Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 C 11 NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF  -       . .   /. 0   $ 1 " . .   /. 0  2      ,- ./0&/ &  /  ,- ./0&/ & 1  2/0 3 - . 1 0 3 - + / 4-  % &/ / & 345- .  6 &06 77- %  / 5 - / ,5-  %&  8      -   1  &('' '' &'' & '' &''' '' '' &''' &  &'' &'' ;,3 4 ;4 "   /  - 0) ! !  !%    %   /  - 0) ! !  !%    % ( !  $   3 4   /  - 0) ! !  !%    % ( !  $   3 4   am- nstaklingar hafa ið, bæði að beiðni anefndar Alþingis, eðferðar, svo og að ir hafa lýst ánægju g talið að fyrirhug- eiða til aukinna fjár- og tekjumyndunar msvifa í þjóðarbú- anum muni jafnvel a fyrir ríkissjóð en i allir sammála auk tar skoðanir eru á gengið er út frá í ugaðar breytingar. msum fyrirhuguðum rskurður ngamála, ársfjórð- lands, er fjallað um ar á skattalögum. 7 milljarða árlegs árinu 2003, að við- na króna tekjutapi unar stimpilgjalds, aga rýrna eitthvað í tryggingagjalds á lægri útsvarstekna g lægra skyldufram- itarfélaga. Þá segir g sveitarfélög gætu þar sem einyrkjar ð breyta starfsemi Undir þetta atriði í umsögnum sínum hags- og viðskipta- ra þeir við þessum kinn segir að á móti beinu tapi ríkis og sveitarfélaga komi einhver tekjuauki vegna aukinna umsvifa sem leiða af að- gerðunum. Bankinn segir mikla óvissu vera um hversu mikil þau muni verða og á hvaða tíma þau komi fram. Í skattafrum- varpi fjármálaráðherra er hins vegar gert ráð fyrir um 3,5 milljarða króna auknum tekjum ríkissjóðs vegna aukinna efnahags- umsvifa, eins og áður segir. Seðlabankinn skrifar því ekki upp á þennan tekjuauka. Fram kemur í Peningamálum Seðla- bankans að bankinn telji að lækkun tekju- skatts fyrirtækja, niður á stig sem sé með því lægsta sem þekkist í samkeppnislönd- um, stuðli að fjármagnsstreymi til landsins og komi í veg fyrir fjármagnsútstreymi sem ella hefði orðið. Einar og sér muni breytingarnar hins vegar minnka tekjuaf- gang ríkissjóðs. Að mati bankans sé því æskilegt að hækka aðra skatta meira til mótvægis við lækkun skatta á fjármagn bundið í atvinnurekstri og/eða skera niður útgjöld þannig að afkoma ríkissjóðs veikist ekki á næstunni með þeim hætti sem útlit sé fyrir. Mun meiri kostnaður ríkissjóðs Búnaðarbankinn Verðbréf hefur gert ítar- lega úttekt á fyrirhuguðum breytingum á skattalögum og birti niðurstöðurnar í vef- riti sínu 19. október síðastliðinn. Greiningardeild bankans skoðaði áhrif fyrirhugaðra skattbreytinga á 39 af 63 hlutafélögum sem eru skráð á Verðbréfa- þingi Íslands. Um var að ræða stærstu fyr- irtækin og þau sem mest viðskipti eru með á þinginu. Niðurstaða þeirrar skoðunar er að skattspörun þessara 39 fyrirtækja vegi um 63% af áætluðum kostnaði ríkissjóðs vegna breytinganna. Öll önnur fyrirtæki í landinu eiga samkvæmt því einungis að standa fyrir 37% af kostnaði ríkissjóðs vegna fyrirtækjanna í framhaldi af skatt- breytingunum. Greiningareild Búnaðarbankans Verð- bréfa segir að ástæðan fyrir mismun á sín- um útreikningum og reikningum fjármála- ráðuneytisins sé tvíþætt. Önnur skýringin sé sú að ráðuneytið miði útreikninga við ár- ið 2002 en deildin við árið 2000. Hin skýr- ingin sé hins vegar sú að ráðuneytið geri ekki ráð fyrir að afnám verðbólgureikn- ingsskila valdi kostnaðarauka fyrir ríkis- sjóð, sem deildin segir aftur á móti að muni gerast og að áhrifin verði verðuleg. Því er það mat greiningardeildar Búnaðarbank- ans Verðbréfa að kostnaður ríkissjóðs vegna fyrirhugaðra skattbreytinga sé í venjulegu árferði mun meiri en útreikning- ar fjármálaráðuneytisins sýni. Minni hagur landsbyggðarinnar Ríkisskattstjóri hefur að beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur, alþingismanns, sem á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, kannað hvaða áhrif fyrirhugaðar skatt- breytingar hefðu haft á þessu ári á tekju- skatt fyrirtækja, annars vegar, og á trygg- ingagjaldið, hins vegar, skipt eftir skattumdæmum. Þar kemur í ljós að fyr- irtæki í Reykjavík og á Reykjanesi hefðu haft mestan hag af breytingunum á þessu ári. Breytingarnar hefðu verið nokkuð til bóta fyrir fyrirtæki á Suðurlandi, Vestur- landi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Fyrirtæki á Norðurlandi eystra, í Vest- mannaeyjum og á Austurlandi hefðu hins vegar tapað á breytingunum og þá sýnu mest fyrirtæki á Austurlandi. Ástæða þessa er sú að tekjuskatturinn lækkar mest þar sem hagnaðurinn er mest- ur en það hefur verið hjá fyrirtækjum í Reykjavík og á Reykjanesi. Trygginga- gjaldið leggst hins vegar á alla atvinnu- starfsemi, hvernig sem afkoman er, og kemur harðast niður á starfsemi sem er mannaflsfrek, þ.e. þar sem launakostnaður er hár. Ekki er því að undra að sveitarfélög hafa meðal annarra veitt neikvæða umsögn um þann hluta fyrirhugaðra skattbreyt- inga sem snúa að hækkun tryggingagjalds- ins. Einnig má nefna andstöðu Verslunar- ráðs Íslands við hækkun gjaldsins. Í þessu sambandi er vert að hafa í huga að í mars 1999 sam- þykkti Alþingi þings- ályktunartillögu þess efnis að fela ríkis- stjórninni að vinna að framkvæmd stefnu- mótandi áætlunar um byggðamál fyrir árið 1999-2001 sem hafi að markmið að treysta búsetu á landsbyggð- inni. Í ályktuninni sagði að stefnt skuli að því að fólksfjölgun á landsbyggðinni verði ekki undir meðaltali og nemi 10% til ársins 2010. Ljóst er að þróunin hefur ekki verið í átt til fólks- fjölgunar á landsbyggðinni síðastliðin tvö ár. Skattstjórar gera athugasemdir Nokkuð er um að skattstjórar mæli gegn því sem þeir segja að kalli á stórfelldan flutning atvinnurekstrar frá einstaklings- formi til félagaforms, í umsögnum sínum til efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis um fyrir- hugaðar skattbreytingar. Lækkun tekjuskattshlut- falls félaga úr 30% í 18% eyk- ur verulega það skattalega hagræði sem sjálfstætt starfandi einstaklingar geta haft af því að vera með rekstur sinn í formi einka- hlutafélags og greiða tekju- og fjár- magnstekjuskatt af hagnaðinum fremur en að reikna sér endurgjald og telja fram launa- tekjur. Hagurinn eykst með hækk- andi tekjum en auk þess þarf ekki að greiða tryggingagjald eða í lífeyrissjóð af fjár- magnstekjum eins og gera þarf af launatekjum. Í umsögn skattstjóra Vesturlands- umdæmis segir þannig til að mynda að skattyfirvöldum hafi reynst erfitt verk að stemma stigu við þeirri tilhneigingu að hluthafar, hlutareigendur og stjórnendur í atvinnurekstri, reikni sér laun undir því sem almennt geti talist eðlilegt endurgjald fyrir sambærileg störf fyrir óskylda eða ótengda aðila. Komi þar aðallega tvennt til. Annars vegar að reglur laganna hafi reynst afa bitlitlar og svigrúm gjaldandans til þessara ákvarðana rúmt. Hins vegar lítið ráðrúm til að bæta þessum málum við önn- ur nauðsynleg og lögbundin verkefni skatt- stjóra, enda um afar tímafrek mál að ræða. Skattstjórum þyki því nokkuð sýnt „að til- lögur frumvarpsins muni auka vanda skattframkvæmdarinnar á þessu sviði, þrátt fyrir nokkra styrkingu reglna um reiknað endurgjald“. Skattlagning á fjármagn gamaldags Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur í fjármálaráðuneytinu, segir að áhrifunum af fyrirhuguðum breytingum á lögum um tekju- og eignaskatt megi skipta í tvennt. Í fyrsta lagi vegna hugsanlegs tekjutaps vegna fyrirtækja sem gætu flutt starfsemi sína úr landi vegna óhagstæðra skatta- reglna. Af þessum þætti hafi menn áhyggj- ur og telji nauðsynlegt að við sé brugðist. Engin leið sé hins vegar að mæla þessi áhrif. Einnig eigi við í þessu sambandi hvort einhver fyrirtæki komi hingað til lands sem annars myndu ekki gera það. Fyrirhugaðar breytingar hafi jákvæð áhrif þar sem þær vinni gegn hugsanlegum brottflutningi fyrirtækja og hvetji jafn- framt til þess að ný fyrirtæki flytjist hingað til lands. Björn Rúnar segir að hinn þátturinn varðandi fyrirhugaðar breytingar snúi að innri gerð hagkerfisins, þ.e. áhrif sem leiða til breyttrar starfsemi hér innanlands. Þau atriði sé reynt að leggja mat á. „Með frumvarpinu er verið að draga úr skattlagningu á fjármagn með því að lækka tekju- og eignarskatta,“ segir Björn Rún- ar. „Það hefur þau áhrif, að fjárfesting í hagkerfinu eykst. Þar með eykst hagvöxt- ur þegar til lengri tíma er litið, þ.e. umfang efnahagsstarfseminnar eykst, vegna þess að það verður hagkvæmara að leggja pen- inga í framleiðsluhvetjandi starfsemi frek- ar en í neyslu. Hvað skatttekjur ríkissjóðs varðar ættu þær því að aukast þegar til lengdar lætur. Að sögn Björns Rúnars er skattlagningu þannig háttað hér á landi að óbeinir skatt- ar eru tiltölulega háir. Hann segir að við fyr- irhugaðar breytingar muni veltan í efna- hagskerfinu ekki minnka og þannig verði ekki um tekjutap að ræða hvað þann þáttinn áhrærir. Til skamms tíma verði hins vegar tekjutap. Líklegt sé að þessar breytingar flýti því ferli að meira jafnvægi komist á. Hagkerfið hafi enn ekki náð jafn- vægi þótt að hröð aðlögun eigi sér nú stað. Björn Rúnar leggur þó áherslu á að skatta- breytingarnar séu fyrst og fremst hugs- aðar til þess að styrkja innviði hagkerfisins frekar heldur en hagstjórnaraðgerð til að bregðast við núverandi efnahagsástandi. Áhrifin til skamms tíma verði hins vegar jákvæð þar sem fyrirtækin geti þegar farið að bregðast við nýjum aðstæðum varðandi framtíðaráform. Varðandi hækkun tryggingagjaldsins tekur Björn Rúnar undir að sú aðgerð breyti kostnaðarhlutföllum milli fjármagns og vinnuafls. Hin vegar muni breytingin hvorki leiða til aukins atvinnuleysis né hafa slæm áhrif á kjör launafólks. Aðgerðir sem styrkja hagkerfið komi öllum til góða. Til lengri tíma litið breytist samsetning vinnu- aflsins væntanlega á þann veg að hálauna- störfum fjölgi hlutfallslega. Björn Rúnar segir að það taki nokkurn tíma að vinna að fullu upp beint tap rík- issjóðs vegna fyrirhugaðra breytinga. Fæl- ingaráhrifin komi væntanlega fljótt til, en engin leið sé að reikna út hverju þau skili. Reynsla annarra sé sú að það sé mjög erfitt sé að reikna áhrif af breytingum sem þess- um nákvæmlega út. Hann segir að arðsemi íslenskra fyrir- tækja sé mjög lág. Nú sé 30% tekjuskattur á fyrirtæki að skila ríkissjóði um 10 millj- örðum króna í tekjur á ári. Það samsvari innan við 2% af landsframleiðslu, sem sé ekki mikið í alþjóðlegum samanburði. Þannig hafi t.d. fyrirtæki í sjávarútvegi yf- irleitt verið rekin með tapi þar til nýlega. Lítil arðsemi íslenskra fyrirtækja sé því verulegt áhyggjuefni. Aðgerðir sem stuðli að aukinni arðsemi séu því til þess fallnar að styrkja hagkerfið og þar með afkomu ríkissjóðs. „Skattlagning á fjármagn hér á landi er á margan hátt gamaldags sérstaklega vegna hárra eignarskatta og stimpilgjalda. Það er því mikilvægt að færa skattlagninguna yfir á tekjur en draga úr skattlagningu eigna og viðskipta. Skattkerfið á að vera þannig uppbyggt að tekjustraumarnir séu skatt- lagðir frekar en eignir. Þetta eru meginat- riðin í fyrirhuguðum skattbreytingum,“ segir Björn Rúnar. Hlutur einstaklinga eykst Seðlabankinn segir að verði fyrirhugaðar skattbreytingar að lögum sé æskilegt ann- aðhvort að hækka aðra skatta og/eða skera niður útgjöld ríkissjóðs. Ef umsagnir Seðlabankans og Búnaðarbankans eiga við rök að styðjast, og tekjuauki ríkissjóðs verður lengur að skila sér en áætlanir fjár- málaráðuneytisins gera ráð fyrir, kemur það því væntanlega í hlut einstaklinganna að standa undir skattalækkunum fyrir- tækjanna, með einum eða öðrum hætti. Einstaklingar standa hvort eð er undir stærstum hluta af skatttekjum ríkissjóðs. Skattbyrði fyrirtækja verður hins vegar ein sú lægsta sem þekkist ef fyrirhugaðar skattbreytingar verða að veruleika. Til við- bótar hefur fjármálaráðherra svo lýst því yfir að hann vilji stefna að því að lækka tekjuskatt fyrirtækja enn frekar en boð- aðar fyrirætlanir gera ráð fyrir. estu skatt- r um árabil m fyrirhugaðar skattbreytingar verður tekjutap ríkissjóðs meira en amt lengur að skila sér gretar@mbl.is ...................... S e ð l a b a n k i n n s e g i r a ð v e r ð i f y r i r h u g a ð a r s k a t t b r e y t i n g a r a ð l ö g u m s é æ s k i l e g t a n n a ð h v o r t a ð h æ k k a a ð r a s k a t t a o g / e ð a s k e r a n i ð u r ú t g j ö l d r í k i s s j ó ð s . ...................... Teikningar/Andrés

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.