Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 C 5
NFRÉTTIR EINS OG fram kom hér í blaðinu
á dögunum hefur Hannes Hólm-
steinn Gissurarson sett fram hug-
mynd til lausnar á umræðu um
hvaða gjaldmiðill henti best hér á
landi. Hannes hefur lagt til að sam-
keppni gjaldmiðla á markaði verði
látin skera úr um hvaða gjaldmiðill
verður ofan á í viðskiptum hér á
landi og hvort gjaldmiðlar í notkun
verði einn eða fleiri. Þannig gætu
menn til að mynda valið á milli þess
hvort þeir notuðu krónu, dollara eða
evru í viðskiptum sín á milli. Hann
nefndi einnig dæmi af eyju í Karab-
íahafinu þar sem jöfnum höndum
vandræðalaust væri notaður inn-
lendur gjaldmiðill og dollari.
Einn gjaldmiðil
í einu
Sem kunnugt er
sér Seðlabanki
Íslands um út-
gáfu íslensku
krónunnar og
hefur með hönd-
um peninga-
málastefnu sem
felst meðal ann-
ars í að stýra
vaxtastigi krón-
unnar. Leitað
var álits Eiríks
Guðnasonar seðlabankastjóra á
þeirri hugmynd að láta gjaldmiðla
keppa en hann sagðist ekki telja að
gott væri fyrir viðskiptalífið að hafa
marga gjaldmiðla í gangi í einu.
Arnar Jónsson, sérfræðingur á al-
þjóðafjármálasviði Landsbankans,
segist telja þessa hugmynd óraun-
hæfa. Hann segir að gjaldmiðill sé
meðal annars skilgreindur með því
að hann sé notaður í viðskiptum og
að með honum megi mæla verðgildi
og viðhalda því. Til að hugmyndin
gengi upp segir hann að markaðir
þyrftu að vera fullkomnir og allir
þátttakendur á markaðnum þar með
fullkomlega upplýstir. Þessu skilyrði
verði hins vegar aldrei fullnægt og
þess vegna verði hætta á svarta-
markaðsbraski undir slíku gjaldeyr-
isfyrirkomulagi.
Þá setur Arnar spurningar við það
hvað yrði um peningastefnu Seðla-
bankans og vaxtaákvarðanir hans,
því þær hafi ekki áhrif nema á gjald-
miðil Seðlabankans, krónuna. Hann
nefnir einnig að Seðlabankinn hafi
myntsláttuhagnað af krónunni, en
slíku sé ekki fyrir að fara þegar er-
lendir gjaldmiðlar eru annars vegar
og því drægi úr myntsláttuhagnaðin-
um eftir því sem aðrir gjaldmiðlar
yrðu meira notaðir.
Kemur vel til greina
að rýmka reglur
Sigurgeir Örn Jónsson, deildarstjóri
afleiðuviðskipta hjá Kaupþingi, seg-
ist telja ástæðu til að skoða slíka
hugmynd í fullri alvöru og að vel
komi til greina að rýmka reglur á
þessu sviði.
Hann segist álíta að vegna svokall-
aðra netáhrifa, þ.e. vegna þeirra
kosta sem fylgja því að margir noti
sama gjaldmiðil, muni einn gjaldmið-
ill verða ofan á í innlendum viðskipt-
um. Viðskiptakostnaður leiði til þess
að á afmörkuðu svæði hljóti ein mynt
að verða fyrir valinu, en óvíst sé
hvernig þetta jafnvægi yrði til og það
ferli þurfi að skoða.
Sigurgeir segir suma ganga svo
langt að vilja að fleiri en seðlabanki
hafi seðlaprentunarvald, jafnvel ein-
stök fyrirtæki, og styðji það þeim
rökum að með því verði besta myntin
fyrir valinu. Slíkt fyrirkomulag
gangi þó varla upp í raun. Hugmynd
á borð við þessa og þá hugmynd sem
Hannes hefur sett fram séu engu að
síður jákvæðar til að byggja á um-
ræðu um hvaða gjaldmiðil eigi að
nota. Í dag sé álitamál hvaða gjald-
miðill sé bestur fyrir Ísland og það
sé mikilvægt að menn séu opnir fyrir
nýjum hugmyndum og jákvætt að
þær séu rökræddar.
Samkeppni gjald-
miðla umdeild
Einn gjaldmiðill lækkar viðskiptakostnað