Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 1
NORSKA fiskeldisfyrirtækið Risørfisk hefur krafið Fiskeldi Eyjafjarðar um sem samsvarar 144 milljónum íslenskra króna fyrir samningsrof. Málaferli hóf- ust í Noregi fyrr í vikunni en þetta mál er það fyrsta af þremur deilu- málum Risørfisk og Fiskeldis Eyjafjarðar sem munu koma fyrir rétt, að því er segir á fréttavef norska Agderposten. Risørfisk var stofnað árið 1996 um lúðueldi. Árið 1998 gerði fyr- irtækið samstarfssamning við Fiskeldi Eyjafjarðar sem starfar á sama sviði. Fiskeldi Eyjafjarðar keypti einnig 34% hlutafjár í Risørfisk fyrir um 2,4 milljónir norskra króna sem nú samsvarar um 29 milljónum íslenskra króna. Lúðueldið gekk ekki sem skyldi og fjárfestar voru beðnir um meira fjármagn. Í fyrra hætti Fiskeldi Eyjafjarðar að sjá Risør- fisk fyrir hrognum og fóðri, að því er Agderposten greinir frá. Þetta segja forsvarsmenn Ris- ørfisk klárt brot á samningi fyr- irtækjanna og krefjast því skaða- bóta. Risørfisk hefur átt í umtalsverðum rekstrarerfiðleik- um síðan síðast barst hráefni frá Íslandi, þ.e. í janúar 2000. Forsvarsmenn Risørfisk saka Fiskeldi Eyjafjarðar um skemmd- arverk og að hafa nýtt sér bága fjárhagsstöðu Risørfisk. Stjórn Risørfisk hefur hindrað áform Ís- lendinganna um að selja Hydro Seafood sinn hlut í Risørfisk. Ekki aflögufærir Björgólfur Jóhannsson, stjórnar- formaður Fiskeldis Eyjafjarðar, vill ekki mikið um málið segja. Það sé þó rétt að viðkomandi sam- starfssamningur hafi verið gerð- ur, þess efnis að Norðmennirnir fengju hrogn, ef Fiskeldi Eyja- fjarðar hefði þau á lausu. Jafn- framt hefði verið ætlunin að koma til þeirra með einhverja sérfræði- þekkingu. En stjórnendur Fisk- eldis Eyjafjarðar hafi ekki talið sig nægilega aflögufæra með hrogn fyrir norska fyrirtækið, sem þó hafi fengið eitthvað af hrognum, sem hafi drepizt hjá þeim og þá hafi farið að hrikta í samstarfinu. Það hafi svo farið svo að lokum að hætt hafi verið að senda hrogn til Noregs og því sé staðan þessi nú. Horfið frá sameiningu Á aðalfundi Fiskeldis Eyjafjarðar fyrir skömmu kom fram að hætt hefði verið við áform um samein- ingu Fiskeldis Eyjafjarðar og tveggja stórra erlendra fyrir- tækja á sviði fiskeldis. Annað þeirra var frá Grikklandi, sérhæft í eldi á hlýsjávarfiski eins og barra, en hitt var frá Englandi, sérhæft í endurnýtingu á vatni og sjó. Til stóð að sameina fyrirtækin þrjú í alþjóðlegu fiskeldisfyrirtæki og kæmi Fiskeldi Eyjafjarðar þar inn með lúðueldi sitt auk fjár- magns, Englendingarnir legðu sitt fyrirtæki inn, en Grikkirnir fjármagn. Fiskeldi Eyjarfjarðar átti að leggja fram um 5 milljónir punda, um 760 milljónir króna. Björgólfur Jóhannsson segir að ekki hafi tekizt að ná svo miklu fé saman og því hafi verið horfið frá samrunanum. Fiskeldi Eyjafjarðar krafið um bætur í Noregi Horfið hefur verið frá samruna Fiskeldis Eyjafjarðar við tvö erlend fiskeldisfyrirtæki Morgunblaðið/Þorkell PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ C VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F FISKMARKAÐIR SKATTAR FJARSKIPTI Nýi fiskmarkaðurinn Fishgate í Hull í Englandi er sá full- komnasti í Evrópu Tekjutap ríkissjóðs vegna fyrirhugaðra skattbreyt- inga kann að verða meira en áætlað er Hörður Bender segir að Ísland eigi að taka forystu í þróun net- þjónustu fyrir GPRS HJARTAÐ/8 VIÐAMESTU/10–11 LANDSSÍMINN/14 BAUGUR Sverige AB, dótturfélag Baugs, hefur opnað TopShop-verslun í Gautaborg í Svíþjóð. Viðtökur Gautaborgar- búa hafa verið von- um framar og salan verið langt umfram áætlun, að sögn Kristjóns Grétarssonar, framkvæmdastjóra Baugs AB í Svíþjóð. Verslunin er staðsett í verslunarmiðstöð- inni Arkaden í miðborg Gautaborgar og er fjórða verslun Baugs í Svíþjóð. Fyrir rekur Baugur þrjár verslanir í Stokkhólmi, eina TopShop og tvær Miss Selfridge. Þá er und- irbúningur að opnun annarrar TopShop- verslunar í Stokkhólmi langt kominn, að því er segir í tilkynningu. TopShop og Miss Selfridge eru vörumerki Arcadia Group, sem Baugur á fimmtungs- hlut í og stendur í yfirtökuviðræðum við um þessar mundir. Baugur er sérleyfishafi Arc- adia-verslana á Norðurlöndum og gera áætl- anir félagsins ráð fyrir að búið verði að opna 15 Arcadia-verslanir á Norðurlöndum fyrir árslok 2002, þar af fjórar á Íslandi. V I Ð S K I P T I TopShop- verslun opnuð í Gautaborg Fjórða verslun Baugs í Svíþjóð TEKJUR Kaupfélags Austur-Skaftfell- inga jukust um 12,7% á tímabilinu janúar til ágúst 2001 frá sama tímabili í fyrra. Í fréttatilkynningu kemur fram að veltu- aukningin var einkum í byggingarvörudeild og flutningadeild. Rekstrargjöld hækkuðu hins vegar um 8%. Hagnaður fyrir afskrift- ir og fjármangskostnað (EBITA) var 14,8 milljónir króna en var 1,4 milljónir króna í fyrra. Hagnaður fyrir fjármagnsliði var 1,1 milljón króna. Fjármagnskostnaður jókst hins vegar um 20 milljónir króna, aðallega vegna fjárfestingar, en félagið er að reisa verslunarkjarna í miðbæ Hafnar. Tap tíma- bilsins var 23,2 milljónir króna en var 17,3 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Aukinn hagn- aður KASK ◆

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.