Morgunblaðið - 15.11.2001, Page 6

Morgunblaðið - 15.11.2001, Page 6
6 C FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI ALÞJÓÐLEGI bankinn UBS varð til við samruna tveggja stærstu bank- anna í Sviss, Union Bank of Switzer- land og Swiss Bank Corporation, árið 1998. Báðir bankarnir byggja á göml- um merg en Union bankinn var stofn- aður árið 1860 og Swiss Bank árið 1872. Að sögn Moniku Dunant, yfir- manns fjölmiðlasviðs UBS í Sviss, eru starfsmenn bankans um 71 þúsund talsins víðsvegar um heiminn Innan UBS samstæðunnar eru mörg dótturfélög, m.a. UBS Switzer- land, sem er einkabanki og sá stærsti í heimi. Að sögn Moniku er bankinn ólíkur mörgum öðrum bönkum þar sem hann býður viðskiptavinum sín- um ekki einungis upp á eigin afurðir heldur miðlar einnig frá fleiri fjár- málastofnunum. Meðal annars til þess að geta þjónað sem flestum en mjög stór hluti viðskiptavina hans eru milljarðamæringar. UBS Asset Management, sem er einn angi UBS, er níunda stærsta sjóðafyrirtæki í heimi og það næststærsta í Evrópu með um 160 ólíka sjóði sem eru skráð- ir í Lúxemborg, Sviss eða Cayman- eyjum. Að sögn Ignatius Bundi, starfs- manns UBS Asset Management, þá missti félagið marga viðskiptavini á árunum 1999 og 2000 þar sem fjár- festingarstefna félagsins þótti of íhaldssöm. „Margir okkar viðskipta- vina voru að sjá aðra bjóða upp á um 30% ávöxtun á meðan við gátum ekki boðið betur en 15%. En nú eru þessir aðilar að koma aftur til okkar. Brenndir af fenginni reynslu af áhættusömum fjárfestingum þar sem allir ætluðu sér að verða milljóna- mæringar á einni nóttu. Við hjá UBS þökkum hins vegar okkar sæla fyrir að hafa ekki breytt um fjárfesting- arstefnu, það er hlutfallinu á milli skuldabréfa og hlutabréfa í eigna- safni sjóðanna.“ UBS Warburg er fjárfestingar- banki. Innan UBS Warburg er einnig bandaríska fjármálafyrirtækið PaineWebber sem sameinaðist UBS í nóvember á síðasta ári. Frá Akureyri í evrópskan bankaheim Einn af starfsmönnum UBS Asset Management er Íslendingurinn Ari Björnsson. Hann er fæddur á Íslandi en flutti til Lúxemborgar þegar hann var sjö ára en faðir hans er flugmaður hjá Cargolux. Ari var í barnaskóla í Lúxemborg en líkt og börn margra Íslendinga í Lúxemborg fór hann til Íslands í skóla á gagnfræðastigi. Þeg- ar Ari var 14 ára flutti hann til Ak- ureyrar þar sem hann bjó hjá móð- urbróður sínum og fjölskyldu í nokkur ár. Hann lauk grunnskóla- námi á Akureyri og stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum þar í bæ. Að því loknu flutti Ari til Þýskalands þar sem hann hóf hagfræðinám, en breytti svo stefnu sinni og fluttist til Bretlands þar sem hann nam við- skiptafræði við Humberside Univers- ity í Hull. Eftir það starfaði hann í nokkur ár í bankageiranum í Lúxem- borg, sem segja má að sé Mekka evr- ópskra bankamanna en um 220 bank- ar eru með starfsemi í borginni. „Ég vann fyrst hjá þýskum bönk- um í Lúxemborg og það var mjög lærdómsríkt og meira en nóg að gera. Þjóðverjar voru á þessum tíma ný- búnir að breyta skattalögunum og mikið fjármagn sem leitaði úr landi.“ Eftir það vann Ari um tíma hjá bandarískri fjármálastofnun í Lúx- emborg en flutti síðan til Þýskalands þar sem hann vann við uppbyggingu á dreifingu fjárfestingarsjóða innan þýska bankakerfisins. „Þetta var mjög krefjandi starf enda í fyrsta skiptið sem slíkt var reynt þar í landi. Fyrir rúmu ári var mér boðið starf hér í Zürich hjá UBS við að byggja upp sjóðadreifingarkerfið í Norður- Evrópu. Ég ákvað að slá til enda var uppbyggingin í Þýskalandi langt komin og ró að myndast á því sviði. Þetta var líka mjög spennandi tæki- færi og fyrsta útrás UBS með sína sjóði til landa eins og Hollands, Belg- íu, Norðurlandanna og Eystrasalts- ríkjanna. Ég get síðan ekki neitað því að staðsetningin kitlaði þar sem ég er forfallinn skíðamaður og nota hvert tækifæri hér í Zürich til þess að skella mér á skíði.“ Danska skattalöggjöfin andsnúin útlendum sjóðum Ari segir að UBS hafi þegar skráð sjóði í Svíþjóð og er nú unnið að skráningu á Íslandi, í Finnlandi og Noregi. Ekki verður herjað á Dan- mörku strax þar sem þær reglur sem gilda þar í landi um fjárfestingar í er- lendum sjóðum eru mjög andsnúnar erlendum fjármálafyrirtækjum. „Samkvæmt þeim þarf fólk að greiða hærri skatta af beinni eign í erlend- um sjóðum en innlendum. Hið sama gildir í Belgíu. Þetta er í raun mis- munun og ótrúlegt að hún skuli líðast í Evrópusambandsríkjum. UBS er í samstarfi við Fjárvernd Verðbréfun á Íslandi og verða 15 sjóðir UBS skráðir hér til að byrja með. Að sögn Ara komu fulltrúar UBS til Íslands í apríl sl. til viðræðna við ís- lensk fjármálafyrirtæki um samstarf. Upp úr því var ákveðið að ganga til samninga við Fjárvernd en unnið var að stofnun þess á þeim tíma. „Þeir bjóða upp á einkabankaþjónustu líkt og við gerum og stefna fyrirtækisins fellur mjög vel að okkar.“ Auðvelt fyrir UBS að hafa áhrif á krónuna Ari segir að UBS muni ekki vera með starfsstöð á Íslandi heldur hefur Fjárvernd aðgang að þjónustu UBS og annast vörslu fyrir félagið á Ís- landi. Í upphafi verður boðið upp á 15 sjóði eins og áður var sagt en Fjár- vernd getur nýtt þessa sjóði inn í þau söfn sem þeir bjóða viðskiptavinum sínum upp á.“ Aðspurður segir Ari að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun enn um að fjárfesta á Íslandi enda væru ekki mörg fyrirtæki á Íslandi af þeirri stærðargráðu sem hentaði fjárfest- ingarstefnu UBS. Hins vegar ef litið er á íslenska fjárfestingarmöguleika eru sum íslensk skuldabréf góð fjár- festing þar sem þau eru gengistryggð og með háum vöxtum. Síðan er þetta alltaf spurning um áhrif á jafnlítinn gjaldmiðil eins og krónuna. Banki eins og UBS gæti haft veruleg áhrif á gengi hennar ef um mikið innstreymi eða útstreymi fjármagns væri að ræða,“ segir Ari. Svissneskir sjóðir á Íslandi Svissneski bankinn UBS er einn sá stærsti í heimi. Meðal annars er hann stærsti einka- banki í heimi. Guðrún Hálfdánardóttir kynnti sér starfsemi bankans og ræddi við Ara Björnsson sem hefur umsjón með uppbyggingu sjóða UBS í Norður-Evrópu. Morgunblaðið/Gúna Ari Björnsson: Ég get ekki neitað því að staðsetningin kitlaði þar sem ég er forfall- inn skíðamaður og nota hvert tækifæri hér í Zürich til þess að skella mér á skíði. guna@mbl.is W W W .P U B L IC IS .D K

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.