Morgunblaðið - 14.11.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.11.2001, Blaðsíða 31
degisfundir og koma tvö fyrirtæki fram á hverjum þeirra. Í ár taka eftirtalin sex fyrirtæki þátt: Edda – miðlun og útgáfa, Þjóðminjasafn- ið, Tölvumyndir, Össur, Lög- mannsstofan Lex og Skref fyrir skref. Auk þess verður fulltrúi frá Atvinnumiðstöð stúdenta á öllum fundunum og heldur fyrirlestur um gerð ferilsskráa og annað sem hafa þarf í huga þegar sótt er um starf. Nánari dagskrá er að finna á veggspjöldum sem hafa verið hengd í flestar byggingar Háskól- ans en hana er einnig að finna á heimasíðu Stúdentaráðs, www.- student.is. Fyrir hönd atvinnulífsnefndar SHÍ vil ég hvetja alla háskólanema til að kynna sér dagskrána og fjöl- menna á Starfsdaga í Háskóla Ís- lands. Höfundur er formaður atvinnulífsnefndar SHÍ. HÍ Mikilvægt er fyrir stúd- enta, segir Kolbrún Benediktsdóttir, að sjá hvernig ólík menntun getur nýst í starfi. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 31 David Wheldon X Y Z E T A me› fyrirlestur á Íslandi David Wheldon hefur ví›tæka reynslu af augl‡singamálum. Hann hefur st‡rt augl‡singastofu (Lowe Howard Spink) og birtingastofu (CIA UK), en einnig seti› hinum megin bor›sins, sem fyrsti yfirma›ur augl‡singamála hjá Coca Cola. Hann er stjórnar- forma›ur og einn stofnenda Tempus- samsteypunnar sem fer ótro›nar sló›ir í samflættingu birtinga (Media) og hugmynda (Creative). CIA er eitt stærsta birtingafyrirtæki í heimi me› yfir 6,5 milljar›a dollara veltu á ári. Fyrirtæki› er stærsti hluti Tempus- samsteypunnar. • Fyrirlesturinn ver›ur haldinn á Hótel Loftlei›um 16. nóvember kl. 8.30 - 10.30. • fiátttökugjald 3.900 kr. og morgunver›ur innifalinn. • Skráning og nánari uppl‡singar er á www.xyz.is og í síma 520 1900. Bylting óskast! Augl‡sendur og augl‡singastofur flurfa a› taka augl‡singami›la alvarlega Birtingar eru n‡tt form sköpunarkraftsins. Samt vir›ast fáir skilja hlutverk mi›lanna í mótun sambandsins vi› vi›skiptavini og hvernig völdin eru a› færast frá sendendum skilabo›a til vi›takenda fleirra. Hva› gerist flegar hugmynda- og birtingafólk vinnur saman? Fari› ver›ur yfir dæmi um vel heppna›a samvinnu af flessu tagi. Fyrirlesturinn er áhugaver›ur fyrir augl‡sendu r o g marka›s- og augl‡singafólk lagt verði á hóflegt auðlindagjald í ljósi afkomu sjávarútvegsins, með tilteknum viðmiðunum þar um. Fljótt kom í ljós að fylgjendur fyrningaleiðarinnar vildu alls ekki sættast á þessa leið. Meðan nefnd- in var að störfum fluttu þingmenn stjórnarandstöðunnar hvað eftir annað tillögur á Alþingi um að lög- festa fyrningaleiðina og uppboð aflaheimilda. Þeir ætluðu ekki að standa við þá sátt sem við hinir gengumst undir með niðurstöðum auðlindanefndar. Allra meina bót? Af þeirra hálfu hefur mörgu ver- ið haldið fram fyrningaleið og upp- boðum til stuðnings. Ein röksemd- in er að þá geti allir sem vilja vinna við sjávarútveg fengið þar störf. Nú staðhæfir formaður Sam- fylkingarinnar að kvótakerfið sé orsök brottkastsins vegna kvóta- leigu. Hann staðhæfir aukin held- ur að fyrningaleiðin muni bæta brottkastið því þá verði allar afla- heimildir seldar á uppboði og verð þeirra muni lækka. Stórkostleg rök, eða hitt þó heldur. Ég verð að viðurkenna að ég sé ekki að þau haldi vatni. Ekkert af þessu fær staðist. Við uppboð aflaheimilda munu tilboð í þær verða sama marki brennd og hingað til: eftirspurn er meiri en framboð og bjóðendur bjóða eins hátt og þeir framast treysta sér til til að tryggja sér aflaheimildir. Þeir hafa þegar lagt í mikinn fastakostnað og miklar skuldbindingar með fjárfestingu í skipum og búnaði þeirra. Þeir hafa því allt að vinna með því að fá afla- heimildir. Sóknargeta flotans er miklu meiri en nemur þeim afla sem hann veiðir nú, auk þess sem allmörg skip eru kvótalaus eða mjög kvótalítil. Með uppboðum safnast aflaheimildir á enn færri „hendur“ því ekki geta þeir fengið sem bjóða of lágt – nema með kvótaleigu af hinum sem buðu hærra. Því verður hagræðingar- þörf í fiskveiðum enn meiri en hingað til, til að standast kvóta- verðin. Skipum mun fækka og færri sjómenn komast að. Frá fyr- irtækjum í sjávarútvegi mun streyma fjármagn, ekki til annarra sjávarútvegsfyrirtækja eins og nú heldur úr greininni. Fjármagnið mun streyma frá sjávarútvegs- plássunum um allt land í meira mæli en nokkru sinni fyrr. Þeir sem krefjast fyrningar og uppboðs aflaheimilda hafa ekki viljað sátt um neina málamiðlun. Ekki er við því að búast að þeir berjist fyrir því að fjármagninu verði varið inn- an sjávarplássanna og til sjávarút- vegsins. Þeir munu ætla fjármagn- inu annað hlutverk. Höfundur er alþingismaður. Fiskveiðistjórnun Þeir sem krefjast fyrn- ingar og uppboðs afla- heimilda, segir Árni Ragnar Árnason, hafa ekki viljað sátt um neina málamiðlun. SYKURSÝKIN hefur fylgt mannkyni frá örófi alda. Þekk- ing á sykursýki hefur aukist mjög hin síðari ár og miklar framfarir hafa orðið í meðferð við sykursýki. Margt bendir til þess að lífs- stíll vorra daga leiði af sér aukna tíðni syk- ursýki, einkum þeirr- ar tegundar sem köll- uð hefur verið sykursýki fullorðinna. Aukin líkamsþyngd og þar með talin aukin tíðni offitu á þar stóran þátt, sem beint má tengja breyttu mat- aræði og minnkaðri hreyfingu. Forvarnir með ráðgjöf um mat- aræði, hreyfingu og aðra tengda þætti eru því mjög mikilvægar í þessu sambandi. Samtök sykur- sjúkra um heim allan hafa sýnt aðdáunar- verðan kraft og fram- sýni til stuðnings og til hagsbóta sínum skjólstæðingum. Sam- tök sykursjúkra á Ís- landi eru þar engin undantekning. Ég þakka þeim kraftmikið og ár- angursríkt starf og óska samtök- um sykursjúkra allra heilla í tilefni dagsins. Alþjóðadagur sykursjúkra Jón Kristjánsson Sykursýki Margt bendir til þess, segir Jón Kristjánsson, að lífsstíll vorra daga leiði af sér aukna tíðni sykursýki. Höfundur er heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.