Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 C 15 NVIÐSKIPTI David Wheldon X Y Z E T A me› fyrirlestur á Íslandi David Wheldon hefur ví›tæka reynslu af augl‡singamálum. Hann hefur st‡rt augl‡singastofu (Lowe Howard Spink) og birtingastofu (CIA UK), en einnig seti› hinum megin bor›sins, sem fyrsti yfirma›ur augl‡singamála hjá Coca Cola. Hann er stjórnar- forma›ur og einn stofnenda Tempus- samsteypunnar sem fer ótro›nar sló›ir í samflættingu birtinga (Media) og hugmynda (Creative). CIA er eitt stærsta birtingafyrirtæki í heimi me› yfir 6,5 milljar›a dollara veltu á ári. Fyrirtæki› er stærsti hluti Tempus- samsteypunnar. • Fyrirlesturinn ver›ur haldinn á Hótel Loftlei›um 16. nóvember kl. 8.30 - 10.30. • fiátttökugjald 3.900 kr. og morgunver›ur innifalinn. • Skráning og nánari uppl‡singar er á www.xyz.is og í síma 520 1900. Bylting óskast! Augl‡sendur og augl‡singastofur flurfa a› taka augl‡singami›la alvarlega Birtingar eru n‡tt form sköpunarkraftsins. Samt vir›ast fáir skilja hlutverk mi›lanna í mótun sambandsins vi› vi›skiptavini og hvernig völdin eru a› færast frá sendendum skilabo›a til vi›takenda fleirra. Hva› gerist flegar hugmynda- og birtingafólk vinnur saman? Fari› ver›ur yfir dæmi um vel heppna›a samvinnu af flessu tagi. Fyrirlesturinn er áhugaver›ur fyrir augl‡sendu r o g marka›s- og augl‡singafólk ÍSLENSKA hugbúnaðarfyrir- tækið Sideline-Sports hefur þróað hugbúnaðinn Sideline organizer fyr- ir þjálfara í hópíþróttum. Brynjar Karl Sigurðsson hjá fyrirtækinu segir að sala á forritinu hafi gengið framar vonum hér á landi frá því að hún hófst fyrir tveimur og hálfum mánuði. Hann segir að þjálfarar í knattspyrnu, handknattleik og körfuknattleik hafi sýnt forritinu mikinn áhuga. Sideline organizer er hugbúnaður sem ætlaður er þjálfurum til skipu- lagningar á þjálfun sinni, hvort sem það er við daglegar æfingar eða skipulagningu til lengri tíma. Í for- ritinu er að finna gagnasafn sem geymir upplýsingar sem búið er að skrá í það, æfingasafn og tímaseðla yfir þau atriði sem þjálfari vill sinna á hverri æfingu og það sem máli skiptir fyrir utan æfingatíma. Þá býr kerfið yfir teikniforriti. Brynjar Karl segir að öll atriði kerfisins vinni vel saman; á sama tíma sé hægt að skipuleggja þjálfunina yfir heilt tímabil og búa til æfingaseðla frá degi til dags. Kerfið nýtist því þjálf- ara bæði til lengri og skemmri tíma. Stafrænar upptökuskrár „Hægt er að skoða marga hluti í þessu kerfi, eins og til dæmis hve margir hvíldardagarnir eru nýttir, hve margir leikir eru spilaðir yfir tímabilið auk ítarlegri tölfræðigrein- ingar á vinnu þjálfarans. Þá er hægt að skoða hversu mikið af æfingatíma er varið í varnaræfingar svo dæmi séu tekin. Í nýjustu útgáfunni er síð- an hægt að setja inn stafrænar upp- tökuskrár til að geta horft á upp- tökur af leikjum, æfingum og kerfum. Sveigjanleikinn er mikill og notendur geta miðlað upplýsingum sín á milli.“ Aðspurður sagðist Brynjar Karl ekki vita til þess að sambærileg for- rit erlendis hefðu yfir sömu kostum að ráða eins og Sideline organizer enda væri kerfið mjög opið og sveigjanlegt og myndi eins konar beinagrind utan um starf þjálfarans, sem hann geti síðan tekið og aðlagað sínum þörfum og vinnuháttum. Eins árs forritun Brynjar Karl, sem er yfirþjálfari yngri flokka í körfuknattleik á Akra- nesi, segir að hugmyndin að baki forritinu megi rekja til sín, en hann kveðst í nokkur ár hafa velt því fyrir sér að búa til forrit sem þetta. „Ég réð til mín nokkra forritara og á rúmlega ári hefur þeim tekist að búa til kerfi sem ég segi að sé framar vonum, enda hafa þjálfarar hér á landi sýnt því mkinn áhuga. Sala á kerfinu til hand- og körfuboltaþjálf- ara hefur gengið vel og áhugi knatt- spyrnuþjálfara er verulegur, en við erum einmitt að hefja kynningu á því meðal þeirra um þessar mundir. Það eru margir þjálfarar sem hafa komið að máli við mig og sagt að þeir hafi lengi beðið eftir tæki sem þessu fyrir þjálfun.“ Aðspurður segir Brynjar Karl að kostnaður við þróun á kerfinu sé verulegur. „Við gerum ekki ráð fyrir að hagnast af sölu á kerfinu hér á landi, enda var það aldrei ætlunin. Þess vegna horfum við út fyrir land- steinana,“ segir Brynjar Karl. „Við erum að kynna þessa afurð fyrir fólki erlendis, meðal annars í Dan- mörku, Þýskalandi og Bretlandi. Það tekur eflaust tíma og kostar mikla vinnu, en við erum bjartsýnir á árangur.“ Forrit fyrir íþróttaþjálfara Með forritinu er hægt að setja inn stafrænar upptökuskrár til að geta horft á upptökur af leikjum, æfingum og leikkerfum Morgunblaðið/Þorkell Brynjar Karl segir að margir þjálfarar hér á landi hafi sýnt forritinu áhuga. TENGLAR ..................................................... www.sideline-sports.com GEYMSLA.IS og Íslenska Pökkunarfélagið ehf. hafa flutt starfsemi sína frá Bæjarflöt 6 112 Reykjavík aðBakkabraut 2 Kópavogi sem er 2.200 fermetra upphituð vöruskemma með þjófa- og brunavarnarkerfi frá Securitas. Í fréttatilkynningu kemur fram að einnig hafa Íslenska Pökkunarfélagið ehf. og Geymsla.is tekið við rekstri bú- slóðageymslu Rafha-hússins í Hafnarfirði og verður starfsem- in flutt í húsnæðið að Bakka- braut 2. Íslenska Pökkunarfélagið ehf. og Geymsla.is sérhæfa sig í pökkun og flutning á vöru og bú- slóðum fyrir fyrirtæki og ein- staklinga, búslóðaflutninga inn- anlands og erlendis, geymslu á búslóðum og vörulagerum. Geymsla.is og Íslenska Pökkunar- félagið ehf. flytja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.