fólki og jafnvel börnum. Fólk með sykursýki er í 2-4 sinn- um meiri hættu að fá æðakölkun sem leiðir til hjarta- og æðasjúk- dóma. Þessum sjúkdómum er aðal- lega skipt í þrennt: Hjartasjúkdóm- ar, t.d. hjartaverkur vegna kransæðaþrengsla, kransæðastífla, hjartabilun og skyndidauði. Heila- sjúkdómar, t.d. heilaáföll vegna æða- kölkunar í slagæðum og heilabilun. Slagæðasjúkdómar í útlimum, t.d. blóðþurrð í fótleggjum sem gefur sérstaklega einkenni við áreynslu, sár á fótum sem geta leitt til dreps í vefjum. Mikilvægt er að sykursjúkir þekki áhættuþætti í sambandi við hjarta- og æðasjúkdóma og geri ráðstafanir til að draga úr þeim eins og mögu- legt er. Helstu áhættuþættir fyrir utan sykursýki eru: Reykingar, of- fita (sérlega fitusöfnun um mittið), kyrrseta, háþrýstingur, blóðfit- uröskun, fjölskyldusaga um hjarta- og æðasjúkdóma og óhófleg áfeng- isnotkun. Með réttu líferni og oft breyttum lífsstíl er hægt að hafa verulega áhrif á þessa þætti til góðs. Þeir sem eru í yfirþyngd þurfa að léttast. Rannsóknir sýna að 5-10 kg megrun hefur mjög jákvæð áhrif. Leggja skal áherslu á fitusnautt, saltsnautt fæði en auk þess græn- meti og ávexti. Að sjálfsögðu á eng- inn að reykja. Regluleg hreyfing ætti að vera hluti af daglegu lífi, t.d. ganga 30 mínútur á dag. Þeir sem hafa sykursýki eiga að láta fylgjast vel með blóðþrýstingi og fituefnum í blóði og ná sem bestri sykurstjórn- un. Margar alþjóðlegar rannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi þessa. Ýmis lyf hafa komið á markaðinn á seinni árum sem hjálpa okkur veru- lega í þessari mikilvægu baráttu. Sykursýki og æðasjúkdómar Gunnar Valtýsson Sykursýki Fólk með sykursýki, segir Gunnar Valtýs- son, er í 2–4 sinnum meiri hættu að fá æðakölkun sem leiðir til hjarta- og æðasjúkdóma. Höfundur er læknir. SÍÐUSTU daga hafa brottkastsmynd- irnar verið á allra vörum, enda með fá- dæmum. Öllum ofbýð- ur sú umgengni um sameiginlegar auð- lindir okkar sem þar birtist og enginn get- ur varið hana. Miklar umræður eru því um brottkast, hvar orsak- irnar sé að finna, ekki síst hvernig stöðva megi þetta siðleysi og lögbrot. Kvótinn Margir telja orsak- anna að leita í kvótakerfinu: sjó- menn neyðist til að henda afla. En svo stórum og verðmætum fiski sást kastað af snurvoðarbátnum að þessi rök standast ekki. Þegar af- koma útgerðar og sjávarútvegsins er í betra lagi, sjómenn komast vel af og efnahagur landsmanna með ágætum, er ekki hægt að sýna fram á neyðarrétt. Meðal spurninga sem fréttin svaraði ekki er hvort hún á að rök- styðja skoðanir þeirra sem að henni standa á kvótakerfinu. Auð- vitað mega menn hafa skoðanir. Hins vegar er mjög oft ástæða til að spyrja hvort fréttamenn, stjórnendur fjölmiðla eða aðrir sem eiga hlut að frétt hafi valið fréttaefni til að rökstyðja skoðanir sínar. Hvers vegna eru þessar fréttamyndir teknar einmitt þessa róðrardaga en sagt að aðra daga sé miklu minna brottkast, jafnvel ekkert? Á hinn bóginn verður ekki undan því vikist að brottkast er stundað. Það hófst ekki með kvótakerfinu, það fylgir fiskveið- um en ekki stjórn fiskveiða. Það er ólíðandi siðleysi og lögbrot sem verður að linna. Úrræði gegn brottkasti eru ekki auðfundin. Sjávarútvegsráðherra hefur beitt sér fyrir breytingum á lögum og reglum í þessu efni. Framsalsheimildir fiskveiðistjórn- arlaganna eru árangursríkustu ákvæðin í þessu sambandi. Þau gera mönnum kleift að leigja til sín kvóta, og nú er hægt að færa kvóta til skips eftir að veitt var umfram. Mikilvæg ákvæði eru um sveigjanleika til að veiða umfram afla- heimildir og rétt skip- stjórnarmanna til að skilgreina afla utan kvóta. Alls nema þess- ar heimildir tugum prósenta af aflaheim- ildum. Þær staðhæf- ingar að lögin geri mönnum það ómögu- legt að koma með all- an afla að landi stand- ast ekki þegar vel er að gáð. Þeir sem vilja ganga vel um auð- lindina geta starfað innan ramma laganna. Eins og ævinlega er vilji það sem þarf. Sáttin Með kosningu auðlindanefndar á Alþingi fyrir síðustu kosningar hófust sáttaumleitanir í deilunum um fiskveiðistjórnkerfið. Tillagan var flutt af þáverandi þingmönnum Alþýðubandalagsins, meiri hluti þeirra eru nú þingmenn Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs (VG), þ. á m. formaður þess, minni hluti þeirra eru nú þingmenn Sam- fylkingarinnar þ. á m. varaformað- ur hennar, sem var fyrsti flutn- ingsmaður. Í tillögunni var sérstaklega tekið fram hóflegt auðlindagjald sem var einnig til- greint í ályktun Alþingis við kosn- ingu nefndarinnar. Í starfi nefndarinnar, þar sem voru m.a. alþingismenn stjórnar- andstöðunnar, þ. á m. Samfylking- arinnar og VG, varð sú niðurstaða að andstæðingar auðlindagjalds gengu til þeirrar sáttar að koma á hóflegu auðlindagjaldi. Nefndin skilgreindi tvær leiðir: fyrningu með innköllun allra aflaheimilda og uppboðssölu þeirra; ellegar álagningu gjalds í ljósi afkomu sjávarútvegsins. Síðar var skipuð nefnd til að endurskoða löggjöfina um stjórn fiskveiða og áttu einnig þar sæti þingmenn stjórnarandstöðunnar, þ. á m. Samfylkingarinnar og VG. Meiri hluti hennar hefur lagt til að Allra meina bót? Árni Ragnar Árnason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.