Morgunblaðið - 14.11.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.11.2001, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. STOFNAÐ hefur verið félag sem hef- ur að markmiði að reisa og starfrækja verksmiðju til framleiðslu á fæðubót- arefninu glúkósamín á Húsavík. Að baki félaginu stendur hópur erlendra fagfjárfesta, sem hafa yfir að ráða tæknibúnaði, þekkingu og markaðs- stöðu á þessu sviði. Einnig er unnið að athugun á hagkvæmni þess að hefja eldi og vinnslu á hlýsjávarfiskinum beitarfiski á Húsavík. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um hvort ráðist verður í byggingu glúkósamínframleiðslu en Páll Eydal Reynisson verkefnisstjóri segist telja mjög góðar líkur á að af því verði og undirbúningur sé langt kominn. Búið að tryggja markaði fyr- ir afurðir verksmiðjunnar og hráefni til vinnslunnar. Áætlanir gera ráð fyr- ir að 10–15 störf gætu skapast við framleiðsluna. Glúkósamín hefur verið skilgreint sem fæðubótarefni á Íslandi en er skráð lyf í 28 löndum. Efnið er unnið úr iðnaðarkítini og rækjuskel. Rækju- vinnsla er starfrækt á Húsavík en fé- lagið hyggst flytja inn kítín til fram- leiðslunnar. Glúkósamín er talið vinna gegn gigt og hefur sala þess farið vax- andi um allan heim, að sögn Páls. Hópur hinna væntanlegu fjárfesta hefur skoðað sig um á Húsavík og telja þeir kjöraðstæður þar fyrir hendi ekki síst vegna mikils framboðs af bæði 100 gráðu heitu vatni og köldu vatni sem þarf til framleiðslunnar. Að sögn Páls hafa enn sem komið er eingöngu erlendir fjárfestar komið að undirbúningi væntanlegrar verk- smiðju en reynt verði að fá íslenska fjárfesta til þátttöku þegar nær dreg- ur. Páll segir að það hafi virkað sem vítamínsprauta fyrir þetta verkefni þegar ríkisstjórnin tilkynnti lækkun skatta af fyrirtækjum og niðurfell- ingu verðbólgureikningsskila. Að hans sögn standa sjö aðilar að erlenda fjárfestingarhópnum með aðsetur í Sviss, Bandaríkjunum, Taívan og Noregi. Áform um 5.000 tonna eldi á beitarfiski Á vegum Iðntæknistofnunar er einnig unnið að athugunum á hag- kvæmni þess að hefja eldi og vinnslu á hlýsjávarfiskinum beitarfiski á Húsa- vík á vegum Útgerðarfélags Akureyr- inga. Undirbúningsathuganir hafa byggst á áætlunum um 5.000 tonna ársframleiðslu og hefur verið gert ráð fyrir að skapa megi um 50–100 störf. Ragnar Jóhannsson, sérfræðingur á Iðntæknistofnun, sem stýrir hag- kvæmniathuguninni, segir að aðstæð- ur á Húsavík séu taldar ákjósanlegar við eldi á beitarfiski, þar sem nýtt yrði affall frá Orkuveitu Húsavíkur. Áform um stór verkefni í atvinnumálum Húsavíkur Erlendir fagfjárfestar með í undirbúningi HAFNAR eru framkvæmdir við niðurrif á Hafnarfjarðarbíói við Strandgötu 30 en húsnæðið hefur fyrir nokkru lokið hlutverki sínu og staðið autt um skeið. Unnið verður að niðurrifi hússins næstu daga. Fyrirhugað er að byggð verði tengibygging yfir í versl- unarmiðstöðina Fjörð sem þannig tengist þá Strandgötunni. Fyrir liggur umsókn um hótelrekstur í þeirri byggingu en Strandgata 28 er einnig hluti af þeim hug- myndum. Óljóst er hvenær þessar framkvæmdir hefjast en deili- skipulagi fyrir miðbæinn er lokið og ekkert því til fyrirstöðu að byggt verði á reitnum. Þangað til verður svæðið nýtt sem bílastæði í þágu verslunar, þjónustu og annarrar starfsemi í miðbæ Hafn- arfjarðar. Hafnarfjarðarbíó telst þriðja elsta bíó landsins en kvikmynda- sýningar á vegum þess hófust ár- ið 1914. Þá var bíóið til húsa við Kirkjuveg og kallaðist Árnabíó. Kvikmyndarekstur í húsi Hafn- arfjarðarbíós við Strandgötuna hófst í byrjun fimmta áratugarins og stóð fram á miðjan níunda áratuginn. Morgunblaðið/Kristinn Húsnæði Hafnar- fjarðarbíós rifið MAÐUR sem hefur játað á sig fjár- svik hér á landi upp á rúmlega 5,3 milljónir króna var í gær dæmdur í 20 mánaða fangelsi fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur. Maðurinn er breskur ríkisborgari en í ákæru efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra kemur fram að maðurinn gengur undir tveimur nöfnum. Hann kom þrisvar til landsins í ágúst og september og notaði m.a. 16 fölsuð kreditkort. Meðal þess sem maðurinn er ákærður fyrir er að hafa á tveimur dögum í sept- ember tekið út vörur fyrir ríflega 800 þúsund á eitt kortið. Sá ávinningur sem maðurinn hafði af brotunum var gerður upp- tækur og honum gert að greiða rúmlega eina milljón í skaðabætur til Kreditkorta hf. og 250 þúsund í málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns. Af afplánuninni dregst sá tími sem maðurinn hefur setið í gæslu- varðahaldi. Hann tók sér frest til að ákveða áfrýjun og var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. mars nk. 20 mánaða fang- elsi fyrir fjársvik MYNDIR sem fyrir skömmu voru teknar um borð í íslenskum fiski- skipum og sýndu umfangsmikið brottkast á fiski hafa vakið hörð við- brögð og mikið umtal um allt land. Að sögn fréttaritara Morgunblaðs- ins í sjávarbyggðum víðsvegar um landið hafa myndirnar vakið mikla athygli og verið ræddar í þaula hvar sem fólk kemur saman. Skoðanir virðast þó skiptar á eðli og orsökum brottkastsins og má jafnvel greina skoðanamun eftir landshlutum. Margir vilja skella skuldinni á fisk- veiðistjórnunarkerfið en eftir því sem austar dregur virðist vera meiri tilhneiging til að kenna sjómönnun- um sjálfum um slæma umgengni við auðlindina og þar draga sumir í efa trúverðugleika myndanna sem birt- ar hafa verið og segja þær gefa ranga mynd af umfangi brottkasts- ins. Allir virðast þó sammála um að brottkast sé stundað í einhverjum mæli og taka þurfi málið fastari tök- um. Mikil umræða um myndir sem sýna brottkast á fiski Skoðana- munur eftir lands- hlutum  Trúverðugleiki/24 ♦ ♦ ♦ PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra upplýsti á Alþingi í gær að sama fyrirtækið hefði orðið upp- víst að því að hafa ólöglega er- lenda starfsmenn við byggingu fjölbýlishúss í Kópavogi í síðustu viku og varð uppvíst að því að hafa erlent verkafólk án atvinnuleyfis í Gufunesi sl. vor. Páll sagði að verkamennirnir, allir frá Eystra- saltslöndunum, hefðu komið hing- að sem ferðamenn á vegum fyr- irtækisins en það síðan leigt þá út til verktaka við byggingu hússins. Þetta kom fram í utandagskrár- umræðu um erlent vinnuafl. Guð- rún Ögmundsdóttir, málshefjandi umræðunnar, sagði aðeins einn anga þessa máls snúa að atvinnu- leyfum útlendinga, miklu fremur væri ber sú staðreynd að umrætt fólk hefði unnið baki brotnu fyrir sultarlaunum. Fyrirtæki ítrekað með ólöglegt vinnuafl  Ekki sjúkratryggt/10 GERA má ráð fyrir að um 5.000 íslensk grunnskólabörn verði fyrir einelti á hverju ári en það er um 15% allra grunnskólanema. Rannsóknir sænska prófessorsins Dan Olweus, sem rannsakað hefur einelti í sænskum og norskum grunnskólum í þrjá áratugi, benda einnig til að um 60% allra þeirra sem leggja aðra í einelti séu komnir á sakaskrá 24 ára og 40% þeirra fyrir þrjú brot eða fleiri. Aðgerðaáætlun Olweus um hvernig koma megi í veg fyrir einelti og hvernig best sé að taka á því í grunnskólum hef- ur verið reynd í norskum skólum með mjög góðum ár- angri. Unnið er nú að drögum að framkvæmdaáætlun hér á landi sem byggjast á hug- myndum hans. Árangurs- rík áætlun gegn einelti  Að verða fyrir einelti/11 ♦ ♦ ♦ ÖKUMAÐUR bifreiðar var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans í Fossvogi eftir bíl- veltu á Nesjavallavegi í gærkvöldi. Meiðsl hans voru ekki talin alvarleg en hann var hafður til eftirlits á gæsludeild spítalans í nótt. Bifreið hans skemmdist nokkuð og var dregin af vettvangi með kranabif- reið. Að sögn lögreglunnar á Sel- fossi er maðurinn grunaður um ölv- un við akstur. Á slysadeild eftir bílveltu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.