Morgunblaðið - 23.01.2002, Side 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÁKVÖRÐUN Fjarðarkaupa um
lækkun vöruverðs um 3% og
verðstöðvun fram til 1. maí hefur
mælst vel fyrir hjá viðskiptavin-
um verslunarinnar. Greinilegt var
í gærmorgun að sumir við-
skiptavina voru mættir í Fjarð-
arkaup beinlínis til þess að sýna
stuðning sinn í verki.
Gísli Sigurbergsson, einn eig-
enda Fjarðarkaupa, segir að þeir
viðskiptavinir sem hann þekkir
og hafi rætt við hafi lýst yfir
ánægju sinni með þetta framtak.
„Og hér er ekki bara um Hafn-
firðinga að ræða því við-
skiptavinir okkar koma líka úr
nágrannabæjarfélögunum, hlut-
fall Hafnfirðinga, sem hér versla,
er væntanlega um 55%. Við fjöl-
skyldan erum búin að reka versl-
unina í þessu húsi frá árinu 1983
en áður vorum við í Trönu-
hrauni.“
Aðspurður segir Gísli að heild-
salar hafi tekið vel í framtak
Fjarðarkaupa en ekki hafi enn
verið gengið frá neinu sam-
komulagi um í hverju þeirra að-
stoð muni felast. „Í raun er þetta
áskorun af okkar hálfu til heild-
salanna um að þeir standi sig. En
auðvitað kemur þessi lækkun til
með að koma mest niður á okkar
álagningu og með því að lofa
verðstöðvun erum við raunar að
taka nokkra áhættu því það
myndi bitna á okkur ef gengið
lækkar.“
Gísli segir að fólk hafi auðvitað
fundið fyrir því að verð hafi
hækkað mikið og þá sérstaklega
síðustu fjóra eða fimm mánuði
þegar gengisbreytingar fóru að
koma fram af fullum krafti og
það kunni því vel að meta verð-
lækkun og verðstöðvun Fjarð-
arkaupa.
Höfum greinilega fundið fyrir
hækkun á verði matvöru
Jón Skaptason og Hólmfríður
Gestsdóttir komu úr Kópavogi til
þess að versla í Fjarðarkaupum.
„Við höfum alveg greinilega
fundið fyrir hækkunum á verði
matvöru á undanförnum mán-
uðum. Og við erum hérna til þess
að sýna stuðning okkar við þá
viðleitni sem menn eru að sýna
með því að lækka vöruverðið og
hvetjum aðra neytendur til þess
að gera slíkt hið sama. Þess fyrir
utan er hér gott vöruúrval og
sanngjarnt verð. Við tókum eftir
þessu framtaki hjá Fjarðar-
kaupum og ætlum að koma hing-
að aftur.“
Jóhanna, Jökull og Alma voru í
óðaönn við að tína í innkaupa-
körfuna. Jóhanna segist alltaf
hafa komið öðru hverju að versla
í Fjarðarkaupum þótt hún hafi
mestmegnis verslað í Krónuversl-
unum að undanförnu. „Ég heyrði
hins vegar að þeir hefðu lækkað
verðið og gerði mér sérstaklega
ferð hingað til þess að versla. Ég
hef greinilega fundið fyrir því
hvað það er orðið dýrara kaupa
inn til heimilisins og ég vona að
aðrar verslanir feti í fótspor
Fjarðarkaupa.“
Heyrðu af lækkun-
inni í fréttum
Haraldur Þórðarson og María
Á. Guðmundsdóttir komu úr
Reykjavík til þess versla í Firð-
inum. „Við erum eiginlega alveg
ókunn í þessari verslun, höfum
aðeins komið einu sinni áður. Við
heyrðum hins vegar í fréttum að
Fjarðarkaup hefðu lækkað verðið
og sennilega erum við stödd
hérna vegna þess. En við erum
ekki beinlínis að leita eftir ódýr-
ustu stöðunum enda innkaupin
frekar lítil því við erum bara tvö
í heimili. En það hafa auðvitað
allir orðið varir við að vöruverð
hefur stórhækkað að undan-
förnu.“
„Ég er nú nokkurn veginn fast-
ur viðskiptavinur hérna,“ segir
Fríða Björk Gunnarsdóttir. Hún
segist aldeilis hafa orðið vör við
verðlagshækkanir á und-
angengnum mánuðum: „Mér
finnst verð á nauðsynjavörum
hafa hækkað mjög mikið og mað-
ur finnur það í buddunni. Mér
finnst þetta frábært framtak hjá
stjórnendum Fjarðarkaupa og ég
vona sannarlega að fleiri komi á
eftir. Það var alveg tími til kom-
inn að einhver gerði eitthvað og
ég vona að þetta stoppi ekki hér.“
Góð viðbrögð við verð-
lækkun Fjarðarkaupa
Morgunblaðið/Kristinn
Gísli: Við skorum líka á stjórnvöld að taka til hjá sér, t.d. með því að taka
til baka um 6,6% verðhækkun sem ákveðin var á mjólk nú um áramótin.
Jóhanna, Jökull og Alma. Jón Skaptason og Hólmfríður
Gestsdóttir.
Haraldur Þórðarson og María
Á. Guðmundsdóttir.
Fríða Björk Gunnarsdóttir
STJÓRNENDUR Ræktunarsam-
bands Flóa og Skeiða á Selfossi,
sem er einn stærsti jarðvinnuverk-
takinn á landinu, hefur tekið
ákvörðun um að bjóða 4% lækkun á
allri útseldri vinnu fyrirtækisins til
1. maí. Þá verða öllum, sem semja
við fyrirtækið um ný verkefni á
grundvelli eldri samninga, boðin
svipuð kjör.
Ólafur Snorrason, framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins, segir að með
þessu vilji menn leggja sitt af
mörkum til þess að tryggja að verð-
lag geti haldist stöðugt fram til 1.
maí.
Hjá Ræktunarsambandi Flóa og
Skeiða starfa á bilinu 45 til 60
manns, allt eftir árstíma og var
velta félagsins um 700 milljónir
króna í fyrra.
Ræktunar-
samband-
ið lækk-
ar verð
STJÓRNENDUR veitingahússins
Café Opera ætla að fylgja átaki hóps
fyrirtækja og hafa tilkynnt að þeir
muni lækka verð um 3% og heita því
að halda því óbreyttu að minnsta
kosti til 1. maí.
Þeir segjast um leið vonast til þess
að samkeppnisaðilar muni fylgja
sínu fordæmi og lækka verð hjá sér.
Verðlækk-
un hjá Café
Opera
STJÓRNENDUR Samkaupa/Mat-
bæjar og Kaupáss segjast ekki hafa
áform um að fylgja fordæmi Fjarð-
arkaupa nákvæmlega eftir en segja
jafnframt að forsendur fyrir al-
mennri verðlækkun séu nú fyrir
hendi og vöruverð muni lækka. Þá
hafa Kaupáss-menn ákveðið að
breyta fjórum verslana sinna í
Krónuverslanir á næstunni sem
þýðir lægri meðalálagningu hjá fé-
laginu.
Sækjum skarpt á birgja
Ingimar Jónsson, forstjóri
Kaupáss, segir að menn hafi verið
að reyna að sporna við því að verð
hækki meira. „Það var einmitt þess
vegna sem við sögðum upp samn-
ingum við birgja um áramótin. Ég
veit ekki hvort okkar svar verður
nákvæmlega hið sama og hjá
Fjarðarkaupum en við munum að
sjálfsögðu láta þær lækkanir sem
kunna að koma fram á næstu dög-
um og vikum beint til neytenda.
Okkur finnst að nú sé lag og við er-
um að sækja mjög skarpt á birgja
þessa dagana að þeir lækki sitt
verðið miðað við styrkingu krón-
unnar um 4% í desember.“
Ingimar segir að Kaupás ætli
einnig að breyta áherslum í rekstr-
inum, staðfest hafi verið á stjórn-
arfundi ákvörðun um að breyta
fjórum verslunum Kaupáss í
Krónuverslanir en eðlilegt sé að
greina starfsmönnum nánar frá
þessum breytingum áður en skýrt
verður frá þeim í fjölmiðlum.
„Við höfum fengið mjög góð við-
brögð við þeim breytingum sem við
höfum verið að gera á Krónuversl-
unum í haust. Það hefur bæði skil-
að sér í ánægðari viðskiptavinum
og mikilli söluaukningu. Við viljum
með þessari fjölgun Krónuverslana
leggja okkar af mörkum með því að
lækka meðalálagninguna og okkar
stefna er að reka tíu til tólf Krónu-
verslanir þegar fram líða stundir.“
Spáir verðhjöðnun á næstunni
Hannes Karlsson, rekstrarstjóri
Samkaupa hf. og Matbæjar, segir
að engin ákvörðun hafi verið tekin
um að fylgja fordæmi Fjarðar-
kaupa. Hins vegar megi benda á
það að verðlag sé að lækka.
„Allnokkrir birgjar hafa sent
okkur inn tilkynningar um breyt-
ingar á verði vegna styrkingar
krónunnar þannig að það eitt og
sér mun að sjálfsögðu leiða til verð-
lækkunar. Það má alveg reikna
með því að það verði verðhjöðnun
fram til 1. maí, að minnsta kosti
miðað við hvernig tóninn er. Vextir
lækka væntanlega á næstunni og
krónan hefur verið að styrkjast og
þá eðlilega fylgir verðhjöðnun í
kjölfarið. Þess vegna er í sjálfu sér
ekki ástæða til þess að grípa til
sérstakra ráðstafana,“ sagði Hann-
es.
Kaupás fjölgar
Krónuverslunum
Telja að mat-
vöruverð muni
lækka
DÆMI eru um að nokkrar vöruteg-
undir hafi hækkað hjá Fjarðar-
kaupum í Hafnarfirði en verslunin
tilkynnti í gærmorgun um 3%
lækkun á vöruverði við kassa. Kíló
af appelsínum var á mánudag selt á
149 krónur en í gær kostaði það 179
krónur. Kíló af grænum eplum
kostaði 169 kr. á mánudag en 198 í
gær og rauð paprika kostaði 412 kr.
á mánudag en 449 kr. í gær.
Í fyrra tilvikinu voru vörurnar af-
greiddar frá kassa um hádegi á
mánudag en í því síðara um klukk-
an 16 í gær. Gísli Sigurbergsson,
einn eigenda Fjarðarkaupa, tjáði
Morgunblaðinu í gær að verð á
grænmeti hefði verið mjög hátt um
áramót. Appelsínur hefðu þá kostað
184 krónur, græn epli 197 kr. og
kíló af papriku um 578 kr. Verðið
hefði síðan verið lækkað fljótlega í
janúar eins og oft væri gert eftir
jólahátíðina. Hefði verðið 12. janúar
verið 149 kr. á appelsínum, 412 kr.
á papriku og 169 kr á eplum.
Hins vegar hefði heildsalan sem
Fjarðarkaup skiptir við með
grænmeti ákveðið aftur hækkun.
Segir hann nýtt verð á grænmeti
yfirleitt tilkynnt á mánudögum.
Fjarðarkaupsmenn hafi í kjölfar
þess ákveðið 179 kr. verðið á app-
elsínum á mánudag og kom það til
framkvæmda í gær, þriðjudag, og
sama hafi átt við um papriku og
epli.
Hafi ákvörðun um hækkun því
verið tekin áður en ákvörðun var
tekin um 3% lækkun vöruverðs sem
hann segir hafa verið um kl. 16.20 á
mánudag. Gísli segir þetta geta átt
við um 5 til 10 vöruliði af um 15
þúsund sem seljist í verslun Fjarð-
arkaupa í viku hverri.
Ekki hægt að
lækka verðið aftur
Gísli segir Fjarðarkaup ekki vera
að gabba neytendur með tilkynn-
ingu um 3% lækkun vöruverðs um
leið og hækka varð nokkur vöru-
númer. Þeir muni ekki lækka verð-
ið á þessum tilteknu vörum sem
nefndar eru hér að framan, þá
myndi verðið vera sem næst inn-
kaupsverðinu. Enda segir hann við-
skiptavini Fjarðarkaupa vita að
kílóið af appelsínum á 179 krónur
sé mjög gott verð.
Nokkrar vörur
hafa hækkað
SUZUKI-BÍLAR, Suzuki-umboðið á
Íslandi, hefur ákveðið að lækka verð
á nýjum bílum um 1–2%. Að sögn
Úlfars Hinrikssonar framkvæmda-
stjóra er þetta framlag fyrirtækisins
í baráttunni fyrir lækkun verðbólgu.
Bílar hafa að meðaltali hækkað um
15,1% í verði frá áramótunum 2000–
2001 en á síðasta ári lækkaði gengi
krónunnar gagnvart dollara um
20,9%.
Lækka verð
á bílum
um 1–2%
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦