Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 16
16 C FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NFÓLK   Eva Ágústsdóttir lyfjafræðingur hefur ver- ið ráðin til starfa í fram- leiðslueftirlitsdeild. Hún útskrifaðist sem lyfja- fræðingur 1992 frá HÍ og tók hluta lyfjafræði- námsins við Danmarks farmaceutiske Höjskole í Kaupmanna- höfn. Hún lauk viðskipta- og rekstrarnámi frá Endurmenntunarstofnun HÍ 1998. Eva starfaði áður hjá Lyfjaverslun Íslands og hjá Apótekinu.  Jóna Björg Magn- úsdóttir hefur verið ráð- in til starfa í fram- leiðsludeild Delta. Jóna útskrifaðist sem iðn- rekstrarfræðingur frá Tækniskóla Íslands árið 2000 og sem vöru- stjórnunarfræðingur, B.Sc., frá Tækni- skóla Íslands árið 2001. Jóna Björg starf- aði áður hjá Omega Farma.  Lilja Valdimarsdóttir lyfjafræðingur hef- ur verið ráðin markaðs- fulltrúi í markaðsdeild Delta hf. Lilja lauk stúd- entsprófi frá Verzl- unarskóla Íslands 1996 og útskrifaðist sem lyfjafræðingur frá Há- skóla Íslands vorið 2001. Þrjú sumur á námstímanum starfaði hún sem nemi og aðstoðarlyfjafræðingur í Sjúkrahúsapótek- inu ehf., Fossvogi. Lilja hóf störf hjá Delta í upphafi árs 2001 og mun hún starfa við kynningar á lausa- sölulyfjum fyrirtækisins.  Sigríður Björnsdóttir hefur verið ráðin deild- arstjóri starfsþróun- ardeildar Delta. Sigríður varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1982 og útskrifaðist sem lyfjafræðingur frá HÍ 1988. Á árunum 1988 til 1991 starfaði hún hjá Lyfjaverslun ríkisins, fyrst í gæða- eftirlitsdeild og síðan í markaðsdeild. Á árinu 1991 tók hún við starfi gæðastjóra Omega Farma og starfaði þar til 1998. Sigríður er í meistaranámi í stjórnun og stefnumótun í HÍ.  Sigrún Viðarsdóttir hefur verið ráðin til starfa í framleiðslueft- irlitsdeild. Hún útskrif- aðist frá Sjúkraliða- skóla Íslands 1982 og frá Ritaraskólanum 1986. Hún lauk stúd- entsprófi 1993 frá Ár- múlaskóla og lyfjatæknanámi frá Lyfja- tæknaskóla Íslands 1998. Sigrún hefur starfað sem sjúkraliði á Landspítalanum – Háskólasjúkrahúsi og síðast á móttökudeild geðdeildar.  Snorri Halldórsson hefur verið ráðinn til starfa í gæðatrygg- ingadeild Delta. Snorri lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ak- ureyri 1989, B.Sc.- gráðu í efnafræði frá Háskóla Íslands 1995 og M.Sc.-gráðu í efnaverkfræði frá Dan- marks Tekniske Universitet 1998. Und- anfarin þrjú ár hefur Snorri stundað dokt- orsnám við Danmarks Tekniske Universitet.  Sveinn Sigurjónsson hefur hafið störf hjá upplýsingatæknideild fjármálasviðs. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ak- ureyri 1972 og útskrif- aðist sem aðstoðarlyfja- fræðingur frá Háskóla Íslands 1978. Sveinn hefur starfað við rannsóknir og gæðaeftirlit hjá Pharmaco og Delta. Þá starfaði hann í gæðatrygg- ingadeild Delta frá stofnun deildarinnar 1997 og þar til í mars 2001 er hann hóf störf hjá upplýsingatæknideild.  Valdís Harrýsdóttir hefur verið ráðin til starfa í móttöku fyr- irtækisins. Hún útskrif- aðist sem skrif- stofutæknir frá Tölvuskóla Íslands 1999. Valdís starfaði hjá versluninni Cosmo frá 1990–2001, þar af 5 ár sem versl- unarstjóri. Nýtt starfsfólk Delta  Florian Zink hefur tekið til starfa sem sér- fræðingur í gagnarann- sóknarhóp á upplýs- ingatæknisviði. Hann lauk diploma-prófi í eðl- isfræði frá University of Konstanz í heimalandi sínu, Þýskalandi, MSc.- prófi frá University of Massachussetts og doktorsprófi, einnig í eðlisfræði, frá Uni- versity of Adelaide, í Ástralíu. Maki Florian er Silja Traustadóttir.  Gísli Magnússon hef- ur hafið störf sem hug- búnaðarhönnuður í rannsóknarhugbún- aðardeild. Hann lauk prófi í rafmagnsverk- fræði og BSc.-gráðu í tölvunarfræði frá Há- skóla Íslands og MSc.- gráðu í tölvuverkfræði frá Purdue Univers- ity í Bandaríkjunum. Gísli vann áður við verkefnisstjórn, hugbúnaðarhönnun og forritun hjá Hugi-forritaþróun. Maki hans er Guðrún D. Harðardóttir talmeinafræð- ingur og eiga þau eina dóttur.  Guðbjörn F. Jónsson hefur verið ráðinn sér- fræðingur í gagnarann- sóknahóp á upplýsinga- tæknisviði. Guðbjörn lauk BSc.-námi í stærð- fræði frá Háskóla Ís- lands, MSc.-námi frá University of Illinois og doktorsprófi í hagnýtri stærðfræði frá Cor- nell University árið 2000.  Guðmundur Finn- bogason hefur verið ráðinn sem sérfræð- ingur í rannsóknarhóp á sviði lyfjaerfðafræði. Hann lauk BSc.-prófi í lífefnafræði frá Háskóla Íslands árið 2001. Hann vann áður hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands og hjá lyfjafræðideild HÍ.  Hannes Sigurðsson hefur hafið störf sem upplýsingaöryggisstjóri á upplýsingatæknisviði. Hann lauk BSc.-gráðu í rafmagnstæknifræði frá Technical University of Odense, Danmörk. Hannes var áður verkefnisstjóri hjá Skýrr. Hann er í sambúð með Laufeyju Erlu Jó- hannesdóttur, verkefnisstjóra hjá ÍE og eiga þau einn son.  Jean-Luc Mougeot hefur verið ráðinn sér- fræðingur á sviði virkni- rannsókna. Hann hefur lokið BSc.- og MSc.- gráðum í lífefnafræði og DEA og doktorsprófi í sameinda- og frumu- líffræði frá Université Louis Pasteur í heimalandi sínu, Frakklandi. Hann vann áður við rannsóknarstörf í Frakklandi. Jean-Luc er giftur Farah Bahrani-Mougeot, doktor hjá Prokaria.  Júlíus Schopka hefur verið ráðinn hugbún- aðarhönnuður í heil- brigðisupplýsingahóp á gagnagrunnssviði. Hann lauk kandídats- prófi í tannlækningum frá Háskóla Íslands. Júl- íus starfaði áður sem tannlæknir á tannlæknastofunni Tann- læknum og við hugbúnaðarþróun hjá Digi- talis ehf. Sambýliskona hans er Arnheiður Ingjaldsdóttir háskólanemi.  Pavol Rovenský hef- ur hafið störf sem hug- búnaðarhönnuður á gagnagrunnssviði. Hann er læknir og með BSc.- og MSc.-gráðu í rafeindaverkfræði frá háskólum í heimalandi sínu, Tékklandi. Hann hefur áður unnið við kennslu, rannsóknir og hugbúnaðarþróun.  Sverrir Þorvaldsson hefur verið ráðinn sér- fræðingur í gagnarann- sóknahóp á upplýsinga- tæknisviði. Hann lauk BSc.-gráðu í stærðfræði frá HÍ, MSc.-gráðu frá Stanford University í Bandaríkjunum og mun ljúka þaðan doktorsprófi, einnig í stærð- fræði, síðar á þessu ári. Sverrir er kvænt- ur Hrund Einarsdóttur, byggingaverkfræð- ingi og eiga þau tvö börn.  Vala N. Gautsdóttir hefur hafið störf sem bókasafnsfræðingur. Hún er með BA-próf í stjórnmálafræði og bókasafnsfræði frá Há- skóla Íslands. Vala vann áður á upplýs- ingadeild Lands- bókasafns Íslands-Háskólabókasafn. Hún er gift Guðmundi Hafsteinssyni versl- unarstjóra og eiga þau tvær dætur. Nýir starfsmenn hjá Íslenskri erfðagreiningu  Andrés Magnússon situr nú í fram- kvæmdastjórn Íslands- pósts hf. Andrés er 49 ára og er með MA próf frá Englandi í sálfræði. Hann var ráðgjafi og kennari þar til hann réðst til Pósts og síma sem starfsþróunarstjóri. Andrés hefur sinnt starfsmannastjórnun og fræðslu- málum sl. tíu ár. Hann er kvæntur Mörtu Sigurgeirsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjá syni  Áskell Jónsson varð framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Íslandspósts á síðasta ári. Hann lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1970 og cand. oecon. prófi frá Háskóla Ís- lands 1977. Á námsárum vann Áskell ým- is störf í fiskvinnslu, sjómennsku og seinna ýmis skrifstofustörf. Hann kenndi við útgerðartæknibraut Tækniskóla Ís- lands. Var bæjarstjóri á Eskifirði 1977 til 1982. Starfaði á Póstgíróstofunni (nú Póstgíró) til ársins 1996. Áskell var ráðinn hjá Pósti og síma hf. sem forstöðumaður póstþjónustu árið 1997. Hann starfaði sem framkvæmdastjóri framkvæmda- sviðs hjá Íslandspósti frá 1. janúar 1998 og varð framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs í maí árið 2000. Áskell er giftur Droplaugu Pétursdóttur kennara og eiga þau þrjú börn.  Ásmundur H. Jóns- son hefur tekið við starfi forstöðumanns launa- deildar Íslandspósts. Hann er með BS próf í viðskiptafræðum frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst. Ásmundur hefur stundað sjómennsku hjá Síldarvinnslunni hf., starfað sem trygg- ingaráðgjafi hjá Sjóvá-Almennum tr. hf., sem sérfræðingur í hagdeild Pósts & síma hf. og verkefnastjóri í starfsmannadeild hjá Íslandspósti hf. Sambýliskona Ás- mundar er Ellen Halla Brandsdóttir og eiga þau eitt barn.  Héðinn Gunnarsson deildarstjóri bögglaþjónustu milli landa hefur nú einnig tekið við bögglaþjón- ustu innanlands og TNT- hraðflutningaþjónustu á markaðs- og sölusviði Íslandspósts. Héðinn útskrifaðist sem stúd- ent frá Samvinnuskól- anum 1988 og viðskiptafræðingur frá Há- skóla Íslands árið 1993. Héðinn starfaði sem sölumaður hjá Nýherja hf. frá 1993 til 1996, var framkvæmdastjóri Flutninga- miðstöðvar Austurlands frá 1996 til 1997 og starfaði sem framkvæmdastjóri Ísaco ehf. frá 1997 til 1999. Sambýliskona hans er Maribel Gonzalez Sigurjóns mynd- listarkona og á Héðinn 3 börn.  Erla Kjartansdóttir hefur tekið við starfi for- stöðumanns hagdeildar Íslandspósts. Hagdeild er 6 manna deild sem sér um innheimtu og greiðslu reikninga, fjár- stýringu, áætlanagerð og ýmis tengd verkefni. Erla útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1992. Hún vann sem viðskiptafræðingur hjá að- alendurskoðun Pósts og síma 1992-1997 og síðar innra eftirliti Íslands- pósts 1998. Hún var aðalbókari Íslands- pósts 1998-2000. Erla er gift Ágústi Borg- þóri Sverrissyni blaðamanni hjá Vísi.is og börn þeirra eru Freyja, 6 ára, og Kjartan, 1 árs.  Guðfinna Þorsteins- dóttir hefur verið ráðin stöðvarstjóri Íslands- pósts á Selfossi. Guð- finna hefur gagnfræða- próf og stundaði nám við Póst- og símaskól- ann. Hún vann hjá Pósti og síma og síðan Ís- landspósti sem póstafgreiðslumaður, gjaldkeri og fulltrúi stöðvarstjóra. Hún er gift Jens Uwe Friðrikssyni og eiga þau þrjú börn.  Hörður Jónsson hef- ur tekið við starfi sem framkvæmdastjóri þjón- ustustaða Íslands- pósts, en hann hefur yf- irumsjón með rekstri afgreiðslustaða Ís- landspósts. Hörður er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann hefur unnið við hagdeild Pósts og síma og er giftur Sol- veigu H. Gísladóttur bókasafns– og upp- lýsingafræðingi hjá Háskólanum. Þau eiga tvö börn.  Íris Björnsdóttir hef- ur tekið við sem mark- aðs- og kynningarstjóri Íslandspósts. Hún varð stúdent frá Mennta- skólanum að Laug- arvatni 1993 og iðn- rekstrarfræðingur frá Tækniskóla Íslands árið 1998. Íris var markaðsfulltrúi hjá Goða 1998-1999 og sérfræðingur í markaðs- deild Íslandspósts 1999-2000. Hún er 28 ára og gift Helga Mar Árnasyni blaða- manni á Morgunblaðinu.  Jón Sigurðsson hef- ur tekið við skrifstofu flutningamála hjá Ís- landspósti, sem hefur umsjón með land- póstum og innanlands- flutningum utan höf- uðborgarsvæðisins. Jón er iðnrekstrarfræðingur frá Tækniskóla Íslands og hefur unnið við sölumennsku auk ýmissa starfa. Hann er í sambúð með Jakobínu B. Kristjánsdóttur garðyrkjufræðingi og eiga þau þriggja ára son. Jón á einnig 11 ára gamla dóttur úr fyrri sambúð.  Kjartan Flosason hefur verið ráðinn rekstrarstjóri þjón- ustustaða Íslands- pósts, sem hefur um- sjón með daglegum rekstri og starfsmanna- málum afgreiðslustaða Íslandspósts og skipu- lagi þjónustu hjá samstarfsaðilum. Kjart- an nam við Póst- og símaskólann og hefur sótt ýmis námskeið; þ.á m. hjá endur- menntunardeild Háskóla Íslands í starfs- mannastjórnun og rekstri og viðskiptum. Kjartan starfaði hjá Póst- og síma- málastofnun og Pósti og síma hf. Hann var deildarstjóri póstmiðstöðvar, umdæm- isfulltrúi, sjóðskoðunarfulltrúi aðalend- urskoðunar og síðan hjá Íslandspósti sem deildarstjóri sölu- og þjónustustaða. Kjart- an er kvæntur Kristínu Eggertsdóttur og eiga þau börnin Arnar og Þóru Sigrúnu.  Magdalena Ein- arsdóttir hefur tekið við starfi sem deildarstjóri bréfa í einkarétti Ís- landspósts. Hún hefur BS próf í vörustjórnun frá Tækniskóla Íslands. Magdalena vann áður í sömu deild sem sér- fræðingur og þar áður sem sölumaður hjá Íslensk-ameríska. Hún er í sambúð með Þórði Magnússyni vélaverkfræðingi. Breytingar hjá Íslandspósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.