Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR SAMKEPPNI GJALDMIÐLA/5 SVISSNESKIR SJÓÐIR/6 ERFIÐAR AÐSTÆÐUR/14                           !                  "# $%& '     ( )*+ BROTTKAST á fiski er mikið til umræðu um þessar mundireftir birtingu mynda af stórfelldu brottkasti tveggja báta.Fyrst í stað var því leynt hverjir bátarnir og skipstjórarþeirra væru, en þeir hafa nú komið fram í dagsljósið og af- saka brottkastið með því að verð á leigukvóta sé svo hátt, hafi hækkað svo mikið að undanförnu, að þeir geti aðeins komið með verðmætasta fiskinn að landi. Ódýrari fiski sé því hent. Jafnframt segja þeir að hvatinn til brottkasts felist í kvótakerfinu. Sé litið á verð á leigukvóta kemur í ljós að í apríl árið 2000 var meðal- leiguverð á þorski á kvótaþingi 121,50 krónur. Nú er það um 150 krónur. Frá apríl í fyrra hefur verð á fiskmörkuðum hækkað meira en verð á leigukvóta eða um nálægt 30%. Bara þess vegna eru þeir sem gera út á leigukvóta og selja á markaði betur settir nú en í apríl í fyrra. Að auki hefur verð á olíu lækkað að und- anförnu og bætir það afkomuna. Mikil hækkun á afurðaverði Sé tekið mið af afurðaverði til út- flutnings, hefur það hækkað um 4% á föstu verðlagi, sem er ná- lægt 30% í krónum talið. Sé enn miðað við apríl í fyrra og litið á þróun gjaldmiðla, hefur dollarinn hækkað um 45% og evran um 35% gagnvart krónu. Þessar hækkanir skila sér beint í af- urðaverði til útflutnings og eru mun meiri en hækkanir á verði leigukvóta. Hefði hækkun á leigukvóta verið sú sama, ætti verðið að vera 175 krónur miðað við hækkun dollarans en 163 miðað við evruna. Niðurstaðan er því sú, að nú er leiguverð á þorskkvóta í raun lægra en í apríl í fyrra. Útgerðin fær því meira út úr því nú að leigja kvóta á 150 krónur og nýta hann heldur en að leigja kvóta á 121,50 fyrir um einu og hálfu ári. Það er því ekki hægt að samþykkja þau rök að hækkandi kvótaverð að undanförnu sé or- sökin fyrir stórfelldu brottkasti. Sé litið á stöðu bátanna tveggja, sem um ræðir, kemur í ljós að þorskkvóti Bjarma BA var í upphafi kvótaárs 247,6 tonn. Þar af dragast 14,3 tonn frá sem veidd voru fyr- irfram af kvóta þessa árs, en auk þess hefur skipið leigt frá sér 74,5 tonn af þorski. Þorskkvóti þess er nú nánast uppveiddur. Jafnframt hafa verið flutt af skipinu 22 tonn af ýsu, 53 tonn af ufsa, 55 tonn af steinbít en á það 11 tonn af skarkola. Hvernig er hægt að kvarta undan háu leiguverði á kvóta, þegar jafnmikið og um ræðir er flutt af skipinu? Framan af hausti virðist aflasamsetning skipsins við löndun eðlileg. Þegar kemur fram í október, er eingöngu landað þorski, að undan- skildum tveimur túrum. Það er ljóst að fiski hefur verið kastað fyrir borð. Bára ÍS hefur svo að segja engan kvóta. Á skipið voru í haust færð 27 tonn af þorski og er sá kvóti nánast uppveiddur. Í sept- ember virðist aflasamsetning vera eðlileg og er þá landað í Ólafs- vík, en frá 12. október landar Bára bara þorski í Hafnarfirði. Ekki einum fiski af annarri tegund. Brottkast fer ekki á milli mála. Það er ekkert sem réttlætir brottkast af þessu tagi, frekar en að það sé réttlætanlegt að skjóta undan virðisaukaskatti í sjoppu til að bæta reksturinn. Hvort tveggja er lögbrot. Það er enginn knú- inn til að henda fiski. Það verður því að líta svo á að með því að við- urkenna stórfellt brottkast með þeim hætti sem gert hefur verið, séu skipstjórarnir að ráðast gegn fiskveiðistjórnunarkerfinu sér til eiginhagsbóta, en ekki að reyna að koma í veg fyrir brottkast. Morgunblaðið/RAX Innherji skrifar Enginn knúinn til að henda fiski Nærri 200 tonna kvóti færður af Bjarma BA, þar af 74 tonn af þorski, 53 af ufsa og 55 af steinbít ll VIÐSKIPTI ● EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Alþýðubankinn hf., EFA, tapaði 625 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins, en allt árið í fyrra var 275 milljóna króna tap af rekstrinum. Hrein vaxtagjöld félags- ins, þ.e. vaxtagjöld að frádregnum vaxtatekjum, námu 26 milljónum króna, en fyrir allt árið í fyrra voru hrein vaxtagjöld 35 milljónir króna. Aðrar rekstrartekjur voru neikvæðar um 796 milljónir króna, en allt árið í fyrra voru þær neikvæðar um 213 milljónir króna. Skýringin á þessari niðurstöðu annarra rekstrartekna er í meginatriðum þríþætt. Gengistap af skuldum í erlendri mynt vegna veikingar krónunnar var 352 milljónir króna. Skráð innlend hlutabréf lækkuðu um 342 milljónir króna og endanlega afskrifaðar fjár- festingar í óskráðum félögum námu 181 milljón króna. Önnur rekstrargjöld, sem eru aðallega launakostnaður og almennur rekstrarkostnaður, námu 85 milljónum króna, en voru 95 milljónir króna allt árið í fyrra. Framlag í afskriftareikning útlána var 14 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum árs- ins, en var 5 milljónir allt árið í fyrra. Tap fyrir skatta var 920 milljónir króna, en eftir 296 milljóna króna tekjufærslu tekju- skatts var tap fyrstu níu mánuði ársins 625 milljónir króna eftir skatta. Efnahagsreikn- ingur EFA stækkaði um 5% frá áramótum og voru heildareignir í lok september 7,2 millj- arðar króna. 625 milljóna króna tap ● STAÐLARÁÐ Íslands stendur fyrir nám- skeiði föstudaginn 23. nóvember fyrir þá sem vilja læra á nýja útgáfu ISO 9000- gæðastjórnunarstaðlanna. Markmið nám- skeiðsins er að þátttakendur geti gert grein fyrir megináherslum og uppbyggingu kjarna- staðlanna í ISO 9000:2000-röðinni og þekki hvernig þeim er beitt við að koma á og við- halda gæðastjórnunarkerfi. Auk þess að skýra uppbyggingu staðl- anna, notkun og kröfurnar í ISO 9001 verður farið yfir tengsl staðlanna og gæðastjórn- unarkerfis samkvæmt ISO 9000. Þátttak- endur leysa hópverkefni í gerð verklags- reglna. Námskeiðið fer fram hjá Staðlaráði Ís- lands, Laugavegi 178, kl. 8:30–13:45. Nán- ari upplýsingar og skráning á vef Staðlaráðs, www.stadlar.is. Námskeið um ISO 9000 ◆ ● BORGARRÁÐ Reykjavíkur staðfesti í fyrra- dag ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur um að nýta forkaupsrétt fyrirtækisins að hlutafé í Línu. Neti. Stjórn fyrirtækisins hefur samþykkt að kaupa hlutafé fyrir 150 milljónir króna að nafnvirði á geng- inu 3, alls 450 milljónir króna. Borgarráð sam- þykkti ákvörðun stjórnarinnar með fjórum at- kvæðum gegn þremur og fer málið fyrir borg- arstjórn í dag, 15. nóvember. „Sjálfstæðismenn eru algjörlega mótfallnir því að fjármunum Orkuveitunnar sé ráðstafað með þessum hætti í samkeppnisrekstur og telur rétt að úr því verði skorið hvort borgaryf- irvöld hafi heimild til þess,“ segir í bókun full- trúa Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúar R-listans segja hins vegar að bókun sjálfstæðismanna sé „enn eitt dæmið um þá þráhyggju sem hef- ur einkennt málflutning þeirra í þessu máli“. Í bókun fulltrúa R-listans segir jafnframt að fyrir þá ákvörðun sem lá fyrir fundinum á þriðjudag hafi Orkuveitan fjárfest um 500 milljónir og með þeim 450 milljónum sem fyrir liggja nú verði heildarfjárfestingin 950 millj- ónir. Orkuveitan eykur hlutafé sitt í Línu.Neti SAMTÖK banka og verð- bréfafyrirtækja telja Samtök iðnaðarins rangtúlka þróun vaxtamunar og samkeppnis- stöðu á fjármálamarkaði. Sam- tök iðnaðarins telja m.a. að sam- keppni í bankakerfinu hafi minnkað og það geti leitt til óeðlilegra verðhækkana hjá bönkunum, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Guðjón Rúnarsson, formaður SBV, segir að mikil samkeppni ríki á íslenskum fjármálamark- aði sem hafi breyst mikið með inngöngu Íslands í EES og frjálsum fjármagnsflutningum. Íslenskir bankar séu ekki ein- ungis í samkeppni innbyrðis heldur einnig við erlendar lána- stofnanir. „Í skýrslu SBV frá síðustu áramótum kemur fram að hlut- deild banka og sparisjóða í út- lánum til fyrirtækja er um 50%. Það eru því mun fleiri en bankar og sparisjóðir sem lána fyrir- tækjum á Íslandi. Að auki eru það erlendir bankar, lífeyris- sjóðir og tryggingafélög. Þegar efnahagslífið fer að síga niður á við er eðlilegt að afskriftir auk- ist dragi úr útlánaþenslu. Ef það er túlkað sem minnkandi sam- keppni er það mikil rangtúlkun. Það er eðlilegt í fyrirtækja- rekstri að aðlagast aðstæðum á hverjum tíma,“ segir Guðjón. SBV með allt aðrar tölur um vaxtamun Samtökum iðnaðarins reiknast til að vaxtamunur hafi á síðustu tíu árum farið úr á bilinu 3-4% og upp í 8% en tölurnar eru fengnar með því að draga grunnvexti í bankakerfinu frá meðalvöxtum almennra útlána. Guðjón segir að þegar vaxta- munur sé reiknaður á hefðbund- inn máta komi í ljós að hann hafi farið stöðugt minnkandi á síð- ustu árum. „En þegar verðbólga eykst mikið eins og gerst hefur á þessu ári, eykst vaxtamunur óhjákvæmilega eitthvað aftur. Það er hefðbundið í öllum bankarekstri að verðtryggðar eignir bankanna eru meiri en verðtryggðar skuldir. Það eru ekki komnar heildartölur fyrir árið í ár en þær tölur sem Sam- tök iðnaðarins setja fram virðast fjarri lagi,“ segir Guðjón. „Ef vaxtamunur er reiknaður samkvæmt hefðbundnum að- ferðum koma aðrar tölur í ljós.“ Samkvæmt tölum frá SBV var vaxtamunur íslensku bankanna um mitt þetta ár 3,28%. Í lok síð- asta árs var hann 2,89% og árið 1995 4,37% og hafði þá farið lækkandi eftir samdráttarskeið, að sögn Guðjóns. Aðferðin sem þá er notuð er sú að draga vaxtagjöld frá vaxtatekjum og deila með meðalstöðu efnahags- reiknings, þ.e. heildarfjár- magns. Þarna er um að ræða bankana þrjá en ekki sparisjóði. Sambærilegar tölur liggja ekki fyrir fyrir alla bankana fyrir ár- ið 1995 þar sem reikningsskila- aðferðum var þá breytt. Samtök iðnaðarins hafa farið þess á leit við viðskiptaráðherra að opinberum hlutlausum aðila verði falið að gera athugun á þróun munar á inn- og útláns- vöxtum íslenskra lánastofnana undanfarin átta til tíu ár. Guðjón segir SBV ekkert hafa á móti slíkri athugun. Rangtúlkun á vaxtamun og samkeppnisstöðu Samtök banka og verðbréfafyrirtækja um gagnrýni Samtaka iðnaðarins Guðjón Rúnarsson, formaður Sam- taka banka og verðbréfafyrirtækja. SAMTÖK iðnaðarins hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í tilefni af ummælum Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs, í Morgunblaðinu í gær um verðlagningu á gasolíu: „Samtök iðnaðarins hafa fylgst vel með umræðum og gagnrýni á olíufélögin vegna verðlags á eldsneyti og samhengis þess við verð á heimsmarkaði. Félagsmenn Samtaka iðnaðarins eru með stærri viðskiptavinum olíufélaganna með gasolíu. Við síðustu verðbreytingar lækkaði verð gasolíu ekkert. Það er rangt hjá forstjóra Skeljungs, Kristni Björnssyni, að Samtök iðnaðarins hafi ekki leitað skýringa hjá ol- íufélögunum, það var gert, m.a. hjá Gunnari Kvaran, forstöðu- manni kynningardeildar Skeljungs þann 1. nóvember sl. Skýringarnar voru einfaldlega ekki fullnægjandi að mati sam- takanna. Það er engin ástæða fyrir forstjóra Skeljungs að stökkva upp á nef sér þótt Samtök iðnaðarins óski eftir því að rannsókn sem staðið hefur yfir í heilt ár á vegum Samkeppnisstofnunar verði hraðað. Í bréfi samtakanna til viðskiptaráðherra er aðeins bent á að verð á gasolíu hafi lækkað á heimsmarkaði en ekki hér. Vilji Skeljungur kynna sér efni bréfs samtakanna er þeim bent á að skoða vefsetur SI, www.si.is.“ Yfirlýsing frá Samtökum iðnaðarins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.