Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 20
      <1@C@D <EF1G1D.<1F7H 'H2"7HI "6)6"51F:"<1F7H "12/'DJH I/1D21KL M""@D71@I=HFC  ' '('   ' ' '   '' ' ; 5 '  '  ' ' ('' ( '  '  ''  '  ' ! !   + =  +!6 !  ! 3) !  B3  B  ;33;7 ;  B A ;33 ;A; 3 21D'5 ÚTHLUTA þar sérstökum kvóta á smáfiski til að koma í veg fyrir eða draga út brottkasti að mati Hann- esar Hólmsteins Gissurarsonar, pró- fessors við Háskóla Íslands. Hann segir umræður um brottkast í fjöl- miðlum undanfarna daga á villigöt- um. Mikið hefur verið rætt um brott- kast á fiski eftir að birtar voru myndir sem teknar voru um borð í tveimur íslenskum fiskiskipum fyrir skömmu og sýndu umfangsmikið brottkast. Hannes segir segir um- ræðuna hins vegar á villigötum og í raun út í hött. „Það er augljóst að fréttamaður Sjónvarpsins, Magnús Þór Hafsteinsson, er í krossferð gegn kvótakerfinu og frétt hans af brottkastinu var sviðsett og vinnu- brögðin því ekki ósvipuð þeim sem Grænfriðungar hafa stundað til að vinna gegn selveiðum. Sviðsetningin var þannig samsæri fréttamannsins og óánægðs skipstjóra sem vantar kvóta, í því skyni að níða niður kvótakerfið. Og fjölmiðlar féllu kylli- flatir fyrir sviðsetningunni.“ Hannes segir að engu að síður verði að ræða brottkast í samhengi við kvótakerfið. Hann bendir á að samkvæmt nákvæmustu könnunum og mælingum sem gerðar hafi verið á brottkasti á Íslandi sé brottkastið ekki eins mikið og talið var. Hann segist þannig ekki sannfærður um að brottkast sé eins alvarlegt og af er látið en sé það metið þannig, þurfi að leysa það innan kerfisins. Skilgreining á veiðirétti er ófullkomin Segir Hannes að brottkast stafi fyrst og fremst af því að skilgreining á veiðiréttinum sé ófullkomin. Veiði- réttur sé réttur til að veiða eina lest af fiski en ekki ákveðna einstaklinga af einhverri tegund. Sé þessi lest sett saman af einstaklingum sem eru misjafnlega verðmætir, þá sé hætta á brottkasti. Hannes segir að skilgreina þurfi kvóta í sömu fisktegund á tvenns konar hátt, annars vegar á smáfiski en hins vegar á stórum fiski. „Vand- inn er ekki sá að verið sé að veiða misverðmætar tegundir, heldur sá að verið er að veiða misverðmæta einstaklinga sömu tegundar. Það skapar hvatningu til brottkasts. Með því að úthluta sérstökum kvóta á smáfiski skapast ekki sami hvati, því vitanlega yrði sá kvóti ódýrari. Með þessum hætti myndi ekki borga sig að kasta smáfiskinum, nema að flutningskostnaðurinn í landi væri orðinn mikill. Það er hins vegar ólík- legt að flutningskostnaðurinn yrði meiri en verðmæti aflans. Við skiptum kvótanum nú þegar eftir fisktegundum, þar sem ódýr- asta tegundin er engu að síður tals- vert mikils virði. Á sama hátt er hægt að gera greinarmun á litlum þorski og stórum þorski, rétt eins og gerður er greinarmunur á til dæmis þorski og ýsu.“ Hannes segir að Íslendingar og Nýsjálendingar séu einu þjóðir heimsins sem hafi komið sér upp skynsamlegu fiskveiðistjórnunar- kerfi. Þeir sem haldi öðru fram hafi ekki skoðað fiskveiðistjórn í öðrum löndum, þar sem fiskveiðar séu reknar með miklu tapi og ríkis- styrkjum. „Það er engu að síður staðreynd að í kvótakerfi er inn- byggður hvati til brottkasts en það má heldur ekki gleyma því að í öðr- um tegundum fiskveiðistjórnunar tíðkast einnig brottkast, svo sem í sóknarstýringu. Þess vegna þarf að fínstilla kvótakerfið, þannig að kerf- ið taki tillit til þess að einstakling- arnir eru mismikils virði,“ segir Hannes. Fínstilla þarf kvótakerfið Gera þarf greinarmun á stórum og smáum fiski, að mati Hannesar H. Gissurarsonar. Hann segist ekki sannfærður um að brottkast sé eins alvarlegt og af er látið. Það sé þó staðreynd að í kvótakerfi sé innbyggður hvati til brottkasts Morgunblaðið/Friðþjófur Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir engan vafa leika á því að myndir sem teknar voru af brottkasti um borð í íslenskum fiskiskipum fyrir skömmu séu sviðsettar. HAGNAÐUR Búnaðarbanka Ís- lands nam 205 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins og er 41% lakari afkoma en á sama tíma- bili í fyrra. „Afkoma þriðja ársfjórðungs var heldur undir áætlun og skýrist það alfarið af mjög erfiðum aðstæðum á verðbréfamörkuðum og þeim áhrif- um sem sveiflur á fjármálamörkuð- um hafa á rekstrarafkomu bankans hverju sinni,“ segir í tilkynningu frá Búnaðarbankanum. Þá segir að al- mennur viðskiptabankarekstur og rekstur Lýsingar hafi á hinn bóginn aldrei gengið betur. Vaxtamunur eykst frá fyrra ári Hreinar vaxtatekjur bankans jukust um 51% frá fyrra ári og námu ríflega 4,3 milljörðum króna. Þar af jukust vaxtatekjur um 65% og vaxtagjöld um 71%. Vaxtamunur, sem er hlut- fall mismunar vaxtatekna og vaxta- gjalda af meðalstöðu heildarfjár- magns bankans á tímabilinu, var 3,41% en var 3,23% árið áður. Aðrar rekstrartekjur drógust hins vegar saman um 44% frá fyrra ári og námu nú 755 milljónum króna. Mestu munaði þar um 715 milljóna króna, eða 236%, aukningu gengis- taps af annarri fjármálastarfsemi. Önnur rekstrargjöld jukust um 17% frá sama tíma í fyrra og námu rúmum 3,9 milljörðum króna. Þá nam framlag í afskriftarreikn- ing útlána 882 milljónum króna og er það nær tvöfalt framlag ef miðað er við sama tímabil árið 2000. Bankinn á nú tæpa 3,4 milljarða til að mæta hugsanlegum útlánatöpum og svarar það til 2,14% af útlánum og veittum ábyrgðum. Útlánaaukning 37% Hagnaður fyrir skatta nam 296 millj- ónum króna en var 438 milljónir fyr- ir sama tímabili í fyrra. Í tilkynningu frá bankanum segir að miðað sé við núverandi reglur um álagningu tekjuskatts á lögaðila. Hefði hins vegar verið tekið af væntanlegum áhrifum lækk- aðs tekjuskattshlutfalls, væri af- koma bankans eftir skatta um 519 milljónir króna í stað 205 milljóna. Útlán bankans jukust um 37% á tímabilinu eða 41 milljarð króna og námu 151 milljarði í lok september. Skýring aukningarinnar er sögð að langstærstum hluta tilkomin vegna sameiningar Búnaðarbanka og Lýs- ingar og gengisfalls krónunnar. Hvað varðar horfur fyrir árið í heild er áfram gert ráð fyrir að markmið um 850 milljóna króna hagnað fyrir skatta, náist. Afkoma Búnaðarbanka mun lakari en í fyrra Framlag í afskriftareikning tvöfaldað og vaxtamunur eykst HAGNAÐUR Granda hf. og dótturfyr- irtækis þess, Faxamjöls hf., á fyrstu 9 mánuðum ársins 2001 nam 22 milljónum króna, en á sama tíma árið 2000 var hagnaðurinn 45 milljónir króna. Rekstr- artekjur samstæðunnar á tímabilinu námu 3.448 milljónum króna en 2.857 milljónum króna á sama tíma á síðasta ári. Rekstrargjöldin námu í ár 2.911 milljónum króna en 2.533 milljónum í fyrra. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagns- gjöld nam 986 milljónum króna en var 691 milljón króna á sama tíma árið áður. Veltufé frá rekstri nam 803 milljónum króna en var 518 milljónir króna á sama tíma árið áður. Rekstrarhagnaður sam- stæðunnar af eigin starfsemi var 536 milljónir króna en var 324 milljónir króna á sama tíma árið áður. Hrein fjármagns- gjöld námu 393 milljónum króna en voru 369 milljónir króna á sama tíma árið 2000. Hagnaður af sölu hlutabréfa í Bakkavör Group hf. nam 558 milljónum króna og er hann bókaður sem fjármuna- tekjur meðal fjármagnsgjalda. Gengistap samstæðunnar af erlendum skuldum nam um 1.100 milljónum króna fyrstu 9 mánuði ársins. Í fréttatilkynningu kemur fram að tap varð á rekstri Faxamjöls hf. að fjárhæð 106 milljónir króna. Afkoma flestra hlutdeildarfélaga var ekki við- unandi og nam hlutdeild Granda hf. í tapi þeirra um 121 milljón króna en þau skil- uðu félaginu 61 milljón króna hagnaði á sama tíma árið 2000. Bókfært eigið fé Granda var í sept- emberlok 4.158 milljónir króna og hefur það hækkað um 166 milljónir króna frá ársbyrjun. Eiginfjárhlutfallið er 33%. Á tímabilinu greiddi félagið 9% arð til hlut- hafa, 133 milljónir króna. Minni hagnaður Granda Gengistap af erlendum skuldum nam 1.100 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.