Morgunblaðið - 14.11.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.11.2001, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 41 DAGBÓK Lagersala á Fiskislóð 73 (úti á Granda), 101 Reykjavík. Miðvikudaga kl. 14:00 til 18:00 Fimmtudaga kl. 14:00 til 18:00 Föstudaga kl. 14:00 til 18:00 Laugardaga kl. 12:00 til 16:00 Outlet Mikið úrval af skóm á ótrúlegu verði !!! Opnunartími: www.ef.is Láttu eftir þér að fá þér þessa frábæru pönnu Verð: 24 sm 4.480 26 sm 5.390 28 sm 5.780 Glerlok frá kr. 1.110 3 viðurk enningar „Frábær“ hjá þýsk um neytenda samtöku m Besta steikarapannan í Evrópu.... Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbarn dagsins: Þú ert gæddur ríkri athygl- isgáfu og fólk leitar oft til þín því það veit að fátt fer framhjá þér. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú verður að leggja þig allan fram, ef þú ætlar að vinna einhverja á þitt band. Það dugar engin moðsuða, heldur verður þú að tala skýrt og skorinort. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ákveðni, einbeitni og kraftur eru það sem þú þarft til þess að ná takmarki þínu. Þú hef- ur þetta allt, það er bara að virkja hæfileikana. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það hefst fátt með hæga- ganginum. Þú þarft aldeilis að taka þér tak, ef þú vilt ekki missa allt út úr hönd- unum. Vinnusemi er nauð- synleg. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Láttu það ekki aftra þér frá því að gera vini þínum greiða þótt þér lítist ekki alls kostar á málavexti, bara ef óheiðar- leikinn er fjarri. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Leitaðu þér að samstarfs- mönnum og vertu vandlátur, því öllu skiptir að þú getir treyst þeim til góðra verka jafnvel og sjálfum þér. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það hefur hlaðist svo margt upp á skrifborðinu þínu að þú átt ekki annarra kosta völ en bretta upp ermarnar og vinna sleitulaust fram úr öllu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Settu þér það takmark að vera öðrum góð fyrirmynd. Taktu það ekki nærri þér, þótt einhverjir fetti fingur út í verk þín. Brostu bara. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Nú kemstu ekki lengur hjá því að taka til hendinni heima við. Þú hefur of lengi ýtt öllu á undan þér og nú verður þú að standa við loforðin. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú þarft að setjast niður með félaga þínum og fara í gegn- um málin. Það gengur ekki lengur að öll ábyrgð falli á þig og öll störfin líka. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Láttu ekki hugfallast þótt þér finnist umbun erfiðis þíns láta á sér standa. Fyrr eða síðar kemur þinn tími, það er bara að bíða þolinmóð- ur. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Dragðu hvergi af þér við vinnuna og þá mun þér tak- ast að hreinsa borðið svo að þú getir haldið í horfinu. Svo er bara að halda hlutunum þannig. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Hlustaðu vel á það sem þér eldri menn hafa fram að færa. Reynsla þeirra getur sparað þér bæði tíma og fyr- irhöfn og þú náð lengra fyrir vikið. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT HRAUN Í ÖXNADAL „Þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla,“ lék í ljósi sólar, lærði hörpu að stilla hann, sem kveða kunni kvæðin ljúfu, þýðu, skáld í muna og munni, mögur sveita-blíðu. Rétt við háa hóla hraunastalli undir, þar sem fögur fjóla fegrar sléttar grundir, blasir bær við hvammi, bjargaskriðum háður. Þar til fjalla frammi fæddist Jónas áður. Brosir laut og leiti, ljómar fjall og hjalli, lækur vætu veitir, vökvast bakka halli, geislar sumarsólar silungsána gylla, þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla. Hannes Hafstein. „ÆTLARÐU ekki að fara að ræsa toppavélina?“ Hrólfur Hjaltason er mættur á svæðið, í þetta sinn í hlutverki áhorfand- ans til að fylgjast með síð- ustu umferðum Íslands- mótsins í tvímenningi. Toppavél dálkahöfundar liggur eins og fótanudd- tæki, ónotuð inni í geymslu, en Hermann Lárusson og Erlendur Jónsson settu sína vél í fjórða gír í síðustu umferð- unum og skófluðu inn toppum. Austur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ ÁD432 ♥ DG83 ♦ ÁK97 ♣ -- Vestur Austur ♠ -- ♠ 865 ♥ Á7652 ♥ 94 ♦ DG103 ♦ 42 ♣Á1098 ♣D76432 Suður ♠ KG1097 ♥ K10 ♦ 865 ♣KG5 Þetta er spil númer 110 úr þriðju síðustu umferð. Íslandsmeistararnir Her- mann og Erlendur sátu í NS og voru snöggir í slemmu eftir að Erlendur kaus að vekja létt í suður: Vestur Norður Austur Suður Hermann Erlendur -- -- Pass 1 spaði Pass 4 lauf * Pass 4 spaðar Pass 5 tíglar * Pass 5 hjörtu * Pass 6 spaðar Pass Pass Dobl Redobl Allir pass Við opnun Erlendar á einum spaða stökk Her- mann strax í fjögur lauf til að lýsa yfir slemmuáhuga og stuttu laufi. Erlendur hafði á því stigi málsins engan áhuga, enda með lágmarksopnun og KG í laufinu. En þegar Her- mann hélt áfram með fimm tíglum taldi Erlendur sig skuldbundinn til að sýna hjartafyrirstöðuna og það dugði Hermanni til að segja sex spaða. Vestur trúði eigin aug- um betur en sögnum and- stæðinganna og doblaði með ásana tvo. Hermann þóttist vita hvað byggi á bak við doblið og redo- blaði. Erlendur var fljótur að taka tólf slagi – 1.620 í dálkinn og tandurhreinn toppur. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Be7 4. Rf3 Rf6 5. Dc2 Ra6 6. a3 c5 7. e3 cxd4 8. exd4 dxc4 9. Bxc4 O–O 10. O–O Rc7 11. Bg5 b6 12. Had1 Bb7 13. Re5 Rcd5 14. Hfe1 Hc8 15. Db3 a6 16. Bxf6 Bxf6 17. Bxd5 exd5 18. Ra4 Bxe5 19. Hxe5 Bc6 20. Rc3 f6 21. He3 Hf7 22. Hde1 Hb8 23. He6 Dd7 24. h3 g6 25. Db4 Kg7 26. a4 Hb7 27. Hd6 a5 28. Da3 Dc8 29. Hee6 Bd7 30. He3 Bc6 31. Re2 Hfd7 32. Rf4 Kf7 33. Hee6 Hxd6 34. Dxd6 Bxa4 35. Hxf6+ Kg8 36. Dxd5+ Kg7 37. De5 Kg8 Staðan kom upp í minningarmóti Jóhanns Þóris Jónssonar. Ivan grimmi Sokolov (2.658) hafði hvítt gegn hinum prúða Dana Lars Schan- dorff (2.551). 38. Rxg6! Dc1+ 39. Kh2 hxg6 40. Hxg6+ Kf8 41. Dh8+ Ke7 42. Dh7+ Kd8 43. Dxb7 og svartur gafst upp enda fátt sem gleð- ur augað í stöðu hans. Síð- asta umferð Evrópumóts landsliða fer fram í dag í Leon á Spáni. Mótið hefur án efa verið mjög lærdóms- ríkt fyrir hinar ungu sveitir Íslands. Hægt verður að fylgjast með gangi mála á http://www.euro- leon2001.com. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 80 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 14. nóvember, er áttræð Lovísa Jónsdóttir, Austurbrún 6, Reykjavík. Lovísa tekur á móti ættingjum og vinum í dag frá kl. 16 á heimili dótt- ur sinnar á Öldugötu 48, Hafnarfirði. Mynd, Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. október sl. í Akraneskirkju af sr. Eðvarði Ing- ólfssyni Guðrún Linda Ólafsdóttir og Skúli Heimir Sigurjónsson. Heimili þeirra er í Reykjavík. 50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 14. nóvember, er fimmtugur Sigurður Konráðsson. Eig- inkona hans er Kristín J. Harðardóttir. Þau taka á móti vinum og vandamönn- um í Stélinu, Síðumúla, milli kl. 20 og 23 í kvöld. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmæl- isbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgð- armanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík FRÉTTIR RABB Á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum verður fimmtu- daginn 15. nóvember í Norræna húsinu kl. 12. Páll Biering hjúkr- unarfræðingur segir frá nokkr- um niðurstöðum úr doktorsrann- sókn sinni: „Kynjamunur á skilningi og viðhorfum ofbeldis- fullra unglinga til unglingaof- beldis“. Tilgangur hennar var að greina skýringarlíkön unglinga- ofbeldis á meðal unglinga, sem vistaðir voru á meðferðarstofnun vegna ofbeldis og annarra hegð- unarvandamála, foreldra þeirra og ummönnunaraðila. Í rabbinu verður fjallað um kynjamun sem fram kemur í skýringarlíkönum unglinganna. Rabb á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.