Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 C 7 NVIÐSKIPTI Skiptu út gamla prentaranum fyrir nýjan Það er staðreynd að engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Ef prentarinn þinn er veikasti hlekkurinn þá hefur það áhrif á alla starfsemi fyrir tækisins. Opin kerfi vilja gjarnan hjálpa þér að styrkja keðjuna með því að bjóða þér hágæða HP geislaprentara sem hentar fullkomlega þínu vinnuumhverfi. Við hjá Opnum kerfum erum ekki tilfinningalaus og vitum að það er alltaf sárt að missa gamlan félaga bótalaust. Því viljum við bæta þér missinn og láta gamla prentarann ganga upp í nýjan. Eina krafan sem við gerum er að gamli prentarinn þinn, sama á hvaða aldri hann er, þyngd, eða tegund, geti prentað út eina síðu. Þú verður einnig að vera viljugur að fórna gamla prentaranum þínum fyrir nýjan HP geislaprentara svarthvítan eða í lit. Á endanum snýst allt um að vera með sterkustu keðjuna. Dæmi um útskiptimöguleika: • Upplausn 1200x1200 dpi m.v. hámarksgæði • 16 MB RAM stækkanlegt í 256 MB RAM • 24 bls. á mínútu • 150.000 bls. mánaðarnotkun • hp jetdirect innbyggt netkort • 3 bakkar fyrir 1.100 bls. – mest 1.600 bls. • fáanlegur í 4 útfærslum Tilboðsverð kr. 232.000,- m. vsk.* Verð m.v. útskiptingu 206.000,- m.vsk. Hp LaserJet 4100tn • hágæðaupplausn 600*600 dpi með ImageRet 2400 upplausnarauka • 16 bls. á mínútu í sv/hv. og 6 bls. í lit • 128 MB RAM stækkanlegt í 192 MB • sjálfvirk tvíhliðaprentun • hp jetdirect innbyggt netkort • 3 bakkar fyrir 900 bls. • fáanlegur í 4 útfærslum Tilboðsverð kr. 467.700,- m. vsk.* Verð m.v. útskiptingu 386.000,- m.vsk. Hp Color LaserJet 4550dn Ef þú kaupir HP LaserJet 4550dn og skilar inn geislaprentara færð þú 81.700 kr. fyrir hann m.vsk.** Ef þú kaupir HP LaserJet 4100tn og skilar inn geislaprentara færð þú 26.000 kr. fyrir hann m.vsk.** Útskipti-tilboð gildir einnig fyrir aðra HP prentara eins og HP LaserJet 2200, 4100, 5000, 8150 og 9000 línuna. Ásamt HP Color LaserJet 4550 og 8550. Allir HP prentarar geta prentað út tákn fyrir evru-myntina. * Verð miðast við gengi USD 07.11.01 (106,4) og er breytilegt. ** Uppítökuverð miðast við gengi DKK 07.11.01 (12,8) og er breytilegt. Hægt er að skila inn bæði gömlum geisla- og bleksprautuprenturum, vörumerki skiptir ekki máli. Söluaðilar: Höfuðborgarsvæðið: AcoTæknival, EJS, HT&T, Opin kerfi Landsbyggðin: Samhæfni, Snerpa, TRS, Tölvun, Tölvuþjónusta Austurlands, Tölvuþjónustan á Akranesi N Á N A R I U P P L Ý S I N G A R Á W W W. O K . I S Í ÞESSUM mánuði eru fimm ár frá því Verðbréfastofan hf. var stofn- uð og hefur Jafet S. Ólafsson stýrt fé- laginu frá stofnun þess. „Ég hafði unnið lengi í Iðnaðarbankanum og síðar í Íslandsbanka, og svo í tvö ár á Stöð 2. Ég hafði alltaf mikinn áhuga á verðbréfamarkaðnum og skynjaði að breytingar væru í nánd og að pláss væri á markaðnum fyrir sjálfstætt og óháð verðbréfafyrirtæki, sem ekki stundaði útlánastarfsemi, væri lítið eða ekkert í stöðutöku og væri ekki í rekstri sjóða,“ segir Jafet um aðdrag- anda stofnunar Verðbréfastofunnar. Hann bætir því við að vegna þessa geti Verðbréfastofan til dæmis selt í sjóðum allra íslensku verðbréfafyrir- tækjanna og bankanna. Sjóðirnir sem Verðbréfastofan ein- beitir sér að því að selja eru þó sjóðir fyrirtækisins Carnegie, sem er með stærstu verðbréfafyrirtækjum Norð- urlanda og hefur starfsmenn í höf- uðborgum allra þeirra nema Íslands, en Verðbréfastofan er „augu og eyru Carnegie á Íslandi“ eins og Jafet orðar það, því fyrir utan að selja fjár- festum sjóði fyrirtækisins bendir Verðbréfastofan Carnegie á við- skiptatækifæri hér á landi. Auk þessa felur samningur Verðbréfastofunnar og Carnegie í sér að Verðbréfastofan hefur aðgang að bankaþjónustu Carnegie í Lúxemborg og jafnframt að greiningardeild fyrirtækisins, sem Jafet segir mjög öfluga og þar starfi 90 manns. „Við ákváðum í upphafi að hafa eignarhald að Verðbréfastofunni mjög dreift og að henni komu um 50 hluthafar þar sem allir áttu innan við 10% hlut, þannig að enginn gæti talist hafa afgerandi áhrif á fyrirtækið. Við fengum til liðs við okkur ágætis fjár- festa og fyrirtæki sem hluthafa og þeir hafa flestir beint viðskiptum sín- um til fyrirtækisins og með það byrj- uðum við hér þrjú í nóvember fyrir fimm árum. Fljótlega bættust fleiri við með góða reynslu af verðbréfa- markaðnum og nú eru hér 13 starfs- menn og við teljum það vera hæfilega stærð af verðbréfafyrirtæki eins og við viljum sjá það líta út. Við höfum í sjálfu sér ekki metnað til að vera mik- ið stærri en leggjum þess í stað áherslu á að þjóna þeim viðskiptavin- um vel sem við höfum,“ segir Jafet. Spurður um sameiningarviðræður við MP-verðbréf sem fram fóru í sumar segir Jafet að þeim hafi lokið þannig að ekki hafi orðið af samein- ingu eftir að kannað hafi verið til hlít- ar hvaða hagræðing kynni að felast í henni. „Það má segja að vantað hafi neistann til að af sameiningu þessara fyrirtækja gæti orðið þó að með sam- einingunni hefði getað náðst viss hag- ræðing á sumum sviðum og ákveðin sóknartækifæri hafi verið á öðrum, því fyrirtækin eru nokkuð ólík að uppbyggingu. En við eigum mjög gott samstarf við MP-verðbréf í dag,“ segir Jafet og bætir því við að Verð- bréfastofan og MP-verðbréf hafi ver- ið einu óháðu verðbréfafyrirtækin á landinu en nýlega hafi fyrirtækið Fjárvernd bæst í hópinn. Lána ekki en miðla lánum Verðbréfastofan er verðbréfafyrir- tæki en á fjármálamarkaðnum eru starfandi fleiri tegundir af fjármála- fyrirtækjum, svo sem fjárfestingar- bankar. Jafet segir muninn á þessu tvennu vera fólginn í því að fjárfest- ingarbankar þurfi að hafa um fimm- falt það eigið fé sem verðbréfafyrir- tæki þurfi að hafa og Verðbréfa- stofan, með rúmlega tvö hundruð milljónir króna í eigin fé, sé aðeins með rúmlega helming þess eigin fjár sem þurfi til að stunda fjárfesting- arbankastarfsemi. Þar að auki stundi fjárfestingarbankar útlánastarfsemi og henni fylgi útlánaáhætta sem krefjist annars konar samsetningar af starfsfólki. „Viðskiptabankarnir og sparisjóðirnir sinna þessu hlutverki ágætlega,“ segir Jafet, „og við sjáum enga ástæðu til að fikra okkur inn á þann markað. Við höfum alltaf þann kost ef viðskiptamenn okkar leita eft- ir lánum að hafa milligöngu um þau, annaðhvort hjá innlendum eða er- lendum lánastofnunum, og þetta höf- um við gert.“ Jafet segir stjórn Verðbréfastof- unnar hafa fjallað um það hvort ástæða sé til að víkka út starfsemina, til að mynda með rekstri eigin sjóða, en hafi ævinlega komist að þeirri nið- urstöðu að heppilegra sé að halda fyr- irtækinu áfram svipuðu og það sé nú. Ein skýringin sé sú að með því að reka eigin sjóði verði ekki hjá því komist að lenda í einhverri sam- keppni við viðskiptavini sína. Stjórn- arformaður frá upphafi hefur verið Hilmar B. Baldursson, en auk hans hafa Gunnar G. Schram og Stefán Guðmundsson setið í stjórninni frá byrjun. Um 70% veltunnar í skuldabréfum Stærstur hluti starfsemi Verðbréfa- stofunnar segir Jafet að sé miðlun verðbréfa, bæði hlutabréfa og skuldabréfa. Menn haldi oft að þar sem hlutabréfamarkaðurinn hafi ver- ið erfiður að undanförnu hljóti að vera samdráttur hjá þeim sem stunda verðbréfamiðlun, en þá gleymi menn skuldabréfamarkaðn- um. Hann sé minna áberandi en hlutabréfamarkaðurinn, en engu að síður miklu stærri og hafi verið ágæt- ur þó hlutabréfamarkaðurinn hafi fallið og viðskipti með hlutabréf hafi dregist saman. Hjá Verðbréfastof- unni séu um 70% veltunnar í skulda- bréfum, þar með talið húsbréfum, en Verðbréfastofan kaupir og selur hús- bréf og er með ýmiss konar þjónustu sem tengist húsbréfum. Vegna þessa háa hlutfalls skuldabréfa í veltu Verðbréfastofunnar hefur velta fyr- irtækisins aukist frá því í fyrra. Þó verðbréfamiðlunin sé helsta tekjumyndun Verðbréfastofunnar er hún líka í ýmiss konar sérþjónustu á borð við verðmat fyrirtækja og að- stoð við samruna fyrirtækja. Þá segir Jafet að iðulega sé leitað til fyrirtæk- isins þegar menn vilji kaupa eða selja hluti í lokuðum hlutafélögum en vilji ekki að það fréttist hverjir standi á bak við þær þreifingar eða tilboð sem fram komi. Þá geti einmitt komið sér vel að fyrirtækið sé óháð lánastofn- unum. Að lokum er Jafet spurður hverjar helstu breytingarnar hafi verið á fjár- málamarkaðnum frá því Verðbréfa- stofan hóf störf og hvernig hann sjái næstu ár fyrir sér. Hann segir stærstu breytingarnar hafa verið gríðarlegan vöxt í veltu á verðbréfa- markaðnum, mikinn vöxt hjá Kaup- þingi og samruna Íslandsbanka og FBA. Þegar Verðbréfastofan hafi hafið starfsemi sína hafi 28 fyrirtæki verið skráð á Verðbréfaþingi, nú séu þau 73 talsins. Þær stóru breytingar sem líkleg- astar séu í nánustu framtíð telur hann að muni tengjast sparisjóðun- um og því hvaða leið þeir kjósi að fara, hvort þeir kjósi að breyta um rekstrarform og sameinast, annað- hvort innbyrðis eða einhverjum öðr- um. Þá segir hann að það myndi setja svip á fjármálamarkaðinn ef erlendur banki yrði stór eignaraðili að Lands- bankanum eða Búnaðarbankanum. Hann segist hins vegar ekki sjá fyrir sér að erlendur banki muni stofna sérstakt útibú hér á landi, en bendir á að mörg innlend fyrirtæki eigi í bein- um viðskiptum við banka erlendis og að hingað komi mjög reglulega er- lendir bankamenn í leit að viðskipt- um. Mikill vöxtur á markaðnum Viðtal við Jafet S. Ólafsson, fram- kvæmdastjóra Verðbréfastofunnar hf. Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.