Morgunblaðið - 14.11.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.11.2001, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. DÚKKAN mín er góð, sagði litla stelpan og þrýsti uppáhaldsleik- fanginu sínu þétt að sér. Bíllinn minn er góður, hugsaði maðurinn og strauk létt yfir húddið. Við skiljum vel hugsunarhátt barnsins sem blæs með ímyndunar- afli sínu líf í dauðan hlut. En full- orðið fólk veit vel að nytjahlutir geta hvorki verið góðir né vondir. Það fer frekar eftir því hvað við hugsandi menn gerum við hlutina. Er til dæmis byssa vond eða góð? Varla er hún vond þegar hún stend- ur inni í skápnum. Kannski er hún góð þegar ég nota hana sem íþrótta- tæki, æfi mig að hitta í mark og stytti mér stundir. Er byssan góð þegar ég drep fugla? Skiptar skoð- arnir eru um það. En hún er örugg- lega vond þegar ég miða henni á annað fólk. Nú stendur til að stofna félag sem kallar sig vinir bílsins. Þar er sagt að margir séu svo vondir við bílana og þeir hafi fengið svo slæma ímynd sem mengunarvaldar. Í heilsíðuaug- lýsingum er fullyrt ýmislegt skondið í sambandi við bílana, t.d. að nýleg- ur bíll mengar minni en belja í fjósi. Bíll mengar auðvitað meira eftir því sem honum er ekið meira. Bíllinn er þá kannski vondur þegar hann er misnotaður eða ofnotaður. Bíll er kannski líka vondur þegar honum offjölgar. Þetta hefur einmitt gerst síðustu árin og er staðan núna þann- ig að til eru fleiri skráðir bílar en ökuskírteinishafar á landinu. Þá er auðvitað ekki að undra að sala nýrra bíla hefur stórlega dreg- ist saman. Markaðurinn er einfald- lega mettur. Hjá bílasölum er þetta auðvitað áhyggjuefni og það eru ein- mitt bílasölumenn og tryggingafyr- irtæki sem standa bak við félagið vinir bílsins. Örvæntingarfull til- raun til að pranga einhverjum fleiri góðum bílum upp á landsmennina? En eitt get ég sagt þessu nýja fé- lagi til huggunar: Ekki er þörf á því að halda upp á dag bílsins. Þegar horft er á umferðagöturnar þá áttar maður sig fljótlega á því að allir dagar ársins eru dagar bílanna hjá þessari blessuðu bíladelluþjóð. Annars er ég að íhuga núna að stofna félagið vinir þvottavéla. Mér finnst nefnilega að þvottavélar séu reglulega góðar að hreinsa, dag eft- ir dag, allt skítuga tauið fyrir okkur. Fyrir það fá þessi blessuðu tæki alls ekki næga viðurkenningu. ÚRSÚLA JÜNEMANN, kennari. Vinir bílsins Frá Úrsúlu Jünemann: Í MORGUNBLAÐINU hinn 6. nóv- ember er fréttatilkynning frá Félagi geislafræðinga. Þar kveður á um að fyrrverandi röntgentæknar heiti nú geislafræðingar...og hana nú! Það gladdi mig mjög að þessi hóp- ur skyldi hafa séð ljósið og breytt starfsheiti sínu úr „tækni“ í „fræð- ing“ þar sem það er deginum ljósara að fræðingar hafa yfirleitt hærri laun en aðrir hópar . Þetta verður því verðugt innlegg í næstu kjarabar- áttu geislafræðinga, þeir koma væntanlega tvíefldir til leiks og krefjast hærri launa til jafns við hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunar- fræðinga sem áður hétu hjúkrunar- konur en af miklum klókindum breyttu starfsheiti sínu í fræðing. Eftir það hafa varla heyrst frá þeim óánægjuraddir. Fyrrverandi fóstrur sáu ljósið fyrir nokkrum árum og ákváðu að klífa stigann, breyttu starfsheiti sínu í leikskólakennara til að krefjast launa á við kennara. Og þá komum við að kjarna máls- ins, það er augljóst mál að „fræð- ingar“ hafa hærri laun en kennarar, fóstrur, hjúkkur, löggur og þroska- þjálfar. Þessir hópar eru frægir fyrir óánægju sína með launin sín og þá litlu virðingu sem fólk ber fyrir störf- um þeirra. Það helst í hendur, laun og virðing. Þess hærri laun, þess meiri virðingu ber fólk fyrir starfinu. Flugmenn og flugumferðarstjórar eru þessu til sönnunar, þótt ekkert langskólanám liggi að baki starfi þeirra ber fólk virðingu fyrir þeim, þeir eru jú vel launaðir. Því blasir við að til að öðlast virðingu verða launin að hækka og til að launin hækki þarf að breyta starfsheitinu, helst í fræð- ing, því þeir eru með hæstu launin. Þetta hefur sem sagt staðið kjara- baráttu kennara fyrir þrifum. Þeir eru ekki fræðingar og engu máli skiptir hversu mikið menntaðir þeir eru. Því er tillaga mín sú að kenn- arar feti í fótspor geislafræðinga og breyti starfsheiti sínu. Einungis þá fara hlutirnir að gerast og þeir geta miðað sig við aðra fræðinga í land- inu. Það blasir við að „menntunar- fræðingur“ er miklu sérhæfðara starfsheiti en kennari. Það vilja allir kalla sig kennara sem kenna á annað borð en menntunarfræðingur segir manni að þarna sé sérfræðingur á ferðinni, kunni eitthvað meira fyrir sér en aðrir. Leikskólakennarar geta orðið uppeldisfræðingar og tekið þar með skrefið til fulls, frá fóstru til fræðings. Þroskaþjálfar yrðu miklu virðulegri stétt sem fötlunarfræð- ingar eða þroskaferlisfræðingar. Og þá skulum við ekki gleyma lögregl- unni í landinu. Ekki virðast þeir vera ánægðir með kjörin sín, hafa löngum verið illa launaðir og virðist nú virð- ing almúgans fara dvínandi í garð þessara þjóna réttvísinnar. Ekki er hægt að kalla þá lögfræðinga en hvað um löggæslufræðinga? Eða lögreglufræðinga? Nú eða bara lögg- fræðinga (með tveimur géum til að- greiningar frá lögfræðingum)? GUÐRÍÐUR ARNARDÓTTIR, kennari, Galtalind 4, Kópavogi. Frá fóstru til fræðings! Frá Guðríði Arnardóttur:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.