Morgunblaðið - 23.01.2002, Page 11

Morgunblaðið - 23.01.2002, Page 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002 11 Með villisveppum og með skinku og beikoni. Fyrir voru léttostar með grænmeti, með sjávarréttum og hreinn léttostur. Smurostarnir eru þægilegt, bragðgott álegg og líka spennandi í ofnrétti, súpur og sósur. Minni fita og færri hitaeiningar! Tveir léttir! Nýj ung VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð hefur lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð hálendisins norðan Vatna- jökuls samhliða sveitarstjórnar- kosningunum í vor. Fyrsti flutn- ingsmaður er Kolbrún Halldórs- dóttir. Samkvæmt tillögunni eiga kjós- endur að geta valið milli tveggja kosta. Annars vegar núverandi áforma um Kárahnjúkavirkjun með virkjun Jökulsár á Dal og Jökulsár í Fljótsdal ásamt tilheyrandi stíflum, vatnaflutningum, veitum og öðrum tengdum framkvæmdum. Hins veg- ar frestun ákvarðana um framtíð- arnýtingu svæðisins þar til tekin hafi verið afstaða til verndunar þess og stofnunar þjóðgarðs með einu stærsta ósnortna víðerni Evrópu. Einnig liggi þá fyrir endanleg rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma með flokkun virkjana- kosta, stefnumótun um framtíðar- skipan orkumála og áætlun um orkunýtingu til lengri tíma. Kolbrún sagði á blaðamannafundi í gær að áform um Kárahnjúkavirkjun væru mestu framkvæmdir sem ráðist hefði verið í á Íslandi. Hún sagði að ýmislegt væri enn óljóst í sambandi við þessar framkvæmdir. Ekki lægju enn fyrir fullnægjandi upp- lýsingar um efnahagsleg áhrif virkj- unarinnar og ekki lægi fyrir ítarleg úttekt á áhrifum þess að setja upp þjóðgarð á þessu svæði. Þá ætti eft- ir að ljúka vinnu við gerð ramma- áætlunar um nýtingu vatnsafls á Ís- landi. Þessar framkvæmdir væru mjög umdeildar og þess vegna væri rétt að leggja þetta mál í dóm kjós- enda. Slík atkvæðagreiðsla væri til þess fallin að auka umræður um þetta stóra mál og einnig myndi at- kvæðagreiðslan efla lýðræði í land- inu. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar, sagði að flokkur sinn væri tilbúinn að taka áhættu sem fylgdi því að leggja þetta mál undir dóm kjósenda. Ef meirihluti kjósenda lýsti yfir and- stöðu við virkjanaáformin liti hann svo á að í því fælust skilaboð um að stjórnvöld ættu að leggja þessi áform algerlega til hliðar. Hann sagði flokkinn til viðræðu um tíma- setningu atkvæðagreiðslunnar ef menn óttuðust að atkvæðagreiðslan skyggði á sveitarstjórnarkosning- arnar. Það væri hins vegar hag- kvæmt að gera þetta á sama tíma. VG vill þjóðaratkvæði um Kárahnjúkavirkjun Morgunblaðið/Árni Sæberg Kolbrún Halldórsdóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Með henni á myndinni er Ögmundur Jónasson, formaður þingflokksins, og Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna. DR. INGÓLFUR Jo- hannessen hefur verið skipaður lektor í klín- ískri veirufræði við læknadeild Edin- borgarháskóla í Skot- landi. Edinborg- arháskóli var stofnaður 1583 og læknadeild skólans á rætur að rekja allt aft- ur til 16. aldar enda þótt hún hafi fyrst ver- ið formlega við- urkennd innan skólans árið 1726. Ingólfur var meðal fjögurra um- sækjenda sem kepptu að lokum um stöðuna. Hann er nú annar tveggja íslenskra kennara við læknadeild Edinborg- arháskóla, en dr. Fanney Krist- mundsdóttir er dósent í líffærafræði við skólann og einn fjögurra vara- forseta læknadeildarinnar. Ingólfur lauk embættisprófi í læknisfræði frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1992 og fór þegar að námi loknu til framhaldsnáms við læknadeild Lundúnaháskóla. Hann lauk M.Sc.-prófi í sýklafræði frá London School of Hygiene and Tropical Medicine árið 1993. Hann hóf doktorsnám í veirufræði við sama skóla það haust undir leiðsögn dr. Dorothy H. Crawford, prófess- ors í sýklafræði, en doktors- verkefnið fjallaði um samband Epstein-Barr-herpesveirunnar og eitlakrabbameins í ónæmisbældum sjúk- lingum. Ingólfur lauk verkefninu og Ph.D.- prófi í veirufræði árið 1997. Hann hafði þá hlotið 5 ára rannsókn- arstyrk frá bresku Wellcome-stofnuninni til framhaldsrann- sókna á herpesveiru- tengdu krabbameini við læknadeild Edin- borgarháskóla um haustið sama ár og hefur Ingólfur starfað þar síðan. Auk kennslu og rannsókna við lækna- deild Edinborgarháskóla veitir lekt- orsstaða í klínískri veirufræði rétt- indi til frekara framhaldsnáms í greininni við háskólasjúkrahús Edinborgar, Edinburgh Royal In- firmary. Í samtali við Morgunblaðið kvaðst Ingólfur að vonum ánægður með stöðuna en sagði að hún væri þó ekki síst ávísun á þjálfun í jafnvæg- islist þar sem það mundi sennilega reyna töluvert á þolrifin að halda utan um allt sem í starfinu felst. „En lærifeðurnir í læknadeild háskólans heima kenndu mér snemma að mað- ur ætti að jafnaði að velja mestu tor- færurnar og láta þannig á sig reyna. Þetta heilræði hefur reynst mér vel eins og annað veganesti úr Háskóla Íslands.“ Lektor í veirufræði við læknadeild Edinborgarháskóla Ingólfur Johannessen SKÚLI Guðmundsson, verkfræðingur og fyrr- verandi forstöðumaður Framkvæmdasýslu ríkisins, er látinn, 77 ára að aldri. Skúli fæddist í Reykjavík 25. mars 1924. Foreldrar hans voru Guðmundur Ágústsson frá Birt- ingaholti og Ragnheiðir Sigfúsdóttir Thoraren- sen. Skúli lauk stúdents- prófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1943 og prófi í byggingaverkfræði frá Danmarks Tekniske Höjskole 1950. Hann vann við ýmis verkfræðistörf, bæði innan lands og ut- an, á árunum 1950– 1970, er hann réðst til Framkvæmdasýslu ríkisins. Þar starfaði hann til 1993. Skúli var lands- þekktur íþróttamaður og margfaldur Íslands- meistari í hástökki. Var hann m.a. fyrirliði íslenska frjálsíþrótta- landsliðsins, sem sigr- aði Dani og Norðmenn í Ósló 1951. Skúli var kvæntur Aðalbjörgu Björns- dóttur, M.A. í dönsku, og eignuðust þau 3 dætur, Ragnheiði, Margréti Birnu og Erlu Björgu. Andlát SKÚLI GUÐMUNDSSON VEGAMÁLASTJÓRI segir upp- lýsingar um sandburð á Öxnadals- heiði sem gerðar voru að umtals- efni í blaðinu í gær vegna atviks þegar ökumaður hafði næstum misst bíl sinn útaf í hálku þar sl. laugardag, varla komnar af heima- síðu Vegagerðarinnar. Þær hljóti að vera af textavarpi annarra miðla. Sigríður Ingvarsdóttir alþingis- maður gagnrýndi Vegagerðina fyr- ir upplýsingar sem hún sagði hafa verið á textavarpi um að Öxnadals- heiði yrði sandborin og því fær eft- ir hádegi sl. laugardag. Helgi Hall- grímsson vegamálastjóri tjáði Morgunblaðinu að hálka á þjóðveg- um væri flokkuð í þrjá flokka; hálkubletti, hálku og flughálku. Á laugardag hefði Öxnadalsheiði ver- ið talin hál og við slík skilyrði væri hluti hennar sandborinn. Borið væri í brekkurnar austast og vest- ast í heiðinni, þ.e. Bakkasels- brekku og brekkuna ofan við Norðurárdal en þar hafði atvikið gerst. Sagði hann ógerning að sandbera allt vegakerfið þótt hálka væri. Vegamálastjóri sagði hafa verið sandborið að morgni laugar- dags og hafa yrði í huga að þótt borinn væri sandur á hálkukafla væri það samt sem áður ekki full- komin trygging á öryggi. Vegamálastjóri sagði nokkuð óljóst með hvaða hætti upplýsingar hefðu borist þingmanninum um sandburðinn. Þær hefðu þó varla verið af vef Vegagerðarinnar þar sem aðeins er tilgreint hvernig ástand veganna er og hvort verið sé að opna þá eða ekki. Þurfi veg- farendur viðbótarupplýsingar sé mögulegt að ræða við vegaeftirlits- menn. Frétt um sandburð á Öxnadalsheiði Ekki af vef Vega- gerðarinnar STARFSMAÐUR verslunarinnar Nanoq hælbrotnaði á laugardag er hann féll sex metra úr klifursúlunni framan við verslunina. Er þetta fyrsta sinn sem slys verður við klifur í súlunni frá því verslunin var opnuð haustið 1999. Vinnueftirlitið var kvatt á vettvang til að kanna súluna en gerði engar athugasemdir við aðbún- að eða frágang. Að sögn Þorbjörns Stefánssonar, framkvæmdastjóra Nanoq, mun slys- ið rakið til þess að vinnureglum, sem starfsmenn Nanoq eiga að fara eftir við klifur í súlunni, var ekki hlýtt. Til- drögin voru þau að starfsmaðurinn var að fríklifra upp súluna til að koma fyrir fjallalínu á toppi hennar áður en Kringlugestir fengju að spreyta sig á öruggan hátt í ofantryggingu. Starfs- maðurinn aðgætti hins vegar ekki að festa línuna með reglulegu millibili til að tryggja eigið öryggi og lenti því á gólfinu er hann missti tak. Vinnuregla starfsmanna er sú að festa línuna eftir 1,5 metra og síðan með 1 metra millibili en það var ekki gert að þessu sinni, að sögn Þor- björns. Hann segir að hert verði á vinnureglum starfsmanna við klifur- súluna og framvegis verði fylgst mjög náið með því að þeim verði hlýtt. Starfsmaðurinn er þaulvanur klifr- ari, bæði í ís og klettum. Hælbrotnaði í klifur- slysi við Nanoq

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.