Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 10
10 C FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF  Hlutabréf og auglýsingar Það er auðvitað ekkert að því að hafa vantrú á atvinnurekstri og möguleikum fyrirtækja til þess að hagnast en slík trú er líkleg til þess að vera hjátrú þegar til lengdar lætur. H&M hefur ekki alveg sloppið við gagnrýni þrátt fyrir miklar vinsældir og velgengni. SÚ SAGA er sögð af Graucho Marx, einum Marx-bræðra, að eitt sinn hafi hann heimsótt kauphöllina í New York. Verðbréfasalar voru forvitnir að vita í hverju hann fjárfesti og að- spurður kvaðst hann einungis fjárfesta í rík- isvíxlum. Svarið olli nokkrum vonbrigðum hjá sérfræðingunum og þeir sögðu við hann að það væri ekki hægt að græða á slíkum fjárfest- ingum. Groucho svaraði að bragði að það væri hægt ef maður ætti nógu mikið af þeim. Annar aðili, sem var og er í sæmilegum metum, fór nokkuð aðra leið fyrir tæplega þremur öldum. Hann átti hlutabréf í athyglisverðu og spenn- andi fyrirtæki og þegar bréfin höfðu hækkað meira í verði en góðu hófi gegndi þá seldi hann bréfin, svona til þess að vera búinn að selja áð- ur en verðið hlyti óhjákvæmilega að lækka mikið. Sá böggull fylgdi þó skammrifi að verðið hélt áfram að hækka, hann stóðst því ekki freistinguna og keypti aftur fyrir miklu meira fé. Stuttu seinna kom auðvitað lækkunin og söguhetjan tapaði miklum fjármunum. Aðals- tign og tímamótauppgötvanir á sviði vísinda dugðu henni skammt til stórafreka á fjárfest- ingarsviðinu. E.t.v. má segja að ofangreindar sögur séu til marks um tvær andstæður í fjár- festingum. Annars vegar þrákelkni gaman- leikarans við að veðja ekki á atvinnurekstur og hins vegar áfergja vísindamannsins þar sem hlutabréf hafa tekið á sig mynd teninga í fjár- hættuspili. Það er auðvitað ekkert að því að hafa vantrú á atvinnurekstri og möguleikum fyrirtækja til þess að hagnast en slík trú er lík- legt til þess að vera hjátrú þegar til lengdar lætur. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í fjárhættuspili þurfa að sama skapi að átta sig á leikreglunum og að vinningslíkur lítt þjálfaðra manna eru yfirleitt ekki miklar. Fáir hafa náð árangri á þeim forsendum nema ef vera kynni James Bond. Margir fjárfestar tilheyra stórum hópi þar sem fetaður er meðalvegur. Fjárfest er í hlutabréfum til þess að njóta hlut- deildar í afkomu fyrirtækja og með trú á fram- tíðarhorfur og vonir um skjótfenginn hagnað liggja jafnframt í leyni. Sumir framangreindra aðila myndu aðspurðir segja að markmið þeirra með fjárfestingum væri að eiga góða möguleika á að hagnast en tapa jafnframt ekki. Þetta er skiljanlegt viðhorf en varla skynsam- legt. Til einföldunar má þó gera sér í hugar- lund að styrkur einstakra fyrirtækja geti verið svo mikill og langtímahorfur í rekstrarum- hverfi svo góðar að fjárfesting í hlutabréfum slíkra fyrirtækja geti að jafnaði uppfyllt von fjárfesta um hagnað án neinnar hættu á tapi. Af handahófi kemur fjöldi fyrirtækja upp í hugann, t,d, General Electric, Sony, Daimler- Chrysler, LVMH, Coca-Cola, AIG, Boeing, Vivendi, Citigroup, Pfizer, AstraZeneca, Nestlé o.fl. Það gæti óneitanlega haft í för með sér vissa hugarró ef allur galdurinn fælist í að fjárfesta í eitt skipti fyrir öll í fyrirtækjum af svipuðum toga. Það væri ekki óþekkt. Gamlir og/eða minnugir fjárfestar vita að þetta var boðorðið við fjárfestingar á sjöunda áratugn- um í USA á tímabili hinna svokölluðu „fimmtíu flinku fyrirtækja“. Einungis þurfti að taka ákvörðun um að kaupa og þá væri óhætt að láta allar áhyggjur um framtíðina lönd og leið. Þegar til kastanna kom reyndist þetta í sum- um tilvikum vera ferð um táradal og kannski til marks um að ef vitleysa er sett í haganlegar umbúðir þá getur hún hljómað eins og vísdóm- ur. Hin annars skynsamlega stefna í hluta- bréfaviðskiptum að kaupa hlut í góðum fyr- irtækjum og halda þeim hlut í gegnum þykkt og þunnt fékk á baukinn. Að einu leyti má þó segja að fjárfesting í títtnefndum fyrirtækjum á toppnum, þ.e. rétt áður en hin umfangsmikla verðlækkun varð á hlutabréfamarkaði árin 1973–1974, hafi verið sæmilega heppnuð. Þrátt fyrir að „fimmtíuhópurinn væri miklu dýrari mælt á hefðbundna mælikvarða en fyrirtæki á markaðinum almennt, þá var ávöxtunin næstu 25 ár, þ.e mæld frá toppnum, sú sama og ávöxtun S&P 500 vísitölunnar. Þetta er ekki slæmt miðað við hversu erfitt hefur yfirleitt reynst að ná hærri ávöxtun en markaðsávöxt- uninni. Það er svo auðvitað spurning hvort fjárfestar eigi að hafa fyrir því að kaupa sér ígildi stúkumiða þegar þeir þurfa svo að láta sér lynda að vera í stæðum. Það er líklega ávís- un á vonbrigði fyrir alla venjulega menn. Von- brigði eru lúmskur áhrifaþáttur við mat á fjár- festingum og horfum á markaði og þegar þau rísa sem hæst þá eru ákvarðanir oft undarleg- ar. Fátt er afkastameira við að hrekja menn út af hlutabréfamarkaði, en fyrir flesta er stöðug viðvera á markaðinum mikilvæg til þess að ná einhverjum árangri. Þar sem fjárfestar eiga að eyða púðri í vonbrigði er varðandi rekstur fyr- irtækja miklu frekar en þróun verðs, þó að auðvitað sé ekki hægt að tala eins og þessir hlutir séu ótengdir. Vonbrigði vísindamanns- ins að framan leiddu til þess að hann lýsti því yfir að hann gæti reiknað út hreyfingar stjarn- anna en ekki brjálsemi fólks. Í huga gaman- leikarans virtust fjárfestingar ekki vera neitt gamanmál ef tekið er mið af svari hans til verð- bréfasalanna. Sumir hafa e.t.v. orðið fyrir von- brigðum ef hann var ekki að henda gaman að þeim. ll FJÁRMÁL LOFTUR ÓLAFSSON Marxísk vonbrigði loftur@ru.is ll FRÉTTASKÝRING Skattalagabreytingar 34  54    /. (2 % /  % 9 :1  2/            ! "#    $       %  !  &  ' $        ( ( !  &  + /  )  $ *   $     $+   !  &  )  $ *  # *       $+   !!  "#    $     $  %  !  &  ' $     $   ( ( !  &       $   (  ! "  $ $+  $,  %  !  $$ $$ -+  (  !        !  " #        !  $%!     . . . . &''' &''' . . . . .  &'' &''  4 1  1  2    S TJÓRNVÖLD boða að tekju- lækkun ríkissjóðs vegna fyrir- hugaðra skattbreytinga snúist jafnvel í tekjuauka þegar fram í sækir. Ef umsagnir Seðlabank- ans og Búnaðarbankans Verðbréfa um þessar fyrirhuguðu breytingar eru hins vegar lagðar saman má ætla að tekjutap ríkissjóðs verði meira en áætlað er í for- sendum fjármálaráðuneytisins og jafn- framt að tekjuauki vegna aðgerðanna verði lengur að skila sér en þar er gert ráð fyrir. Tillögurnar sem ríkisstjórnin kynnti í byrjun október um breytingar á skattalög- um fela í meginatriðum í sér að skattlagn- ing fjármagns minnkar en skattlagning vinnuafls eykst. Auk þess er boðað afnám verðbólgureikningsskila og að heimilt verði að færa bókhald og ársreikninga fyrir- tækja í erlendri mynt. Samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra valda breytingarnar ríkissjóði um 7 millj- arða króna tekjutapi á ári. Hins vegar er gert ráð fyrir að á móti komi tekjur af auknum efnahagsumsvifum upp á 3,5 millj- arða króna. Ekki er greint frá því á hvaða sviðum þau auknu umsvif verða né hvernig þessi fjárhæð er fengin. Töluverður fjöldi aðila, stofnanir, sveit- arfélög, skattstjórar, sa tök, fyrirtæki og ein tjáð sig um frumvarpi efnahags- og viðskipta sem hefur málið til me eigin frumkvæði. Margi með meginefni þess og aðar breytingar muni le festinga, meiri atvinnu og almennt aukinna um skapnum, sem á enda leiða til enn meiri tekn ella. Þessu eru þó ekki þess sem nokkuð skipt þeim forsendum sem g tengslum við fyrirhu Einnig er varað við ým breytingum. Skattahækkun eða niður Í nóvemberhefi Penin ungsriti Seðlabanka Ísl fyrirhugaðar breytinga Þar segir að auk um tekjutaps ríkissjóðs frá bættu um 900 milljón vegna boðaðrar lækku muni afkoma sveitarféla upphafi vegna hærra launagreiðslur þeirra, l vegna húsaleigubóta og lags í Jöfnunarsjóð svei Seðlabankinn að ríki og einnig tapað tekjum þ muni fá hvata til að a sinni í einkahlutafélög. taka ýmsir skattstjórar um frumvarpið til efnah nefndar Alþingis og va breytingum. Seðlabank Viðame breytingar Ef marka má umsagnir Seðlabankans og Búnaðarbankans um áætlanir gera ráð fyrir og tekjuauki vegna aðgerðanna jafnfra Höfuðáherslan í boðuðum skattbreytingum ríkisstjórnarinnar er sögð vera sú að búa íslensku atvinnulífi heilbrigt og samkeppn- ishæft starfsumhverfi og þegnunum góð lífskjör. Eins og við er að búast eru ekki allir á eitt sáttir um þessar tillögur. Grétar Júníus Guðmundsson kynnti sér fyrirhugaðar skattbreytingar, sem eru einhverjar þær viðamestu um árabil. TÍSKUVERSLANAKEÐJAN vinsæla H&M hefur ekki alveg sloppið við gagnrýni þrátt fyrir miklar vinsældir og velgengni næstum alls staðar á Norðurlöndum. H&M hleypir nýrri auglýsingaherferð af stokkunum fyrir jólin á hverju ári og öll stærstu auglýsingapláss í Skandinavíuborg- unum prýða þá flennistórar myndir af ofur- fyrirsætum íklæddum engu öðru en nærfatn- aði frá H&M. Fyrir þetta markaðsstarf hefur fyrirtækið mátt sæta gagnrýni og var m.a. kært til siðanefndar auglýsingastofa í Svíþjóð í fyrra fyrir ögrandi myndir af Claudiu Schiff- er, eins og fram kemur á sænska viðskipta- vefnum Ekonomi24. Sænsk kona málaði m.a.s. yfir eina af myndunum af Claudiu og heilmiklar umræður spunnust um skekkta fegurðarímynd kvenna sem auglýsingar af þessu tagi ýta undir. Í ár verður leikkonan Bridget Fonda fyr- irsæta H&M og verða auglýsingarnar mun hófstilltari en áður. Bridget verður á bíkíní, en í slopp utan yfir eða skyrtu, og umhverfið verður heimilislegra, eins og markaðsstjóri H&M leggur áherslu á í samtali við Afton- bladet sænska. Fyrirtækið er talið ætla sér að markaðssetja fatnað H&M sem fatnað fyrir sterkar, sjálfstæðar konur en ekki fyrir veik- ar brúður og á Bridget að vera táknmynd þeirra fyrrnefndu. H&M hefur gert það gott undanfarin ár og eru verslanirnar t.d. mjög vinsælar í Banda- ríkjunum. Veltan í október jókst ekki eins mikið frá fyrra mánuði og búist hafði verið við eftir mikla veltuaukningu frá ágúst til sept- ember. Ef framhald á að verða á velgengni Hennes & Mauritz, verða jólaauglýsingarnar því að virka. ll MARKAÐSMÁL H&M sér að sér ◆

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.