Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 C 13 NÚR VERINU 0 Í HópTALi, fyrirtækjaþjónustu TALs,greiða fyrirtæki ekkert fyrir GSM símtöl milli starfsmanna, hvort sem starfs- mennirnir eru fimm eða fimmhundruð. Nú er rétti tíminn fyrir þitt fyrirtæki að skipta yfir til fyrirtækjaþjónustu TALs. Hafðu samband strax, síminn er 599 0000 eða hoptal@tal.is. frítt sín á milli! ...því starfsfólkið talarkr./mín. slátrunar þangað til hann er kominn í kælingu. Ég hef þannig ekki trú á því að kaupendur velji villtan þorsk framyfir þann villta og verði tilbúnir til að greiða fyrir hann hærra verð. Eldisþorskurinn verður seldur á háu verði á ferskfiskmarkaðnum, rétt eins og sá villti. Eflaust verður eld- isþorskur aðgreindur frá þeim villta á einhverjum markaðssvæðum en það þarf þó alls ekki að vera.“ Ole-Erik segir að það hafi tekið Norðmenn 30 ár að byggja upp lax- eldisiðnaðinn og að það taki að minnsta kosti jafnlangan tíma að byggja upp jafnöflugan þorskeldis- iðnað. „En við höfum þegar náð mik- ilvægum áfanga í þorskeldinu og það þarf enginn að efast um að þorskeldið sé komið til að vera. Það getur hins- vegar enginn sagt til um það ennþá hve hröð þróunin verður hér eftir. Það eru gríðarlegir fjármunir í húfi og miklar vísindarannsóknir að baki þessum iðnaði, ásamt miklum fjölda af hæfileikaríku fólki. Þess vegna hljótum við að ná árangri,“ segir Ole- Erik Lerøy. alltaf hægt að bjóða ferskan hágæða- fisk á markaðnum. Ég sé ekki fyrir mér að eldisþorskur verði notaður í saltfiskverkun eða í frystar afurðir á næstu 15 til 20 árum. Eldisþorskur mun einkum fara inn á ferskfisk- markaði og stækka þann markað, byggja hann upp og gera mun sterk- ari en hann er í dag. Eldisþorskur verður þannig góð viðbót við framboð á ferskum þorski.“ Gæði eldisþorsks jafnvel meiri Ole-Erik segir að ekki sé merkjan- legur munur á bragði og gæðum eld- isþorsks og að jafnvel sé hægt að ná betri gæðum á eldisþorski. Kaupend- ur muni því ekki gera upp á milli eld- isþorsksins og villta þorsksins. „Við búum yfir 30 ára reynslu í laxeldi og við höfum einnig unnið með villtan lax. Ég er sannfærður um að eldislax- inn okkar er mun betri en sá villti, það höfum við sannreynt á fjölmörg- um neytendum. Það er mjög vandað til allrar meðferðar á eldislaxinum í öllu ferlinu. Það líða ekki ekki nema 25 mínútur frá því að laxinn fer til ÞORSKELDI hefur alla burði til að vaxa gríðarlega hratt á næstu ár- um og þegar hafa verið stigin stór skref í átt að stórfelldu eldi. Þetta segir Ole-Erik Lerøy, forstjóri norska sjávarútvegsrisans Lerøy Seafood Group ASA. Norðmenn standa mjög framar- lega í seiðaframleiðslu og hafa unnið þar mikið þróunarstarf en lítil seiða- framleiðsla hefur fram til þessa stað- ið umfangsmiklu þorskeldi fyrir þrif- um. Ole-Erik segir seiðaframleiðsl- una geta numið milljónum seiða innan fárra ára og tekist hafi að ná kostnaði verulega niður með því að byggja á þeirri reynslu sem Norð- menn búi þegar yfir í fiskeldi. Fram- leiðsla Norðmanna gæti þess vegna farið að skipta verulegu máli áður en langt um líður. Ole-Erik segir að villtum þorski stafi engin ógn af eldisþorski á mörk- uðum, að minnsta kosti ekki næstu áratugina. „Ég tel að eldisþorskurinn muni aðeins styðja við bakið á villta fiskinum. Framboð á villtum þorski er tiltölulega óstöðugt en það verður Hljótum að ná árangri Forstjóri Lerøy Seafood Group segir allt stefna í stórfellt þorskeldi Í JANÚAR 2000 keypti fjölveiði- skipið Hardhaus frá Austervoll í Nor- egi fyrst norskra skipa þantroll Hampiðjunnar til kolmunnaveiða. Reynslan af því og góður árangur ís- lenzkra skipa með þantroll hefur svo leitt til þess að 6 slík troll til viðbótar hafa verið pöntuð af norskum útgerð- um og verða þau afhent í desember. Verðmæti þeirra og annars búnaðar sem fylgir er um 65 milljónir króna. 40 þantroll seld á tveimur árum Haraldur Árnason, deildarstjóri markaðs- og söludeildar veiðarfæra- lausna hjá Hampiðjunni, segir að út- gerð Hardhaus hafi verið mjög ánægð með trollið. „Það hefur staðist allar þær væntingar sem til þess voru gerðar. Góður afli íslensku skipanna á kolmunnaveiðum á þessu og síðasta ári hefur einnig vakið mikla athygli í Noregi og víðar og eru nú 6 troll til viðbótar í pöntun sem verða tilbúin til afhendingar í desember 2001. Sam- tals munu því verða 7 skip með þant- roll Hampiðjunnar í Noregi, og verð- ur spennandi að sjá hvernig þau standa sig á næstu kolmunnavertíð sem hefst í byrjun árs 2002. Ætla má að verðmæti þeirra 6 þantrolla og annars búnaðar fyrir skipin, sem af- henda á í lok ársins, nemi um 65 millj- ónum króna,“ segir Haraldur. Hvernig hefur annars gengið að selja þessi troll? „Það má með sanni segja að þan- troll Hampiðjunnar hafi slegið í gegn, en frá því að fyrsta trollið var selt og sett um borð í Þorstein EA í sept- ember 1999 hafa verið seld 40 troll víðs vegar um heim. Þantrollin hafa sannað gildi sitt svo um munar á síðustu tveimur árum. Markaðshlutdeild Hampiðjunnar í trollum til uppsjávarveiða á Íslandi var 11% 1999 en er í dag 70%, sem verður að teljast viðunandi árangur á aðeins tveimur árum. Mikil og hörð samkeppni er í þessari tegund veið- arfæra og framleiðendur nokkuð margir. Þróun þantækninnar heldur áfram og sjálfsagt verður einhver þróun á næstu misserum í hönnun kaðlanna sem notaðir eru í stórmöskvana, sem mun auka veiðni trollanna umtalsvert frá því sem nú er. Hampiðjan er í far- arbroddi í heiminum í dag í hönnun slíkra trolla og mun halda þróuninni áfram á komandi árum,“ segir Har- aldur Árnason. Norska skipið Hardhaus hefur notað þantroll frá Hampiðjunni með góðum árangri. Sjö þantroll seld til Noregs Hampiðjan hefur selt 40 þantroll til veiða á uppsjávarfiski á 2 árum ATVINNA Skipstjórnarmaður Vanur skipstjórnarmaður óskar eftir plássi. Mikil reynsla af flottog-, botntog- og rækju- veiðum. Góð ensku- og dönskukunnátta. Upplýsingar í síma 849 4262.     Útgerðarfyrirtækið Reyktal AS óskar eftir vaktformanni á rækju- frystitogarann Merike EK-9706. Vaktformaður þarf að hafa reynslu af vinnslustjórn á rækju- frystitogara og helst að vera van- ur netamaður. Viðkomandi þarf að vera reglu- samur. Enskukunnátta æskileg. Umsóknir sendist með tölvupósti til sigf@binet.is eða á fax nr. 588 7635. Nánari upplýsingar veitir Sigurð- ur B. Friðriksson í síma 897 7989. RAÐAUGLÝSINGAR KVÓTI Önnumst sölu á öllum stærðum og tegundum fiskiskipa Einnig sölu og leigu á aflaheimildum. Skipasalan Bátar og búnaður ehf., Barónsstíg 5, 101 Reykjavík, sími 562 2554, fax 552 6726, www.bob.is — netf. skip@bob.is .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.